Morgunblaðið - 05.09.1995, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 5
FRÉTTIR
Söfnun RKÍ
Tólf millj-
ónir sendar
til Bosníu
RAUÐI kross íslands sendi í gær
til Bosníu 12 millj. króna sem að
sögn Sigrúnar Árnadóttur, fram-
kvæmdastjóra RKÍ, er áætlað að
nægi til að sjá um 8.000 manns
fyrir nauðþurftum í mánuð.
Peningarnir söfnuðust í lands-
söfnun RKÍ, Konur og börn í neyð,
um helgina. Að sögn Sigrúnar
stefndi í gær í að söfnunin mundi
skila allt að 25 milljónum.
1.000 sjálfboðaliðar
50 Rauða kross deildir tóku þátt
í söfnuninni og gengu um 1.000
sjálfboðaliðar i hús með söfnunar-
bauka. Sigrún sagði að undirtektir
hefðu verið afar vinsamlegar og
framar vonum; flestir hefðu lagt
eitthvað af mörkum þótt upphæð-
irnar hefðu ekki alltaf verið háar.
Um 5 milljónum af söfnunarfénu
verður varið til þróunarverkefnis
sem RKÍ tekur þátt í ásamt danska
Rauða krossinum í fjallahéruðum
yíetnam til að efla heilsugæslu.
Öllum þorra fjárins verður hins veg-
ar varið til hjálparstarfs í Bosníu.
Sigrún Árnadóttir sagði að þeir,
sem ekki gafst kostur á að gefa til
söfnunarinnar um helgina, geti
komið framlögum til skila með því
að hringja í síma 800-5050 næstu
daga.
Útsending-
ar Sýnar
hefjast í
október
PÁLL Magnússon, fyrrverandi út-
varpsstjóri Stöðvar 2, hefur verið
ráðinn útvarpsstjóri Sýnar. Fyrir-
hugað er að hefja útsendingar á
sjálfstæðri dagskrá um eða eftir
miðjan október.
Páll segir of snemmt að segja frá
hugmyndum um dagskrá Sýnar,
hann sé þessa dagana að fara yfir
áætlanir og útreikninga sem legið
hafa fyrir frá fyrri tíð.
Sýn er í eigu samnefnds hlutafé-
lags. íslenska útvarpsfélagið hf. á
20% hlutafjár, sem er hámarks
eignarhlutur samkvæmt samning-
um eigendanna við útvarpsréttar-
nefnd um sjálfstæði Sýnar, Chase
Manhattan-bankinn á 20% og aðrir
eigendur íslenska útvarpsfélagsins
eiga sem einstaklingar megnið af
þeim 60% sem eftir eru, að sögn
Páls. Stöðin hefur undanfarin ár
verið notuð til beinna útsendinga
frá Alþingi og dagskrá Stöðvar 2
var send út á henni á meðan mynd-
lyklaskipti stöðvarinnar stoðu yfir.
Gestur Jónsson, lögmaður íslenska
útvarpsfélagsins, gegndi stöðu út-
varpsstjóra.
Keypt þjónusta af Stöð 2
Páll segir að samið verði við ís-
lenska útvarpsfélagið um að Sýn
kaupi þjónustu af Stöð 2. Nefnir
hann notkun myndlykla Stöðvar 2
og innheimtukerfi. Einnig sé hugs-
anleg samvinna um tæknilega hluti
á öðrum sviðum, til dæmis sé lík-
legt að Stöð 2 annist útsendingu
efnis stöðvarinnar. Hins vegar verði
dagskrá Sýnar sett saman á sjálf-
stæðan hátt, óháð Stöð 2.
Páll er eini starfsmaður Sýnar
enn sem komið er. Hann hefur ein-
hveija aðstöðu til bráðabirgða í
húsnæði íslenska útvarpsfélagsins
á Lynghálsi en segist vera að leita
sér að skrifstofuaðstöðu.
Morgunblaðið/Þorkell
ÓLAFUR Skúlason sleppir löxum í Reynisvatn.
Laxi sleppt í Reynisvatn
ÓLAFUR Skúlason í Laxalóni
sleppti aðfaranótt föstudags 35
löxum í Reynisvatn að fengnu leyfi
yfirdýralæknis. Laxasleppingar í
ár og vötn hafa verið bannaðar
eftir að kýlaveikitilfelli komu upp
í Elliðaám og laxeldisstöðinni í
Kollafirði. Olafur segir að fiskur-
inn hafi komið úr Stofnfiski á
Höfnum, kynbótastöð laxfiska.
Ólafur hefur jafnan sleppt löx-
um á haustin í Reynisvatn. Veiði-
leyfi í vatnið eru seld á 2.000 kr.
og fylgja þeim 5 fiskar. Takist
ekki að veiða fiskana í fyrstu at-
rennu má veiðimaðurinn reyna
fyrir sér aftur þar til hann hefur
veitt alla fiskana fimm. Búið er
að veiða tæplega 8 þúsund fiska
í Reynisvatni í ár og eru laxarnir
nokkurs konar bónus fyrir þá sem
veiða í vatninu á sumrin.
„Ég fékk leyfi til þess að sleppa
fiskunum vegna þess að þeir eru
ósýktir. Fiskurinn frá Stofnfiski
er einangraður og laus við sjúk-
dóma og ef til vill eina vonin í
fiskræktinni. Fiskeldismenn vildu
gjarnan að laxfiskar væru hafðir
í einangrun í slíkri stöð því þá
væri hægt að ganga að heilbrigð-
um stofni ef upp kænii óvæntur
sjúkdómur," sagði Ólafur.
-til
móts við
nýjan dag
Morgunverðurinn er mikilvægasta máltíó dagsins.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem borða morgunverð afkasta
meiru og ná betri árangri en hinir sem borða ekki neitt á morgnana.
tKellogg's kornflögur eru mikilvægur hluti af hollu og næringarríku
fæði barna og fullorðinna.
Kellogg's kornflögur innihalda ríkulegan skammt af kolvetnum,
próteini, vítamínum og steinefnum.
tKeílogg's kornflögur örva mjólkurneyslu barna og eiga þannig
þátt í að börn fullnægi ríkri þörf sinni fyrir prótein og kalsíum.
Heilsið nýjum degi með Kellogg's kornflögum.