Morgunblaðið - 17.08.1995, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.08.1995, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI j Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Samið um alnetsþjón- ustu á Norðurlandi Morgunblaðið/Hilmar T. Harðarson Helgi Kristinsson, framkvæmdastjóri Tölvufræðslunnar Akur- eyri, og Sigurður Hrafnsson, forstöðumaður rekstrar- og mark- aðssviðs Islenska menntanetsins, ganga frá samningnum á iðn- sýningunni í gær. Klippt á borðann Sýningin Iðnaður ’95 var formlega opnuð á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit í gær. Það var sveitarstjórinn Pétur Þór Jónasson sem klippti á borð- ann sem strengdur var um- hverfis sýningarsvæðið. Um kvöldið var síðan haldin opn- unarhátíð. Sýningin stendur yfir fram á sunnudag og verða fjölbreytt skemmtiat- riði í boði alla dagana. I dag verður svæðið opnað kl. 14. 000 flo0« ÍQQOBdBI Kvæðaflutningur Norðanpilta Norðanpiltar flytja kvæðið Hreyfingin skapar meistarann í Deiglunni, Klúbbi Listasum- ars og Karólínu í kvöld, fimmtudagskvöldið 17. ágúst kl. 22. Kvæðið er kvöld- skemmtun og markar upphaf- ið að sjötta starfsári Norðan- pilta. í tilefni þess birtast þeir í sinni upprunalegu mynd í kvöld. Einþáttungur á Karólínu Einþáttungar er yfirskrift tveggja ótengdra sviða skáld- skaparins og skáldsins sem flytja mun verkin á Café Ka- rólínu föstudaginn 18. ágúst kl. 21.30 og 23. Höfundur og flutningsmaður er Guðbrandur Siglaugsson. Eftir hann liggja nú sjö ljóðabækur auk efnis í handritum. Sem fyrr segir er um tvo þætti að ræða og má ætla að hvor taki u.þ.b. stund- arfjórðung í flutningi. Sá fyrri heitir Sæfarir en hinn síðari Daglbgt líf. Er Karólína öllum opin á þ^ssum degi skáldskap- arins. í GÆR var undirritaður samning- ur milli_ Tölvufræðslunnar Akur- eyri og íslenska menntanetsins um internetþjónustu á Norðurlandi eystra. Gengið var frá samningn- um með viðhöfn á sýningunni Iðn- aði ’95 sem opnuð var á Hrafna- gili í gær, en þar skipa tölvur veg- legan sess eins og nærri má geta. íslenska menntanetið hefur á undanfömum fimm árum rekið internetþjónustu fyrir mennta- stofnanir, fyrirtæki og almenna notendur. Frá upphafi hefur markmiðið verið að allir lands- menn gætu tengst alnetinu (inter- net) á innanbæjarsímgjaldi, óháð búsetu. Islenska menntanetið rek- ur innhringimiðstöðvar á Akur- eyri, ísafírði og í Reykjavík. Unnið að stofnun landsnets Á vegum íslenska menntanets- ins hefur verið unnið að stofnun landsnets og ein svæðismiðstöð var opnuð í þeim tilgangi. Næsta miðstöð verður opnuð fyrir Suður- land 22. ágúst nk. í samvinnu við Tölvun hf. í Vestmannaeyjum. Að sögn Helga Kristinssonar, framkvæmdastjóra Tölvufræðsl- unnar, hefur frá upphafí verið inn- hringimiðstöð á Ákureyri fyrir Norðurland eystra. Starfsemin MÖÐRUVEIÆIR í Hörgárdal eru mjög í sviðsljósinu vegna deilna um sóknarprestinn en deilurnar tóku á sig aðra mynd laust fyrir hádegi í gær þegar lögregla var kölluð á vettvang til að stöðva efnistöku í landi Möðruvalla. Bjarni Guðleifsson, formaður náttúruverndarnefndar Eyjafjarð- ar, óskaði eftir aðstoð lögreglunn- ar á Akureyri við að stöðva fram- kvæmdir verktaka við malarnám í landi Möðruvalla. Ekki lá Ijóst hefur vaxið stórlega og í kjölfar þess var ákveðið að Tölvufræðslan og Menntanetið gerðu með sér samning um internetþjónustuna. „Tölvufræðslan Akureyri mun auk þess annast markaðs- og sölu- fyrir hvort efnistaka þessi væri heimil en meirihluti nefndarinnar hafði sett sig á móti henni. Þegar lögreglan kom á staðinn varð það að samkomulagi að frek- ari framkvæmdum yrði frestað þar til málið hefði verið kannað nánar og það litla jarðrask sem orðið hafði var lagfært. Að sögn lögreglu var engin kæra lögð fram i málinu og full sátt um það að bíða þ'ar til ljóst væri hvort tilskilin leyfí væru fyr- starf á Norðurlandi eystra. Við munum leggja áherslu á breiða og víðtæka þjónustu, allt frá ein- földum upphringiaðgangi til teng- inga við staðarnet fyrirtækja og stofnana," sagði Helgi. ir hendi. Halldór Blöndal samgönguráð- herra sagði það vinnureglu hjá Vegagerðinni að haft er samband við fulltrúa Náttúruverndarráðs áður efnistaka er hafin á nýjum stað og henni hafi sem endranær verið fylgt i gær. Ráðherra sagði óhjákvæmilegt að gera umhverfis- mat á svæðinu, gijótnám spillti ævinlega landi, það væri óumdeilt og eins væri um frægan sögustað að ræða í þessu tilviki. Sátta leit- að í Möðru- vallasókn ALLIR sóknarnefndarmenn í fjórum sóknum Möðruvalla- prestakalls sátu sáttafund með séra Bolla Gústavssyni vígslu- biskupi á Hólum í Þelamerkur- skóla í gærkvöld. Áður hafði séra Bolli rætt við sóknarprest- inni séra Torfa Hjaltalín Stef- ánsson, en hann var einnig á fundinum í gær. Ágreiningur hefur verið milli sóknarprests og sóknarbarna' um skeið og var fyrir skömmu leitað eftir aðstoð biskups ís- lands til að leysa hann. Hafin er undirskriftarsöfnun í sókn- um kirkjunnar þar sem þess er krafist að biskup víki sóknar- presti frá störfum. Fundurinn í Þelamerkur- skóla hófst kl. 21.00 í gær- kvöld en séra Bolli Gústavsson átti ekki von á að lausn fyndist á fyrsta fundi, fremur væri um nokkurs konar kynningarfund að ræða, hann hyggðist kynna sér hug sóknarnefndarmanna í málinu. Hann vænti þess að allir myndu reyna sitt besta til að leysa málið „ég vona af heilum hug að sátt náist í mál- inUj“ sagði séra Bolli. Osætti hefur verið í Möðru- vallaprestakalli um skeið, en hámarki náðu deiiurnar þegar préstur tilkynnti að hann myndi ekki heimila öðrum prestum að vinna prestverk í Möðruvalla- kirkju. í kjölfár þess var undir- skriftarsöfnuninni hrint af stað um helgina. Hólasands- dagur 1995 Arangur af uppgræðslu skoðaður LAUGARDAGINN 19. ágúst nk. gangast samtökin Húsgull fyrir svokölluðum Hólasands- degi til að kynna árangur upp- græðsluverkefnisins þar fyrir landbúnaðarráðherra og öðrum gestum. Dagskráin hefst kl. 10.30 á Hólasandi, rétt norðan við Sandvatnsbrekku við gróður- reit Skógræktarfélagsins. í kjölfar skoðunarferðar flytja ráðherra og aðrir gestir ávörp og síðan verður haldið að Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit þar sem sveitarstjórn Skútustaða- hrepps býður í kaffi. Óllum er velkomið að taka þátt í þessari ferð og er hægt að fara með rútu frá Hótel Húsavík kl. 9.45 um morguninn og heim aftur frá Hótel Reyni- hlíð kl. 12.15. Uppgræðsla Hólasands er samvinnuverkefni landeigenda, áhugafólks, fyrirtækja, sveitar- félaga, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Land- græðsla ríkisins hóf baráttu gegn jarðvegs- og gróðureyð- ingu í austurjaðri Hólasands á árinu 1961 en ný sókn var hafin í uppgræðslunni á síðasta ári að tilstuðlan áhugasamtak- anna Húsgulls á Húsavík. Við uppgræðsluna er í fyrstu lögð megináhersla á lúpínu en markmiðið með uppgræðslunni er að klæða allt svæðið gróðri og koma af stað sjálfbærri gróðurframvindu um næstu aldamót. Nú hefur lúpínu- og grasfræi verið sáð í um 1000 hektara lands og um 18.000 lúpínu-, birki- og loðvíðiplönt- um verið plantað, en Hólasand- ur er alls um 13.000 hektarar að stærð. Efnistaka stöðvuð í landi Möðruvalla í Hörgárdal

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.