Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 05.09.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 35 AÐSENDAR GREINAR Lýðskrum lækk ar ekki iðgjöld VÁTRYGGINGAFÉLÖG verða að sjálfsögðu að haga rekstri sínum á þann veg, að hinir vátryggðu fái tjón það bætt, er þeir eru tryggðir fyrir. Tekjur vátryggingarfélag- anna eru einkum iðgjöld og fjár- munatekjur. Útgjöldin eru á hinn bóginn tjónabætur og rekstrarkostnaður. V átryggingarfélögin verða að ákveða ið- gjöldin þannig, að þau standi a.m.k. undir tjónakostnaði, þ.e. bótagreiðslum og til- heyrandi útgjöldum, auk almenns rekstrar- kostnaðar félaganna. Bifreiðatryggingafé- lögin á Islandi hafa markvisst unnið að því að hagræða í rekstri í því skyni að lækka rekstrarkostnað, m.a. með sameiningu fé- laga. Er rekstrar- kostnaður íslensku bifreiðatrygg- ingafélaganna nú hlutfallslega lægri heldur en hjá vátrygging- arfélögum í flestum þeim ná- grannaríkjum, er íslendingar bera sig gjaman saman við. Verður það að teljast ágætur árangur, þar sem rekstrareiningar hér á landi era almennt miklu minni en víðast er- lendis. Þótt rekstrarkostnaður vá- tryggingafélaga skipti nokkra máli um afkomu þeirra, og þar með íjárhæð iðgjalda, vegur tjóna- kostnaður félaganna stórum þyngra í því efni. Tjónakostnaður bifreiðatryggingafélaga ræðst af tíðni umferðaróhappa, verðlagi á bílum, varahlutum og verkstæðis- vinnu og þeim skaðabótareglum, sem í gildi eru, verði slys á fólki. Á þennan þátt iðgjaldsins, þ.e. áhættuþáttinn, geta vátryggingar- félög í raun haft takmörkuð áhrif. Hér skiptir máli hæfni og árvekni ökumanna og gerð og ástand um- ferðarmannvirkja, svo að fátt eitt sé nefnt. Iðgjöld eru mismunandi milli ríkja Það eru engin ný sannindi að iðgjöld í ökutækjatryggingum era afar mismunandi milli landa. Sé lit- ið til ríkja á Evrópska efnahags- svæðinu einu sést þetta afar glöggt. Ástæðan fyrir þessum mun milli ríkja er mismunandi tíðni bóta- skyldra tjóna, mismunandi verðlag og oft gjörólíkar uppgjörsreglur milli landa, einkum á skaðabóta- reglum í sambandi við slys á fólki. Meðal vátryggjenda innan Evrópu- sambandsins hefur því verið litið svo á, að einfaldur iðgjaldasaman- burður í ökutækjatryggingum á milli einstakra aðildarríkja ESB á borð við þann, sem FÍB. hefur haft í frammi, hafi takmarkaða þýðingu. í þessu sambandi er rétt að ítreka að mörg þessara evrópsku vátrygg- ingarfélaga eru með starfsemi á sviði ökutækjatiygginga í mörgum Evrópuríkjum. Þau iðgjöld, sem þessi félög bjóða erlendis taka að sjálfsögðu mið af aðstæðum í heimaríki ökutækisins en ekki í heimaríki vátryggingarfélagsins. Um gagnrýni FÍB á bifreiðatryggingaiðgjöld hér á landi Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur borið saman iðgjöld í öku- tækjatryggingum á Norðurlöndum. Kemur þar fram, sem íslenskum vátryggingamönnum var raunar kunnugt, að mikiil munur er á ið- gjöldum milli þessara frændþjóða. I þeim dæmum, sem tekin vora, eru iðgjöldin lægst í Svíþjóð en hæst á Islandi. Af hálfu vátrygging- arfélaganna var strax bent á, að ástæður fyrir hærri iðgjöldum hér á landi væri stóram meiri tjóna- kostnaður. Bæði væri tíðni tjóna meiri hérlendis og bótagreiðslur í sumum tilvikum hærri. Einkum ætti þetta þó við um slys á fólki. Opinberar tölur sýndu þetta svart á hvítu, en þar kæmi fram að slys hér á landi væra allt að tvisvar til þrisvar sinnum tíðari hér á landi heldur en í ná- grannalöndum okkar. Fyrirsvarsmenn FÍB vildu ekkert með þess- ar upplýsingar gera. Opinberar tölur hefðu enga þýðingu í þessu efni, einu tölumar sem segðu eitthvað í sam- anburði milli landa væru tölur um látna í umferðinni. Tiltölulega fáir létust í umferðar- slysum á íslandi og því væri engin ástæða til að ætla annað en slys almennt væra einnig tiltölulega fá. Þessi röksemdafærsla er hins vegar út í hött. Fjöldi slysa á íslandi og í öðrum ríkjum Sambandi íslenskra trygg- ingafélaga hefur borist upplýs- ingar um fjölda bótaskyldra slysa, þ.m.t. dauðaslysa, frá vátrygging- arfélögum í Svíþjóð og Frakklandi og borið þær upplýsingar saman við tölur vátryggingarfélaganna hér á landi. Miðað við 100.000 bíla Fyrirsvarsmenn FÍB. hafa lítinn áhuga á raunástæðu hárra ið- gjalda, segir Sigmar ———r—_______________ Armannsson, og skella skolleyrum við skýringum. í þessum þremur ríkjum urðu dauðaslys í umferð á árinu 1994 um 9 á íslandi, um 13 í Svíþjóð og um 28 í Frakklandi. Sé litið almennt til fjölda bótaskyldra slysa í þessum ríkjum kemur fram gjör- breytt mynd. Þannig varð fjöldi slasaðra miðað við 100.000 bíla árið 1994 tæp 2.000 á íslandi, tæp 1.000 í Svíþjóð, en einungis rúm 600 í Frakklandi. Meðfylgjandi töflur sýna þetta glögglega. Skrum og svigurmæli Fyrirsvarsmenn FÍB virðast hafa lítinn áhuga á raunveralegum ástæðum þess að iðgjöld hér á landi eru svo há sem raun ber vitni. Án nokkurs rökstuðnings kreQast þeir að iðgjöld hér á landi lækki og skella skolleyrum við skýringum og tölu- legum upplýsingum þess efnis, að svigrúm til þess sé takmarkað. Það er út af fyrir sig fagnaðarefni, að FÍB hefji opinbera umræðu um ið- gjöld í ökutækjatryggingum hér á landi. Hér er um að ræða kostnað- arlið, sem einstaklingar og_ fyrir- tæki fínna vissulega fyrir. Á hinn bóginn vekur furðu hversu ómál- efnaleg þessi umræða hefur verið af FÍB hálfu. Að undanfömu hafa þó ástæðumar verið að koma í ljós. FÍB stendur nefnilega fyrir átaki um þessar mundir til að fjölga fé- lagsmönnum. Hótanir og svigur- mæli í garð íslensku vátryggingar- félaganna ásamt óljósum loforðum um lækkuð iðgjöld til félagsmanna FÍB virðist eiga að vera agnið fyrir nýja félaga. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra tryggingafélaga. Sigmar Ármannsson Elite Model Look Ctirtn íxo Wartin Spxm ■ Ho'ianc A?:cé Dodð USA Uaír-e trwio USA NAtalw Seniaoova Ru&sia kxrer- Muidér liol'and S® ÉCEOH Marion-n Mofskj USA, :Heíái Afheitvíh liomerfítmo . USÁ U»CMMt Slsp-h.iriA Seymo'j? USÁ Germany Wendy yMOhttt Hoftand Hvort sem þú vilt verða módel eða ekki þá tekur þú þann lærdóm sem þú færð í skóla John Casa- blancas með þér út í lífið, hvert sem þú ferð eða hvað sem þú gerir. Látum verkintala!! Innritun og allar nánari upplýsingar í síma 588 7799 daglega kl 13.00-18.00 d'( John Casablancas MODELING & CAREER CENTER ORÐABÆKURNAR tilboð ftpÝRAR - Þýsk íslensk íslensk þýsk orðabók orðabók ítölsk orðabók . orðnbók orðobók íslensk ensk orðabók Uelanðit’lns'hk OUlionory Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann. á skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN <$>/C 9f- . %% W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.