Morgunblaðið - 05.09.1995, Page 8

Morgunblaðið - 05.09.1995, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Glöggurmaöur halöi samband viðSatidkoms- Dónalegtorð aö þrtta nafn gengi ekki. Því yröi aö breyta. Hann sagði að í dönsku og norsku væri þetta orð það ljótasta sem til væri yfir sköp kvcnna. Þær eru aldeilis öðruvísi þær íslensku Hundahátíð í Digranesi STÆRSTA hundasýning, sem hald- in hefur verið hérlendis hingað til, fór fram í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi um helgina. Alls voru 270 hreinræktaðir hundar skráðir til leiks og mældir, vegnir og metnir af alþjóðlegum hundadómurum. Að sögn Guðrúnar R. Guðjohnsen, fyrrverandi formanns Hundaræktar- félags íslands og eins af skipuleggj- endum sýningarinnar, hefur aðsókn- in að hundasýningum hérlendis aldr- ei verið eins mikil og nú. Vísa varð 40-50 manns frá, sem vildu skrá hunda sína á sýninguna, þar sem fjöldi hunda sem hægt er að taka við fer eftir fjölda dómara. Hver dómari getur aðeins dæmt takmark- aðan ijölda hunda. Heildarijöldi hunda á sýningunni voru þó 270, sem er fleira en nokkru sinni fyrr. Þetta var þriðja og síðasta stóra hundasýningin sem haldin var í ár. Akveðið hefur verið að halda þeim fjölda framvegis. í mars og október verða sýningar á höfuðborgarsvæð- inu, en sú þriðja verður að jafnaði í lok júní á Akureyri. Tvær af þess- um þremur sýningum verða aiþjóð- legar, þ.e.a.s. gefa alþjóðleg CACIB- stig, en sýningin um helgina var önnur tveggja sýninga í ár sem gaf slík stig. V erðlaunahundar af ótal tegundum Fjörutíu hundategundir voru tii sýnis að þessu sinni. Bezti hundur sýningarinnar var útnefndur ÝRAR- Alexander mikli, sem er af Papillion- kyni. Eigandi hans er Sævar Stef- ánsson og ræktandi Agnes Ýr Þor- láksdóttir. í öðru sæti lenti íslenzki 5'árhundurinn Tanga-Sómi, en hann er íslenzkur meistari í eigu Snorra Dal Sveinssonar, ræktandi er Sigur- dís Edda Jóhannesdóttir. Þriðja sæt- ið hreppti írskur seti, Ardbraccan- Famous Grouse að nafni. Hann er í eigu Jónu Viðarsdóttur, en ræktandi er Trudy Walsh. Stærsti verðlauna- hafinn á sýningunni var Bernega- ardens Tamlin, en hann er af Sankti Bernharðskyni. Hann er íslenzkur, norskur og sænskur meistari og hreppti flórða sætið á sýningunni. Eigandinn er Astrós Gunnarsdóttir, ræktandi Britt-Marit Halvorsen. Auk heildarverðlauna var ungum sýnendum veitt verðlaun á sýning- unni, verðlaun fyrir bezta hvolpinn, bezta öldunginn (7 ára og eldri) og bezta afkvæma- eða ræktendahóp- inn. Sigurvegari ungu sýnendanna var Auður Sif Sigurgeirsdóttir, 12 ára. Auk hinna hreinræktuðu verð- launahunda gat að líta ýmislegt áhugavert fyrir hundaáhugafólk, t.d. voru hinar ýmsu ræktunardeildir með upplýsingabása og innflytjend- ur hundavarnings og ýmsir þjón- BÚAST má við að árvissar umferð- artafir skapist nú á stærstu gatna- mótunum í Reykjavík, en slíkt ger- ist alltaf í byrjun_ skólaárs. Ómar Smári Ármannsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Morgunblaðið að í byij- un september kæmi það vegfar- endum alltaf jafn mikið á óvart hvað umferð þyngdist. Þetta mætti hins vegar rekja til upphafs skóla- ársins, þegar allir legðu af stað í ustuaðilar með sína sölubása. Guðrún R. Guðjohnsen sagði há- tíðarstemmningu hafa ríkt á sýning- unni og hinum 270 hundum og eig- endum þeirra komið ótrúlega vel saman. „Svona sýning er tilvalið tækifæri fyrir fólk sem hefur áhuga á að fá sér hund. Þar er hægt að skoða all- ar tegundirnar sem' til eru og ráð- færa sig við fólkið sem á og ræktar hundana," sagði Guðrún að lokum. skólann á sama tíma. „Fólk ætti að hafa þetta í huga og leggja aðeins fyrr af stað en venjulega. Stíflur á stærstu gatna- mótum myndast frá 7.45 til 8 og frá 8.45 til 9 og svo aftur rétt fyrir klukkan 17 og 18 síðdegis, þegar haldið er heim á leið. Því ætti fólk að muna að gefa sér nægan tíma og jafnvel breyta að- eins út af venjulegri, fjölfarinni akstursleið.“ Árvissar tafir í umferðinni Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda Verður að lækka verð í samkeppni við innflutt kjöt Arnór Karlsson ARNÓR Karlsson, for- maður Landssam- taka sauðfjár- bænda, kveðst ánægður með drög að nýjum búvöru- samningi. Hann er bjart- sýnn á stöðu greinarinnar þrátt fyrir að mikið hafi dregið úr opinberum stuðn- ingi við hana og segir að gert sé ráð fyrir að blásið verði til markaðssóknar við gildistöku næsta búvöru- samnings. „Samþykkt fundarins fór mjög í sömu átt og búvöru- samninganefndin hefur unnið að. í samþykktinni er komist næst því sem líkur eru á að samkomulag takist um. Að því leyti er ég mjög ánægður. Ég er einn af þeim sem hafa starfað í búvöru- samninganefnd. Þess vegna fannst mér við í nefndinni fá þarna gott veganesti. Einnig er ég ánægður með það að aðal- fundurinn samþykkir verulegar breytingar sem ég tel að miði mjög í þá átt að aðiaga sauðfjár- ræktina þeim aðstæðum sem eru í þjóðfélaginu," sagði Arnór. Hvaða breytinga vísar þú til? „Þá á ég við að losað verður um opinbera verðlagningu og framleiðslustýringu. Einstakling- um verða gefin meiri tækifæri til þess að spreyta sig. Ég held að aðalfundurinn hafi óskað eftir því að reynt yrði að ná eins miídu fram og mögulegt væri og að meiru fé yrði varið til bein- greiðslna en gert hefur verið ráð fyrir í samkomulagsdrögunum. Það á eftir að reyna á hvort það takist,“ sagði Arnór. Hver verður þróunin í sauðfjár- rækt ef drögin verða að samningi? „Samkomulagið miðar að því að sauðfjárræktin verði sérstak- lega stunduð á sæmilega stórum búum þar sem möguleiki er að skapa viðunandi afkomu og fólk geti lifað á sauðfjárrækt. Þetta á því að tryggja stöðu þeirra bænda sem ekki hafa aðstöðu til þess að afla sér annarra tekna og eru með dágóð bú. Einnig eru líkur á því að þessu verði skipt á þann hátt að annar hópurinn verði þeir bændur sem hafa tiltölulega lítil bú en aðstöðu til að afla sér ann- arra tekna. Það er ekki gert ráð fýrir að bregða neitt fæti fyrir þá en ekki er heldur ráðgert að styðja þá meira en gert hefur verið. Fund- urinn lagði vissulega áherslu á það að ekki yrði gengið framhjá þeim sem hefðu tiltölulega lítil bú og hefðu að mestu lífs- framfæri sitt af sauðfj- árrækt," sagði Arnór. Hafa þeir að ein- hverju öðru að hverfa þeir sem þurfa að draga saman og hætta? „Nei, það er vandamáiið og það ér hætt við að þeir sem hafa ekki að neinu öðru að hverfa geri síður þennan starfslokasamning, sem er fólginn í því að bændum verður greitt þokkalegt verð fyrir fé. Áðalfundurinn taldi eðlilegt að það yrði miðað við skattmat. Svo verða beingreiðslur, sem sam- svara í raun launahluta af fram- leiðsiuverðmætinu í tvö ár. Ætlast er til þess að þeir sem eru orðnir sjötugir geri starfslokasamning og beinast liggur við að semja um starfslok við þennan hóp sem er tryggður viss lífeyrir í ellilaunun- um og lítilsháttar lífeyrissjóðs- greiðslur. Það verður enginn þvingaður til þess að hætta og ► ARNÓR Karlsson hóf búskap á Bóli í Biskupstungum 1960 en fluttist síðan á Arnarholt 1980 og hefur búið þar síðan. Arnór hefur verið mikið í fé- lagsstörfum, í Búnaðarsamtök- unum og sat 16 ár í hrepps- nefnd Biskupstungnahrepps. Síðustu ár hefur hann starfað fyrir sauðfjárbændasamtökin og varð formaður þeirra 1991. vonandi ekki iækkaður stuðningur við neinn frá því sem hann er núna,“ sagði Arnór. Hvernig hefur samdrátturinn í sauðfjárrækt verið? „Þróunin í greiðslumarkinu segir allt um það. Árið 1992, þeg- ar búvörusamningurinn tekur gildi, er miðað við 8.600 tonna heildargreiðslumark og fer niður 8.150 tonn, þaðan niður í 7.400 tonn og er núna í 7.200 tonnum. Þetta er í raun hlutfallið í opinber- um stuðningi undanfarin ár. Áður en samningurinn tók gildi voru greiddar útflutningsbætur og nið- urgreiðslur í heldur hærra hlut- falli við beingreiðslurnar núna. Bændur fengu því yfirleitt fullt skráð verð fyrir það sem fór á innanlandsmarkað og úr landi. Útflutningsbætur voru síðan af- numdar með gildistöku samnings- ins 1992 og beingreiðslur teknar upp í stað niðurgreiðslna sem lækkuðu verð til neytenda á sama hátt,“ sagði Arnór. Hefur markaðssetning á lambakjöti brugðist? „Það má vafalaust segja að markaðssetningin hafi ekki fylgt þjóðfélagsþróuninni. Eitt af því sem þarf að gera núna og ætlast er til að komi í kjölfar næsta búvörusamn- ings er aukin markaðs- sókn og að lambakjöt verði samkeppnishæf- ara gagnvart öðru kjöti og matvælum. Einnig verður að bregðast við auknum innflutn- ingi.“ Hvernig verður það gert? „I þeim tilvikum sem verið er að keppa við innflutt kjöt verður að lækka verðið. En við sam- keppni er einnig brugðist á marga aðra vegu, t.a.m. með því að fram- leiða vöruna á þann hátt sem neytendur viija. Við höfum líka góðan grunn til þess að kynna hreinleika vörunnar. Nú liggja fyrir rannsóknir á ýmsum þáttum. Það er óvenjulítið af þungamálm- um í íslensku lambakjöti. Við telj- um að hægt sé að sannfæra neyt- endur um að þetta sé holl vara, ekki aðeins með slagorðum heldur líka rökum.“ Sauðfjárrækt stunduð á stórum búum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.