Morgunblaðið - 05.09.1995, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 05.09.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 35 AÐSENDAR GREINAR Lýðskrum lækk ar ekki iðgjöld VÁTRYGGINGAFÉLÖG verða að sjálfsögðu að haga rekstri sínum á þann veg, að hinir vátryggðu fái tjón það bætt, er þeir eru tryggðir fyrir. Tekjur vátryggingarfélag- anna eru einkum iðgjöld og fjár- munatekjur. Útgjöldin eru á hinn bóginn tjónabætur og rekstrarkostnaður. V átryggingarfélögin verða að ákveða ið- gjöldin þannig, að þau standi a.m.k. undir tjónakostnaði, þ.e. bótagreiðslum og til- heyrandi útgjöldum, auk almenns rekstrar- kostnaðar félaganna. Bifreiðatryggingafé- lögin á Islandi hafa markvisst unnið að því að hagræða í rekstri í því skyni að lækka rekstrarkostnað, m.a. með sameiningu fé- laga. Er rekstrar- kostnaður íslensku bifreiðatrygg- ingafélaganna nú hlutfallslega lægri heldur en hjá vátrygging- arfélögum í flestum þeim ná- grannaríkjum, er íslendingar bera sig gjaman saman við. Verður það að teljast ágætur árangur, þar sem rekstrareiningar hér á landi era almennt miklu minni en víðast er- lendis. Þótt rekstrarkostnaður vá- tryggingafélaga skipti nokkra máli um afkomu þeirra, og þar með íjárhæð iðgjalda, vegur tjóna- kostnaður félaganna stórum þyngra í því efni. Tjónakostnaður bifreiðatryggingafélaga ræðst af tíðni umferðaróhappa, verðlagi á bílum, varahlutum og verkstæðis- vinnu og þeim skaðabótareglum, sem í gildi eru, verði slys á fólki. Á þennan þátt iðgjaldsins, þ.e. áhættuþáttinn, geta vátryggingar- félög í raun haft takmörkuð áhrif. Hér skiptir máli hæfni og árvekni ökumanna og gerð og ástand um- ferðarmannvirkja, svo að fátt eitt sé nefnt. Iðgjöld eru mismunandi milli ríkja Það eru engin ný sannindi að iðgjöld í ökutækjatryggingum era afar mismunandi milli landa. Sé lit- ið til ríkja á Evrópska efnahags- svæðinu einu sést þetta afar glöggt. Ástæðan fyrir þessum mun milli ríkja er mismunandi tíðni bóta- skyldra tjóna, mismunandi verðlag og oft gjörólíkar uppgjörsreglur milli landa, einkum á skaðabóta- reglum í sambandi við slys á fólki. Meðal vátryggjenda innan Evrópu- sambandsins hefur því verið litið svo á, að einfaldur iðgjaldasaman- burður í ökutækjatryggingum á milli einstakra aðildarríkja ESB á borð við þann, sem FÍB. hefur haft í frammi, hafi takmarkaða þýðingu. í þessu sambandi er rétt að ítreka að mörg þessara evrópsku vátrygg- ingarfélaga eru með starfsemi á sviði ökutækjatiygginga í mörgum Evrópuríkjum. Þau iðgjöld, sem þessi félög bjóða erlendis taka að sjálfsögðu mið af aðstæðum í heimaríki ökutækisins en ekki í heimaríki vátryggingarfélagsins. Um gagnrýni FÍB á bifreiðatryggingaiðgjöld hér á landi Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur borið saman iðgjöld í öku- tækjatryggingum á Norðurlöndum. Kemur þar fram, sem íslenskum vátryggingamönnum var raunar kunnugt, að mikiil munur er á ið- gjöldum milli þessara frændþjóða. I þeim dæmum, sem tekin vora, eru iðgjöldin lægst í Svíþjóð en hæst á Islandi. Af hálfu vátrygging- arfélaganna var strax bent á, að ástæður fyrir hærri iðgjöldum hér á landi væri stóram meiri tjóna- kostnaður. Bæði væri tíðni tjóna meiri hérlendis og bótagreiðslur í sumum tilvikum hærri. Einkum ætti þetta þó við um slys á fólki. Opinberar tölur sýndu þetta svart á hvítu, en þar kæmi fram að slys hér á landi væra allt að tvisvar til þrisvar sinnum tíðari hér á landi heldur en í ná- grannalöndum okkar. Fyrirsvarsmenn FÍB vildu ekkert með þess- ar upplýsingar gera. Opinberar tölur hefðu enga þýðingu í þessu efni, einu tölumar sem segðu eitthvað í sam- anburði milli landa væru tölur um látna í umferðinni. Tiltölulega fáir létust í umferðar- slysum á íslandi og því væri engin ástæða til að ætla annað en slys almennt væra einnig tiltölulega fá. Þessi röksemdafærsla er hins vegar út í hött. Fjöldi slysa á íslandi og í öðrum ríkjum Sambandi íslenskra trygg- ingafélaga hefur borist upplýs- ingar um fjölda bótaskyldra slysa, þ.m.t. dauðaslysa, frá vátrygging- arfélögum í Svíþjóð og Frakklandi og borið þær upplýsingar saman við tölur vátryggingarfélaganna hér á landi. Miðað við 100.000 bíla Fyrirsvarsmenn FÍB. hafa lítinn áhuga á raunástæðu hárra ið- gjalda, segir Sigmar ———r—_______________ Armannsson, og skella skolleyrum við skýringum. í þessum þremur ríkjum urðu dauðaslys í umferð á árinu 1994 um 9 á íslandi, um 13 í Svíþjóð og um 28 í Frakklandi. Sé litið almennt til fjölda bótaskyldra slysa í þessum ríkjum kemur fram gjör- breytt mynd. Þannig varð fjöldi slasaðra miðað við 100.000 bíla árið 1994 tæp 2.000 á íslandi, tæp 1.000 í Svíþjóð, en einungis rúm 600 í Frakklandi. Meðfylgjandi töflur sýna þetta glögglega. Skrum og svigurmæli Fyrirsvarsmenn FÍB virðast hafa lítinn áhuga á raunveralegum ástæðum þess að iðgjöld hér á landi eru svo há sem raun ber vitni. Án nokkurs rökstuðnings kreQast þeir að iðgjöld hér á landi lækki og skella skolleyrum við skýringum og tölu- legum upplýsingum þess efnis, að svigrúm til þess sé takmarkað. Það er út af fyrir sig fagnaðarefni, að FÍB hefji opinbera umræðu um ið- gjöld í ökutækjatryggingum hér á landi. Hér er um að ræða kostnað- arlið, sem einstaklingar og_ fyrir- tæki fínna vissulega fyrir. Á hinn bóginn vekur furðu hversu ómál- efnaleg þessi umræða hefur verið af FÍB hálfu. Að undanfömu hafa þó ástæðumar verið að koma í ljós. FÍB stendur nefnilega fyrir átaki um þessar mundir til að fjölga fé- lagsmönnum. Hótanir og svigur- mæli í garð íslensku vátryggingar- félaganna ásamt óljósum loforðum um lækkuð iðgjöld til félagsmanna FÍB virðist eiga að vera agnið fyrir nýja félaga. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra tryggingafélaga. Sigmar Ármannsson Elite Model Look Ctirtn íxo Wartin Spxm ■ Ho'ianc A?:cé Dodð USA Uaír-e trwio USA NAtalw Seniaoova Ru&sia kxrer- Muidér liol'and S® ÉCEOH Marion-n Mofskj USA, :Heíái Afheitvíh liomerfítmo . USÁ U»CMMt Slsp-h.iriA Seymo'j? USÁ Germany Wendy yMOhttt Hoftand Hvort sem þú vilt verða módel eða ekki þá tekur þú þann lærdóm sem þú færð í skóla John Casa- blancas með þér út í lífið, hvert sem þú ferð eða hvað sem þú gerir. Látum verkintala!! Innritun og allar nánari upplýsingar í síma 588 7799 daglega kl 13.00-18.00 d'( John Casablancas MODELING & CAREER CENTER ORÐABÆKURNAR tilboð ftpÝRAR - Þýsk íslensk íslensk þýsk orðabók orðabók ítölsk orðabók . orðnbók orðobók íslensk ensk orðabók Uelanðit’lns'hk OUlionory Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann. á skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN <$>/C 9f- . %% W

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.