Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D *fguuM*feifr STOFNAÐ 1913 264. TBL. 83. ARG. LAUGARDAGUR 18. NOVEMBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Lausn í Bosníu aðnást? Osaka, París. Reuter. WARREN Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sneri í gær heim frá Japan til að taka þátt í viðræðunum um frið í Bosníu í Dayt- on í Ohio. Er jafnvel búist við, að samningar takist um helgina. Christopher kvaðst telja, að nær- vera sín gæti flýtt fyrir samningum en vildi engu um það spá hvort þeir væru á næsta leiti. Þ6 er haft eftir ónefndum manni í einni samninga- nefnd deiluaðila, að samningar muni nást í dag eða á morgun. Tekist er á um stöðu Sarajevo, höfuðborg Bosníu. Serbar vilja skipta borginni en múslimar ekki. Þá hafa samningar um væntanlegar kosningar í landinu verið erfiðir og stjórnarskrármálin eru óútkljáð. Vonda og góða löggan Sagt er, að Bandaríkjamenn beiti þeirri tækni í samningaviðræðunum að láta Richard Hoibrooke leika „vondu lögguna", sem láti engan í friði, jafnvel með frekju og yfir- gangi, en síðan komi Christopher, „góða löggan", og fái menn á sitt band út á alúðina eina. ¦ Stríðsglæpamenn/18 ----------? » ?--------- Uppfylla ekkiCFE Vfn. Reuter, The Daily Telegraph. RÚSSAR höfðu í gær gerst brotleg- ir við sáttmálann um fækkun hefð- bundinna vopna í Evrópu (CFE) eft- ir að frestur til að fullnægja skilyrð- um hans rann út á miðnætti. Önnur ríki, svo sem Hvíta-Rúss- land, hafa ekki getað eyðilagt tilskil- inn fjölda vopna vegna fjárskorts og fá því lengri frest. Úkraínumenn og Rússar þurfa að leysa deiluna um framtíð Svartahafsflotans til að úkraínska stjórnin gæti staðið við sinn hluta sáttmálans. Helsta vandamálið snýst um þann hluta sáttmálans sem kveður á um takmarkanir við fjölda vopna við landamæri aðildarríkjanna. Fulltrúar Sameiginlega samráðs- hópsins, eftirlitsstofnunar í Vín, leggja nú mikið kapp á að finna málamiðlun í deilunni. ? ? ? Nýjar tíllögnr um N-Irland London. Reuter. BRESKA stjómin reyndi í gær að hleypa nýju lífi í friðarumleitanir á Norður-írlandi með því að láta lausa 84 fanga úr Maze-fangelsinu við Belfast. Ennfremur sagðist John Major forsætisráðherra hafa lagt fram nýj- ar tillögur við írsku stjórnina til að þoka áfram friðarviðræðum, sem hefur miðað lítt frá því samkomulag tókst um vopnahlé á N-írlandi fyrir rösku ári. „Vonandi verður af leið- togafundi bráðlega," sagði Major. Reuter BIFREIÐAR fastar í skafli í Gautaborg í gærmorgun en þar var verra veður en mælst hefur frá 1955 eða í 40 ár. Oveður gengur yfir Vestur-Svíþjóð og norðurhluta Danmerkur Flest fór úr skorðum í miklu óveðri í Gautaborg Reuter í dag lokað í gær HARÐVÍTUGT verðstríð á breskum blaðamarkaði um tveggja ára skeið leiddi í gær til lokunar blaðsins Today, sem var í eigu blaðasamsteypu ástr- alska fjölmiðlakóngsins Rup- erts Murdochs. Hafði hann var- ið miklum fjármunum til þess að hressa upp á blaðið en án árangurs. Seldist það verst fimm blaða hans. Jafnframt ákvað hann að hækka Times úr 25 pensum í 30 frá og með nk. máuudegi. Vart hafði það verið tilkynnt er söluhæsta stórblað Bretlands, Daily Tele- graph, boðaði einnig hækkun, úr 35 pensum í 40. Murdoch hóf blóðugt verðstríð á breska blaðamarkaðinum í ágúst 1993 er hann lækkaði Times úr 45 pensum í 30. Leiddi það til víxl- verkunar og mikillar verð- lækkunar dagblaða þar í landi. Hefur lækkunin ekki skilað sér í nægilega aukinni sölu. Af þeim sökum og ásamt hækk- andi pappírsverði hefur blaða- útgáfa barist í bökkum í Bret- landi. A myndinni lesa tveir menn síðasta tölublaðið af Today. Því var hleypt af stokkunum 1986 og er fyrsta breska dagblaðið sem leggur upp laupana frá 1971 er The Daily Sketch var lokað. VERSTA óveður í ein fjörutíu ár gekk yfir Vestur-Svíþjóð í gær og stefndi austur yfir landið til Stokkhólms. Kyngdi snjónum niður og af- leiðingarnar voru meðal annars umferðaröngþveiti og rafmagnsleysi. Herinn var kallaður til aðstoðar við að hjálpa fólki úr bílum, sem fennt hafði, og við að koma nauðsynlegri heimahjálp til þeirra, sem þess þurftu. í Danmörku var einnig snjókoma og kom fannfergið öllu daglegu lífi úr skorðum og olli miklum umferðartöfum og -teppu víða um land. í Svíþjóð skall óveðrið á seinni veðurstofunni mjakaðist veðrið hluta fimmtudagsins og fólk í bílum á leiðum í kringum Jönköping tepptist strax þá um kvöldið og sátu sumir fastir í sextán tíma. Það voru bæði snjókoman og stormurinn sem uslanum ollu. Dæmi voru um, að hús fykju hrein- lega burt og mikið var um að tré brotnuðu undan veðrinu og snjó- þunganum, fykju um koll og yllu hættu og tjóni. Óveðrið gekk yfir Gautaborg í fyrrinótt og gær. Þar þykir veðrið hið versta síðan 1955. Fólk var hvatt til að vera heima og um tíma óskuðu yfirvöld helst eftir að sett væri á útgðngubann. Allar sam- göngur innan og við vestur- og suðurhluta landsins fóru úr skorð- um. Tré féllu víða á rafmagnslínur og ollu rafmagnsleysi á um 150 þúsundum heimila. Samkvæmt fréttum frá sænsku austur yfír landið. Búist var við að óveðrið skylli á Stokkhólm í nótt. Fannf ergi í Danmörku Frá því í fyrri nótt hefur kyngt niður snjó í Danmörku, fyrst á Norður-Jótlandi og síðan á JSjá- landi. Kaupmannahöfn hefur heldur ekki farið varhluta af snjókomunni og í nágrenni borgarinnar er víða meiri snjór en lengi hefur sést. Að venju fór öll umferð úr skorðum. Fólki hefur verið ráðlagt að halda sig heima. Flugumferð um Kastrup fór úr skorðum og féll flug niður fram eftir degi. Spáð er snjó og heiðskíru veðri og kætir það danska krakka, sem annars eiga því ekki að venjast að sjá snjó nema á jólakortum. ¦ Brjálað veður/19 Keypti sér þorp London. Reutei*. BARRY Houghton, stjórnarformað- ur Rainford-fjarskiptafyrirtækisins, gerði sér lítið fyrir og keypti þorpið Salperton skammt frá Cheltenham og allt sem því tilheyrir. ¦ Salperton er fornt þorp sem get- ið er í Dómsdagsbókinni, skrá um landareignir í Englandi sem gerð var að frumkvæði Vilhjálms bast- arðs árið 1086. Kaupverðið var 8 milljónir punda, jafnvirði 800 milljóna króna, og létti íbúunum mjög er Houghton hét því að hrófla ekki við byggingum. Með kaupunum eignaðist Houghton 17. aldar herragarð, 33 íbúðarhús hlað- in úr Cotswold-steini, 700 hektara lands, kirkju frá tímum Normanna og sveitabæ þar sem búið er með 170 nautgripi og 600 kindur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.