Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 4
1 4 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995__________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ekki náðist samkomulag á fundi NEAFC í London Ný tilraun til sam- komulags í janúar EKKI náðist samkomulag á árs- fundi Norður-austur Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar (NEAFC) í London um skiptingu veiðiheim- ilda úr karfastofninum á Reykja- neshrygg. Aðildarþjóðirnar ætla hins vegar að gera aðra tilraun til að ná samkomulagi á fundi í janúar áður en karfavertíðin hefst. Enginn árangur náðist hins vegar í umræðum um skiptingu veiðiheimilda úr norsk-íslenska síldarstofninum. Fundinn sóttu sendinefndir frá íslandi, Danmörku fyrir hönd Grænlands og Færeyja, Evrópu- sambandinu, Póllandi og Rúss- landi. Á fundinum lögðu ísland, Fær- eyjar og Grænland fram sam- eiginlega tillögu um skiptingu veiðiheimilda úr karfastofninum. Tillagan gérði ráð fyrir að leyft yrði að veiða 150 þúsund tonn úr karfastofninum. Samkvæmt henni fengju Grænland og Fær- eyjar tæplega 57 þúsund tonn, ESB rúmlega 6 þúsund tonn, ís- land tæplega 59 þúsund tonn, Noregur 4 þúsund tonn, Rússland rúmlega 17 þúsund tonn og aðrir tæplega 7 þúsund tonn. Rússar vilja byggja á veiðireynslu Tillagan er byggð á dreifingu stofnsins milli lögsagna íslands og Grænlands og úthafsins, veiði úr stofninum á liðnum árum, því Rússar vildu styðjast við veiðireynslu eingöngu hve einstakar þjóðir eru háðar veiðunum, vísindaframlagi ein- stakra þjóða og fleiri atriða. Rúss- ar vildu hins vegar að við skipt- ingu stofnsins yrði eingöngu horft á veiðireynslu. Þetta myndi hækka þeirra hlut verulega vegna þess að rússnesk skip hófu veið- arnar á sínum tíma og sátu lengi ein að þeim. 100 þúsund tonn af karfa á Reykjaneshrygg Undanfarið hafa verið veidd um 100 þúsund tonn af karfa á Reykjaneshrygg. íslensk skip veiddu í fyrra um 53 þúsund tonn, en veiðin á þessu ári verður mun minni vegna verkfalls sjómanna fyrr á þessu ári. Guðmundur Eiríksson þjóðrétt- arfræðingur sagði að þó að ekki hefði náðst samkomulag á fund- inum hefði miðað í rétta átt. Ákaflega mikilvæg samstaða hefði tekist milli þjóðanna sem mestra hagsmuna ættu að gæta, þ.e. íslands, Grænlands og Fær- eyja. Það væri í sjálfu sér árang- ur að NEAFC-þjóðirnar hefðu orðið sammála um að halda annan samningafund fljótlega í stað þess að bíða næsta ársfundar. Ef árangur yrði á fundinum í jan- úar yrði boðað til aukafundar í mars þar sem samkomulag yrði staðfest. Enginn árangur um síld Guðmundur sagði að sáralítill árangur hefði náðst í viðræðum um skiptingu síldarstofnsins. Mikil umræða hefði orðið um hvaða vettvangur væri eðlilegast- ur til að fjalla um stjórn veið- anna. Þar sem engin niðurstaða hefði fengist um það atriði hefði ekki gefist færi á að ræða um skiptingu stofnsins. I viðræðunum lagði sendinefnd Noregs áherslu á að 96% síldar- stofsins tilheyrðu strandríkum og NEAFC ætti aðeins að skipta 4% stofnsins. Guðmundur sagði að ef fallast ætti á þetta sjónarmið væri tæplega ástæða fyrir NE- AFC að eyða löngum tíma í að deila um málið. Sjónarmið íslands væri að strandríkin ísland, Fær- eyjar, Noregur og Rússland ættu að bera ábyrgð á mikilvægustu ákvörðunum varðandi stjórn stofnsins. Evrópusambandið vill hins vegar að NEAFC sjái um stjórn alls stofnsins. Samninganefndir íslands, Nor- egs, Rússlands og Grænlands koma saman til fundar um skipt- ingu síldarstofnsins í Færeyjum 14. og 15. desember nk. Morgunblaðið/RAX 60 þúsund bílar á sólarhring i næsta ári. Kostnaður við fram- kvæmdir er áætlaður 600 milljónir kr. í frétt frá'Vegagerðinni kemur fram að um gatnamótin fari nú 60 þúsund bílar á sólarhring og sé umferðin á annatímum langt umfram það sem gatnamótin gátu áður borið. HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra opnaði ný gatnamót Vestur- landsvegar og Höfðabakka form- lega í gær. Framkvæmdir hófust á síðasta ári og var umferð hleypt á gatnamótin fyrir nokkrum vik- um þó framkvæmdum verði ekki að fullu lokið fyrr en 1. júní á Alþjóðaráðstefna Rauða krossins með ríkisstjórnum sem aðild eiga að Genfarsáttmálanum Morgunblaðið/Ásdís MATTHÍAS Johannessen, Gísli Ólafsson, Sigurlín Gunnarsdóttir, Jónas B. Jóns- son og Úlfur Þór Ragnarsson voru heiðruð með gullmerki Rauða kross Islands í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna. Það var Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, sem ásamt Guðjóni Magnússyni, formanni Rauða kross Islands, afhenti heiðurspeningana. MEÐAL gesta við setningu aðalfundar Rauða kross íslands voru Darell Jones, formaður ráðgjafanefndar Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans; og var honum sérstaklega boðið að sitja fundinn; Ingibjörg Sólrún Gisladótt- ir borgarstjóri, frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands, Guðjón Magnússon for- maður Rauða kross Islands og Hanna Johannessen. Áhrif mannúðaraðgerða rædd að tilhlutan íslands Á ALÞJÓÐARÁÐSTEFNU Rauða krossins sem haldin verður í Genf, verður að tilhlutan íslenska Rauða krossins rætt um áhrif viðskipta- banns á hjálparstarf, mannúðarað- gerðir Sameinuðu þjóðanna á hemaðarsvæðum, griðasvæði Sameinuðu þjóðanna, bann við framleiðslu, sölu og notkun á jarð- sprengjum og versnandi stöðu flóttamanna. Alþjóðleg ráðstefna með ríkisstjómum sem standa að Genfarsáttmálanum hefur ekki verið haldin í níu ár. í ávarpi Guðjóns Magnússonar, formanns Rauða kross Islands, við setningu aðalfundar Rauða kross Islands kom meðal annars fram að innan skamms yrði haldinn mikilvægur alþjóðlegur fundur í Genf, sem gæti skipt miklu máli fyrir stöðu mannréttindamála í heiminum. „Alþjóðaráðstefna Rauða krossins með þeim ríkis- stjórnum sem aðild eiga að Genf- arsáttmálanum verður nú haldin á ný eftir langt hlé,“ sagði Guðjón, en ekki hefur verið hægt að halda ráðstefnu sem þessa í níu ár vegna pólitískra deilna. Styrkja alþjóða mannúðarlög „Á alþjóðaráðstefnunni verður sérstakleg rætt hvernig styrkja megi alþjóða mannúðarlög, meðal annars í ljósi þeirra hörmunga, sem við verðum vitni að næstum daglega í fjölmiðlum, bæði í Afríku og í Evrópu," sagði Guðjón. „Það er ánægjulegt að fallist hefur verið á tillögur Rauða kross íslands um að ræða sérstaklega áhrif alþjóðlegs viðskiptabanns á hjálparstarf mannúðarsamtaka. Enn fremur mannúðaraðgerðir Sámeinuðu þjóðanna á hernaðar- svæðum og tengsl þeirra aðgerða við starf Rauða kross hreyfingar- innar og griðasvæði Sameinuðu- þjóðanna, sem oft hafa breyst í andhverfu sína. Að auki bann við j framleiðslu, sölu og notkun á jarð- sprengjum og loks bága og versn- andi stöðu flóttamanna víða um heim.“ Sagði Guðjón að Rauða kross hreyfingin vænti mikils af viðræð- unum. Rædd yrðu mannúðarlög, alþjóðleg mannréttindalög og það hvaða aðgerðum væri hægt að beita til að vernda óbreytta borg- ara, draga úr mannfórnum styij- alda og auka frið meðal þjóða heims.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.