Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Niðurstaða í sjónmáli hjá nefnd um fjármagnstekjuskatt Talinn skila ríkissjóði 8—900 milljónum á ári 10% skattur á vexti, leigutekjur, arð, sölu- og gengis- hagnað. Lífeyrissjóðir einir undanþegnir NIÐURSTAÐA níu manna, þver- pólitískrar nefndar, sem fjármála- ráðherra skipaði til að fjaila um útfærslu og framkvæmd fjár- magnstekjuskatts, liggur í meg- inatriðum fyrir, skv. heimildum Morgunblaðsins, þótt enn séu nokkuð skiptar skoðanir innan nefndarinnar um einstök atriði. Nefndin kannaði margar leiðir. við útfærslu skattsins en sú hug- mynd sem varð fyrir valinu gerir ráð fyrir að tekinn verði upp flatur 10% skattur af öllúm fjármagns- tekjum einstaklinga og lögaðila, sem verði að mestu leyti innheimt- ur í staðgreiðslu í bankakerfinu. Þá hefur sú krafa meirihluta nefndarmanna orðið ofan á að líf- eyrissjóðir verði undanþegnir skattheimtunni en ekki verði um neinar aðrar undanþágur að ræða. Er nú unnið að greinargerð sem fylgja á endanlegum tillögum ásamt frumvarpsdrögum til ríkis- stjórnarinnar. Stefnt er að sameig- inlegri niðurstöðu en búist er við að einstakir nefndarmenn, sem segjast vera ósáttir við það órétt- læti sem þeir telja að fylgi þessari skattlagningaraðferð, muni skrifa undir niðurstöðuna með fyrirvara, sem verði látinn fylgja með í sér- bókunum, til að ijúfa ekki einingu nefndarinnar. Ekki er gert ráð fyrir frítekjumarki Hugmyndin er sú að lagður yrði 10% skattur á nafnvexti, leigutekj- ur, arðgreiðslur af hlutabréfum, afföll, sölu- og gengishagnað. Það skattkerfi sem tekið yrði upp yrði samræmt og hlutlaust gagnvart þeim fjárfestingarkostum sem menn velja sér. Ekki er gert ráð fyrir sérstöku frítekjumarki og ekki yrði • heimilt að draga frá kostnað á móti tekjunum s.s. vaxtaútgjöld eða sölutap. Á móti yrðu hins vegar sam- ræmdar þær ólíku reglur, sem í gildi eru í dag, um skattlagningu íj'ármagnstekna. Þannig myndu fyrirtæki, sem í dag greiða 33% skatt af vaxtatekjum í rekstri sín- um, eftirleiðis greiða 10% skatt eins og aðrir. Hið sama myndi gilda um skattlagningu húsaleigu og arðgreiðslna, sem í dag bera mis- munandi háa skatta yfir tilteknum mörkum, og einnig yrði skattur, sem innheimtur er í dag af sölu- hagnaði annarra fasteigna en íbúð- arhúsnæðis, lækka í 10% ef hug- myndin, sem rædd er innan nefndarinnar, verður að lögum. Álagning um mitt næsta ár í nefndinni sitja fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi, auk fulltrúa ASÍ og VSÍ. Næsti fundur hennar verður haldinn 1. desember. Reyna á að lögfesta skattinn fyrir áramót þannig að álagning hefjist um mitt næsta ár en stærsti hluti af skattinum myndi væntanlega skila. sér í ríkissjóð um áramótin 1996/97, þar sem vaxtatekjur eru yfirleitt greiddar út um áramót. Áætlað er að fjármagnstekju- skatturinn gæti skilað ríkissjóði 900 millj. kr á heilu ári. Þó er reikn- að með að lækkun skattlagningar söluhagnaðar myndi þýða um 100 millj. kr. tekjutap fyrir ríkissjóð, þannig að niðurstaðan yrði nær 800 millj. kr. þegar upp er staðið. Morgunblaðið/Júlíus Sökk í holklaka KENNSLUFLUGVÉL frá flugskól- anum Flugmennt hlekktist á við lendingu á Sandskeiði í gær. Tveir menn voru í vélinni og sluppu þeir ómeiddir, en fóru á slysadeild til eftir- lits. Vélin er hins vegar stórskemmd. Allt bendir til að ástæða óhappsins hafi verið holklaki í flugbrautinni. Flugvélin er eins hreyfils af Cessna-gerð. Um borð í henni voru kennari og flugnemi. Vélin var í kennsluflugi og ætlaði flugmaður- inn að taka eina æfingalendingu á Sandskeiði. Mikið frost var við jörðu og holklaki í flugbrautinni, sem leiddi til þess að hjól flugvélarinnar sukku um 10 sentimetra þegar hún snerti brautina. Nefhjól vélarinnar lét undan, hún fór yfir sig og end- aði á hvolfi. Höfrungur veginn og metinn UM 2.000 nemendur í 6. bekk grunnskólanna á höfuðborgar- svæðinu heimsóttu útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Granda hf. í gær í tilefni af 10 ára af- mæli fyrirtækisins sem haidið var hátíðlegt á ýmsan hátt. Börnin fengu meðal annars að skoða höfrung í vinnslusal Granda. Skólabörnin skoðuðu sögusýningu fyrirtækisins, vinnslusal, kynjafiska sem þar eru geymdir og brögðuðu á ufsabollum sem bornar voru fram í tilefni dagsins. ■ 12 þúsundasti nemandinn/9 Morgunblaðið/RAX Þrír þingflokkar styðja tillögu um veiðileyfagjald í UMRÆÐUM um þingsályktunar- tillögu Þjóðvaka um auðlindaskatt á Alþingi í gær kom fram að þrír þingflokkar styðja tillöguna, það er Alþýðuflokkur og Samtök um kvennalista, auk Þjóðvaka. Þá lýsti Ólafur Ragnar Grímsson, þingmað- ur Alþýðubandalagsins, sig reiðu- búinn að styðja tillöguna með til- teknum breytingum og Pétur Blön- dal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaðst hlynntur veiðileyfagjaldi. Þingsályktunartillagan var einn- ig lögð fram á síðasta þingi. Hún gerir ráð fyrir því að Alþingi álykti að taka beri upp veiðileyfagjald í sjávarútvegi og feli sjávarútvegs- ráðherra að skipa nefnd til að und- irbúa löggjöf um þetta efni. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, lýsti sig andvigan skilgreiningu núverandi fyrir- komulags á eignarhaldi veiðiheim- ilda og kvaðst hlynntur veiðileyfa- gjaldi. Styður breytingar Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr- verandi formaður Alþýðubanda- lagsins, kvaðst tilbúinn að standa að breytingu á orðalagi þingsálykt- unartillögunnar og rökstuðningi í greinargerð í því skyni að stuðla að samþykkt tillögu um að Alþingi kanni möguleika á að taka upp veiðileyfagjald. Hann taldi sérstak- lega brýnt að aðskilja umræður um það grundvallarmál sem veiði- leyfagjald væri frá umræðum um almenna fiskveiðistjórnun. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra talaði á móti veiðileyfa- gjaldi. Varpaði hann m.a. fram þeirri spurningu hvernig íslenskur sjávarútvegur ætti að mæta kostn- aðarauka af auðlindaskatti. ■ Ráðherra/11-12 Atlantic Princess- nauðgunarmálið Annar dæmdur í 6 mánuði DÓMUR féll í gær í Héraðsdómi Reykjaness í nauðgunarmáli tveggja skipveija togarans Atlantic Princess og var annar þeirra sýkn- aður, en hinn dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa haft mök við aðra tveggja kvenna, sem fóru um borð í togarann um miðjan júní, er hún var í ölvunarsvefni. Guðmundur L. Jóhannesson, einn þriggja dómara í málinu, sagði í gærkvöldi að þungamiðja þessa máls hefði sennilega verið sú að framburður málsaðilja stangaðist á. Skipveijar „bæru þvert“ miðað við konurnar. Bæði greindi á um stað og verknað. Á móti kæmi DNA-rannsókn, sem sannaði að tveir ákærðu hefðu átt mök við konurnar. Þórir Oddsson, vararannsóknar- lögreglustjóri ríkisins, sótti málið og sagði eftir að dómur hafði verið kveðinn upp að ákæruvaldið hefði ekki tekið ákvörðun um það hvort úrskurði Héraðsdóms yrði áfrýjað. Hann hefði tekið áfrýjunarfrest til að kynna ríkissaksóknara málið. Mennirnir tveir, sem eru frá Ge- orgíu, eru lausir úr fangelsi eftir þriggja og hálfs mánaðar gæslu- varðhald. Sigmundur Hannesson hrl., veijandi mannanna, sagði að sá þeirra, sem var sýknaður, hygðist una dómi sínum, en hinn hefði ekki ákveðið hvort hann myndi áfrýja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.