Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 24
 VIKU IM MORGUNBLAÐIÐ BUBBI Morthens veit sitthvað um gítara og hefur átt þá nokkra. Þessa stundina á hann fjóra gítara og heildarverðmæti þeirra er á bilinu 600-700 þúsundir króna. Honum þykir þó vænst um þann sem er í fanginu á hon- um á myn- dinni. Sá er af tegundinni Gibson, nánar tiltekið JF200, og myndi seljast á u.þ.b. 200 þú- sundir króna núna. „Upprunalega er hann smíðaður handa Everly-bræðnim. Þessi gít- ar hefur ofsalega djúpan hljómbotn og frekar mjúkan tón,“ segir Bubbi stoltur. Hann eignaðist gripinn árið 1989 og pantaði hann frá Bandaríkjunum. Ari síðar byrjaði hann að spila á hann opinberlega. „Eini gallinn var sá að það þurfti að spila hann til. Það tók mig eitt ár, næstum því á degi hverjum, að spila hann til svo ég gæti komið fram með hann opinberlega. Það sem hreif mig mest við þennan gítar var að ég get notað hann í hljóðveri án þess að þurfa að stinga honum i samband. Hann gefur alveg gífurlega mikinn og stóran hljóm. Eg get líka sett hann í rafmagn og þá fæ ég svo til sömu eiginleika.“ Hvers konar tónlistarmenn nota svona gítar aðallega? „Þessi gítar hefur náð miklum vinsældum í Nash- ville-deildinni, það er í sveitatónlist. Hann fór líka að sjást mikið hjá rokktónlistarmönnum fyrir nokkru, hjá lista- mönnum eins og Slash í Guns’n’Roses og Ron Wood í Rolling Stones. Það er svo skemmtilegt við þenn- an gítar að hann batnar með hverju árinu. Smám saman fær hann minn karakter. Hann sýgur karakterinn minn inn í sig. Það gerist ef hljóðfærið er vandað og viðurinn góður. En eins og ég sagði áður, það þarf að spila hann til.“ GIBSOIMIMIM HAN5 BUBBA Hjátrú og XjíUJ MorgTinblaðið/Þorkell ÁRNI - Þjóðháttafræðingurinn á Snotranesi við Borgarfjörð eystra. Stóll Snotru álfkonu er í flæðai-málinu. ALÞYÐLEGT HUGARFLUG ÁRNI Bjömsson þjóðháttafræðing- ur er orðinn eins konar umboðs- maður íslands í þjóðtrú og fær iðu- lega fyrirspumir frá erlendum fjölmiðlum um þessa meintu hjá- trúarfullu smáþjóð á norðurhjara veraldar. Árni kvaðst fyrr á áram hafa verið uppfullur af þeirri inn- rætingu að almenningur á Islandi hefði áður fyrr, upp til hópa, trúað á huldar vættir, drauga og hvers kyns dulræn fyrirbrigði og gerði jafnvel enn. „Þetta er auðvitað skemmtilegt viðhorfyog gengur vel í fjölmiðla," sagði Ámi. „En eftir áralangar rannsóknir og samtöl við aldrað fólk er ég farinn að efast stórlega um að íslendingar séu, eða hafi verið, eins Snotra í FYRNDINNI kom tiguleg kona að Nesi í Borgarfirði eystra og tók brátt við búráðum. Hún hét Snotra og hvarf um hver jól. Ráðsmenn hafði hún en þrír hinir fyrstu hurfu eftir hver jól þegar þeir gátu ekki uppfyllt það skilyrði að segja til um hvar hún dveldist á jólum. Þeim fjórða tókst að elta hana til álfheima þar sem hún reyndist drottning í álögum. Að launum gaf hún ráðsmanninum jðrðina sem sfðan heitir Snotrunes. í fjöru fyrir neðan bæinn er steinn einn nefndur Snotrustóil. • Úr jslensku vættatali eftirÁrna Björnsson. hi ndurvitni ALFASTEINN Klofinn og afgirtur utan vegar. Morgunbladið/Ásdís ÁLFHÓLL - Kynleg er þokuslæðan fyrir miðri mynd, sem líkist helst tveimui- verum í mannsmynd. skuinn fruuiiijj u HJÁTRU - Olafur gefur hægri fætinum kraft. hjátrúarfullir og af er látið og víð- frægt er orðið um allan heim. Al- gengasta viðhorf fólks er að það vill hvorki játa þessu né neita. Auðvitað má alltaf finna fólk, sem trúir í ein- lægni á dulræn fyrirbrigði en á hverjum tíma hefur það líklega aldrei verið nema um 10% af þjóð- inni. Onnur 10% eru gallhörð á móti og þau 80% sem eftir era hvorki játa neita. Draugasögur og hvers kyns munnmælasögur hafa hins vegar löngum verið kærkomin afþreyingþótt aðeins lítill hluti áheyrenda og sögumanna tryðu þeim. Ég vil því fremur kalla þetta alþýðlegt hugarflug eða efahyggju en þjóðtrú," sagði Árni. „Eg brýt alltaf málbeinið úr sviðunum," sagði Ami er hann var spurður um hvoi hann væri sjálfur haldin einhverri hjátrú eða sérvisku ídaglegum athöfnum. „Ég tek líka alltaf sveig framhjá stiga, en þetta tvennt er nú kannski upphaflega dæmi um eðlilegar varúðarráðstafanir. Stiginn gæti dottið og börnum var kennt að leita að málbeininu í sviðunum og brjóta5 það því alltaf var hætta á að það stæði í þeim sem beinið gleyptu. Það er áhrifaríkara að kenna það með sögúm um að fólk verði mállaust ef það brjóti ekki beinið,“ sagði Árni Bjömssc HJÁTRÚ og sérviska er oft mikil meðal íþróttafólks. Olafur Þórðar- son, fyrirliði Skagamanna og knatt- spymumaður ársins, kveðst ekki vera barnanna bestur í þeim efnum. „Hjá mér kemur þetta fram í ýmsum myndum. Maður vill halda sig við sömu hlutina og fer að trúa því að ef maður breytir út af van- anum sé voðinn vís,“ segir Ólafur Þórðarson, knattspymukappi af Akranesi. „Til dæmis klæði ég mig alltaf í peysuna fyrst, síðan buxurnar og svo sokkana. Ég fer aldrei í buxurnar á undan peysunni og því síður í sokkana á undan buxunum. Aðalatriðið er þó að klikka ekki á því að pússa hægri skóinn á undan þeim vinstri. Ég pússa hann líka alltaf betur og trúi því að það gefi skónum, og um leið hægri fætinum, aukinn kraft. Það má kannski segja að þetta sé fremur sér- viska en hjátrú. Eftir að okkur Skagamönnum fór að ganga svona vel hafa myndast alls konar venjur í hópnum sem menn halda sig við. Til dæmis fórum við þrír, ég, Siggi Jóns og Alli Högna alltaf í sama bílnum á útileiki og ekki nóg með það, heldur sitjum við alltaf í sömu sætum í bílnum. Þetta hefur gefist vel og á meðan vel gengur sjáum við ekki ástæðu til að breyta út af þessu," sagði Ólafur. fi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.