Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ BALDUR Ársælsson Helst ýsa á borðum YFIRLEITT fer Baldur Ársæls- son tvisvar í viku að kaupa í matinn fyrir heimilið og það er misjafnt hvort Bónus eða Fjarð- arkaup verður fyrir valinu. Stundum fer hann líka í Hag- kaup. „Eg fylgist með verðlagi og hvar er ódýrast að kaupa inn. Verðið er orðið hagstæðara en áður og fjölbreytnin hefur líka aukist til muna.“ Þau eru tvö í heimili og hann segir fisk gjarnan vera í matinn og þá aðallega ýsu. Kjöt er sjaldnar á borðum og helst aldr- ei lambakjöt. „Mér finnst kjötið sett óaðlaðandi fram og of oft hef ég lent á seigu kjöti. Við höfum kosið að snúa okkur frekar að trippakjöti, svínakjöti og kjúklingum. KARL Ólafur Guðlaugsson Kaupir kjöt á tilboði KARL Ólafur Guðlaugsson var að skoða nýju búðina í Garða- bænum en sagðist venjulega fara í Fjarðarkaup. „Eg kaupi gjarnan inn fyrir heimilið, það er heilsubót fyrir mig að fara út og ganga svolíltið í leiðinni. Ég kaupi þá lítið í einu og fer bara oftar.“ Karl segist oft kaupa vörur á tilboði, t.d. kjúkling og aðra kjötvöru. Verðkönnunum fylg- ist hann með lauslega og kveðst almennt reyna að fylgjast með verðlagi á matvörum. „Matur er afskaplega dýr og sérstaklega kjöt og fiskur. Við erum þrjú í heimili og borðum meira af fiski en kjöti en við erum ekki fyrir þessa nýju elda- mennsku, hrísgijónarétti og pasta, nema þá helst sonurinn á heimilinu." Nautahakk talið ódýrara og gulrætur ullu vanda STÓR hluti af tekjum okkar fer í matarinnkaup. og því skiptir miklu máli á hvaða verði verið er að kaupa í matinn. Með mikilli sam- keppni telja neytendur að vöruverð hafi lækkað á undanförnum árum og kannski á einnig hlut að máli aukin um- fjöllun fjölmiðla um neytendamál. En hvert er verðskyn neytenda og kaupa þeir á til- boðum? Síðastliðinn þriðjudagsmorgun var komið við í nýrri Hagkaupsverslun í Garðabæ og neytendur sem voru að kaupa í matinn teknir tali og spurðir um verð á nokkrum algengum vöruteg- undum. í ljós kom að yfirleitt voru viðmæ- lendur með það nokkuð á hreinu hvað mjólk kostaði, appelsínusafi og kók. Þegar kom að skinkuáleggi og nautahakki vandaðist málið. Flestir viðmælendurnir héldu að nauta- hakkið væri mun ódýrara en það er í raun- inni. Sumir töldu síðan að áleggið væri á yfir tvö þúsund krónur á meðan einn við- mælandi taldi kílóverðið vera um 600 krónur. Þegar kom svo að gulrótum voru þær annaðhvort taldar miklu ódýrari en þær voru eða fólk baðst hreinlega undan að verðleggja þær þar sem það hafði ekki hugmynd um verðið á þeim. Hveri Rétt verð, í Hagkaup, Garðabæ, 14. nóv. '95 nig e Hulda Hafsteins- dðttir r ver Baldur Ársælsson ðsky Karl Ólafur Guðlaugss. m ne Sigríður Anna E. Nikulásd. yten Ásgeir Guðmunds- son da ? Anna María Sigurjónsd. Nautahakk, 1 kg ISng^jffl 699 kr/kg 889 kr/kg 600.- 500,- 550.- 495.- 400.- 800.- Mjólk, 1 lítri 64,- 64.- 64.- 80.- 64,- 67.- 67,- Flóa Camenbert ostur, 150 gr Gulrætur, íslenskar, 1 kg 207.- 389.- 250.- 80.- veit ekki veit ekki veit ekki veit ekki 250.- 170,- 220.- 200.- 220.- 600,- Kók, 2 lítrar 169.- 160-170,- veit ekki 168.- 168,- 160.- 169.- Appelsínusafí, Hagkaups, 11 82.- 70,- 70.- 80,- 74.- 100.- 91.- Sykur, 1 kg 74.- 45.- 40-50.- veit ekki 45.- 100.- 60-70.- Brauð, Myllu, 3 korna, skorið 159.- 150.- 150-170.- 176.- 174,- 186.- 189.- coiobo Ai; fvenjulegum bréfum Skmka, All Sparnaðarpakki 1.640 kr/kg 1.451 kr/kg 1.200.- Sparn.pakk! 2.000.- veit ekki 600,- 2.100.- 1.300.- ANNA María Siguijónsdóttir Slakað á heim- ilisbókhaldi ANNA María Sigurjónsdóttir kaupir í matinn að minnsta kosti tvisvar í viku. „Ég fer ekki alltaf á sama stað en Hagkaup og Fjarð- arkaup verða oft fyrir valinu", segir hún. Ef hún rekst á hagstæð tilboð í blöðum eða bæklingum á hún til að kaupa vöruna en segist ekki hafa tíma til að aka á milli búða til að bera saman verð. Þau eru þrjú í heimili og hún segir að kjöt sé aðeins oftar á borðum en fiskur og þau séu gjarnan með pasta í matinn. Mat- arreikningurinn sé of hár, hún hafi gert heimilisbókhald en að- eins slakað á með það. „Við veit- um okkur svo til aldrei einhverjar stórsteikur en annars kaupum við það sem okkur langar í.“ Kíkir alltaf á verðkannanir HULDA Hafsteinsdóttir fer yfirleitt annan hvern dag að kaupa inn en þó jafnvel daglega ef þannig stendur á. „Ég fór yfirleitt í Garðakaup en núna semsagt I Hagkaup eft- ir breytinguna,“ segir hún. Hulda telur sig ekki fylgjast grannt með verðlagi en segist þó aðeins vera vakandi fyrir því hvað ofan í körfuna hennar fer. „Ég kaupi síðan á tilboði ef varan hentar mér.“ Verðkann- anir kíkir hún alltaf á. „Mér finnst vöruverð hafa farið lækkandi og fjölbreytnin vera mikil núna.“ Hulda segir fjölskyldu sína borða fisk að minnsta kosti einu sinni í viku og síðan er pasta oft á borðum og þá gjarnan með kjöti. Forðumst gos og sælgæti „ÉG REYNI að kaupa inn fyrir vikuna og yfirleitt er það Bónus sem verður fyrir valinu", segir Sigríður Anna Elísabet Nikulás- dóttir þegar hún er spurð um matarinnkaupin. Hún segist þó hafa látið freistast af því að skoða nýju búðina í Garðabæn- um og þessvegna gert innkaup- in í Hagkaup núna. Heimilisbókhald hefur hún ekki vanið sig á að gera en fylg- ist vel með verðkönnunum og kaupir gjarnan á tilboði ef hún rekst á vöru sem hana vantar. Fjölskyldan borðar gjarnan fisk en mun sjaldnar kjöt og Sigríður segist leitast við að kaupa holla fæðu. „Við reynum að forðast í Iengstu lög að kaupa gos og sælgæti. Málið er bara að holl fæða er mun dýrari en sú sem flokka má sem óholla“. Morgunblaðið/Ásdís HULDA Hafsteinsdóttir SIGRÍÐUR Nikulásdóttir ásamt börnum sínum, Auði Önnu og Ragnari Má. Vikulega í Bónus ÞAÐ eru fjórir í heimili hjá Ásgeiri Guðmundssyni og hann segist að miklu leyti sjá um inn- kaupin. Venjulega fer hann vikulega í Bónus og kaupir þá mikið og stórar pakkningar. „Aðrar nauðsyiyar eins og mjólk og brauð eru bara keypt- ar í þeirri búð sem er nálægt hveiju sinni.“ Hann fylgist með verð- könnunum en segist ekki eltast við tilboð verslana. „Ég kaupi þó vörur á tilboði ef ég rekst á eitthvað sem vantar og er á hagstæðu verði.“ Fjölskyldan borðar fisk að minnsta kosti einu sinni í viku, pasta er oft á borðum en kjöt alls ekki alltaf vikulega. Þegar hann er spurður hvort það sé einhver sérstakur óþarfi sem freistar hans í matvöru- verslunum segir hann að það sé helst þegar sælgætið er á sérstökum kostakjörum. Morgunblaðið/Ásdís ÁSGEIR Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.