Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Fundir í verkalýðsfélögum víða um land Uppsögn nái launanefnd ekki samkomulag'i VERKALÝÐSFÉL'ÖG víða um land hafa undanfarna daga haldið fundi og fjallað um stöðuna í kjaramálum. í ályktunum, sem samþykktar hafa verið á fundunum, er stjórnum félag- anna falið að segja upp samningum ef samkomulag næst ekki í launa- nefnd ASÍ og VSÍ. Sum félög vilja að samningum verði sagt upp óháð niðurstöðu launanefndanna. Almennur fundur í verkaiýðsfé- laginu Arvakri á Eskifirði hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á fulltrúa ASÍ í launanefndinni að leita allra leiða til að ná fram leiðrétting- um á launum almenns verkafólks til samræmis við launabreytingar sem orðið hafa í kjarasamningum og lagasetningu frá því kjarasamningar voru undirritaðir 21. febrúar. Ef ekki takist viðunandi launa- breytingar felur fundurinn stjórn og trúnaðarmannaráði Árvakurs að segja kjarasamningum upp þannig að þeir verði lausir frá og með ára- mótum. Húsvíkingar vilja uppsögn í samþykkt félagsfundar Verka- lýðsfélags Húsavíkur er skorað á launanefndina að segja nú þegar upp gildandi samningum. „Komist launa- nefndin ekki að þeirri niðurstöðu að samningsforsendur séu brostnar sam- þykkir fundurinn að veita stjóm og trúnaðarmannaráði félagsins heimild til að segja upp samningum, þannig að þeir verði lausir um næstu áramót." I ályktun verkalýðsfélagsins Hlíf- ar í Hafnarfirði er efnislega komist að sömu niðurstöðu. Fundurinn telur að ef ekki náist samkomulag í launa- nefndinni verði félög innan VMSÍ að segja kjarasamningum lausum „og fara út í víðtækar aðgerðir til að btjóta á bak aftur þá láglauna- stefnu sem ríkisstjórnin og atvinnu- rekendur hafa fylgt árum saman.“ Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir FULLTRÚAR frá Neðra-Ási og frá Líftæknideild Iðntæknistofnunar á hverasvæðinu í Hveragerði. Neðri-Ás og Líftækni- stofnun hefja samstarf Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson ÞRÍR af stjórnarmönnum þjálparsveitar- innar Snækolls við nýja fánann. F.v. Jó- hann Marelsson formaður, Guðmundur Geir Sigurðsson og Borgþór Vignisson. Nýtt hjálpar- sveitarhús á Flúðum Syðra-Langholti - Hjálparsveit- in Snækollur í Hrunamanna- hreppi tók formlega í notkun nýtt og mjög veglegt hús á Flúð- um laugardaginn 11. nóvember sl. við hátíðlega athöfn. Unnið hefur verið að bygg- ingu og frágangi hússins á síð- ustu árum og hafa björgunar- sveitarmenn unnið alfarið að byggingunni en fleiri aðilar hafa stutt við bakið á björgunar- sveitarmönnum. Jóhann Marels- son, formaður Snækolls, þakk- aði í ræðu sinni öllum þeim sem lagt höfðu gjörva hönd að eða veitt aðra aðstoð. Húsið er 180 fm að flatar- máli en síðan eru 80 fm á ann- arri hæð þar sem er fundarað- staða og herbergi sem getur nýst sem stjórnstöð. Ákveðið var að vígja húsið í tengslum við formannafund aðildarsveita Landsbjargar sem haldinn var á Flúðum dagana 10.-11. nóv- ember og voru þeir einnig við- staddir athöfnina. Sr. Halldór Reynisson flutti árnaðaróskir og óskaði björgunarsveitar- mönnum velfarnaðar og bless- unar í starfi um leið og hann vígði húsið. Ólafur Proppé, for- maður Landsbjargar, ávarpaði samkomuna og flutti ámaðarósk- ir frá samtökunum. Hann kynnti einnig nýjan fána Lands- bjargar með merki samtakanna og var þetta í fyrsta skipti sem þessi fáni er not- aður við hátíðlega athöfn. Hann var saumaður af nunnun- um í Karmelklaustr- inu í Hafnarfirði. Fáninn er með merki Landsbjargar en í miðju merkisins er krossinn, merki samhjálpar og ná- ungakærleika. Ólaf- ur gat þess að í til- efni þessarar hátíð- legu stundar hjá bj örgunarsveitinni Flúðum hefði stjórn Lands- bjargar ákveðið að færa sveit- inni að gjöf GBS-staðsetninga- tæki. Konur björgunarsveitar- manna sáu um veitingar en fjöldi gesta var viðstaddur at- höfnina og samfagnaði félögum í hjálparsveitinni Snækolli. Hveragerði - Samstarfssamningur milli Líftæknideildar Iðntæknistofunnar að Neðra-Ási var undirritaður síðastliðinn miðvikudag. Samningurinn felur í sér afnot Líftæknideildar af húsnæði og tækjum Rannsóknastofunnar að Neðra-Ási. Tilgangur samningsins er að efla rannsóknir í hveralíffræði hér á landi, en þær hafa að mestu farið fram á vegum Líftæknideildar Iðn- tæknistofnunar undanfarin ár. Rannsóknastofan að Neðra-Ási á sér langa sögu, en hún tók til starfa árið 1960. Vísindamenn, erlendir sem innlendir, hafa nýtt sér aðstöðuna að Neðri-Ási til rannsókna á ýmsum þáttum íslenskrar náttúru. Rann- sóknastofan hóf útgáfu vísindarita árið 1969. Vísindamennirnir sem dvalið hafa á vegum Rannsóknastof- unnar hafa skrifað um niðurstöður sínar og er nú til dágott safn í ritröð vísindarita eða um 52 talsins. Júlíus Rafnssoh, framkvæmda- stjóri Grundar, sagði við undirritun- ina að með þessum samningi væri ætlunin meðal annars að hleypa nýju lífí í Rannsóknastofuna að Neðra-Ási og stefnt væri að því að auka hana og efla eftir föngum. Síðastliðið sumar var gerð tilraun með rekstur Rannsókna- og fræðslu- miðstöðvar í hveralíffræði í Hvera- gerði í samvinnu Líftæknistofnunar og Hveragerðisbæjar. Ætlunin er að halda þeirri uppbyggingu áfram °g hyggst Iðntæknistofnun nýta þessa nýju aðstöðu til þess. Breyt- ingin gerir það kleift að reka starf- semi Rannsókna- og fræðslumið- stöðvar í hveralíffræði allt árið auk þess sem starfsemin getur nú orðið á breiðari grundvelli og sveigjan- legri en áður. Líftæknideild Iðntæknistofnunar og Líffræðistofnun Háskóla íslands hyggjast auka rannsóknir sínar á hverasvæðinu í Hveragerði og ná- grenni. Markmið þeirra rannsókna er annars vegar að skilgreina betur líffræðilegan fjölbreytileika, sem er að finna í mismunandi gerðum hvera, og hins vegar að fylgjast með eiginleikum og breytingum á hver- unum og hvernig það hefur áhrif á lífríkið. Annað mikilvægt verkefni er að skrá og flokka helstu hveri í ná- grenni við þéttbýlið á suðvesturhorni landsins. Líklegt er að í framtíðinni verði nauðsynlegt að taka tillit til náttúruverndar og útivistarsjónar- miða í tengslum við nýtingu á jarð- hita og þá verða slíkar upplýsingar nauðsynlegar. Fatapökkun flutt frá Danmörku til Akraness RAUÐI kross íslands hefur samið við Verndaðan vinnustað á Vestur- landi um pökkun og flokkun alls fatnaðar sem félagið sendir utan vegna hjálparstarfs. Pökkun er þeg- ar hafin og gert er ráð fyrir að fyrsta sending fari til Bosníu-Hersegóvínu innan skamms. Til þessa hefur Rauði kross íslands sent fatnað vegna erlends hjálpar- starfs til flokkunar og pökkunar í Danmörku. Verndaður vinnustaður á Vesturlandi tekur nú alfarið við þessu hlutverki og gert ráð fyrir að fjórir IÐNSKÓLINN f REYKJAVlK TÖLVUFRÆÐIBRAUT Góður kostur til framtíðar, 3ja ára nám Inntökuskilyrði grunnskólapróf. lnnritað:2Q.-23.nóv. 1995 kl. 15,00-18.00. starfsmenn muni starfa við pökkun- ina að jafnaði. Fatnaði sem ætlaður er til úthlutunar innanlands verður einnig pakkað á Akranesi. Að sögn Þorvarðar Magnússonar, forstöðumanns Verndaðs vinnustað- ar, kemur þetta nýja verkefni sér vel og verður með umfangsmeiri verkefnum stofnunarinnar. Rúmlega 20 manns starfa í höfuðstöðvunum á Akranesi í 12 stöðugildum, auk forstöðumanns, verkstjóra, starfs- leiðbeinanda og iðjuþjálfa í hluta- starfi. Stofnunin fagnar tíu ára af- mæli sínu um þessar mundir. Rauði kross ísiands tók við um 50 tonnum af notuðum fötum á síð- asta starfsári. Tekið er við fatnaði hjá Reykjavíkurdeild RKÍ, Fákafeni 11, og hjá deildum úti á landi. FLASA og HÁRLOS Við eigum gott ráð. ÞUMALÍNA Pósihússrræti 13-S. 551 2136
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.