Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 19 Ssmi/iitinilerlli1 llBÍSfl HUSGAGNAHOLUN Bíldshöfði 20-112 Rvik - S:587 1199 œrsta er s iólatré 6 Hátiðin hefst efúr 13 daga Fyrsta desember hefst sex vikna Jjölskylduhátíð jólasveinsins í verslunum og fyrirtœkjum í Hveragerði og síðast en ekki síst Tívolíhúsinu sem búið er að breyta í 6 þúsund m2 Jólaland! Fjolbreytt skemmti- DAGSKRÁ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA LEIKDÆTTIR Á FJÓRUM LEIKSVIÐUM TÍVOLÍ FRÁ Englandi MARKAÐSTORG ÍSLENSKIR JÓLASVEINAR HÚSDÝRAGARÐUR TÓNLISTARATRIOI Grýla og Leppalúði St/ersta JÓLATRÉ Á fSLANDI Í Forsala vegabrefa i Jólaland hefst 24. nóv. Klippið auglýsingarnar út og safnið. Þeir sem koma með allar 9 auglýsingarnar í Jólalandfá viðurkenningu frá jólasveininum Sankti Kláusi. Nöfn þeirra fara í pott og verða glœsilegir vinningar dregnir út á Þorláksmessu. Kynnir: Mókollur EIMSKIP FLUGLEIÐIR Bretar bíða spenntir eftir sjónvarpsviðtali við Díönu FiSJeNBoRG fataskápur úr massivri lútaðri furu B:90 H:200 D:60cm i Kr. 67.500,- Verið velkomin Tekið upp með leynd seint á brennukvöldi ERLENT Versta veður um áratugaskeið gengur yfir Danmörku og Svíþjóð London. Daily Telegraph. MIKIL eftirvænting ríkir í Bret- landi vegna sjónvarpsviðtals við Díönu prinsessu sem sýnt verður í Panorama, vinsælasta dægur- málaþætti BBC-stöðvarinnar, næstkomandi mánudagskvöld. Undarlega þykir prinsessan hins vegar hafa haldið á málum er hún samþykkti sjónvarpsviðtalið og hefur hún jafnvel verið sökuð um að koma aftan að Elísabetu drottningu, tengdamóður sinni. Mikil leynd hvíldi yfir viðtalinu. Fjögurra manna sveit frá BBC mætti í Kensington-höllina að næturþeli til þess að taka það upp. Venjulegt kvöld var ekki val- ið, heldur brennukvöldið 5. nóvem- ber þegar breska þjóðin minnist Guy Fawkes, Englendings sem stóð fyrir misheppnaðri tilraun til að sprengja konung og þinghúsið í loft upp árið 1605. Díana er sögð hafa fallist á það sl. sumar að sitja fyrir svörum en lét þó aldrei neinn aðstoðarmanna sinna eða fulltrúa hirðarinnar vita. Hvorki einkaritari hennar né blaðafulltrúi höfðu hugmynd um málið þar til það varð opinbert sl. þriðjudag, níu dögum eftir að við- talið átti sér stað. Prinsessan er sögð hafa brotið allar siðareglur er hún lét hjá leið- ast að ráðfæra sig við tengdamóð- ur sína, Elísabetu drottningu, fyr- ir fram. Voru liðnir níu dagar frá því viðtalið var tekið er hún hafði samband við hirðina. Og í stað þess að ræða við drottninguna bað hún einkaritara hennar, Sir Rob- ert Fellowes, að láta hana vita. Þykir fæstum það tilviijun að það skyldi bera upp á 47 ára afmælis- Diana prinsessa fyrra,“ dag Karls prins að hún lét hirðina, og um leið fjölmiðla, vita af viðtalinu. Díana gagnrýnd Þannig gagnrýnir leiðarahöfundur Daily Telegraph Díönu og segir hana hafa gert flest rangt varðandi viðtalið. „Hún hefur sér þó það til málsbóta að Karl prins kom illa fram við hana með því að játa framhjá- hald og ræða opin- skátt um hjónabandið í sjónvarpsviðtali og bók segir í leiðara blaðsins. „Hætt er við, að viðtalið verði einungis til þess að ýfa upp gömul sár og framlengja umræðuna um innanhússerjur og misheppnað hjónaband þeirra Karls prins. „Þó kann svo að fara að prinsessan hafi notað samtalið til að sýna sáttfýsi og góðan hug í garð kon- ungsfjölskyldunnar þar sem und- irtónninn verði sú ósk hennar að helga sig uppeldi framtíðarkon- ungs Breta og yngri sonarins. Ollum sem annt er um velferð konungdæmisins verða í það minnsta að vona það,“ sagði í leið- ara blaðsins. En hvetjar kynnu að vera ástæðurnar fyrir því að Díana fer í sjónvarpsviðtal? Hún er sögð óhress með þá fyrirstöðu sem Karl prins er sagður hafa sýnt þeirri fyrirætlan hennar að gegna nokkurs konár farandsendiherra- hlutverki. Sömuleiðis finnst henni sem hirð- in hafí reynt að ýta sér til hliðar. Loks finnst henni sem mjög fijálslega hafí verið farið með sann- leikann í frásögnum fjölmiðla af meintu eldheitu vinfengi hennar og ýmissa karlmanna, þ. á m. Wills Carlings, fyrir- liða rúgbí-landsliðs- ins. Þarfnist það leið- réttingar við. Reiði í höllinni? Af hálfu hirðarinn- ar hafa menn ekki viljað tjá sig um væntanlegt sjónvarpsviðtal en hermt er að þar kunni æðstu menn bæði Díönu og ekki síður BBC lit.1- ar þakkir. Drottningin verður við- stödd fjölleikasýningu og tæplega verður myndbandstækið stillt á upptöku meðan hún verður fjar- verandi því talsmaður hirðárinnar sagði drottninguna aldrei horfa á Panorama-þáttinn. Kannanir sýna að fímm milljón- ir manna horfi að jafnaði á Panor- ama-þáttinn en búist er við talan fjórfaldist að minnsta kosti á mánudagskvöld. Þá er sýnt að við- talið á eftir að gefa BBC nokkuð í aðra hönd. Búist er við að sýning- arréttur í útlöndum skili stöðinni á annað hundrað milljóna króna í tekjur. Nú keppa til að mynda allar helstu sjónvai’psstöðvar Bandaríkjanna um að fá að sýna viðtalið þar í landi. „Brjálað veðnr — á sænskan mælikvarða“ Islendingar minnast ekki viðlíka fann- fergis utan fósturjarðarinnar ILLVIÐRIÐ sem reið yfír Danmörku og suður- og vesturhluta Svíþjóðar í gær er hið versta á þessum slóðum um áratuga skeið. íslendingar í Danmörku og Svíþjóð sem Morgun- blaðið ræddi við kváðust aldrei hafa lent í viðlíka ofankomu og skafrenn- ingi í þau ár sem þeir hefðu búið í Svíþjóð en bættu við að samgöngur hefðu víða gengið úr skorðum vegna þess að menn hefðu ekki verið und- ir þessi umskipti búnir. I Svíþjóð varð veðrið verst í Gautaborg og nágrenni. Sveinn Agnarsson hagfræðingur í Gauta- borg sagði að varað hefði verið við veðri þessu á fimmtudag. Þá um kvöldið hefði snjó tekið að kyngja niður og samgöngur hefðu þegar farið úr skorðum. „Þetta er mesti bylur sem ég hef séð síðan ég kom hingað fyrir fimm árum. Feijusam- göngur liggja niðri og nú er engin umferð í borginni. Sporvagnamir standa auðir, póstur var ekki borinn út í morgun, dagblöð komu ekki út og flestar búðir, bankar og veitinga- staðir em lokaðir." Sveinn gat þess að það heyrði til undantekninga að snjóaði á þessum slóðum fyrir ára- mót. „Menn voru ekki undir þetta búnir, flestir bílstjórar eru enn á sumardekkjum og hér eru aftur- hjóladrifnir bílar algengir." Vont áhlaup Sveinn sagði að veðrið gæti talist vont jafnvel þótt íslenskir mæli- kvarðar væm notaðir. „Þetta er svip- að veður og þarf að ríða yfír til að skólar loki í Reykjavík. Þetta er vont áhlaup en nú er veðrið að ganga niður og hætt að snjóa. Börnin eru hins vegar himinlifandi að fá frí í skólanum og geta leikið sér úti. Krakkarnir eru allir komnir á sleða og fullorðna fólkið virðist líka njóta þess að leika sér úti með börnunum." Magnús Heimisson sem einnig býr í Gautaborg sagði að flugvöllur borg- arinnar væri lokaður sem væri mjög óvenjulegt. „Veðurfræðingar hér segjast ekki muna eftir viðlíka ofan- komu og skafrenningi,“ sagði Magn- ús og bætti við að nú væri veðrið að ganga til austurs þannig að bú- ast mætti við snjókomu í Stokk- hólmi. Eyddu nóttinni i bílunum Guðrún E. Agústsdóttir sem býr í Varberg, um klukkustundar akstur Reuter SPÓLAÐ í hálkunni í Gautaborg. suður af Gautaborg, sagði í samtali við Morgunblaðið að hraðbrautir í þessum hluta Svíþjóðar hefðu lokast strax á fimmtudagskvöldið. „Margir vom fastir í bílum sínum frá því klukkan níu um kvöldið og þurftu því að eyða nóttinni í þeim,“ sagði Guðrún. Hún kvaðst aldrei hafa séð svo mikinn snjó í þau sex ár sem hún hefði verið búsett í Svíþjóð. „Hér er enginn á ferli, og hér kemst enginn neitt. Á sænskan mælikvarða er þetta bijálað veður en það er þó aðallega vond færðin sem skiptir sköpum." Guðrún sagði börnin í Varberg alsæl. „Sex ára dóttir mín fékk að nota snjóþotuna sína í fyrsta skipti í mörg ár og er hin kátasta yfir þessu fannfergi." Páll Ingi Magnússon, formaður íslendingafélagsins í Stokkhólmi, sagði að þar væri tæpast unnt að tala um óveður á íslenskan mæli- kvarða þótt nokkrar tmflanir hefðu orðið. Þar væri snjór og dulítill skaf- renningur og mun færri bílar væm sýnilega á ferðinni en venja væri til. Mikil tilfærsla á köldu lofti Hörður Þórðarson veðurfræðingur á Veðurstofu íslands kvað lægð hafa myndast yfir Bretlandseyjum á mið- vikudag. Hæðarhryggur hefði þá verið yfír Islandi og mikil tilfærsla af köldu lofti norðan úr Ishafínu í átt að lægðinni. „Hún fékk þar með mikið fóður og fór vaxandi. Hún var komin inn á sunnanverðan Norð- ursjó á fimmtudag og færðist síðan inn yfir Danmörku." Hörður sagði skilin hafa verið skörp og gat þess að suðlæg átt hefði verið í Kaup- mannahöfn á miðnætti að íslenskum tíma, rigning og átta stiga hiti. Sex tímum síðar hefði verið skollin á vestanátt upp á 6-7 vindstig, hitinn kominn niður undir frostmark og snjókoma. Hörður kvað veðrið að ganga niður þó búast mætti við snjó- komu í suðausturhluta Svíþjóðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.