Morgunblaðið - 05.09.1995, Síða 36

Morgunblaðið - 05.09.1995, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Larsen í betri æfingu en Friðrik skák Afmælismót Friö- riks Ólafssonar oj5 Skáksambands í s 1 a n d s ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI 2.-16. september 1995 ÞAÐ var sem íslensk skák- hreyfing færðist 40 ár aftur í tímann á sunnudaginn. Húsfyllir var í Þjóðarbókhlöðunni til að fylgjast með æsispennandi viður- eign Friðriks og Larsens og mið- að við frásagnir frá einvígi þeirra í Sjómannaskólanum árið 1956 var stemmningin álíka góð. Frið- rik náði nokkurn veginn að jafna taflið eftir byijunina, en í mið- tafli náði Larsen sóknarfærum. Þrátt fyrir mikla bjartsýni áhorf- enda reyndist danski víkingurinn í mun betri æfíngu en Friðrik, sem lítið hefur teflt í rúman ára- tug og hann vann öruggan sigur. Larsen virðist ávallt ná sínu besta hér á íslandi og í fyrstu umferðunum tveimur voru það skákir hans sem langmesta at- hygli vöktu. í fyrstu umferð á laugardaginn byggði hann upp mjög vænlega stöðu gegn Jó- hanni Hjartarsyni, en varð of bráður á sér og lék hveijum af- leiknum á fætúr öðrum fyrir tímamörkin. Þessi staða kom upp eftir 37. leik Jóhanns: Svart: Bent Larsen abcdsfgh Hvítt: Jóhann Hjartarson 37. - Hxf2? Það var út í hött að gefa e peðið með skák. Betra var 37. — Df5 og 38. Bfl er þá svarað með 38. — g4. 38. Dxe4+ - Kh6 39. Rd3! - Bxc4? 40. Hb7! Larsen hefur greinilega yfír- sést þessi gagnsóknarleikur sem hótar máti á h7. Nú er hann gripinn örvæntingu og tapar manni, en eftir 40. — Hf5! voru úrslitin ennþá ekki ráðin. 40. - Rg6? 41. Hxc4 - Dal + 42. Hcl - Da3 43. Rxf2 - Dxcl+ 44. Bfl og Larsen gafst upp. Við skulum líta á úrslit tveggja fyrstu umferðanna og stöðu keppenda: 1. umferð: Friðrik - Þröstur 'h— 'h Gligoric — Margeir 'h-'h S. Polgar — Helgi Áss 'h— 'k Jðhann—Larsen 1-0 Helgi Ól. — Smyslov 'k—'k Hannes — Jón L. 1-0 2. umferð: Larsen —Friðrik 1-0 Jón L. — Margeir 'k—'k Smyslov — Jóhann 0-1 Helgi Áss — Gligoric 'k-'k Hannes - Helgi Ól. 'A-'A Þröstur - S. Polgar 'A-'/z Staðan eftir 2 umferðir: 1. Jóhann 2 v. 2. Hannes 1 'A v. 3. -9. Larsen} Margeir, Helgi Ól., Helgi Ass, S. Polg- ar, Gligoric og Þröstur 1 v. 10.-12. Friðrik, Smyslov og Jón L. 'h v. Mótið hefur gengið mjög vel það sem af er og aðsókn hefur verið mjög mikil. Auk þess sem hægt er að horfa á skákimar stendur yfír sýning í tilefni af- mælanna, þar gefur t.d. að líta margar skemmtilegar ljósmyndir frá sögu íslenskrar skáklistar. Auk þess er hægt að fá sér létt- ar veitingar og fylgjast með skákunum á sjónvarpsskjám. Frí er á mótinu í dag, þriðjudag, en 7--XAJJUi S.1—T rst Mfttrttit/ Nasa\n 11 friorik ISL 7A<i$ B.LARSEN DEN 2SIS FRIÐRIK Ólafsson og Bent Larsen sitja að tafli. Morgunblaðið/Þorkell fjórða umferðin fer fram í Þjóð- arbókhlöðunni á morgun klukk- an 17. Aldursforseti mótsins, Vassílí Smyslov, 75 ára, tefldi góða skák með svörtu í fyrstu umferð gegn Helga Ólafssyni. Smyslov stóð ívið betur í endatafli áður en jafntefli varð niðurstaðan. En í annarri umferð varð heimsmeist- arinn fyrrverandi fyrir hroðalegu áfalli gegn Jóhanni. Hann gerði sig sekan um grófan fingurbijót strax í 13. leik. Eftir annan af- leik mátti hann svo gefast upp eftir aðeins 16 leiki, en þá var mannstap óumflýjanlegt. Viðureign þeirra Friðriks og Larsens gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Bent Larsen Svart: Friðrik Ólafsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. f4 - g6 3. Rf3 - Bg7 4. Be2 - Rc6 5. 0-0 - d6 6. d3 - Rf6 7. Khl - Hb8 8. Rc3 - b5 9. Del - Rd4 10. Bdl — 0-0 11. Rxd4 — cxd4 12. Re2 — Rg4 13. c3 — dxc3 14. Rxc3 - Rf6 15. a3 - a5 16. b4 — Bg4 17. Bxg4 — Rxg4 18. Bb2 - Hc8 19. Dd2 - axb4 20. axb4 — Re3 21. Dxe3 — Bxc3 22. Bxc3 - Hxc3 23. f5 - Dc7 24. h4 (Sjá stöðumynd) Friðrik hefur teflt' fullmikið uppá uppskipti og hvítur hefur visst frumkvæði. Hér er skiljan- legt að svartur veigri sér við peðsráninu 24. — Dc4 25. Hf3 — Dxb4, en sú staða er reyndar engan veginn ljós. Einnig kom til greina að beita óvirkari vöm með 24. — Kg7. í staðinn lætur Friðrik peð af hendi án þess að fá bætur í staðinn. Auk þess átti hann innan við tíu mínútur eftir. 24. - gxf5? 25. Hxf5 - f6 26. Hxb5 - Hc8 27. Ha7 - Dd8 28. Hbb7 - H3c7 29. b5 - Hxb7 30. Hxb7 - Kf7 31. b6 - Hc2 32. Dh6 - Kg8 33. Dh5 - Hc5 34. Dg4+ - Kf7 35. d4 - Hb5 36. Hc7 - h5 37. De2 - Ha5 38. d5 - Dh8 39. b7 - Hal+ 40. Kh2 - Hbl 41. Hc8 og svartur gafst upp. Heimasigur í London Enski stórmeistarinn Michael Adams sigraði á Intel útsláttar- mótinu í atskák sem lauk í Lond- on á sunnudaginn. Hann vann Rússann Drejev í úrslitum. At- skákum þeirra lauk 1—1, en í úrslitahraðskák hafði Adams betur. Mótið gekk þannig fyrir sig: 1. umferð: 1. Ivantsjúk, Ukraínu, 2.780 - Malanjúk, Úkraínu 2.580 2-0 2. Margeir Pétursson 2.565 — Drejev, Rússlandi 2.670 '/2-1 'A 3. I. Sokolov, Bosníu 2.630 - Short, Englandi 2.645 2-1 4. Lautier, Frakklandi 2.645 — Anand, Indlandi 2.725 1-2 5. Morosevitsj, Rússl. 2.630 - Piket, Hollandi 2.625 0-2 6. Speelman, Engl. 2.620 - Adams, Engl. 2.660 'h-l'h 7. Lobron, Þýskalandi 2.595 — Van Wely, Hollandi 2.585 1-2 8. Miles, Englandi 2.600 - Kramnik, Rússlandi 2.730 2-1 Fjórðungsúrslit: ívantsjúk - Drejev 1-2 I. Sokolov-Anand 0-2 Adams vann Piket Miles vann Van Wely Undanúrslit: Drejev - Anand 2-1 Ádams-Miles 1 'h-h Úrslit: Adams - Drejev 2-1 Margeir Pétursson TILBOÐ á barnamyndatökum 7.-21. september. Kynntu þér verðið. Pantaðu strax. Barna og Fjölskylduljósmyndir sími: 588 7644 Ljósmyndastofa Kópavogs sími: 554 3020 Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 4207 3 Ódýrari BRIPS Umsjón Arnór G. Rajjnarsson Bridsfélag Kópavogs byrjar á fimmtudaginn STARFSEMI Bridsfélags Kópavogs hefst nk. fimmtudagskvöld. Spilað- ur verður eins kvölds tvímenningur. Spilað er í Þinghól á Álfhólsvegin- um og hefst spilamennskan kl. 19.45. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 31. ágúst spiluðu 16 pör tvímenning og úrslit urðu þessi: Eyjólfur Halldórsson - Þórólfur Meyvantsson 242 Bergljót Rafnar - Soffla Theodórsdóttif 231 ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 229 Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson 222 Meðalskor 210 Sunnudaginn 3. september spil- uðu 14 pör. Úrslit urðu þessi: Ingunn Bergburg - Halla Ólafsdóttir 186 BaldurÁsgeirsson - Magnús Halldórsson 185 Fróði B. Pálsson - Haukur Guðmundsson 182 Kristinn Gíslason - Margrét Jakobsdóttir 173 SoffTa Theodórsdóttir - Bergljót Rafnar 173 Meðalskor 156 Og er þá einn sunnudagur eftir í þessari keppni. Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Vetrarstarf deildarinnar hefst mánudaginn 18. september kl. 19.30. Spilað verður í húsi Brids- sambands íslands, Þönglabakka 1. Sem fyrr spila Barðstrendingar á mánudögum kl. 19.30. Mánudaginn 18. september nk. verður spilaður eins kvölds _tví- menningur. Spilastjóri verður ísak Örn Sigurðsson. Bridsdeild Sjálfsbjargar Vetrarstarfið hefst mánudaginn 11. september með eins kvölds tví- menningi. Spilað er í nýja félags- heimilinu og hefst spilamennskan kl. 19. Nánari upplýsingar gefa Páll í síma 55-13599 eða Karl í síma 56-29103. Mótaskrá Bridssambandsins Mótaskrá Bridssambandsins fyr- ir næsta vetur hefur nú verið ákveð- in og send bridsfélögunum en helztu mót á vegum sambandsins verða þessi: 16.-17. sept. Bikarkeppni BSÍ, undanúrslit og úrslit MÁLASKÓLI 552 6908 Danska, sænska, enska, þýska, franska, ítalska, spænska, rússneska og íslenska. Innritun daglega frá kl. 13—19 Kennsla hefst 18. september. Starfsmenntarsjóðir ýmissa starfsmannafélaga greiða skólagjöld félagsmanna að og Verslunarmannafélag Reykjavíkur veitir sínum mönnum námsstyrk. Kennslan fer fram I Miðstræti 7. HALLDÓRS 552 6908 7.-8. okt. íslandsmót í einmenningi 22. okt. Ársþing BSÍ 28.-29. okt. íslandsmót kvenna í tvímenningi 4.-5. nóv. íslandsmót yngri og eldri spilara í tvímenningi 17. nóv. Landstvímenningur Philips Morris 18. -19. nóv. Firmatvímenningur BSÍ 27.-28. jan. íslandsmót í parasveitakeppni 16.-19. feb.: Bridshátíð BSÍ, BR og Flugleiða 23. -25. feb. Islandsmót kvenna og íslandsmót yngri spilara í sveitakeppni 15.-17. mars íslandsmót í sveitakeppni - undanúrslit 26. -31. mars Evrópumót í paratvímenningi og sveitakeppni 3.-6. apríl Islandsmót í sveitakeppni - úrslit 25.-26. apríl íslandsmót í tvímenningi - undankeppni 27. -28. apríl íslandsmót í tvímenningi - úrslit 11.-12. maí íslandsmót í paratvímenningi 25.-26. maí Kjördæmakeppni BSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.