Morgunblaðið - 22.07.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 22. JÚLÍ 1995 37
MINNINGAR
MESSUR
BJARNI
ÓLAFSSON
+ Bjarni Ólafsson
fæddist á Vind-
ási í Kjós 1. janúar
árið 1906. Hann lést
á Sjúkrahúsi Suður-
lands hinn 12. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Ólafur Einarsson og
Helga Bjarnadóttir.
Bjarni var sjötti í
röðinni af níu börn-
um þeirra hjóna.
Bjarni festi kaup
á jörðinni Króki í
Hraungerðishreppi
árið 1943 og bjó þar
með eiginkonu sinni Guðríði
Þórðardóttur frá Eilífsdal í
Kjós. Þau fluttu til Selfoss árið
1993. Börn þeirra eru Harald-
ur, f. 1942, og Ólafur, f. 1946.
Ólafur er kvæntur Brynhildi
Önnu Ragnarsdóttur og eiga
þau tvo syni.
Utför Bjarna fer fram frá
Selfosskirlqu í dag og hefst
athöfnin kl. 14.
VIÐ bræðurnir viljum í örfáum orð-
um minnast ástkærs afa okkar.
Sem drengir hlökkuðum við alltaf
til að fara í heimsókn til afa og
ömmu í Króki. Þar var okkur alltaf
tekið með ást og hlýju og okkur
leið alltaf vel þegar við vorum þar.
Þar var sama hversu vitlausar hug-
myndir sem við fengum, allt var
látið eftir okkur. Afi lánaði okkur
verkfæri og þann efnivið sem við
báðum um og hvergi var sá staður
í Króki sem við máttum ekki leika
okkur á.
Afi var örlátur við okkur á ver-
aldlega hluti og ekki síður á það
sem mestu máli skiptir og eftir sit-
ur í minningunni; ást, virðing og
hvatning til að standa okkur vel.
Afi hafði alltaf tíma til að tala
við okkur. Hann sagði okkur frá
því hvernig hann hafði það á okkar
aldri, hvemig lífið var
fyrr á ámm, hvað
hann gerði í frístund-
um sínum og hve mik-
ið hann þurfti að
vinna. Við erum
hræddir um að við
entumst ekki lengi við
þær aðstæður. Við
búum að því sem hann
og hans kynslóð lögðu
grunninn að.
Við fyllumst þakk-
læti og söknuði þegar
við kveðjum afa okkar
og óskum honum
góðrar vistar á þeim
stað sem hann er á núna.
Bjarni og
Ragnar.
Það eru forréttindi að hafa
kynnst honum tengdaföður mínum
og notið þess velvilja og hlýju sem
hann ávallt sýndi mér og mínu fólki.
Bjarni í Króki lifði nærri alla þessa
öld og þekkti því í raun tímana
tvenna. Hann einkenndu viðhorf
þeirrar kynslóðar sem byggði upp
það samfélag sem við búum við í
dag: Bjartsýni, æðruleysi, trú á
landið og framtíðina.
Bjami var góður afi, sem sýndi
sonarsonum sínum þá virðingu frá
fyrstu tíð að koma fram við þá sem
vitsmunaverur í þroska. Engin um-
ræðuefni voru þess eðlis að ekki
væri hægt að ræða þau við börn á
þann hátt sem þau skildu og til
þess var ætlast að drengirnir tækju
þátt í samræðunum. Öllum spurn-
ingum var svarað. Ekkert verk var
drengjunum sagt að væri þeim of-
viða, svo fremi að þeir treystu sér
til þess að takast það á hendur. Því
var bara hagrætt þannig að þeir
réðu við það. Hann vissi að þannig
ýtti hann undir sjálfstraust ung-
anna sinna til orða og verka.
Hann var félagslyndur maður og
tók virkan þátt í mannlífmu í Kjós-
inni og Hraungerðishreppnum, en
ekki fremur en aðrir samtímamenn
hans, gerði Bjarni víðreist um
ævina. Til þess var ekki tími. Jörð-
ina þurfti að eija og skepnunum
þurfti að sinna. Hverri árstíð fylgdu
skyldur sem ekki gátu beðið. Bókin
kom í stað ferðalaga og þegar dags-
verkinu var lokið, beið hún á nátt-
borðinu og var vinur hans langt
fram á ævikvöldið. Síðustu árin fór
hann sjaldnar af bæ, en oft var
gestkvæmt í Króki. Þeim hjónum
var lagið að bjóða alla þá sem að
garði bar velkomna og ekki var
gerður mannamunur á því hvernig
gestum var tekið. Svo lengi sem
hann hafði heilsu til, fylgdist hann
með því sem var að gerast í þjóðlíf-
inu og hafði gaman af því að ræða
þjóðmálin við gesti og gangandi.
Bjarni var sjálfstæður og skoð-
anafastur maður. Enginn fór með
hann þangað sem hann ætlaði ekki
sjálfur og það var enginn efi í hans
málflutningi. Það er öfundsverður
eiginleiki að geta haldið stefnunni,
sem búið er að taka og hvika hvergi
frá henni. Lífið er of stutt til að
eyða því í að tvístíga og horfa til
baka. Það er núið og framtíðin sem
máli skipta — ekki það sem liðið
er. Gert er gert og á morgun kem-
ur nýr dagur og hann ber okkur
að nýta til góðra verka.
Hann tengdafaðir minn varð
aldrei gamalmenni í eiginlegum
skilningi þess orðs, þótt árin yrðu
mörg og líkaminn gæfi sig smátt
og smátt. Hugsunin var skýr og
minnið óskeikult þar til yfir lauk.
Fram á síðustu stundu fylgdist hann
af miklum áhuga með því sem fjöl-
skyldan hans var að fást við og
studdi við bakið á henni sem best
hann gat.
Þótt Bjarni hafi átt langa ævi
að baki þegar leiðir okkar lágu sam-
an, sá forsjónin nú samt til þess
að ég nyti samvista við hann í
nærri aldarfjórðung og fýrir það
þakka ég.
Ég kveð Bjarna Ólafsson í Króki
með virðingu og þakklæti fyrir sam-
fylgdina.
Brynhildur.
+ Jón Örn Sæ-
mundsson
fæddist á Siglufirði
13. maí 1938. Hann
lést 12. júlí síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru Jónína
Guðbjörg Braun (d.
1994) og Sæmund-
ur Jónsson, sem lif-
ir son sinn. Þau
voru búsett á Siglu-
firði. Systkini Jóns
Arnar eru Stefanía,
f. 1936, búsett í
Skagafirði, Jórunn
Gunnliildui’, f. 1943, búsett á
Akureyri, Ulfar Helgi, f. 1945,
býr í Mývatnssveit, Anna, f.
1948, búsett á Siglufirði, Sig-
rún, f. 1951, dó á fyrsta ári,
og Sigrún Björg, f. 1958, býr á
Hofi í Öræfum.
Hinn 29. desember 1962
kvæntist Jón Þórunni Þorgeirs-
dóttur, f. á Siglufirði 1936, d.
ÞAÐ óvænta er alltaf að gerast,
síminn hringir og flutt er sú fregn,
að Nonni Sæm sé látinn. Skjótt
skipast veður í lofti. Fyrir örfáum
dögum vorum við stödd á niðja-
móti Lambanesættar. Þar var
Nonni mættur ásamt börnum sín-
um og systrum og fjölskyldum
þeirra.
Allt frá því ég man fyrst eftir
mér var frændi minn aldrei langt
undan. Ég fluttist til Siglufjarðar
og var um tíma hjá afa okkar Jóni
Kristjánssyni og stjúpömmu, Önnu
Sigmundsdóttur, á Hvanneyrar-
braut 25 C. Við Nonni áttum því
oft samleið á þessum árum, og
margar góðar stundir upp á Ijósa-
1977. Þau eignuð-
ust þrjú börn sam-
an: 1) Þorgeir
Valdimar, f. 1960, í
sambúð með Krist-
ínu Ólafsdóttur.
Þau eru búsett á
Akureyri og eiga
eina dóttur. 2) Jór-
unn, f. 1962, I sam-
búð með Óskari Jó-
hannssyni. Þau eru
búsett á Akureyri
og eiga tvö börn.
3) Freyja, f. 1963, í
sambúð með Ragn-
ari Kárasyni. Þau eru búsett á
Sauðárkróki og eiga tvö börn.
Þórunn átti áður einn son, Gú-
staf Daníelsson, f. 1958, sem
kvæntur er Sigurósk Jónsdótt-
ur. Þau eru búsett á Hólmavík
og eiga fjögur börn.
Útför Jóns fór fram frá
Siglufjarðarkirkju 18. júlí.
stöð hjá afa rifjast upp fyrir mér.
Síðan rofnaði sambandið um nokk-
urra ára skeið, þegar fjöiskylda
mín flutti í Málmey og síðan á
Sauðárkrók. Við vorum því orðnir
stálpaðir þegar leiðir lágu saman
á ný. Þau ár eru mér í fersku minni
og þessi frændi var ávallt aufúsu-
gestur, einkum var hlýtt milli móð-
ur minnar og hans. Lambanesættin
er fjölmenn og dreifð um landið
og utan þess, og um árabil voru
tengslin innan ættarinnar ekki
rækt sem skyldi. Niðjamótin urðu
til þess að breyting varð á, og
hafa ættingjar og fjölskyldur
þeirra kynnst betur og treyst vin-
áttubönd. Okkur verður því fráfall
góðs frænda og vinar, á svo svip-
legan hátt, mikið áfall. Við erum
þakklát fyrir það að hafa haft
hann meðal okkar og sérstaklega
fyrir þá daga sem við áttum með
honum nú síðast. Ég átti þess kost
að ræða við hann um liðna tíma
og skynjaði gleðina sem tengdist
þeirri upprifjun. Augu hans ljóm-
uðu, enda Siglufjörður og árin þar
til umræðu. Nonni var mikill Sigl-
firðingur og því er vel við hæfi að
hann verður til moldar borinn í
sínum gamla heimabæ.
Nonni Sæm var gjörvilegur
maður og.eftir honum tekið hvar
sem hann fór, glettinn á góðri
stund en þó maður alvörunnar,
mikið snyrtimenni, hugljúfur
drengur og dagfarsprúður svo af
bar. Þar sem við sátum og ræddum
saman barst talið að bömum hans
og fjölskyldum þeirra. Þá birti yfir
svip hans, stoltið leyndi sér ekki
og auðfundið að sambandið milli
þeirra var náið og gott. „Já þetta
er góður hópur,“ sagði hann og
horfði í áttina til þeirra. Við, ætt-
ingjar hans og vinir, erum þakklát
fyrir það tækifæri sem okkur gafst
þarna til að kveðja þennan góða
dreng, og ógleymanlegur verður
þáttur séra Magnúsar Gunnarsson-
ar er hann með helgistund sleit
þessu niðjamóti. Sú athöfn var ein-
stök og mun lifa í minningunni.
Jón Örn Sæmundsson var góður
sómadrengur og það er vissulega
mikill sjónarsviptir að honum látn-
um. Hann var góður félagi og
traustur vinur. Við, börnin hennar
Báru og fjölskyldur okkar, þökkum
þessum einstaka frænda fyrir góð
kynni og trygga vináttu. Sæmundi
frænda, systkinum, börnum og
fjölskyldum þeirra svo og öðrum
ættingjum og vinum vottum við
okkar dýpstu samúð.
Anton Jón I. Angantýsson.
JÓN ÖRN
SÆMUNDSSON
ASKIRKJA: Vegna sumarleyfa
starfsfólks er bent á messu í Laug:
arneskirkju kl. 11.00. Árni Bergur
Sigurbjörnsson.
BUSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11.00. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN:Messa kl. 11.00.
Ferming, altarisganga. Prestur sr.
Hjalti Guðmundsson. Organleikari
Kjartan Sigurjónsson. Fermd verð-
ur Helga Dís Árnadóttir, Holtagerði
58, Kópavogi. Eftir messuna verður
bænastund á ensku.
VIÐEYJARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 14.00. Prestur sr. Hjalti Guð-
mundsson. Organleikari Kjartan
Sigurjónsson. Bátsferð úr Sunda-
höfn kl. 13.30.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón-
usta kl. .10. Prestur sr. Birgir Ás-
geirsson. Einsöngur Hanna Björk
Guðjónsdóttir. Organisti Kjartan
Ólafsson.
GRENSÁSKIRKJA: Lokað vegna
viðhalds og viðgerða
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Organisti Douglas A. Brotchie.
Ensk messa kl. 14.00. Sr. Örn Bárð-
ur Jónsson. Orgeltónleikar kl.
20.30. Hans Uwe Hielscher, org-
anisti frá Wiesbaden, Þýskalandi
leikur.
LANDSPÍTALINN:Messa kl. 10.00.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00.
Organisti Pavel Manasek. Helga
Soffia Konráðsdóttir
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Messa kl. 11.00.
Prestur sr. Flóki Kristinsson. Org-
anisti Þóra V. Guðmundsdóttir.
Kaffisopi eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA: Sumarferð
Laugarnessafnaðar. Lagt af stað
frá kirkjunni kl. 9.00 árdegis og far-
ið í Skálholt. Áætluð heimkoma
milli kl. 16. og 17. Ekkert fargjald.
Hafið nesti meðferðis. Ólafur Jó-
hannsson.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas-
son. Farið verður til gróðursetning-
ar í reit safnaðarins í Heiðmörk.
Lagt af stað frá kirkjunni eftir guðs-
þjónustuna um kl. 12.30 og eru
allir velkomnir. Guðmundur Oskar
Ólafsson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Helgi-
stund kl. 11.00 í umsjá sóknar-
nefndar. Organisti Kristín Jónsdótt-
ir.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11.00. Organisti Sigrún Stein-
grímsdóttir. Prestarnir.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Samkoma
ungs fólks með hlutverk kl. 20.00.
Gísli Jónasson.
DIGRANESKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11.00. Þorþergur Kristjánsson
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta - helgistund kl. 20.30. í
umsjón Ragnars Schram. Organisti
Guðmundur Sigurðsson. Prestarnir.
Guðspjall dagsins:
Réttlæti faríseanna.
(Matt. 5).
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11.00. Organisti Guðjón
Halldór Óskarsson. Prestarnir.
HJALLAKIRKJA: Helgistund kl.
11.00. Bryndís Malla Elídóttir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Helgi- og
bænastund kl. 11.00 í umsjá sr.
Gylfa, Jónssonar. Orgelleikari Örn
Falkner. Molakaffi eftir stundina.
SELJAKIRKJA: Kvöldguðsþjónusta
kl. 20. Altarisganga. Sr. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir prédikar. Gunnar
Gunnarsson leikur einleik á flautu.
Organisti Kjartan Sigurjónsson.
Sóknarprestur.
KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há-
messa kl. 10.30. Messa kl. 14.
Ensk messa kl. 20. Laugardaga
messa kl. 14 og ensk messa kl. 20.
Aðra rúmhelga daga messur kl. 8
og kl. 18.
MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa
kl. 11.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Allt
messuhald fellur niður í sumar
vegna sumarleyfis. Fyrsta messa
eftir sumarleyfi er sunnudaginn 13.
ágúst kl. 20.30.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpraeð-
issamkoma kl. 20. Ragnheiður Ár-
mannsdóttir talar.
FÆREYSKA sjómannaheimilið:
Samkoma sunnudag kl. 17.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Sigurður Helgi Guðmunds-
son.
KAPELLA St. Jósefssystra,
Garðabæ: Þýsk messa kl. 10.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
messa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Messa
sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl.
8. Allir velkomnir.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðs-
þjónusta sunnudag kl. 11. Börn
borin til skírnar. Organisti Steinar
Guðmundsson. Baldur Rafn Sig-
urðsson.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Guðsþjónusta sunnudag kl. 21.
Organisti Steinar Guðmundsson.
Baldur Rafn Sigurðsson.
KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík:
Messa kl. 14.
LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum:
Messa kl. 11. Altarisganga. Sr.
Kjartan Örn Sigurbjörnsson.
FLATEYRARKIRKJA: Messa
sunnudag kl. 14. Sóknarpresturinn
prédikar og þjónar fyrir altari.
Kirkjukór Flateyrarkirkju syngur
undir stjórn frú Ágústu Agústsdótt-
ur í Holti.
ÞINGVALLAKIRKJA: Guðsþjón-
usta sunnudag kl. 14. Prestur sr.
Tómas Guðmundsson, Hveragerði.
Organisti Ingunn Guðmundsdóttir.
+
Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR AXELSDÓTTUR
Gógó,
Hæðargarði 29,
Reykjavík.
Jón Steinar Guðmundsson, Sigrún Guðmundsdóttir,
Gunnar Sverrir Guðmundsson,
Maria Helga Guðmundsdóttir, Þórarinn Jónsson,
Anna Sigriður Guðmundsdóttir, Reynir Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Bestu þakkir til allra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÁSTU ÁRNADÓTTUR,
Miðbraut 19,
Seltjarnarnesi.
Starfsfólk Hrafnistu f Reykjavík fær
bestu þakkir fyrir hlýlega og góða
umönnun síðustu ár.
Árni Þórðarson, Guðrún S. Tryggvadóttir,
Hafdis Þórðardóttir, Einar V. Björnsson,
Sigríður Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.