Morgunblaðið - 30.06.1995, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.06.1995, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 30. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU VERKSMIÐJUR SR við höfnina á Skagaströnd. 50 ára sögn SR og SR-mjöls að ljúka Skagaströnd. Morgunblaðið 50 ár verða liðin 30. ágúst nk. síðan Síldarverksmiðjur ríkisins skrifuðu undir samning við Höfða- hrepp um uppbyggingu síldarverk- smiðju á staðnum. A 50 ára af- mæli samningsins mun öllum um- svifum SR og SR-mjöls ljúka á Skagaströnd, því Höfðahreppur hefur nú keypt allar fasteignir og lóðir fyrirtækisins. Samningurinn um kaupin var undirritaður 12. júní, en eignirnar verða afhentar síðar í sumar. Tvær íbúðir verða afhentar 1. ágúst en verksmiðjuhúsin og lóð- irnar hinn 1. september. í samn- ingnum kemur fram að SR-mjöl mun fjarlægja allar vélar og tæki úr verksmiðjunni á sinn kostnað og afhenda hana þannig. Hér er um stórt húsnæði að ræða sem hefur verið lítið haldið við undanf- arin ár. Kaupverð eignanna allra var hagstætt að sögn sveitarstjór- ans, Magnúsar B. Jónssonar, en hann segir þó að hér sé ekki um gróðaveg fyrir sveitarfélagið að ræða vegna þess að verksmiðju- húsin kalli á töluvert viðhald. Að hans sögpi hefur ekkert verið ákveðið ennþá um nýtingu eign- anna, en hann telur víst að þær verði seldar aftur, jafnvel í smærri einingum. Fólksfjölgun vegna SR Þó svo að ekki hafi verið mik- il starfsemi hjá SR-mjöli á Skagaströnd að undanförnu og starfsemin alla tíð verið minni en menn áttu von á í upphafi er eftirsjá af fyrirtækinu. Varð til- vera þess og uppbygging á sínum tíma til þess að fólki fjölgaði á staðnum og bjartsýni og áræði íbúanna jókst. Einnig varð til- koma verksmiðjunnar til þess að uppbygging til dæmis í hafnar- málum varð mun hraðari en ella hefði orðið. „Menn verða bara að horfa til þess að hér skapast ný sóknarfæri í atvinnumálum því þarna er upp- lagt húsnæði fyrir margs konar atvinnustarfsemi á besta stað, rétt við höfnina," sagði Magnús sveit- arstjóri. „Svartur“ fiskur Skilið á milli ýsu og þorsks í trolli Tilraunir í Noregi lofa mjög góðu en nokk- ur framkvæmdaatriði eru enn óleyst MEÐ því að koma fyrir sérstakri skilju í þorsktrolli hefur starfs- mönnum norsku hafrannsókna- stofnunarinnar tekist að bægja burt 80-100% ýsunnar, sem ann- ars hefði komið upp með trollinu. Eru bundnar vonir við, að með þessu móti megi draga verulega úr aukaafla á þorskveiðunum. Það eru veiðarfærasérfræðing- arnir Arill Engás og Charles West, sem hafa staðið að tilraununum, en þeir segja, að enn séu nokkur framkvæmdaratriði óleyst. „Til- raunirnar hafa sýnt, að allt gengur vel séu notaðir tveir trollpokar en sé opnað fyrir annan til að sleppa út óæskilegum fiski, þá er hætt við að trollið leggist saman,“ segja þeir en telja þó, að þetta vanda- mál verði ekki erfitt úrlausnar. Áætlaður aukaafli milli 30 og 40 milljónir tonna Veiðarfæri, sem geta valið á milli fisktegunda, verða æ þýðing- armeiri eftir því sem kröfurnar um ábyrga nýtingu auðlindarinnar í sjónum fara vaxandi. Matvæla- stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, áætlar til dæmis, að auka- afli í heiminum sé á milli 30 og 40 milljónir tonna og vegna strangra reglna um hann í Noregi eru settar skorður við því hvar og hvenær nota megi troll. Ýsan hagar sér öðru- vísi í trollinu „Tilraunir í Skotlandi hafa sýnt, að ýsan hagar sér öðruvísi en þorskurinn í trollinú. Við komum því skiljunni fyrir fremst í trollinu en það gaf ekki nógu góða raun en þegar við létum hana ná lengra aftur og stækkuðum möskvann i henni var útkoman allt önnur. 80-100% ýsunnar fara nú í efri pokann en um 75% af þorskinum í þann neðri. Það hefur einnig komið í Ijós, að þegar um ufsa er að ræða fara um 75% af honum í efri pokann,“ segja þeir Arill og Charles. Þeir félagamir segjast vonast til, að sjómenn taki það upp hjá sjálfum sér að nota skiljuna þegar hún er tilbúin og það á við og segjast ekki hafa trú á beinum fyrirmælum í því efni. frá Noregi „GÍFURLEGT magn af „svörtum" fiski frá Noregi hefur flætt inn á fiskmarkaði Evrópusambandsins. Fiskur, sem engin gjöld hafa verið greidd af og norska fiskveiðieftirlit- ið veit ekkert um. Sala á að minnsta kosti 14.000 tonnum af „svörtum“ fiski að verðmæti um 200 milljónir norskra króna (2 milljarðar króna) árið 1990 hefur nú verið afhjúpuð," segir í frétt í danska blaðinu Fiske- ritidende, sem er gefið út af dönsku sjómannasamtökunum. Blaðið segir að það sé norskur stjórnmálamaður og fyrrum sjó- maður, Torstein Hansen, sem hafi afhjúpað þennan ólöglega útflutn- ing í lokaverkefni sínu frá Sjávarút- vegháskólanum í Tromsö. Sam- kvæmt niðurstöðum Hansens eru það fyrst og fremst stórir togarar sem landa ólöglegum fiski og kom- ast upp með að greiða engin gjöld vegna þess afla. Stórum hluta þessa fisks hefur verið landað í Dan- mörku. „Verðmæti ólöglegs afla í Noregi 1990 svarar til nærri 10% af verð- mæti þess fiskafla danskra sjó- manna, sem landað er til manneld- is. Þessi þorskur er seldur á allt niður að 20 krónum kílóið á mörk- uðum EB og þannig dregur hann verðið niður fyrir öðrum,“ segir í danska blaðinu. FRÉTTIR: EVRÓPA Formennskuskipti í ráðherraráði ESB Spánverjar fullir metnaðar Madrid. Reuter. SPANN tekur við forsæti í ráð- herraráðinu, æðstu stofnun Evr- ópusambandsins (ESB) þann 1. júlí nk. Spánveijar taka við for- mennskunni af Frökkum, sem hafa gegnt henni undanfarið hálft ár. Spánveijar hafa undirbúið for- mennskutíð sína af miklum metn- aði og. hyggjast skipuleggja svo mikið sem þijá stóra leiðtoga- fundi á því hálfa ári sem hún varir. En innanríkisvandamál, sem hrannast hafa upp að undan- förnu á Spáni, gætu spillt vonum spænsku stjórnarinnar um að eiga vandræðalaust tímabil í hinu al- þjóðlega sviðsljósi. Þetta verður í annað sinn, sem Spánn gegnir þessu virðingarhlut- verki síðan landið gekk í Evrópu- bandalagið. Þann 12. júní 1985 var aðildarsamningurinn undirrit- aður af sömu ríkisstjórninni og er þar enn við völd. Felipe Gonzalez forsætisráðherra bindur þær vonir við ESB-formennskuna, að hún megi verða til þess að’bæta ímynd ríkisstjórnar hans, sem orðið hefur fyrir skakkaföllum af völdum hneykslismála að undanförnu og átt undir högg að sækja í skoðana- könnunum. Hneykslismál til vandræða Nýjasta hneykslismálið gæti þó sett strik í þennan reikning forsæt- isráðherrans þaulsætna. Upp komst, að leyniþjónusta spænska hersins hefði hlerað farsíma ýmissa framámanna stjórnmála- og efnahagslífsins og jafnvel kon- ungsins sjálfs. Hneykslismálið hratt af stað heilli flóðöldu ráð- herraafsagnaráskorana frá stjórn- arandstöðunni, sem jafnframt krefst þess að kosningum verði flýtt. Líklegt er, að Gonzalez, sem á alþjóðavettvangi hefur getið sér góðan orðstír sem dyggur stuðn- ingsmaður Evrópusamvinnunnar, neyðist næstu mánuðina til að eyða a.m.k. jafnmiklu af tíma sín- um í að kljást við vandamálin heimafyrir og í Evrópumál. Þijú stærstu verkefnin sem Spánveijar hyggjast skipuleggja í formennskutíð sinni, er í fyrsta lagi óformlegur leiðtogafundur sem fara á fram á sólarfríseyjunni Mallorca í seinni hluta september, í öðru lagi stór ráðstefna ESB- og Miðjarðarhafsríkja í Barcelona í lok nóvember og loks formlegur leiðtogafundur í Madríd í desem- ber. Efld samskipti við Miðjarðarhafsríkin Spánveijar hafa eflt samskipti sín við strandríki Miðjarðarhafsins og Suður-Ameríku og binda miklar vonir við fundinn í Barcelona, þar sem saman eiga að koma utan- rikisráðherrar ESB- og Miðjarðar- hafslanda. „Fundurinn á að marka upphaf að nýrri efnahagslegri og póli- tískri samvinnu," sagði utanríkis- ráðherrann Javier Solana í ræðu sem hann hélt í tilefni af 10 ára aðild Spánar að ESB. Miðjarðar- hafsríkið Spánn hefur ávallt sýnt samvinnu Miðjarðarhafsríkjanna mikinn áhuga. ESB heldur til reiðu 5 milljörðum ECU til aðstoðar Miðjarðarhafsríkjunum og Solana sagðist vilja stefna að aukaaðildar- samningum við Marokkó, ísrael, Egyptaland og Jórdaníu, auk tolla- bandalags við Tyrkland. Óformlegi leiðtogafundurinn er hugsaður sem vettvangur afslapp- aðra umræðna um skipulag ríkja- samfélags, sem líklegt er að stækki í allt að 30 meðlimi skömmu eftir aldamót. Fyrir utan skyldustörfin í kring um ráðherraráðs-formennskuna eru Spánveijar einnig í forsvari fyrir hinn svokallaða hugleið- ingarhóp, sem hefur það hlutverk að undirbúa ríkjaráðstefnu ESB sem hefst á næsta ári. Hópurinn, sem stýrt er af ESB-málaráðherra Spánar, Carlos Westendorp, hélt sinn fyrsta fund 2. júní sl. og heldur annan fund sinn í dag, 30. júní. Alls mun hópurinn koma 15 sinnum saman og leggja fram fyr- ir leiðtogafundinn í Madríd í des- ember skýrslu um hugsanlegar lausnir á framtíðarvandamálum sem ESB stendur frammi fyrir í aldarlokin. W. i t j&xXit fí 'i Reuter Albanía í Evrópuráðið ÞING Evrópuráðsins í Strass- borg greiddi í gær atkvæði með því að Albaníu yrði veitt aðild að ráðinu. Ráðherranefnd Evr- ópuráðsins á eftir að fjalla um ákvörðunina. Hér greiða til- löguflytjandinn, Belginn Lam- bert Kelchtermans, og Bretinn Finsberd lávarður atkvæði með tillögunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.