Morgunblaðið - 05.09.1995, Síða 20

Morgunblaðið - 05.09.1995, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Æðsta höfuðið Fyrír skömmu var haldin ráðstefna í Borgar- nesi um fomsögur Borgfírðinga og Mýra- manna. Fjallað var um Egils sögu, sögu Bjöms Hítdælakappa og Gunnlaugs sögu, langtum mest þó um þá fyrstnefndu. Guð- rún Guðlaugsdóttir sótti ráðstefnuna og ræddi við nokkra fyrirlesara. BJARNI Einarsson hélt fyrsta erindið: Um kveð- skapinn í Egils sögu. Bjarni hefur manna mest rannsakað og skrifað um Eglu. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði Bjarni að Egils saga væri varðveitt í þremur höfuðgerðum, Möðruvallarbók, Ketilsbók og Wofen- ____________ buttelbók. „Það stendur til nú á næstunni að gefa út hjá Árnasafni í Kaupmannahöfn alla _____________ þessa texta með skyld- um textabrotum." sagði Bjarni. „Jón Helgason byijaði á þessu verki fyrir mörgum árum og lét eftir sig drög að útgáfu fyrsta bindis, Möðruvallarbókar og skyldra textabrota. Ég var beðinn að halda þessu verki áfram og hef unnið við það í ígripum. Ég hef nánast lokið því verki, en býst ekki við að ég taki að mér vinnu við hin bindin. Ég er líka að vinna að útgáfu Egils sögu fyrir Árna- stofnun, sem verður handhæg lestrarútgáfa á grundvelli textans Endalaust rannsóknar- efni Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson BJARNI Einarsson í Möðruvallabók, einkum ætluð útlendingum, enda með inngangi og skýringum á ensku.“ Bjarni sagði ennfremur að Egils saga og aðrar íslendingasögur væru nánast endalaust rann- sóknarefni fyrir fræðimenn. „Einkum beinast sjónir manna að bókmenntaumhverfi þessara ________ sagna og hvernig þær hafa getað orðið til, sem verður aldrei fyllilega rannsakað. Menn hafa misjafnar skoðanir á þessum sögum. Sumir vilja gera sem mest úr munnmæla- sögum en aðrir vilja rannsaka sem mest þá texta sem til eru, og það er mín skoðun. Ég lít á Egils sögu og aðrar íslendingasögur sem rit- höfundaverk fyrst og fremst. í doktorsritgerð minni, sem ég varði við háskólann í Osló fyrir tuttugu árum, gat ég m.a. bent á að Eglu- höfuridur hafi haft mikið gagn af frásögnum í Orkneyingasögu. Það hefur enginn vefengt. Fjölbreyti- leiki skáldskaparins í Egils sögu gefur ákveðna bendingu um einn höfuðtilgang sögunnar, það er að efla áhuga á hefðbundnum skáld- skap og vera um leið ungum skáld- um þess tíma til fyrirmyndar og hvatningar." Bergljót S. Kristjánsdóttir flutti fyrirlestur um höfuð Egils Skalla- Grímssonar. „Það var búið að bögglast fyrir mér árum saman hvaða hlutverki þetta höfðatal í Egils sögu gegndi. Ég fór að hugsa um líkingamálið sem notað var á miðöldum um konunginn sem höf- uð en almenning sem líkamann. Ég þóttist sjá að í Egils sögu væri verið að tefla saman höfði íslenska bændahöfðingjans og Noregskonungs,“ sagði Bergljót. „Egils saga er ákaflega margræð saga og eigi að gera henni rétt til í túlkun, má ekki gleyma því eitt andartak. En rauði þráðurinn í sögunni allri er að höfuð Skalla- Gríms og afkomenda hans stendur a.m.k. jafnhátt og höfuð norsku konugnsfjölskyldunnar. I ofanálag ræður það yfir gáfu skáldskapar- ins og galdursins - sem beita má konungum til þægðar og óþægð- ar. Ég held að Egils saga sé ekki bara saga af tiltekinni ætt og til- teknum einstaklingi, heldur öðru fremur sagan af hinu íslenska primum caput (æðsta höfði),“ sagði Bergljót. Snorri Þorsteinsson, formaður Sögufélags Borgfirðinga, hélt fyrirlestur sem hann nefndi Konur í Egilssögu. „Ég las _____________ Egils sögu bam að aldri og kenndi hana fyrir mörgum árum. Þá fór ég að velta fyrir mér hlutverki kvenna í sög- unni. Þær eru að sönnu ekki sér- lega áberandi en þær eru notaðar til þess að varpa ljósi á ákveðna þætti í skaplyndi Egils Skalla- Grímssonar. Éins og t.d. þegar hann gengur á hólm við Ljót bleika sem lagt hafði hug á stúlku sem hafnaði honum og hann skorar svo bróður hennar á hólm í framhaldi af því. Egill hrærist til meðaumkv- unar með stúlkunni og barðist því við Ljót og felldi hann. Svipað má segja um samúð Egils með Helgu Þorfinnsdóttur sem lá sjúk af völd- Akaflega margræð saga um rúnaristu pilts sem vildi þann- ig ná ástum hennar en kunni ekki með að fara. Bæði atvikin sýna jákvæða drætti í mynd ofstopa- og bardagamannsins Egils. Fóstr- an Brák, sem ég raunar leyfi .mér að draga í efa að hafi verið til með þeim hætti sem sagan segir, hún fóstraði Egil. Hún var fjöl- kunnug og bjargaði lífi hans, þeg- ar Skalla-Grímur drepur hana þá drepur Egill í staðinn þann sem föður hans var kærstur. Élsta dótt- ir Egils, Þorgerður, bjargar lífi hans líka, þegar hann ætlar að svelta sig í hel, fær hann til að yrkja Sonartorrek. Þessi endur- tekning, lífgjöf Egils, hún styrkir atburðarásina og varpar skýrara ljósi á hana. Þriðja konan sem bjargar svo lífi hans í vissum skiln- ingi er Þórdís stjúpdóttir hans, sem hann unni mjög. Hún lætur grafa bein hans í vígða mold og bjargar þannig, samkvæmt skilningi tólftu aldar manna, hinu andlega lífi hans.“ Það var Stofnun Sigurðar Nor- dals og heimamenn í héraði sem stóðu að fyrrnefndri ráðstefnu í Borgarnesi. Að sögn Ulfars Bragasonar hjá Stofnun Sigurðar Nordals var haldið svokallað Hrafnkötluþing á Egilsstöðum árið 1993 að tilhlutan stofnunarinnar og héraðsbúa. „Menn voru ánægð- ir með að hafa slíkt fræðaþing utan Reykjavíkur og fara á sögu- slóðir,“ sagði Úlfar. „í framhaldi af því kom upp sú hugmynd að halda önnur slík annars staðar á ________ landinu og við ákváðum að bera niður í Borgar- nesi, bæði vegna þess hve mikið hefur verið skrifað um Egils sögu “““““ og í annan stað vegna þess að Sigurður Nordal gaf út Egils sögu og hún var honum hugleikin. Loks voru söguslóðir hennar hæfilega langt frá Reykja- vík til þess að vekja áhuga fólks á að koma á þingið. Markaðsráð Borgarness, sem Guðrún Jónsdótt- ir veitir forstöðu, hefur unnið að því að efia tengsl ferðaþjónustu og menningarkynningar, sam- starfið við okkur er liður í því. Á þessa ráðstefnu komu hátt í tvö hundruð manns,“ sagði Úlfar að lokum. Svefnlist Bókmenntahátíð í Reykjavík Fj öldi er- lendra gesta væntanlegur Dagskrá RúRek 1995 DAGSKRÁ RúRek í dag, þriðjudag, er eftirfarandi; Tríó Olafs Stephensens og gestir leika í Menningarstofn- un Bandaríkjanna kl. 20.30. Andrew D’Angelo og félagar verða í Leikhúskjallaranum kl. 21.30. Á Fógetanum kl. 22 leika Dixílandhljómsveit Björns R. Einarssonar og Kvartett Gests Pálssonar. Kvartett Frits Landesbergen verður á Jazzbarnum kl. 22 og á Kringlukránni leikur Jazzband Hornafjarðar kl. 22. Monteverdi í Selfosskirkju SEPTEMBERTÓNLEIKAR Selfosskirkju byija í kvöld kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis sem fyrr. Flytjendur á fyrstu tónleik- unum eru fleiri en nokkurn tíma fyrr í þessari tónleikaröð frá því hún byijaði 1991. Silfurverðlaunahafi úr keppni ungra norrænna hljóm- sveitarstjóra í fyrra, Gunn- steinn Olafsson, hefur stefnt til Selfoss, kór, barokhljóm- sveit og sex einsöngvurum, þ.á m. heimsfrægum enskum ten- ór, Ian Partridge. Á efnisskránni er eitt verk, „Aftansöngur Maríu“ eftir Monteverdi 1567-1643. „ER þetta list?“ hafa Lundúnabú- ar spurt sjálfa sig að þegar þeir hafa séð nýjustu listauppákom- una í borginni, sem leikkonan Tilda Swinton tekur þátt í. Uppá- koman „Kannskið" (The Maybe) felst í því að Swinton sefur í gler- búri í sýningarsal í London, um- kringd undarlegum hlutum á borð við vindlastubh Winstons Churchill og sokka Viktoríu drottningar. Sýningin hófst I gær og stendur í eina viku. Til að undirbúa sig sneri Swin- ton sólarhringnum við og sefur nú að degi til. Þá hefur hún svefnlyf við höndina ef henni gengur illa að sofa. Eru sýning- argestir beðnir um að banka ekki í glerið eða reyna á annan hátt að trufla svefn leikkonunn- ar. Bíða áhorfendur í ofvæni eft- ir því hvort að eitthvað muni gerast, hvort Swinton hrjóti, dreymi illa eða verði jafnvel að bregða sér á snyrtinguna. Swinton öðlaðist frægð fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Or- lando“ þar sem hún fór með hlut- verk persónu sem í fyrstu er karlkyns en breytist er á líður í konu. Leikkonan hefur lítið vilj- að Iáta hafa eftir sér um þýðingu verksins, segir hana ekki tengj- ast sér á nokkurn hátt og eftir- lætur hveijum og einum að túlka. BÓKMENNTAHÁTÍÐIN í Reykjavík verður haldin í fjórða sinn dagana 10. til 16. september næstkomandi. Fjöldi erlendra gesta verður á meðal þátttakenda að þessu sinni. Þeirra á meðal er bandaríski skáldsagnahöfundur- inn William Styron sem kunnastur er af sögu sinni Sophies Choice en eftir henni hefur verið gerð vinsæl kvikmynd. Styron mun lesa upp úr verkum sínum á hátíðinni. Áðurnefnd kvikmynd verður einn- ig sýnd en fyrir sýninguna heldur hann fyrirlestur um verk sín. Meðal annarra erlendra höfunda á hátíðinni er Englendingurinn Martin Amis, sem þótt hefur meðal eftirtektarverðustu höfunda síð- ustu ára. Patrick Chamoiseau frá eyjunni Martiníkk í Karíbahafymun halda fyrirlestur um Kreóla-menn- ingu Martiníkk og lesa úr verkum sínum en -hann nýtur virðingar og vinsælda í hinum frönskumælandi heimi þrátt fyrir djörf efnistök og stíl. Frá Noregi kemur Jostein Gaarder sem er höfundur hinnar geysivinsælu sögu um Veröld Soff- íu sem þýdd hefur verið á íslensku. Frá Svíþjóð kemur landflótta skáld- kona frá Bangladesh, Taslima Nasrin, sem skrifað hefur athyglis- verðar bækur um réttleysi kvenna í heimalandi sínu. Skáldskapur og sagnfræði Meðal íslenskra höfunda á há- tíðinni verða Einar Már Guð- mundsson, Vigdís Grímsdóttir, Ólafur Jóhann Olafsson og Stein- unn Sigurðardóttir. Á hátíðinni verða haldnar pall- borðsumræður með þátttakendum um ýmsar hliðar á þema hátíðar- innar sem er skáldskapur og sann- fræði. Fjallað verður nánar um dagskrá hátíðarinnar í menningarblaði Morgunblaðsins næstkomandi laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.