Morgunblaðið - 22.07.1995, Síða 27

Morgunblaðið - 22.07.1995, Síða 27
26 LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 27 + jMtanpmÞIafeifr STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÐ FYRIRBYGGJA GREIÐSLUVANDA SAMRÁÐSNEFND félagsmálaráðuneytisins um greiðslu- vanda heimilanna hefur nú skilað áfangaskýrslu með tillögum til úrbóta. Af skýrslunni er ljóst að vandinn er umtalsverður. í byijun ársins voru á átjánda þúsund lántak- enda í húsnæðiskerfinu í vanskilum með rúmlega tvo millj- arða króna. Það er að sjálfsögðu brýnt að taka á vanda þessa hóps og eru tillögur nefndarinnar um greiðsluaðlögun allrar at- hygli verðar. Sú aðferð er án efa bezt til þess fallin að lána- stofnanir fái sitt og skuldarar geti jafnframt komizt á réttan kjöl. En fólk verður að sjálfsögðu að taka afleiðingum gerða sinna í eigin fjármálum. Brýnt er þó að úrræðin, sem hægt er að grípa til, séu sveigjanleg þannig að hægt sé að aðstoða fólk að bregðast við óviðráðanlegum tekjubresti, til dæmis vegna veikinda eða atvinnumissis. Það verður að ráðast að rótum greiðsluvandans, þannig að hægt sé að fyrirbyggja að húsnæðiskaupendur lendi í vanskilum. Til lengri tíma litið hljóta almennar kjarabætur og bætt atvinnuástand auðvitað að vera markmiðið. Hins vegar er það ekki einvörðungu láglaunafólk eða atvinnu- laust, sem lendir í greiðsluerfiðleikum. Fjölmörg dæmi sýna að fólk með meðal- eða háar tekjur á í erfiðleikum með að greiða af lánum vegna húsnæðiskaupa. í mörgum tilfellum er hluti skýringarinnar að skattkerfis- breytingar undanfarinna ára hafa komið illa niður á millitekju- fólki og kollvarpað áætlunum þess, sem lágu til grundvallar húsnæðiskaupum. Hækkun ýmissa skatta og tekjutenging barna- og vaxtabóta og námslánagreiðslna veldur því að ungar, barnmargar fjöiskyldur eiga erfitt með að vinna sig út úr skuldavandanum. Jaðarskatturinn á aukatekjur er orð- inn alltof hár — hið almenna skatthlutfall er nógu hátt. Skattkerfisbreyting er því sjálfsagður hluti af aðgerðum til að greiða úr erfiðleikum húsnæðiskaupenda og mætti hún gjarnan eiga sér stað mun fyrr en kveðið er á um í málefna- samningi ríkisstjórnarflokkanna. Tillögur nefndar félagsmálaráðuneytisins um fyrirbyggj- andi aðgerðir í formi aukinnar fræðslu og upplýsingagjafar um fjármál eru mikilvægt framlag til lausnar á vandanum. Stuðla þarf að aukinni ábyrgðartilfinningu þeirra, sem tak- ast fjárskuldbindingar á herðar, og gera fólki grein fyrir afleiðingum þess, ef eitthvað fer úrskeiðis. VANTAR KJÖLFESTU HJÁ LYFJAVERZLUN? NOKKRIR stórir fjárfestar hafa sýnt áhuga á að káupa hlutabréf í Lyfjaverzlun ríkisins, sem nýlega var seld úr ríkiseigu til um 1.600 hluthafa. Fyrir hönd þessara fjár- festa hafa Landsbréf hf. gert hluthöfum tilboð í bréf þeirra á genginu 1,65. Það er að sjálfsögðu ekkert athugavert við að fjárfestar sækist eftir hlut í arðvænlegu fyrirtæki og að þeir, sem keyptu bréf er fyrirtækið var einkavætt, hagnist á sölu þeirra nú. Hins vegar má deila um röksemdafærsluna fyrir því að hinir stóru fjárfestar segjast vilja hlut í fyrirtækinu. Af hálfu Landsbréfa hefur komið fram að fjárfestarnir vilji ljá Lyfja- verzlun Islands „kjölfestu" og stefnu. Eins og málið hefur verið sett fram, er eins og Landsbréf og skjólstæðingar fyrirtækisins telji að vegna hinnar dreifðu eignaraðildar skorti kjölfestu og stefnu í rekstri Lyfjaverzlun- arinnar. Þannig þarf hins vegar ekki að hátta til í almennings- hlutafélögum. Þau kjósa sér að sjálfsögðu stjórnendur, sem bera ábyrgð gagnvart hluthöfunum. Á aðalfundi Lyfjaverzlun- arinnar urðu átök um stjórnarkjör og meirihluti myndaðist, sem veitti núverandi stjórnarmönnum brautargengi. Aðal- fundurinn sýndi jafnframt að hluthöfunum er mikið í mun að vel sé haldið á fé þeirra við stjórn fyrirtækisins og stjórn- endurnir hafa þar af leiðandi aðhald. Er það ekki nægileg kjölfesta fyrir fyrirtækið? Er ráðizt var í einkavæðingu Lyfjaverzlunar ríkisins var markmiðið það að dreifa eignaraðildinni. Reynslan frá öðrum ríkjum hefur sýnt að það hefur haft góð áhrif á ungan hluta- bréfamarkað að hafa þennan háttinn á — að gera sem flesta að hluthöfum í fyrirtækjum. Dreifð eignaraðild hefur víðast gefizt vel, þótt oft hafi verið talið til bóta að nokkrir aðilar ættu stærri-hlut. 'Aðalatriðið í þessu samhengi er það að sú aðferð, að dreifa eignaraðild við einkavæðingu ríkisfyrirtækja, fái að sanna sig, án þess að stórir fjárfestar gleypi fyrirtækin til að veita þeim „kjölfestu". ÖRYGGIS- OG VARIMARMÁL _ 3j ÍBIDDO ORION kafbátaeftirlitsflugvél sem getur borið kjarnorkuvopn. Starfsmenn Center for Defence Information í Bandaríkjunum töldu árið 1980 að tilvist þessara flugvéla í Keflavíkurstöðinni benti til þess að kjarnorkuvopn kynnu að vera á Islandi. Deilumar um kjarnavopn á Islandi ÓLAFUR Jóhannesson utanríkisráðherra kynnir yfirlýsingu Bandaríkjastjórnar, um að kjarnorkuvopn verði ekki flutt til íslands nema með samþykki íslendinga, á fréttamannafundi 11. ágúst árið 1980. Margsinnis hefur komið til umræðna og deilna á íslandi á undanförnum áratugum um það, hvort kjarnorkuvopn hafí verið geymd í Keflavíkurstöð- — — inni. I samantekt Omars Friðrikssonar kemur fram að íslenskir utan- ríkisráðherrar hafa hver á fætur öðrum lýst þeirri stefnu stjórnvalda á hveijum tíma að óheimilt sé að flytja kjarnavopn til landsins. UMRÆÐA um hvort brotið hafi verið gegn yfirlýs- ingum íslenskra og bandarískra stjórnvalda um að kjarnorkuvopn sé ekki að finna í herstöðinni á Keflavíkurflug- velli hafa enn á ný komið upp hér á landi í kjölfar upplýsinga um að Bandaríkjamenn hafi geymt kjarna- vopn í herstöðinni í Thule á Græn- landi. Það hefur verið skýr stefna allra íslensku stjórnmálaflokkanna á undanförnum rúmlega 40 árum að hér á landi skuli ekki vera kjarnorku- vopn. Það hefur jafnframt verið skoðun stjórnvalda á undanförnum áratugum að túlka bæri 3. grein varnarsamnings íslands og Banda- ríkjanna á þann hátt, að ekki mætti geyma kjarnorkuvopn á íslandi án heimildar íslenskra stjórnvalda. Greinin er svohljóðandi: „Það skal vera háð samþykki íslands, hverrar þjóðar menn eru í varnarliðinu, svo og með hveijum hætti það tekur við og hagnýtir þá aðstöðu á íslandi, sem veitt er með samningi þessum.“ í ritinu ísland, Atlantshafsbanda- lagið og Keflavíkurstöðin, sem Ör- yggismálanefnd gaf út 1989, eftir Albert Jónsson, deildarstjóra í for- sætisráðuneytinu, en hann var þá starfsmaður nefndarinnar, er m.a. Ijallað um hugsanlega staðsetningu kjarnorkuvopna á íslandi. „Banda- ríkjamenn vilja samkvæmt grund- vallarreglu sem á við öll kjarnorku- vopn Bandaríkjaflota (og breska og franska flotans) hvorki játa né neita hvort þeir mundu vilja hafa kjarn- orkudjúpsprengjur fyrir gagnkaf- bátavélar í Keflavíkurstöðinni á hættutíma. Þeir hafa hins vegar lýst yfir að varnarsamningurinn eigi við kjarnorkuvopn eins og önnur vopn og að samkvæmt því yrðu kjarnorku- vopn ekki send tíl íslands nema að fengnu samþykki íslenskra stjóm- valda,“ segir í riti Albeits (bls. 88). Bréfaskipti Hermanns Jónassonar og Bulganins í svörum Bandaríkjastjórnar hefur einnig verið vísað til þess, að stefna Bandaríkjanna sé í samræmi við ákvörðun, sem tekin var á leiðtoga- fundi Atlantshafsbandalagsins í Par- ís í desember 1957, þess efnis að kjarnorkuvopnum verði ekki komið fyrir í neinu Evrópuríki, nema með samþykki þeirra ríkja sem hlut eiga að máli. Hermann Jónasson, þáver- andi forsætisráðherra, sótti þennan fund Atlantshafsbandalagsríkjanna. í byrjun janúar 1958 sendi Bulg- anin, þáverandi forsætisráðherra Sovétríkjanna, leiðtogum Atlants- hafsbandalagsríkjanna bréf, þar sem hann óskaði eftir ríkjaráðstefnu til að draga úr viðsjám á alþjóðavett- vangi. I bréfi sínu til Hermanns Jón- assonar sagði Bulganin að stjórnvöld Sovétríkjanna væru tilbúin að styðja tillögur um að veita íslandi öryggi í formi „tryggðs hlutleysis". Varaði Bulganin við þeirri miklu hættu sem væri samfara því að komið verði upp birgðum kjarnavopna í NATO-ríkj- um og sagði að sá möguleiki að stað- sett yrðu kjarnorkuvopn í herstöðinni á íslandi væri alls ekki útilokaður. „Enda þótt íslenska ríkisstjórnin hafi ekki gefið neina skýra yfirlýs- ingu í þessu efni, þá er þess að gæta að yfirlýsingar hafa heldur ekki verið gefnar um það, að ísland muni hafna staðsetningu erlendra kjarnvopna og eldflauga," sagði í bréfi Bulganins. í svarbréfi sínu sagði Hermann Jónasson að öi’yggi íslands væri best tryggt með þátttöku í samstarfí NATO-ríkjanna. Um staðsetningu kjarnavopna sagði í svari Hermanns að það væri óbreytt stefna Islands að hér verði ekki leyfðar stöðvar fyrir önnur vopn en þau, sem íslend- ingar telji nauðsynleg landi sínu til varnar. „Um kjarnorku- eða eld- flaugastöðvar á íslandi hefur aldrei verið rætt og engin ósk komið fram um slíkt,“ sagði í svari Hermanns Jónassonar. í október árið 1962 ítrekaði þáver- andi utanríkisráðherra, Guðmundur í. Guðmundsson, að kjarnorkuvopn yrðu ekki leyfð á íslandi, en tilefni ummælanna voru umræður á Alþingi vegna komu orrustuþotna af gerð- inni F-102A, sem gátu borið kjarn- orkuvopn, til Keflavíkurflugvallar. B-52 sprengjuflugvél hrapar með kjarnavopn við Thule Talsverðar umræður urðu í byijun árs 1968 um kjarnorkuvopn á ís- landi í tilefni af því að 21. janúar það ár fórst bandarísk sprengjuflug- vél af gerðinni B-52 með kjarnorku- vopn innanborðs á ísnum í North Star-flóa, um 11 km frá Thule á Grænlandi. Af því tilefni átti Morg- unblaðiö viðtal við Stone aðmírál, yfirmann varnarliðsins í Keflavík, sem tók fram að samkvæmt samn- ingi Bandaríkjanna og íslands væru engin kjarnorkuvopn hér á landi og flugvélar búnar slíkum vopnum hefðu ekki heimild til að athafna sig hér. 23. janúar kvaddi Magnús Kjart- ansson, þingmaður Alþýðubanda- lags, sér hljóðs utan dagskrár á Al- þingi vegna atburðarins í Græn- landi. Vakti hann athygli á því að samkomulag hefði verið milli Dana og Bandaríkjamanna að þeir síðar- nefndu hefðu ekki heimild til að fljúga yfir danskt yfirráðasvæði með kjarnorkuvopn, en eigi að síður kæmi það nú berlega fram, að þetta sam- komulag hefði verið rofið. Sagði Magnús nauðsynlegt fyrir Islendinga að vera vel á verði og ítreka samn- ingsákvæði við Bandaríkjamenn og sjá um að þeir stæðu við skuldbind- ingar sínar um bann við flugi með kjarnorkuvopn yfir Islandi. I sama steng tók Þórarinn Þórarinsson, Framsóknarflokki, sem sagði að allt benti til að þessi atburður hefði eins getað gerst hérlendis. Emil Jónsson, þáverandi utanrík- isráðherra, upplýsti við umræðurnar, að milli íslendinga og Bandaríkja- manna væri fullt samkomulag um að hérlendis yrðu ekki staðsett kjarn- orkuvopn og flugvélar fermdar kjarnorkusprengjum fengju ekki að fljúga yfir landinu né lenda hér. Hann sagði enga ástæðu til að ætla að þetta samkomulag hefði verið rofið, en atvikið í Grænlandi gæfi tilefni til að ítreka það við Banda- ríkjamenn að samningurinn verði fullkomlega haldinn. „Flugvélar búnar djúp- sprengjum með kjarnaoddi" í febrúar árið 1975 birtist grein í ritinu The Defense Monitor eftir mann að nafni Barry Schneider, starfsmann stofnunarinnar Center for Defence Information í Washing- ton, þar sem þvf var m.a. haldið fram að flugvélar varnarliðsins í Keflavík væru búnar djúpsprengjum með kjarnaoddi, og í framhaldi af því hófust frekari blaðaskrif erlendra manna í sérfræðiritum um kjarn- orkuvopn um málið. Vöktu þessar greinar umræður og blaðaskrif á Islandi og 27. janúar 1976 kom málið upp á Alþingi þegar Gils Guð- mundsson, Alþýðubandalagi, kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og spurði hvaða sannanir íslenskir ráðamenn hefðu fyrir því, að hér væru ekki geymd kjarnorkuvopn. Vitnaði Gils m.a. í viðtal Dag- blaðsins við Barry Sehneider, þar sem haft var eftir honum að Lockhe- ad Orion-vélar bandaríska flotans á Keflavíkurflugvelli væru að öllum líkindum búnar djúpsprengjum með kjarnaoddi. Orðrétt hafi blaðið eftir Schneider: „Upplýsingar mínar eru byggðar á viðtölum við þingmenn á bandaríska þinginu sem aðgang hafa að leyniskjölum um þessi mál. Ég vann að gerð þessarar greinar í 6 mánuði á árinu 1974, og viðmælend- ur mínir höfðuðu til skjala er voru ýmist eins eða tveggja ára gömul. Þegar ég var búinn að gera kort yfir þá staði í heiminum, er ég taldi líklega geymslustaði, sýndi ég mönn- um hér í Washington, sem ég veit að vita hvar kjarnorkuvopn okkar eru geymd, kortið, og enginn þeirra hreyfði mótmælum við Islandi." Éinar Ágústsson, þáverandi utan- ríkisráðherra, taldi röksemdarfærslu Barry Schneiders ósannfærandi, „enda er utanríkisráðuneytinu kunn- ugt um að hér hafa aldrei verið geymd kjarnorkuvopn, hvorki fyrr né síðar, og satt að segja virðist mér liggja nær að þeir, sem að þessum fullyrðingum standa, sanni mál sitt betur áður en þeir draga í efa rétt- mætar upplýsingar íslenskra stjórn- valda,“ sagði utanríkisráðherra. „Ég vil enn fremur segja það, að samkvæmt upplýsingum, sem ég hef aflað mér frá Washington, er engin þingskýrsla til um hvar Bandaríkja- menn geyma kjarnorkuvopn sín. Þær upplýsingar, sem umræddur greinar- höfundur telur sig hafa frá banda- rískum þingmönnum, hljóta því að orka tvímælis, svo ekki sé meira sagt um það,“ sagði Einar ennfrem- ur. Aldrei verið óskað leyfis til að flytja kjarnavopn til íslands Á áttunda og níunda áratugnum áttu sér stað miklar umræður um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd og voru nokkrum sinnum fluttar þings- ályktunartillögur á Alþingi um að sett yrði löggjöf sem banni kjarn- orkuvopn á íslensku yfirráðasvæði. Fóru umræður af þessu tilefni fram á Alþingi 6. mars 1979, en þar vitn- aði Svava Jakobsdóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins, í blaðaskrif er- lendra manna sem hefðu fullyrt að flugvélar Bandaríkjahers á Islandi væru búnar kjarnorkusprengjum. Sagði hún að viðbrögð yfirmanna hersins og talsmanna Bandaríkja- stjórnar við fyrirspurnum um þessi mál á undangengnum árum hefðu verið ófullnægjandi. Benedikt Grön- dal, sem þá gegndi embætti utanrík- isráðherra, benti á að niðurstaða umræðna um þessi mál á undanförn- um áratugum hefði ávallt orðið sú, að utanríkisráðherrar, hverjir sem þeir hefðu verið, hefðu fullyrt að skv. varnarsamningnum, eins og hann væri skilinn, hefðu Bandaríkja- menn ekki leyfi til að flytja hingað kjarnorkuvopn, þeir hefðu aldrei far- ið fram á slíkt leyfi, það hefði aldrei verið veitt og ekki væri ástæða til að ætla að slík vopn hefðu verið eða væru í landinu. William Arkin veldur fjaðrafoki Deilur um hugsanlega staðsetn- ingu kjarnavopna á Islandi náðu hámarki sínu í fjölmiðlum og á Al- þingi árið 1980. Hinn 20. maí það ár átti Ríkisútvarpið viðtal við Will- iam Arkin, starfsmann fyrrnefndrar stofnunar, Center for Defence In- formation, sem taldi allar líkur á að kjarnorkuvopn væru geymd á Is- landi. Benti Arkin m.a. á að I opin- berum gögnum um Keflavíkurstöð- ina væri vísað til handbókar sjóhers- ins um kjarnorkuöryggismál, sem væri í notkun í Keflavíkurstöðinni. Kom til snarpra orðaskipta við utandagskrárumræðu um málið á Alþingi 22. maí. Þar sagði Eiður Guðnason, Alþýðuflokki, að það væri orðinn árviss viðburður hér á landi að íslenskir kommúnistar þyrluðu upp moldviðri áróðurs og blekkinga og héldu því fram að geymd væru kjarnorkuvopn á íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson, Alþýðu- bandalagi, sagðist ekki draga I efa yfirlýsingar íslenskra utanríkisráð- herra um þessi mál en teldi í ljósi sögunnar fyllstu ástæðu til að draga í efa að bandarísk stjórnvöld hefðu sagt allan sannleikann. Ólafur Ragn- ar sagði að komið hefði skýrt fram í útvarpsviðtalinu við William Arkin að hann teldi að kjarnorkuvopn væru staðsett á íslandi. Tók Ólafur Ragn- ar málið upp í utanríkismálanefnd og fór fram á að aflað yrði ýmissa upglýsinga um málið. Ólafur Jóhannesson, þáverandi utanríkisráðherra, sagðist ekki telja nein líkindi til þess, að kjarnorku- vopn væru á íslandi en lofaði að afla allra fáanlegra gagna um málið. Utanríkisráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu í tilefni þessara umræðna þar sem greint er frá því að banda- rísk stjórnvöld hefðu upplýst að í umræddri handbók sjóhersins væri um að ræða almennar leiðbeiningar sem föst venja væri að senda öllum mikilvægum stöðvum á vegum flot- ans um allan heim, óháð því hvort þar væru geymd kjarnorkuvopn eða ekki. 31. maí 1980 sendi Center for Defence Information frá sér yfirlýs- ingu um kjarnorkuvopnamál og ís- land, þar sem stofnunin skýrir hvern- ig hún hafi komist að þeirri niður- stöðu, að ýmislegt benti til þess að kjarnorkuvopn hefðu verið staðsett á íslandi. Eru tilgreind ýmis atriði sem styðji þetta, m.a. tilvist P-3C Orion kafbátavarnaflugvéla á ís- landi, sem hafi venjulega kjarnorku- vopn til taks til nota á stríðstímum og F-4 Phantom orrustuvéla, sem teknar voru í notkun í Keflavíkur- stöðinni 1973, sem stofnunin segir að eigi venjulega kost á því að geta notað kjarnorkueldflaugar, sem unnt sé að skjóta á skotmörk á flugi. „Ofangreint bendir til þess_, að kjarn- orkuvopn kunni að vera á Islandi eða að þau kunni að verða flutt til ís- lands á hættu- eða stríðstímum,“ segir í yfirlýsingu stofnunarinnar. Játa hvorkl né neita 11. ágúst 1980 lagði Ólafur Jó- hannesson utanríkisráðherra fram skriflega yfirlýsingu sem borist hafði frá sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, Richard A. Ericson, um þessi mál. Svar Bandaríkjamanna var þrí- þætt; í fyrsta lagi er tekið fram að það hafi lengi verið stefna Bandaríkj- anna að játa hvorki né neita tilvist kjarnavopna nokkurs staðar. í öðru lagi sé staðsetning kjarnorkuvopna háð samþykki þeirra ríkja sem bein- an hlut eigi að máli í samræmi við ákvörðun leiðtogafundar NATO frá árinu 1957 og í þriðja lagi sé þetta í samræmi við 3. grein varnarsamn- ings íslands og Bandaríkjanna um að það sé háð samþykki íslands með hvaða hætti varnarliðið hagnýti sér aðstöðuna á íslandi sem veitt er með samningnum. „Ég vona, að þetta nægi öllum þeim, sem ekki eru fyrirfram ákveðn- ir að hafa þá trú, að hér muni leyn- ast kjarnorkuvopn. Yfirlýsingin úti- lokar algjörlega staðsetningu kjarn- orkuvopna hér á landi, svo vel sem unnt er að útiloka nokkuð,“ sagði Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra á fréttamannafundi sama dag. Grein Barry Schneiders undirrót umræðunnar Samhliða þessum yfirlýsingum var lögð fram greinargerð sem Öryggis- málanefnd hafði unnið vegna um- ræðu og skrifa um kjarnorkuvopn á íslandi og var niðurstaða hennar sú, skv. frásögn Morgunblaðsins, að all- ar yfirlýsingar erlendra aðila um kjarnorkuvopn í tengslum við ísland ættu rætur að rekja til greinarinnar sem Barry Schneider, starfsmaður CDI, birti árið 1975. Frá því að sú grein birtist virtist ekki hafa verið um neinar sjálfstæðar athuganir á þessu að ræða. Fram kom í greinargerð Öryggis- málanefndar að Gene La Rocque, forstjóri CDI og Bertram Gorwitz, aðstoðarforstjóri stofnunarinnar og fyrrverandi hershöfðingi, hefðu í samtölum við starfsmann Öryggis- málanefndar tekið mun ákveðnari afstöðu til spurningarinnar um hvort kjarnorkuvopn væru á íslandi en fram kæmi í yfirlýsingu CDI 31. maí og haldið því beinlínis fram að á íslandi væru staðsett kjarnorku- vopn. Var meginröksemdin sú, að það væri föst regla hjá bandaríska flotanum að staðsetja vopnin þar sem áætlað væri að nota þau. „Að vísu sagðist La Rocque ekki vera alveg 100% öruggur vegna þess að flotinn gæti auðveldlega flutt vopnin burtu á mjög skömmum tíma og kynni að hafa gert það nú þegar,“ segir í greinargerðinni. Einnig voru fræðimenn á sviði öryggismála hjá Brookings Institute og Congressional Research Seiwice spurðir álits á því hvort tilvist hand- bókar fyrir landgönguliða um örygg- isgæslu kjarnorkuvopna á Keflavík- urflugvelli sannaði að hér væru stað- sett slík vopn. Voru þessir aðilar á einu máli um að sennilega væri gert ráð fyrir flutningi kjarnorkuvopna til íslands á hættu- eða ófriðartímum en töldu ólíklegt að hér væru stað- sett slík vopn. Arkin kemur aftur til sögunnar Þætti Williams Arkins í umræðu um kjarnavopn á Islandi var þó ekki lokið, en í byrjun desember árið 1984 kom Arkin til íslands í boði félagsvís- indastofnunar Háskóla íslands. Hann kvaðst nú hafa haft rangt fyr- ir sér árið 1980 þegar hann hélt því fram að kjarnorkuvopn væru geymd á íslandi en sagðist hins vegar hafa aflað upplýsinga um að kjarnorku- vopn yrðu flutt til íslands á ófriðar- tímum. Arkin gekk á fund Geirs Hallgrímssonar, þáverandi utanríkis- ráðherra, og aflienti honum afrit, sem hann sagði vera af bandarískum skjölum og sýndu að Gerald Ford, þáverandi forseti Bandaríkjanna, hefði veitt heimild, fjárlagaárið 1975, fyrir flutningi 48 kjarnorku- djúpsprengja til Keflavíkurstöðvar- innar í ófriði og ekki væri gert ráð fyrir að leitað yrði samþykkis ís- lenskra stjórnvalda. Kvaðst hann hafa aflað þessara upplýsinga hjá ónefndum bandarískum embættis- manni. Fékkst listinn aldrei birtur opinberlega. Síðar viðurkenndi Arkin að framkvæmd þessarar heimildar væri háð samþykki íslenskra stjórn- valda. Geir Hallgrímsson lýsti yfir af þessu tilefni að það væri óbreytt stefna íslands að hér yrðu ekki stað- sett kjarnorkuvopn, hvorki á friðar- né stríðstímum. Geir kvaðst, við ut- andagskrárumræðu, sem fram fór um málið á Alþingi, hafa krafið yfir- mann bandaríska sendiráðsins hér skýringa á málinu, þegar Arkin hefði fært sér ljósrit af meintum gögnum um þetta efni, en nauðsynlegt væri að kanna áreiðanleika þessa plaggs, m.a. í ljósi þess að fyrri fullyrðingar sama aðila um kjarnorkuvopn hér á landi hafi reynst rangar. Hjörleifur Guttormsson, Alþýðu- bandalagi, sem tók málið upp á Al- þingi, sagði Arkin hafa flutt váleg tíðindi. Þetta hefði gerst án vitundar íslenskra stjórnvalda og gengi þvert á yfirlýsingar sjö íslenskra utanríkis- ráðherra um að kjarnorkuvopn yrðu aldrei leyfð á íslandi. Taldi Hjörleifur ástæðu til að Alþingi tæki af öll tví- mæli í lögum um bann við kjarnorku- vopnum hér á landi. „Aðeins að fengnu samþykki íslensku ríkisstjórnarinnar“ 19. desember barst utanríkisráðu- neytinu svar frá bandaríska sendi- ráðinu vegna málsins. „Sérhver heimild til Bandaríkjajiers til þess að flytja kjarnavopn til íslands mundi aðeins vera veitt að fengnu sam- þykki íslensku ríkisstjórnarinnar,“ segir I bréfinu. Þar var ítrekað að Bandaríkin hefðu í einu og öllu farið eftir og muni halda áfram að fara eftir ákvæðum varnarsamningsins. við ísland og samþykkt NATO varð: andi staðsetningu kjarnorkuvopna. í fréttatilkynningu sem íslenska utan- ríkisráðuneytið sendi frá sér segir að skv. bréfi bandaríska sendiráðsins sé ljóst að heimild til geymslu-kjarna- vopna á íslandi á ófriðartímum hafi ekki verið veitt. Geir Hallgrímsson og Steingrímur Hermannsson, þá- verandi forsætisráðherra, töldu svar Bandaríkjastjórnar fullnægjandi, en nokkrir þingmenn stjórnarandstöð- unnar voru á öðru máli við utandag- skrárumræður sem fram fóru á Al- þingi 20. desember og vildu þeir láta knýja á um fyllri svör. 13. febrúar 1985 birti bandaríska dagblaðið The New York Times frétt á forsíðu um að bandarísk stjórnvöld hefðu látið gera áætlun um flutning kjarnorkuvopna til Islands, Kanada, Bermúda og Puerto Rico, ef sérstak- ar aðstæður sköpuðust. Blaðið sagði að flutningur vopnanna væri hins vegar háður samþykki viðkomandi ríkisstjórna. Fyrir þessu bar blaðið ónafngreinda embættismenn og vitn- aði þar að auki í leyndarskjal, sem það sagði William Arkin, sérfræðing um vígbúnaðarmál, hafa komið á framfæri. Kjarnorkuvopn hvorki á landi né í íslenskri lögsögu 16. apríl 1985 lýsti Geir Hall- grímsson því yfir, í svari við fyrir- spurn á Alþingi, að það væri skýr stefna ríkisstjórnarinnar að kjarn- orkuvopn skuli ekki geymd á ís- landi. Þetta næði einnig til skipa í íslenskri lögsögu. Ferðir herskipa, sem bæru kjarnavopn, væru óheimil- ar um lögsöguna sem og koma þeirra til íslenskra hafna. Vöktu þessi um- mæli heimsathygli, skv. fréttafrá- sögnum frá þeim tíma. Alþingi samþykkti ályktun um afvopnunarmál 23. maí 1985, þar sem segir að Alþingi árétti þá stefnu að á Islandi verði ekki staðsett kjarn- orkuvopn. Var tillagan lögð fram af fulltrúum allra flokka. í áðurnefndu riti Alberts Jónsson- ar frá 1989 byggir höfundurinn nið- urstöður sínar m.a. á viðtölum við foringja í Keflavíkurstöðinni og Atl- antshafsherstjórninni. „í viðtölum við fulltrúa bandarísku Atlantshafs- herstjórnarinnar !:om fram að ekki væri hægt að útiloka að beiðni um að hafa kjarnorkuvopn i Keflavíkur- stöðinni bærist á hættutíma, en það væri ólíklegt nema upplýsingar bær- ust um að sovéski flotinn hefði hafið undirbúning fyrir notkun taktískra kjarnorkuvopna ... Foringjar I Kefla- víkurstöðinni töldu ■njög ólíklegt að Bandaríkjastjórn mundi óska eftir því á hættutíma að leyfi yrði veitt til að hafa kjarnorkuvopn í stöðinni og álitu enn ólíklegra að þeir mundu fara fram á slíkt við yfirmenn sína í Bandaríkjunum," segir í riti Al- berts (bls. 88).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.