Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fulltrúi R-listans
Vill tekju-
tengja
gjöldin
ÁRNI Þór Sigurðsson, borgarfull-
trúi R-listans, lét þau ummæli
falla á borgarstjórnarfundi í
fyrrakvöld að svigrúm sveitarfé-
laga varðandi álögur þyrfti að
rýmka. Nefndi hann sem dæmi
að með því væri hægt að leggja
hærra útsvar á þá, sem væru
tekjuhærri, og lægra á þá, sem
eru tekjulægri. Eins gæti fast-
eignaskattur verið mismunandi
eftir verðmæti eigna.
Þetta kom fram í umræðum um
nýlega samþykkt borgarráðs á
umsögn borgarlögmanns. Um-
sögnin byggði á þeirri tillögu sjálf-
stæðismanna frá 15. desember sl.
að þess yrði farið á leit við félags-
málaráðherra að flutt verði frum-
varp, sem heimili að lækka eða
fella niður holræsagjald, sem
tekjulitlum elli- eða örorkulífeyris-
þegum er gert að greiða.
-----» ♦ ♦
Eindaga
bifreiða-
gjalds verð-
ur breytt
LAGT hefur verið fram stjómar-
frumvarp um breytingar á lögum
um bifreiðagjald, en verði frum-
varpið að lögum verður óheimilt
að skrá eigendaskipti bifreiðar
nema gjaldfallið bifreiðagjald hafi
áður verið greitt.
Aðrar breytingar eru þær helst-
ar að eindagi bifreiðagjalda sem
hefur verið síðasti dagur næsta
mánaðar eftir gjaldadaga færist
fram um mánuð og verður síðasti
dagur mánaðarins á undan eða
31. janúar og 31. júlí ár hvert.
Þá er heimild fjármálaráðherra
til að hækka bifreiðagjöld með
reglugerð í samræmi við hækkun
byggingarvísitölu ár hvert afnum-
in og gert er ráð fyrir að í framtíð-
inni verði það „hlutverk löggjafans
að ákveða hækkun bifreiðagjalds
í stað þess að lögin kveði á um
vísitölubundna hækkun“.
Skemmdir á
Hornbjargi
NOKKRAR skenimdir . urðu á
sliskju og landgöngustiga við
Hornbjargsvita í óveðrinu á Vest-
fjörðum í lok síðasta mánaðar. Að
sögn Tómasar Sigurðssonar hjá
Vita- og hafnamálastofnuninni
mældist ölduhæðin á öldudufli sem
staðsett er í Aðalvík tæplega 13
metrar í óveðrinu. Hann sagði
skemmdir álíka þessum áður hafa
orðið í óveðrum.
Vitinn á Hornbjargi og önnur
mannvirki þar eru nú lokuð og að
sögn Tómasar var gengið tryggi-
lega frá þeim fyrir veturinn. Hall-
dór Blöndal samgönguráðherra
hefur lýst því yfir að hann sé fylgj-
andi því að Slysavarnafélagið fái
húsnæðið á Hornbjargi til afnota,
en ákvörðun um það hefur enn
ekki verið tekin. Tómas sagði að
menn frá slysavarnadeildinni á
SLISKJA og neðsti hluti land-
göngustigans við Hornbjargs-
vita skemmdist í óveðri í lok
október. Þegar slysavarna-
menn frá ísafirði voru þarna
á ferð nýlega varð að nota
stiga úr varðskipi til að kom-
ast upp að vitanum.
ísafirði hefðu nýlega farið til að
kanna aðstæður á Hornbjargi og
þeir myndu síðan gefa Slysavarna-
félaginu skýrslu.
Sagði hann brýnt að taka
ákvörðun um framtíð mannvirkj-
anna á Hornbjargi hið fyrsta.
Morgunblaðið/Birgir S. Valsson
TRYGGILEGA hefur verið gengið frá húsakosti á Hornbjargi
til að verja hann fyrir skemmdum i vetur.
Talsmaður norska sjávarútvegsráðuneytisins
Norðmenn liafa úthlut-
að kvóta á hverju ári
„ÞAÐ ER erfitt fyrir norska
sjávarútvegsráðuneytið að koma
með viðbrögð við ummælum ís-
lenska sjávarútvegsráðherrans á
meðan þjóðirnar eiga í viðræðum
um þetta ,mál í London,“ sagði
Bernt Ellingsen, talsmaður
norska sjávarútvegsráðuneytis-
ins, þegar undir hann voru borin
ummæli Þorsteins Pálssonar um
þá ákvörðun Norðmanna að leyfa
veiðar á einni milljón tonna af
síld úr norsk-íslenska síldarstofn-
inum.
Þorsteinn sagði við Morgun-
blaðið að ákvörðun Norðmanna
bæri vott um óskiljanlegan dóna-
skap og yfirgengilega ögrun, en
Norðmenn tilkynntu ákvörðun
sína á sama tíma og strandríki við
Norður-Atlantshaf sátu á fundi í
London og ræddu um stjórn veiða
í Síldarsmugunni.
Engin niðurstaða
um hlutverk
svæðastofnunar á
fundi NEAFC
„Ég vek athygli á því að þetta
er ekki í fyrsta skipti sem Noregur
úthlutar kvóta fyrir norsk-íslenska
síldarstofninn. Noregur hefur tek-
ið ákvörðun um þetta á. hveiju ári
í nærri tvo áratugi. Ákvörðunin
hefur verið tekin, en viðræðurnar
halda áfram í London,“ sagði Ell-
ingsen þegar hann var spurður
hvort ekki hefði verið óheppilegt
að tilkynna þessa ákvörðun á sama
tíma og viðræðurnar stæðu yfir í
London.
Engin niðurstaða hefur fengist
á fundi aðildarríkja Norðaustur-
Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar
(NEAFC) sem nú stendur yfir í
London, um hvert skuli vera hlut-
verk svæðisstofnunar við stjórnun
veiða úr síldarstofninum. I þeim
hluta viðræðnanna hefur fram að
þessu nær eingöngu verið fjallað
um hvert eigi að vera hlutverk
stofnunarinnar. Er nú búist við
að niðurstaðan verði sú að fresta
frekari umfjöllun og halda fundi
síðar um það mál.
Orðrómur sem ekki er
á rökum reistur
Þegar rætt var um það um
hversu stóran hluta síldarstofnsins
umrædd milliríkjastofnun ætti að
fjalla, skýrði fulltrúi Norðmanna
frá því að þrálátur orðrómur um
að Norðmenn ætluðu að eigna sér
90% af stofninum væri úr iausu
lofti gripinn.
Utanríkisráðherra vill að stór sjávarútvegsfyrirtæki verði gerð að hlutafélögu
m
Kvóti tengdur
eignarformi
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segist telja mjög eðlilegt
að gerð verði sú krafa til sjávarút-
vegsfyrirtækja af ákveðinni stærð,
að þau verði gerð að hlutafélögum
þannig að hver sem er geti fjárfest
í þeim. Hann segist telja þetta betri
leið til að dreifa kvótaeign heldur
en að setja hámark á kvótaeign
fyrirtækja, en þá hugmynd hefur
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra viðrað.
Dreifð eignaraðild
Halldór sagði að mikil hætta
væri á að fyrirtæki reyndu að fara
framhjá ákvæðum um hámarks-
,-kvótaeign með því að stofna fleiri
fyrirtæki. Afleiðing þess gæti orðið
sú að ekki yrði gætt fulls hagræð-
is. Hann sagðist hins vegar hafa
skilning á því sjónarmiði sem lægi
að baki svona hugmynd.
„Mér finnst mjög eðlilegt að það
sé gerð sú krafa til sjávarútvegsfyr-
irtækja af ákveðinni stærð, að þau
opni sig, enda liggja framtíðarhags-
munir þessara fyrirtækja í því að
það sé opnað fyrir nýtt fjármagn
inn í þau þannig að þau nýti krafta
sína enn betur. Það er mikið fé að
safnast upp í lífeyrissjóðum lands-
manna og það er nauðsynlegt fyrir
sjóðina að fleiri fyrirtæki komi inn
á almennan markað til þess að þeir
geti ávaxtað sitt fjármagn.
Ég minni á að lífeyrissjóðirnir
eru eign allra landsmanna. Eg held
að það sé mikilvægt að menn hugi
að því að greiða fyrir því að fleiri
og fleiri eignist sjávarútvegsfyrir-
tæki landsmanna og það er best
gert með því að það sé gerð krafa
um að þau séu á almennum mark-
aði og hver sem er geti fjárfest í
þeim,“ sagði Halldór.
Halldór sagðist vera sammála því
sjónarmiði að aflaheimildir ættu
ekki að safnast fyrir á fáar hend-
ur. „Ég bendi á að þó að fyrirtæki
eins og Útgerðarfélag Akureyringa
sé stórt fyrirtæki og hafi fengið
úthlutað miklum kvóta þá er ekki
hægt að tala um það eins og fyrir-
tæki í eigu einstaklings. ÚA er fyr-
irtæki fjöldans á staðnum. Sama
má segja um fyrirtæki eins og Síld-
arvinnsluna í Neskaupstað. Að því
koma fjölmargir aðilar m.a. í gegn
um eignaraðild bæjarins."
Gang-
brautir
ekki virtar
GANGANDI vegfarandi hafði
samband við lögreglu og lét
vita af því að hann hefði verið
hætt kominn á Miklubraut, þeg-
ar ökumaður virti ekki rautt
ljós við gangbraut, heldur ók
áfram.
Gangandi vegfarandinn lenti
í þessum hremmingum um kl.
19 á fimmtudag, en slapp
ómeiddur eftir að hafa kastað
sér frá bílnum.
Sams konar atvik varð á
gangbraut á Suðurlandsbraut,
á móts við Hótel Esju, skömmu
fyrir hádegi í gær. Þar sinnti
ökumaður ekki rauða ljósinu við
gangbrautina og átti kona, sem
var á leið yfir götuna, fótum
fjör að launa.
Gripinn við
framsal
ÞRÍR menn voru handteknir á
fimmtudag, eftir að einn þeirra
reyndi að skipta ávísun í útibúi
íslandsbanka við Hlemm.
Gjaldkera þótti framsal
mannsins á ávísuninni undar-
legt og kallaði til lögreglu.
Maðurinn vísaði á tvo féiaga
sína, sem hann sagði að hefðu
beðið sig að skipta tékkanum.
Lögreglan fann félagana
skammt frá, eða á veitinga-
staðnum Keisaranum. Við yfir-
heyrslur sögðu mennirnir, að
þeir hefðu fundið svokallað
„filofax" og ávísunin hefði
leynst þar,
Sótti mann í
Grindvíking
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar
sótti veikan sjómann í Grindvík-
ing í gærmorgun, en skipið var
statt um 70 mílur norður af
Homi. Þyrlan var fjóra klukku-
tíma í björgunarfluginu. Flug-
leiðin var um 200 mílur, sem
er með lengri flugum sem þyrl-
an fer í. Óttast var að maðurinn
þjáðist af alvarlegri hjartabilun.
Að sögn læknis á Borgarspítala
er líðan mannsins eftir atvikum
góð, en hann verður á hjarta-
gjörgæslu næsta sólarhring.
Ekki er talið að hann sé í lífs-
hættu.
Skíðlogaði í
11 tunnum
LÍKLEGT þykir að kveikt hafí
verið í raslatunnum við Templ-
arahöllina við Eiríksgötu í fyrri-
nótt. Skíðlogaði í ellefu tunnum
og urðu skemmdir á húsinu.
Lögreglunni barst tilkynning
um brunann kl. rúmlega 1 um
nóttina. Þá logaði í tunnunum
og eldur hafði sviðið tvær hurð-
ir á húsinu og nærliggjandi
timburskúr.
Nokkur reykur komst inn á
jarðhæð hússins, en slökkviliðið
reykræsti og gekk það greið-
lega.
53 fóru of
hratt
53 ÖKUMENN óku of hratt í
borginni á fimmtudagskvöld og
var einn þeirra sviptur ökurétt-
indum.
Sá ók yfir Gullinbrú á 103
kílómetra hraða, en leyfilegur
hámarkshraði þar er 50 km á
klukkustund.