Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.07.1995, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 FIMMTUOAGUR 27. JÚLÍ 1995 AÐSEIMDAR GREIIMAR Forysta og fram- farir í útboðsmálum ASTÆÐAN fyrir vaxandi áhuga á bætt- um ríkisrekstri er m.a. sú krafa skattgreið- enda að fjármunum þeirra sé varið af meiri ráðdeild en verið hefur. Til þess að efla aðhald í ríkisrekstrinum og koma í veg fyrir skattahækkanir er brýnt að beita þeim hugmyndum sem fel- ast í stefnu um þróun ríkisrekstrarins og kölluð hefur verið „Ný- skipan í ríkisrekstri". Einn mikilvægur þátt- ur í þessari stefnu er útboð og mun ég fjalla sérstaklega um þau mál í þessari grein. Úboð eru árangursrík leið til að spara Útboð á vegum hins opinbera er árangursrík leið til að spara út- gjöld. Sparnaður af útboðum und- anfarinna ára skiptir hundruðum milljóna króna. Með samþykkt út- boðsstefnu ríkisstjórnarinnar árið 1993 voru tekin afar mikilvæg skref í átt til markvissari útboða hjá rík- inu. Þar er í fyrsta skipti sett fram heildstæð stefna um að stofnanir bjóði út flest innkaup sín, hvort sem það eru vörukaup, kaup á þjónustu eða framkvæmdir. í kjölfarið hafa síðan ýmis sveitarfélög.fylgt á eftir með markviss- ari og faglegri útboð- um. Ötboðsstefna rík- isins hefur því stuðlað að aukinni samkeppni um vöru- og þjónustu- sölu til ríkis og sveitar- félaga sem hefur aftur skilað sér í umtals- verðum sparnaði í opinberum útgjöldum. Vinnuhópur á veg- um fjármálaráðherra kannaði nýlega fram- kvæmd útboðsstefn- unnar. Komist var, að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að endurskoða sjálfa út- boðsstefnuna. Hins vegar væru nokkur atriði í framkvæmd hennar sem þyrfti að laga og er unnið að því. Lagt. var til að sett verði á lagg- irnar samstarfsráð um útboð og verður innan skamms óskað eftir tilnefningum ýmissa aðila í ráðið. Ráðið er samráðsvettvangur ríkis, sveitarfélaga og hagsmunaaðila þar sem tekin verða fyrir þau vandamál sem upp koma í útboðum. Verkefn- in eru m.a. fólgin í því að bæta vinnubrögð við framkvæmd útboða, stuðla að nýsköpun með útboðum Sparnaður af útboðum undanfarinna ára, segir Friðrik Sophusson, skiptir hundruðum milljóna króna. og að hvetja til nýjunga í útboðum auk þess að gefa umsagnir um út- boðsmál almennt. í fjármálaráðuneytinu er verið að kanna meðferð kærumála vegna útboða á Evrópska efnahagssvæð- inu. í sumum löndum er hægt að vísa klögumálum til sérstakrar nefndar sem kveður upp úrskurði um hvort rétt hafi verið staðið að málum. Til greina kemur einnig að útvíkka hlutverk slíkrar nefndar og fela henni jafnframt að úrskurða um önnur álitamál sem upp kunna að koma við framkvæmd útboða á veg- um ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Endurskoðun reglna um innkaup ríkisins Reglur um innkaup ríkisins voru gefnar út um líkt leyti og útboðs- stefnan var samþykkt. Nú er verið að endurskoða þessar reglur. Stefnt er að því að endurbætt útgáfa komi út í lok sumars. Til greina kemur að reglurnar verði formfestar frek- Friðrik Sophusson ar með því að gefa þær út sem reglugerð. Markmið endurskoðun- arinnar er að sníða af annmarka sem komið hafa í ljós. Helstu breyt- ingar eru m.a. að stytta útboðs- fresti, koma í veg fyrir að tilteknar vörutegundir séu tilgreindar í út- boðsgögnum, auðvelda frávikstil- boð, viðhafa ávallt forval vegna lok- aðs útboðs og að fyrir liggi forsend- ur við mat á því hvað teljist hag- stæðasta tilboð í útboðslýsingu. Samráð hefur verið haft við fjöl- marga hagsmunaaðila við endur- skoðunina og verður því haldið áfram. Skýrar, aðgengilegar reglur fyrir ríkisstofnanir til að vinna eftir við framkvæmd útboða hafa reynst vel. Reglurnar hafa verið kynntar vel fyrir seljendum. Slíkt leiðir til þess að aðhald markaðarins er veru- legt. Samtök iðnaðarins hafa fylgst vel með að farið sé eftir reglunum og er mikilvægt að svo verði áfram. Aðgerðum gegn gerviverktöku var lofað í tengslum við gerð kjara- samninga. í samstarfi ríkisins, Reykjavíkurborgar, Samtaka iðnað- arins og verkalýðsfélaga hefur ver- ið unnið að útfærslu þess hvernig standa megi að því. Tryggja verður að slíkar aðgerðir takmarki gervi- verktöku en komi ekki í veg fyrir eðlilega undirverktöku. Sameigin- legt átak þessara aðila mun vafa- laust draga úr gerviverktöku. Mikl- ar breytingar eru að verða á útboðs- markaði og ailt sem takmarkar rétt manna til að gera samninga sín á milli dregur úr þeim möguleikum sem felast í auknum útboðum. Mis- notkun á verktöku eins og að gera almenna starfsmenn að verktökum til að komast hjá greiðslu opinberra gjalda eða framlags í lífeyrissjóð, er óþolandi. I VAXANDI skuldasöfnun og við- varandi ríkissjóðshalli hafa valdið auknum áhyggjum í flestum vest- rænun löndum. Hér á landi höfum við ekki farið varhluta af þeirri þróun. Sam- kvæmt opinberum hagtölum voru hreinar erlendar skuldir þjóðarinn- ar um 230 milljarðar í árslok 1994, sem samsvarar u.þ.b. 900 þúsund krónum á hvert mannsbarn í land- inu. Á síðastliðnu ári voru afborg- anir og vextir af erlendum lánum þjóðarinnar um 40 milljarðar. Skuldasöfnunin er að mestu leyti orðin til vegna erlendra lána hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga eða fyrirtækja og sjóða á vegum þess. Á næstu árum koma afborganir af völdum skuldasöfnunar hins opinbera til með að aukast hröðum skrefum. Ef við einskorðum okkur einungis við sveitarfélög og ríkis- sjóð og útilokum fyrirtæki og sjóði tengd ríkissjóði þá eru erlendar afborganir áætlaðar um 8 milljarð- ar á yfirstandandi ári en 15 millj- arðar á því næsta. Á árinu 1999 er reiknað með að erlendar afborg- anir nái hámarki og verði um 32 milljarðar. Að viðbættum erlendum vöxtum greiða ríki og sveitarfélög um 40 milljarða til er- lendra aðila á árinu 1999 sem er ríflega tvöföldun frá því sem nú er. Ríkissjóðshallinn hefur frá árinu 1990 verið árlega á bilinu 7-13 milljarðar króna. Einungis vaxtagreiðslur ríkis- sjóðs af innlendum og erlendum skuld- um eru áætlaðar um 12,3 milljarðar króna á yfirstandandi ári og rennur stærsti hluti þeirra til erlendra aðila. Til samanburðar er áætlað að tekju- skattar einstaklinga skili ríkissjóði um 17,6 milljörðum króna. M.ö.o. ef stjórnvöld hefðu ávallt sniðið sér stakk eftir vexti og rekið ríkissjóð hallalausan gætu tekjuskattar á almenning, að óbreyttu þjónustu- stigi, verið vel innan við helming af því sem þeir eru núna. Verst af öllu er þó að auknar lántökur ríkissjóðs hafa að mestu leyti verið notaðar til þess að standa undir vaxandi umfangi velferðarkerfis- ins en t.d. ekki til þess að auka fjárfestingar sem orðnar eru ískyggilega litlar. Rekstarhalli og skuldasöfnun einskorð- ast ekki eingöngu við ríkissjóð. Mörg sveitar- félög eru orðin svo illa stödd fjárhagslega að tekjur þeirra duga varla til þess að standa undir almennum rekstrarkostnaði hvað þá að eitthvað sé af- gangs til þess að standa undir einhveij- um framkvæmdum. Sumir hallast að því að rekstrarhalli eigi rétt á sér þeg- ar illa árar í þjóðfélaginu en þegar vel árar þá eigi hið opinbera að skila afgangi. Eftir 6 ára stöðnun- artímabil á árunum 1988-1993 virðist þjóðfélagið loksins vera að rétta úr kútnum. Sama verður hins vegar ekki sagt um afkomu hins opinbera. Innbyggður ríkissjóðs- halli ásamt erlendum lántökum, sem koma af fullum þunga til greiðslu á næstu árum, kom til með að auka enn meira á vanda ríkissjóðs en nú er. II En hvað er til ráða? Ég nefni hér þrjár mögulegar leiðir: 1. Halda áfram á sömu braut. með vaxandi skuldasöfnun sem velt er yfir á næstu kynslóðir til við- bótar þeim 230 milljörðum sem þjóðin nú þegar skuldar. 2. Reyna að halda í horfinu með „aðhalds- og hagræðingarað- gerðum“ og velta einungis þeim skuldum, sem þegar hafa safn- ast, yfir á næstu kynslóðir. 3. Draga stórlega úr þjónustu hins opinbera og greiða til baka skuldirnar sem ráðandi kynslóð- ir hafa stofnað til. Hin allra síðustu ár höfum við fylgt stefnu sem segja má að sé sambland af leið nr. 1 og 2. Flest- ir hljóta að vera sammála um að leið nr. 1 gengur ekki upp og þarf ekki að leita lengra en til reynslu Færeyinga af slíkri hagstjórn. Leið 2 gengur_ einfaldlega ekki upp til lengdar. Ástæðan er sjálf- virkur vöxtur, sérstaklega í heil- brigðiskerfinu, sem erfitt er að hamla. Innlendar og erlendar rann- sóknir staðfesta að eftirlaunaþegar þurfa að jafnaði á mun meiri heil- brigðisþjónustu að halda en aðrir aldurshópar. Sjálfvirkur útgjalda- vöxtur verður þannig til vegna breytinga á aldurssamsetningu Á næstu árum koma afborganir af völdum skuldasöfnunar hins opinbera til með að aukast hröðum skrefum. Björgvin Sig- hvatsson ræðir um hvað sé til ráða. þjóðarinnar. Tækniframfarir og ný lyf sem nauðsynlegt er að innleiða valda einnig sjáfvirkum útgjalda- vexti í heilbrigðiskerfinu. Aðhalds- og hagræðingarað- gerðir eru góðar svo langt sem þær ná en því miður duga þær ekki til þess að stoppa upp í árlegan 7-13 milljarða króna halla hjá ríkissjóði. Sérstaklega þegar slíkum aðgerð- um hefur verið beitt sennilega til hins ýtrasta á undanförnum árum. Ef menn eru sammála um að ekki verði almennt gengið mikið lengra í skattlagningu af hálfu hins opinbera þá er aðeins ein leið eftir: Niðurskurður í rekstri hins opinbera. Ríkissjóður gæti t.d. hætt að veita lán til námsmanna en áætluð útgjöld í þann málaflokk eru um 1,5 milljarður króna á yfir- standandi ári. Mönnum ætlar seint að skiljast að fyrir löngu er orðið @otex avamc OTRULEGA HAGSTÆTT VERÐ LEITIÐ TILBOÐA BYGGINGAVÖRUR fct verslun, Ármúla 29 - 108 Reykjavík - símar 38640 - 686100 Er velferðar- kerfið að hrynja? Björgvin Sighvatsson Vandaðri undirbúningur opinberra framkvæmda Stöðugt verðlag er forsenda þess að hægt sé að koma í framkvæmd öllum þeim markmiðum sem fram koma í lögum um skipan opinberra framkvæmda. Meðal markmiða er að ekki skuli hefjast handa við framkvæmdir fyrr en að undirbún- ingi er í einu og öllu lokið. Með markvissari undirbúningi verklegra framkvæmda, má skapa þau skil- yrði að íslenskir framleiðendur standi jafnfætis erlendum þegar kemur að vali á byggingarefnum. í tillögum fyrrnefnds vinnuhóps fjármálaráðuneytis er lagt til að lögum um framkvæmd útboða verði breytt þannig að samskipti - aðal- og undirverktaka verði skilgreind. Skýrt sé kveðið á um hvað felist í því að vera undirverktaki og hver réttur hans sé gagnvart aðalverk- taka. Jafnframt er eðlilegt að leitað verði eftir endurskoðun á ákvæðum ÍST-30 í samræmi við þessi atriði. Útboðsstefnan tveggja ára Útboðsstefna ríkisins átti nýlega tveggja ára afmæli. Hún er að slíta barnsskónum en hefur fest sig mjög í sessi á skömmum tíma. Þær fram- farir sem orðið hafa í útboðum má þakka vönduðum undirbúningi, fag- legri framkvæmd og því að reynt hefur verið að sníða af helstu ann- marka sem komið hafa fram. Á næstu árum þarf að treysta útboðsstefnuna enn betur í sessi, ekki síst útboð verklegra fram- kvæmda. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að ná jafnvægi í ríkis- fjármálum á kjörtímabilinu. Útboð geta sparað útgjöld og þess vegna hjálpað til við að ná því markmiði. Höfundur er fjármálaráðherra offramboð af háskólamenntuðu fólki. Ríkissjóður gæti einnig af- numið með öllu niðurgreiðslur og styrki til landbúnaðarmála en sam- kvæmt opinberum skýrslum eru slík útgjöld áætluð um 5,7 milljarð- ar yfir árið. Einnig gæti ríkisvaldið sparað umtalsverða fjármuni með því að slíta öll fjárhagstengsl við kirkjuna sem mundi leiða til þess eðlilega fyrirkomulags að sóknar- börn greiddu eigin prestum laun. Afnám barna- og vaxtabóta væri einnig hægt að réttlæta enda eðli- legt að fólk taki sjálft fjárhagslega ábyrgð á uppeldi eigin barna eða á ákvörðun um kaup á íbúðarhús- næði. Sama má segja um dagheim- ili sem rekin eru af hálfu sveitarfé- laganna. Þetta eru einungis fáar hug- myndir af mörgum sem til greina koma. Mörgum finnst þetta sjálf- sagt fullharkalegar hugmyndir en hvað er til ráða þegar hvert ein- asta barn sem fæðist á íslandi erf- ir um 900 þúsund í skuld vegna óráðsíu fyrri kynslóða? Sinnuleysi í fjármálum hjá hinu opinbera á síðustu 15 árum birtist ekki ein- ungis sem tölur á pappír heldur hefur áhrif á lífsafkomu þegnanna í framtíðinni. III Af framansögðu eru það tveir þættir í fjármálastjórnun hins opin- bera sem koma til með að skipta öllu máli á næstu árum. Það er í fyrsta lagi, hvernig á að draga úr kerfislægum halla hins opinbera og þá sérstaklega ríkissjóðs. I öðru lagi, hvernig á að fjármagna erlend lán sem koma til innlausnar á allra næstu árum. Ábyrgð stjórnmála- manna er því mikil því ætlunin má ekki vera að velta skuldasúp- unni yfir á næstu kynslóðir. Auð- vitað krefst það mikillar áhættu og hugrekkis af stjórnmálamanni að framkvæma svo róttækar hug- myndir sem ég taldi upp að fram- an. En ég spyr: Hvaða aðrar leiðir eru færar þegar veikleikar hag- kerfisins eru orðnir það miklir að öll rauð viðvörunarljós blikka stöð- ugt tíðar? Höfundur stundar framhaldsnám í hagfræði í Bretlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.