Morgunblaðið - 27.07.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.07.1995, Qupperneq 1
80 SIÐUR B/C/D 168. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bosníusljórn fagnar úrslitunum í öldungadeild Bandaríkjaþings Tillaga um afnám vopna- sölubannsins samþykkt Reuter FRANSKIR hermenn í hraðsveitum SÞ voru við æfingar á Igman-fjalli við Sarajevo í gær en þeir og breskir hraðsveitamenn eiga að halda helstu aðflutningsleiðinni til borgarinnar opinni. Clinton hyggst reyna að beita neitunarvaldi en Frakkar segja endanlega sam- þykkt leiða til brottflutnings gæsluliðsins Washington. Reuter. ÖLDUN G ADEILD Bandaríkja- þings samþykkti með miklum meiri- hluta atkvæða í gær að Bandaríkin ættu ekki lengur að taka þátt í vopnasölubanninu á Bosníu, þótt Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefði hótað að beita neitunarvaldi sínu. Haris Silajdzic, forsætisráðherra Bosníu, fagnaði samþykkt öldunga- deildarinnar. „Þetta er sigur rétt- lætisins. Þetta verður skrifað með gullnum stöfum í sögu Bosníu- Herzegovínu." Öldungadeildin samþykkti tillögu Bobs Doles, leiðtoga repúblikana, um einhliða afnám vopnasölubanns- ins með 69 atkvæðum gegn 29. Þetta er tveimur atkvæðum meira en þyrfti til að hnekkja neitunar- valdi Clintons. Tillagan kveður á um að Clinton forseti bindi enda á þátttöku Banda- ríkjanna í banninu ef friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna fari frá Bosníu eða tólf vikum eftir að Bosníustjórn fer fram á brottför þess. Málamiðlun hugsanleg Tillagan verður nú lögð fyrir full- trúadeildina, sem hefur þegar sam- þykkt einfaldari útgáfu. Fulltrúa- deildin getur nú annaðhvort sam- þykkt tillögu öldungadeildarinnar eða sent hana til Clintons svo hann geti samið málamiðlunartillögu til lokaafgreiðslu á þinginu. Clinton hafði tilkynnt að hann myndi beita neitunarvaldi sínu gegn tillögunni. Stuðningsmenn hennar segja að hún sé nauðsynleg til að gefa múslimum í Bosníu færi á að verja sig gegn Bosníu-Serbum. Stjórn Clintons hefur hins vegar sagt að einhliða afnám bannsins yrði til þess að kalla yrði friðar- gæsluliðið heim og gæti einnig dregið Bandaríkjamenn inn í stríðið á Balkanskaga. Gæsluliðið kvatt heim Talsmaður franska utanríkis- ráðuneytisins sagði í gær, að sam- þykkti Bandaríkjaþing endanlega að hætta að standa að vopnasölu- banninu, myndi það sjálfkrafa leiða til þess, að franska gæsluliðið yrði kvatt heim frá Bosníu. Hefur breska stjórnin áður lýst yfir því sama. Atlantshafsbandalagið, NATO, hefur ákveðið að beita loftárásum til að koma í veg fyrir að Serbar taki múslímska griðasvæðið Gorazde og hernaðarsérfræðingar þess eru að leggja á ráðin um að veija Bihac-griðasvæðið með sama hætti. Boutros Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, féllst í gær á að yfir- menn gæsluliðsins í Bosníu tækju sjálfir ákvörðun um loftárásir og fagnaði Bandaríkjastjórn þeirri af- stöðu hans vel. ■ Serbum hótað/19 Papandreou gagnrýndur Á Liani að erfa ríkið? Aþenu. Reuter. ANDREAS Papandreou, for- sætisráðherra Grikklands, hefur verið harðlega gagnrýndur, jafnt af flokksbræðr- um sínum sem andstæð- ingum, fýrir frændhygli en hann hefur lýst yfir stuðningi við, að kona sín helli sér út í pólitíkina fyrir Sósíalistaflokkinn. Grísku dagblöðin, stjórnar- andstaða hægrimanna og sum- ir flokksbræðra Papandreous brugðust mjög hart við þegar hann kvaðst mundu styðja konu sína, Dimitra Liani, hefði hún áhuga á bjóða sig fram í kosningunum 1997. Liani er fertug að aldri en Papandreou 76 ára og olli samdráttur þeirra á árinu 1988 mikilli hneykslun en þau voru þá bæði gift. Um nokkurt skeið hefur ver- ið orðrómur um, að Liani lang- aði til að hasla sér völl í stjórn- málunum og að undanförnu hefur hún látið mikið á sér bera við ýmis tækifæri. Raunar er það algengt, að grískir stjórnmálamenn hygli börnum sínum og ættmennum þegar þeir hafa aðstöðu til en jafnvel Grikkjum þykir nóg um það vald, sem Liani virðist hafa yfir eiginmanni sínum, forsæt- isráðherranum. Dimitris Tsovolas, fyrrver- andi ráðherra í ríkisstjórn Sós- íalistaflokksins, sagði í gær, að Papandreou héldi því fram, að völdin í flokknum ættu ekki að ganga í erfðir en hagaði sér síðan þveröfugt við það. Mikill viðbúnaður frönsku lögreglunnar vegna sprengingarinnar í neðanjarðarlest í París Hert gæsla við Ermarsundsgöngin Lille, París. Reuter. ÖRYGGISGÆSLA við Ermar- sundsgöngin milli Bretlandseyja og meginlands Evrópu var hert mjög í gær vegna sprengingarinnar sem varð sjö manns að bana í neðanjarð- arlest í París á þriðjudag. Fulltrúi fyrirtækisins Eurotunn- el, sem rekur járnbrautalestirnar sem fara um göngin, sagði að eftir- lit hefði verið hert og fleirum væri gert að gera grein fyrir sér og toll- gæsla væri aukin. Frönsk stjórnvöld segja mögu- legt að múslimskir bókstafstrúar- menn eða Serbar hafí staðið að til- ræðinu í París á þriðjudag. Hefur einni milljón franka, um 13 millj. ísl. kr., verið heitið þeim, sem geta veitt upplýsingar og stuðlað að handtöku þeirra, sem stóðu fyrir hermdarverkinu. Lögreglan afléttir hefðbundinni leynd Hefðbundinni leynd yfir ör- yggisráðstöfunum lögreglu var hætt í gær og yfirvöld vöktu at- hygli á hertum aðgerðum. Um eitt þúsund varamenn í óeirðalögregl- unni og herþjálfaðir lögregluþjón- ar voru kallaðir til í kjölfar atburð- anna. í bílum fremur en lestum Þorbjörn Jónsson, ritari í ís- lenska sendiráðinu í París, sagði í samtali við Morgunblaðið að fólki í borginni væri ekki rótt vegna atburðanna. Margir hefðu kosið að fara á eigin bílum eða með strætis- vögnum til vinnu í gær fremur en að nota neðanjarðarlestarnar. Menn væru minnugir sprengjutil- ræðanna 1986 og tækju tilræðinu á þriðjudag af mikilli alvöru. Reuter LÖGREGLUMENN í París huga að faraugri sem skilinn hefur verið eftir á brautarstöð í gær. Öryggisgæsla í borginni hefur verið hert í kjölfar sprengingarinnar á þriðjudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.