Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 2 7 AÐSENDAR GREINAR Skáldið og hetjan ÉG SÉ að Guðrún Pétursdóttir sem titl- ar sig skólasystur Hrafns Gunnlaugs- sonar og heimagang á Gljúfrasteini hefur komist í geðshrær- ingu við að hlusta á smásögu sem ég las í útvarpið á miðviku- dagskvöldið og bar nafnið „Hetjusaga“. Af viðbrögðum Guð- rúnar get ég ekki annað ráðið en sagan hafi orðið henni hug- stæð, því í dag (föstu- dag) skrifar hún grein af miklum hetjumóð í Moggann, og gerir þar söguna að umfjöll- unarefni. Það er eitt atriði í þessari grein sem ég tel rétt að leiðrétta. Guð- rún segir „honum var neitað um réttinn til að kvikmynda bækur Halldórs Laxness". Hið rétta er: Ég hef aldrei sóst eftir að kvik- mynda önnur verk Halldórs, en Lilju og Silfurtunglið, og það hef ég gert með góðu leyfi. Hvað varðar Gerplu, sem Guðrún nefnir sem dæmi máli sínu til sönnunar, þá keypti sænski kvikmynda- framleiðandinn Bo Jonsson „option" að verkinu til hugsan- legrar kvikmyndunar og borgaði fyrir. Bo vildi fá mig til að leik- stýra verkinu, ef af yrði. En þegar kvik- myndun Gerplu var skoðuð, reyndist kostnaður við að kvikmynda hana óviðráðanlegur og því óskaði Bo aldrei eftir kvikmyndaréttinum, að því ég best veit. í staðinn fram- leiddi Bo myndina Hrafninn flýg- ur, sem ég skrifaði og leikstýrði. Frá þessu er reyndar ítarlega sagt í bók Árna Þórarinssonar, Krummi. Önnur verk Laxness hef ég ekki sóst eftir að kvikmynda Ég hef ekki sóst eftir að kvikmynda önnur verk Halldórs en Lilju og Silfurtunglið, segir Hrafn Gunnlaugsson, sem hér svarar grein Guðrúnar Pétursdóttur. og sé Guðrún heimagangur á Gljúfrasteini ætti hún að vita það. Af Halldóri sjálfum hef ég aldr- ei haft nema gott eitt að segja. Ég man hins vegar ekki eftir því að þessi Guðrún, sem skrifar greinina og titlar sig sem skóla- systur mína, hafi verið með mér í skóla. Ég veit ekki einu sinni hverrar ættar sú kona er, þótt hún virðist halda að aðrir viti það. Höfundur er rithöfundur og kvik- myndaleikstjóri. Hrafn Gunnlaugsson ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 823. þáttur ÞÁ ER þar til að taka sem frá var horfið í 821. þætti. Elstu dæmi, þar sem áróður gæti verið að þokast í áttina til nú- tímamerkingar fann Gunnlaug- ur Ingólfsson í seðlasafni Orða- bókarinnar frá fyrri hluta 19. aldar. Þessi dæmi eru þó fjarri því skýlaus. Tek ég þau hér bæði upp: 1) Jón Jónsson lektor á Bessastöðum skrifar Finni Magnússyni 19. sept. 1842: „Mikið óttast eg fyrir, að Jónas Hallgrímsson þurfi áróður, ef hann á að vinna að nokkru gagni að . .. Latur var hann í skóla, latur í Kaupmannahöfn og latur síðar.“ 2) Jón Sigurðsson forseti í bréfi til Jóns Péturssonar frá Víðivöllum 20. maí 3843: „Það mætti verða fróðleg og nytsöm ritgjörð [um náttúrugæði ís- lands] í mörgu tilliti, en hún þarf áróður að safna til henn- ar...“ [Hér kemur útúrdúr: Konráð Gíslason hefur bæði agitere og Agitator í orðabók sinni 1851. Hið fyrra þýðir harin: „róa undir alþýðu, æsa lýðinn" og hið síð- ara „óróamaður". Hann hefur einnig Propaganda = „fjelag til að breiða út e-a trúarkenning eða stjórnar." Að umsjónarmanni læðist sá grunur að Agitatio hafi í upp- hafi verið fremur „neðan frá“, en Propaganda „ofan frá“. Þetta er þó sagt með fyrirvara. Sigfús Blöndal segir í orða- bókinni 1920-1924: „áróður (undirróður) [3. merking] „Ag- itation, stadig Tilskyndelse til noget.“ Jón Ófeigsson er auðvitað miklu nær okkur en Konráð. Hann hefur í Þýzk-íslenzkri orðabók sinni 1925: „Agit- ator“ = „áróðrarmaður“ og „Ag- itation" = róður, undirróður" og reyndar fleira.] Þá komum við aftur beint að orðinu áróður, og nú verða dæmi Orðabókar Háskólans mikiu yngri en þau tvö sem fyrst var frá greint. Á stríðsárunum (1939-1945) nota kunnir rithöf- undar orðið áróður að því er virðist talsvert mikið, og sést ekki að þeir geri greinarmun á því sem Danir kalla agitation og propaganda: Kristinn E. Andrésson, Kristján Jónsson frá Garðsstöðum, Guðmundur G. Hagalín, Símon Jóhannes Ág- ústsson, Björn Guðfinnsson og Einar Ólafur Sveinsson. Hinn síðast nefndi sagði í bókinni Við uppspretturnar: „Prédikun er sunnudagsorð, rúmhelga orðið er áróður.“ (Fyrirlestur um Ara fróða 1948.) Áróður er talið með nýyrðum 1953. Þá kom út bókin Nýyrði I (ritstj. Sveinn Bergsveinsson). Þar segir: „áróður propag- anda, agitation. Sam. út- breiðslustarfsemi. Helztu sam- setningar: áróðursaðferð, áróð- ursbragð, áróðursmaður, í áróð- urs skyni, áróðursstarfsemi, áróðurstæki; gagnáróður, flokksáróður, stjórnmálaáróður, utanflokks- og innanflokksáróð- ur.“ Greinilegt er af þessu að áróður er látinn standa jafnt fyrir agitation og propaganda, enda er „í áróðurs skyni“ annar- staðar þýtt á dönsku „i prop- agandaojemed“. Eigi að síður læt ég hér að lokum fljóta með það sem segir í hinni afbragðsgóðu Nudansk ordbog (8. útg. 1989): „agitation: . . . kraftig virken for en sag: partiet drev en págá- ende a. blandt arbejderne? propaganda: . .. benævnelse pá en katolsk institution; den moderne betydning forst í 19. árhundrede: agitation for en idé.“ Er nú mál að áróðri linni, þótt málið sé alls ekki að fullu upplýst. ★ Kristinn Pálsson á Blönduósi skrifar mér vandað og vel gert bréf og er full ástæða til. Hafi hann þökk fyrir. Hann sagði meðal annars: „Ég þakka kærlejga þætti þína í Morgunblaðinu. Eg skrifa þér af því að mér finnst svo leiðin- legt og flatneskjulegt hvað mik- ið er notað í málinu „hluti af e-u“. Annar hver maður notar þetta meira og minna. Nú skal nefna nokkur dæmi: Auglýsing: Alþýðublaðið mun ekki berast nema hluta áskrifenda I dag - í stað: Al- þýðublaðið mun ekki berast nema sumum áskrifenda í dag. Úr fréttum útvarps: Hins vegar munum við endurráða ein- hvern hluta þeirra (þ.e. lækn- anna). í stað: Hins vegar munum við endurráða nokkra þeirra. [Hér tekur bréfritari tvö önn- ur sambærileg dæmi úr útvarp- inu.] Svo aftur orðrétt: „Það er eins og þessir höfundar þekki ekki það sem kallað er óákveðin for- nöfn í málfræðinni, sem ég lærði forðum, nokkur, fáeinir, sum- ir, neinn o.s.frv. „Alltaf er einhver hluti fólks- ins, sem skoðar munina vel,“ sagði þjóðminjavörður í viðtali. í stað: Álltaf eru einhveijir, sem skoða munina vel. Og að lokum úr frétt í Morgunblaðinu: „Að- eins hluti þeirra var þó undir áhrifum áfengis." Var það kannski höfuðið eða fæturnir? Betra hefði verið: Aðeins nokkr- ir þeirra voru þó undir áhrifum áfengis." Þessar athuganir Kristins eiga fullan rétt á sér. Nafnorða- sóknin er hörð, og sum fornöfn eru í hættu, fleiri en Kristinn nefnir, svo sem samur, slikur og þvílíkur. Gott er að eiga liðsinni manna sem standa vörð um móðurmál sitt. ★ Hlymrekur handan kvað: í Friðmundi fátt er til dýrðar, miklu fleira til leiðinda og rýrðar; í bol hans og haus öll hugsunin fraus „og hljóður sá andi sem býr þar“, Auk þess krefjast menn ein- livers, ekki *eitthvað. Því krefj- ast menn uppsagnar [samn- inga], ekki „uppsögn“, eins og heyrst hefur í fréttum. Hitt er ánægjuefni að mcginland Evr- ópu er nú aftur komið til sögunn- ar. KJNSKÓUNN í REYKJAVÍK Innritab verbur á vorönn 1996 mánud. 20. til fimmtud. 23. nóvember kl. 15.00 til 18.00. ítarleg auglýsing birtist í blaöinu á sunnudag. til styrktar misþroska og ofvirkum börnum í Kristskirkju, Landakoti, sunnudaginn 19. nóvember kl. 17 Á efnisskrá eru verk eftir J. Chr. Bach, J.S. Bach, Mozart, Rossini og Palestrina. Flytjendur: Alina Dubik, messosópran, Júlíana E. Kjartansdóttir, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, víóla, Sesselja Halldórsdóttir, víóla, Richard Talkowsky, selló, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarinett, Sigurður I. Snorrason, klarinett, Hafsteinn Guðmundsson, fagott, Emil Friðfinnsson, horn, Þorkell Jóelsson, horn, Úlrik Ólason, orgel. Sala aðgöngumiða við innganginn. Miðaverð kr. 1000. ísland Hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar Caritas í: irkjunnaT' Jólaefni - 700 gerðir úr að velja. Verð frá kr. 385 til kr. 947 pr. m. Gífurlegt úrvál af jólaföndursniðum, bókum, blúndum og satínborðum. Föndurlímið vinsæla ávallt til hjá okkur. Fataefni barna og fullorðinna Sparið sporin, úrvalið er hjá okkur. Margar sendingar erlendis frá í hverri viku. Zr VIRKA 0pir-ir' A J Al./riM 7 Qg | Q ^ gQ |*^j Mörkin 3 við Suðurlandsbraut. Sími 568-7477 kl. 10-14. við Umferðarmiðstöðln símar 551 9800 og 551 3I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.