Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ástand loðnustofnsins lofar góðu um veiðarnar LOÐNUSTOFNINN er í ágætu ástandi, að sögn Hjálmars Vilhjálmssonar, fiskifræðings hjá Haf- rannsóknastofnuninni. Hann segir að mikið sé á miðunum af bæði smárri og stórri loðnu. Það sem hafí háð loðnuveiðum hingað til sé að báð- ir þessir hlutar stofnsins hafi haldið til á sömu svæðum: „Þá er erfitt að ganga að stórri loðnu, án þess að hræra í eða fá um borð smáloðnu í leiðinni." Hann segir að þannig hafi háttað til undanfar- ið að bjart hafí verið af tungli, sem hafí haft þau áhrif að loðnan stæði dýpra en ella. Áhrif- anna gæti meira hjá stórri loðnu en smárri. „Nú er stór loðna á leið austur fyrir Norðurland og tungl fer minnkandi," segir hann. „A næstunni er því líklegt að aðstæður batni þegar stóra loðnan fer að skiljast frá þeirri smáu og veiðimöguleikar verða betri þegar ekki er eins bjart af tungli,“ segir Hjálmar. Annars Sjómenn leiti á ný mið ef mikið er af smáloðnu segir hann að það sé nánast ómögulegt að stunda haustveiðar á loðnu án þess.að fá eitthvað af smælki: „Til þess að koma algjörlega í veg fyrir smá- loðnudráp þyrfti að loka öllum loðnumiðum um einhvem tíma. Þetta er þó ónauðsynlegt, því skipstjórar eiga að geta þekkt í sundur lóðning- ar sem gefa góða loðnu og hinar. Þá er óþarfí að allir séu að kasta í sama loðnuflekkinn. Ef mikið er af smáloðnu í aflanum eiga menn að færa sig um set.“ Hjálmar segir að menn eigi að halda ró sinni, halda áfram að físka og sjá hvort þeir geta ekki leyst þessi mál sjálfír, svo ekki þurfi að grípa til stórra úrræða úr landi. Hann segir að kvóti náist ekki nema veitt verði frá deginum í dag út janúar, ásamt þeirri veiði sem fáist alltaf frá febrúar fram í mars, eftir að loðnan komi á miðin út af Suðurlandi. „Upphaflega var gert ráð fyrir veiði upp á 1,2 milljónir tonna og upphafskvóti var 800 þúsund tonn. Fljótt á litið sýnist mér að spáin geti gengið eftir, ef menn huga að sinu veiði- lagi, veiði stóra loðnu þar sem þeir komast að henni og forðist önnur svæði,“ segir Hjálmar. „Stór hluti smárrar loðnu í aflanum orsakast ekki síst af því hve mikið er af henni. Um er að ræða ársgamla loðnu og hluta tveggja ára loðnu, sem hefur vaxið hægt og mun ekki hrygna næsta vor, heldur verða hluti af veiðistofninum á vertíðinni sumarið 1996 og veturinn 1997. Það eru því góðar horfur í þeim efnum, ef ekki verð- ur horfelli í vetur, sem ekkert bendir þó til að muni verða." Daggar- skríkja á íslandi ÞAÐ ER ekki oft, sem nýjar fuglategundir finnast hér á landi. I haust kom hingað óvæntur gestur, sem villtist af leið til Suður-Ameríku. Fuglinn nefnist daggarskríkja og hefur hreiðrað um sig í fjósinu á bænum Bakka í Austur-Landeyjum. Þar hefur daggarskríkja verið frá 29. september. Nýlega komu þangað menn frá Náttúrufræði- stofnun til að fulivissa sig um að þar væri örugglega daggars- kríkja á ferð. „Fuglinn var upp- gefinn við komuna, en virðist nú vel haldinn," sagði Tryggvi Bjarnason, sem tók þessa mynd. Daggarskríkja er á stærð við auðnutittling og verpir í Kanada, en flýgur til Suður-Ameríku á veturna. Krafa um heimildir blaðamanns Aðgangs að gögnum óskað _________ Morgunblaðið/Tryggvi Bjarnason Unglingnr í stad Kjar- vals á 2000 kr. seðli 122 þús- und tonn- um landað ALLS hefur verið landað 122 þúsund tonnum af loðnu hér á landi í haust. Þaraferu 118.161 tonn afíslenskum fiskiskipum og 3.939 af erlendum. Fjögur loðnuskip lönduðu á fímmtu- dag alls um 2.600 tonnum. Háberg landaði 650 tonnum af loðnu hjá Fiskimjöli og lýsi í Grinda- vík í gær. Að sögn Guðmundar Aðal- steinssonar, fyrsta vélstjóra, náðist aflinn á einni nóttu og er heildarafli Hábergs kominn upp undir fjögur þúsund tonn. Hann segir að loðnan hafí verið blönduð, enda hafí verið mikið af smáloðnu alveg frá byijun. Síldin stendur mjög djúpt Þórshamar landaði 180 tonnum af síld í gær og 200 tonnum í fyrra- dag. „Það er erfitt að nálgast síld- ina,“ segir Jón Gauti Dagbjartsson, annar stýrimaður. „Síldin stendur mjög djúpt og kemur ekkert upp. Við vorum þeir einu sem fengum síld í nótt. Aðrir eru með grynnri nætur en við og köstuðu ekki. Það er nóg af síld en samt þykir gott að fá 70 til 80 tonn í hverju kasti, þegar ástandið er svona.“ Hann segir að síldin sé misjöfn eftir túrum, en fengist hafí mjög góð blanda síðastliðna 4 til 5 túra. NIÐURSTÖÐU Héraðsdóms Reykja- víkur er að vænta á mánudag, um hvort Agnesi Bragadóttur, blaða- manni Morgunblaðsins, skuli veittur aðgangur að gögnum Rannsóknar- lögreglu ríkisins varðandi rannsókn á því hvort lög um þagnarskyldu bankastarfsmanna hafí verið brotin með þeim upplýsingum, sem greina- flokkur hennar byggðist á. í framhaldi af því tekur héraðs- dómur afstöðu til þess hvort Agnes verður kvödd til vitnisburðar vegna greinaflokksins, sem hún skrifaði í Morgunblaðið í mars á þessu ári, og var söguleg úttekt á endalokum Sambandsins og samskiptum fyrir- tækisins við Landsbanka íslands. Rannsakað hvort lög um þagnarskyldu hafi verið brotin Bankaeftirlit Seðlabanka íslands sendi ríkissaksóknara bréf í sumar þar sem vakin var athygii á því, að með þeim upplýsingum, sem greina- flokkurinn byggðist á, kynnu að hafa verið brotin lög um þagnar- skyldu bankastarfsmanna. Eftir að Agnes Bragadóttir neit- aði, í samráði við Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmann, sem ritstjóm Morgunblaðsins hefur falið að gæta hagsmuna sinna í þessu máli, að svara spurningum RLR um málið ákvað rannsóknarlögreglu- stjóri að óska eftir því, að skýrsla yrði tekin af henni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrir Héraðsdómi í gær lagði Bogi Nilsson rannsóknarlögreglu- stjóri fram gögn í málinu. Jón Stein- ar sagði að sá sem mótmælti vitnis- burði hlyti að eiga kröfu til óhindr- aðs aðgangs að öllum skjölum. Þessu mótmælti Bogi, sagði að verið væri að Qalla um vitnaskyldu og vitnið þyrfti ekki öll gögn máls til að.taka afstöðu til þess hvort það skoraðist undan að bera vitni. Fyrir dóminum neitaði Agnes sem fyrr að svara spurningum um heim- ildir. Dómarinn, Júlíus Georgsson, frestaði þinghaldi fram á mánudag og er búist við að þá liggi fyrir nið- urstaða um afhendingu skjala. LÖGREGLAN í Grafarvogi fékk í gær í hendur tvo falsaða 2000 króna seðla. Heldur var nú fölsunin klén og í stað myndar af Kjarval hafði verið skönnuð inn mynd af unglingspilti í Grafarvogi. Svo byijað sé á bytjuninni, þá fóru unglingar í Grafarvogi í kynn- ingu í Iðnskólann í Reykjavík. Þar var þeim sýnd prentun. Mynd af einum unglinganna var skönnuð inn á 2000 króna seðil og nokkur slík eintök prentuð. Svo virðist sem einhveijir hafí tekið tvö eintök af „falsaða“ seðlin- um með sér heim, en þræðir hverfís- lögreglunnar í Grafarvogi liggja víða og tók hún seðlana úr umferð. Að sögn lögreglu var erfitt að ruglast á seðlunum og „alvöru" peningaseðlum, því aðeins var prentað á aðra hlið þeirra og áferð pappírsins var gjörólík því sem ger- ist með peningaseðla. Þá líktist myndin af unglingnum ekki einu sinni Kjarval á yngri árum. UNDANFARNA mánuði hefur Æsa Sigur- jónsdóttir, sagnfræðingur í Frakkíandi, starfað á vegum myndadeildar Þjóðminja- safnsins við leit að ljósmyndum frá íslandi í frönskum söfnum. Verkefninu er enn ekki lokið en þegar hafa fundist merkar myndir. Meðal þeirra er elsta ljósmynd af íslend- ingi sem tímasett verður með vissu. Það er daguerreótýpa af Bjarna Jónssyni (1809-1868) rektor Latínuskólans. Ljós- myndin er tekin árið 1845 en þá var Bjarni kennari við menntaskóla í Álaborg. Mynd- in er varðveitt í Musée de PHomme í Par- ís. Fleiri myndir eru til af Bjarna en þær eru teknar mun seinna. Grunur um að til væru myndir „Ég hef verið að leita að ákveðnum myndum í frekar langan tíma,“ sagði Æsa þegar náðist í hana í París í gærkvöldi. „Ég vissi eins og margir, sem þekkjaþenn- an tíma íslandssögunnar, að margir Frakkar voru á íslandi og tóku myndir á þeim tíma, sem myndin var tekin af Bjarna. Það hefur leikið grunur á að til væru myndir og ég hef verið að athuga þetta fyrir Þjóðminjasafnið." Æsa þakkaði árangur sinn meðal ann- ars því að undanfarin fimm ár hefði átt sér stað endurnýjun á frönskum söfnum. Tekið hefði verið til í geymslum, gögn skráð og skrár tölvuvæddar. Elsta ljósmynd af Islendingi finnst í París Löngu gleymdar myndir koma fram „Þegar farið var að endurskipuleggja komu fram myndir, sem höfðu verið löngu gleymdar," sagði Æsa. „Égþekki safn- verði, sem vinna við að flokka stafla, sem fundist hafa í geymslum og eru óskráðir, og þeir láta mig vita þegar eitthvað finnst, sem vakið gæti áhuga minn.“ Myndin af Bjarna var hins vegar sennilega ekki tekin á íslandi. „Bjarni var erlendis þetta ár og gæti myndin hafa verið tekið í Danmörku, þar sem hann var við kennslu, eða í Frakklandi," sagði Æsa. Bjarni tal- aði frönsku og átti franska vini. í Þjóðminjasafninu eru varðveittar 19 daguerreótýpur en svo hét ein af frum- gerðum Ijósmyndarinnar. Slíkar myndir voru teknar á málmplötu og var hver mynd einstök þar sem ekki er skilið á milli filmu og myndar, þegar teknar eru myndir með þeirri aðferð. Örfáar myndir teknar með aðferð Daguerre eru í einka- eigu hér á landi. Hver ljósmynd af hérlend- um mönnum tekin með þessari aðferð hefur þess vegna mikið gildi í sjálfu sér, segir í frétt frá Þjóðminjasafninu. Vonir standa til að fleiri myndir eigi eftir að finnast í frönskum söfnum á næstu mánuðum en skemmst er að minnast þess að fyrir nokkrum árum fundust á safni í París elstu Ijósmyndir teknar utan dyra hér á Iandi. Þær voru teknar árið 1847. St. Jósefsspítali Nefnd meti breytta starfsemi HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráð- herra hefur ákveðið í samráði við stjóm og yfirstjómendur St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, að skipa nefnd til að meta áhrif tillagna tilsjónarmanns um breytingar á starfsemi spítalans. I frétt frá ráðuneytinu kemur fram að nefndinni er ætlað að kanna hvem- ig megi tryggja Hafnfirðingum greið- an aðgang að bráðaþjónustu, komi tillögumar til framkvæmda. í starfs- hópnum verða héraðslæknir Reykja- nesumdæmis, hjúkrunarforstjóri St. Jósefsspítala, lyflæknir á Landspítala, skurðlæknir á Borgarspitaía og dejld- arstjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Störfum hraðað Þá segir að áhersla verði lögð á að hraða störfum. Þar til nefndin hefur skilað áliti verða ekki gerðar miklar breytingar á verkefnum hand- læknis- og lyflæknisdeilda spitalans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.