Morgunblaðið - 27.07.1995, Side 19

Morgunblaðið - 27.07.1995, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1995 19 ERLEIMT Atlantshafsbandalagið ákveður aðgerðir til að vernda griðasvæðið Gorazde í Bosníu Brussel. Reuter. Hótar Serbum fyrir- byggjandi árásum Reuter BRESKUR hermaður á Igman-fjalli nálægt Sarajevo. Hann er í stórskotasveit sem á að svara árásum Bosníu-Serba á bílalestir á vegum Sameinuðu þjóðanna. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ (NATO) sendi í gær Bosníu-Serb- um skýr skilaboð um að gerðar yrðu harðar loftárásir á serbnesk skotmörk ef þeir réðust á griða- svæðið Gorazde eða ógnuðu því. Bandalagið fól einnig hernaðar- væng NATO að semja eins fljótt og auðið er áætlun um hvernig veita mætti öðrum griðasvæðum í Bosníu slíka vernd, svo sem Bihac sem hefur orðið fyrir hörð- um árásum frá því á laugardag. Breskir hermálasérfræðingar sögðu að loftárásir af hálfu NATO til að fyrirbyggja árásir Serba, ekki aðeins til að refsa þeim, myndu gjörbreyta friðar- gæsluhlutverki Sameinuðu þjóð- anna í Bosníu. Þeir töldu hins vegar ólíklegt að slíkar loftárásir yrðu gerðar. „Hernaðarundirbúningi af hálfu Bosníu-Serba, sem metinn er sem bein ógnun við Gorazde, eða árásum Serba á Gorazde verður svarað strax með hörðum aðgerðum flugvéla NATO,“ sagði Willy Claes, framkvæmdastjóri bandalagsins, eftir 13 tíma fund sendiherra aðildarríkjanna í Brussel. „Við höfum einnig beðið emb- ættismenn á hernaðarsviðinu að semja sem fyrst tillögur um hvernig beita megi þessari áætl- un á öðrum griðasvæðum, eink- um með tilliti til hins alvarlega ástands sem nú ríkir í Bihac,“ sagði Claes. Framkvæmdastjór- inn bætti við að samþykkt Atl- antshafsbandalagsins gerði „NATO og Sameinuðu þjóðunum kleift ‘ að taka nauðsynlegar ákvarðanir um öflugar loftárás- ir“. Hershöfðingjar geta heimilað loftárásir Hermálasérfræðingarnir í London sögðu að hótun NATO kæmi að engu gagni nema hún fengi fullan stuðning Boutros Boutros-Ghali, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, sem hefur haft úrslitavald til að sam- þykkja loftárásir NATO til þessa. Talsmaður Boutros-Ghalis sagði í gær að framkvæmdastjór- inn hefði ákveðið að fela yfir- manni friðargæsluliðs Samein- uðu þjóðanna þetta vald. Franski hershöfðinginn Bernard Janvier, yfirmaður sveita Sameinuðu þjóðanna í löndum gömlu Júgó- slavíu, gæti tekið ákvörðun um að heimila loftárásir NATO. Janvier gæti síðan ef þörf krefði falið þetta vald undirmanni sín- um, breska undirhershöfðingjan- um Rupert Smith, yfirmanni frið- argæsluliðsins í Bosníu. Akashi sniðgenginn Heimildarmaður í Brussel sagði að NATO hefði viljað að þetta vald yrði „fært eins langt niður keðjuna og mögulegt er, verði eins nálægt vettvangi og hægt er.“ Hann lagði áherslu á mikil- vægi þess að loftárásirnar yrðu á valdi hershöfðingjanna, sem merkir að bandalagið vill að sér- stakur sendimaður Sameinuðu þjóðanna, Yasushi Akashi, fái engu ráðið um þær. Akashi hefur sætt harðri gagnrýni frá falli „griðasvæðisins" Srebrenica fyr- ir tveim vikum vegna tregðu hans til að heimila loftárásir. Hlaupist frá Bihac Rússar hafa verið andvígir hugmyndinni um loftárásir af hálfu NATO og embættismaður í Moskvu skýrði frá því í gær að Andrej Kozyrev, utanríkisráð- herra Rússlands, hefði fengið lof- orð frá Bosníu-Serbum um að þeir myndu ekki ráðast á Gorazde. Breskir hermálasérfræðingar bentu hins vegar á að Gorazde er ekki í brennidepli núna, heldur Bihac og bardagamir þar kynnu að draga Króatíu inn í stríðið með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. „Við munum líklega efla varnir Gorazde og Sarajevo en standa aðgerðalausir hjá meðan Bihac fellur," sagði Michael Clarke, yfirmaður herfræðideild- ar Kings College í London. „Póli- tískan vilja skortir." „Við höfum hlaupist frá Bi- hac,“ sagði Cviic. Yrðu aðilar að stríðinu Sérfræðingarnir telja að fyrir- byggjandi loftárásir kynnu að verða gerðar ef hersveitir Serba færu inn fyrir 20 km bannsvæði umhverfis Gorazde, ef stórskota- vopn yrðu færð nær svæðinu eða ef Serbar væru með mikla liðs- flutninga. NATO myndu þá gera loftárásir á loftvarnabyssur Serba, skriðdreka þeirra, stór- skotavopn og eldsneytistanka. Michael Clarke taldi að slíkar fyrirbyggjandi árásir myndu breyta friðargæslustarfi Samein- uðu þjóðanna. „Ef Sameinuðu þjóðimar gera fyrirbyggjandi árásir myndu þær bregðast við eins og herveldi, þær yrðu aðilar að stríðinu og fengju nýtt ætlun- arverk.“ Aðrir sérfræðingar sögðu að ályktanir Sameinuðu þjóðanna um vemdun griðasvæða eins og Gorazde heimiluðu slíkar aðgerðir, þannig að ekki skipti máli hvort loftárásir yrðu gerðar fyrir eða eftir árás Serba. „Ef menn bíða eftir árásum á Gorazde gætu þeir orðið of seinir," sagði Andrew Duncan hjá Alþjóðaher- fræðistofnuninni (IISS). Við / tjöldum aðeins því besta! RAÐGREIOSLUR Raðgreiðslur* Póslsendum samdægurs. 'wm 31.245 Eigum einnig 4 manna hústjöld á Tjaldaðu þínu besta — frá Skátabúðinni!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.