Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVANFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR + Svanfríður Kristjánsdóttir var fædd á Hellis- sandi 25. janúar 1910. Hún lést í Reykjavík 14. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigríð- ur Cýrusdóttir og Kristján Gilsson. Börn þeirra hjóna voru 14 og af þeim er nú Jófríður ein á lífi, fædd 1912. Svanfríður missti föður sinn þegar hún var níu ára og var þá tek- in í fóstur af þeim hjónum Júní- önu Jóhannesdóttur og Frið- birni Asbjarnarsyni á Hellis- sandi. Árið 1930 gekk Svanfríður að eiga Jón Guðmundsson frá Hellissandi, sem þá var sjómað- ur en lengst af vélstjóri í frysti- húsinu þar á staðnum. Þar vann Svanfríður líka annað veifíð eftir því sem aðstæður leyfðu. Börn Jóns og Svanfríð- ar urðu sjö: Frið- jón stýrimaður, f. 12.2. 1931, Karl Guðmundur stýri- maður, f. 7.8.1933, d. 17.2. 1962, Þyri hjúkrunarfræðing- ur, f. 30.7. 1943, Rúrik verkamað- ur, f. 24.11. 1946, d. 30.10. 1986, Sig- urður útgerðar- maður, f. 11.4. 1950, Kristján út- gerðarmaður, f. 16.6. 1951, og Baldur vélstjóri, f. 17.1. 1953. Mann sinn, Jón Guðmunds- son, missti Svanfríður 15. febr- úar 1970. Skömmu síðar flutt- ist hún til Reykjavíkur og starf- aði lengst af í mötuneyti Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Síð- ustu árin dvaldist hún á Dvalarheimili aldraðra í Stykk- ishólmi. Utför Svanfríðar fer fram frá Ingjaldshólskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ALLTAF er það okkur, sem höfum alls kyns tæki til að létta okkur lífið, undrunarefni hvernig fólk gat við erfíð kjör komið upp stórum barnahópi eins og Svanfríður og Jón gerðu. Samheldni þeirra hjóna dregur langt til skýringar, en líka eðlislæg vinnusemi, sjálfsagi og nýtni. En einnig lífsgleði og félags- lyndi. Heimili þeirra Svanfríðar stóð lengst í Ártúni á Hellissandi. Það var um þjóðbraut þvera, þar var öllum gestum vel fagnað, enda gestkvæmt og oft glatt á hjalla. Konur og karlar á öllum aldri, sum- ir að sunnan, aðrir að norðan, voru komin í dýrmæta heimsókn. Hús- móðirin bætir við sig vinnu með glöðu geði, allt er svo sjálfsagt. Auk þess að sinna stóru heimili saumaði Svanfríður föt heilmikið fyrir fólk á staðnum. Saumaskap hafði hún lært af móður sinni, Sig- ríði Cýrusdóttur, þá voru ekki nám- skeiðin að sækja eins og nú. Hve- nær hafði hún tíma til að sauma? Það gerði hún á nóttunni, það var tíminn sem hún átti afgangs. Með hléum vann hún í frystihúsinu þar sem maður hennar var lengstum vélstjóri. Og virðist þetta vera orð- ið ærið nóg. Á litlum stað þarf hver maður gjarnan að koma að mörgu. Allt lék í höndum Jóns Guðmundssonar, eiginmanns Svanfríðar. Hann lagði rafmagn í Ártún, þótt ekki hefði hann lært til þeirra hluta, og leiddi það frá frystihúsinu. Hann gerði við útvörp og þau hjón voru drif- fjöðrin í starfi leikfélagsins á staðn- um. Jón lék á sviði og Svanfríður saumaði eða færði leikurum kaffí. Lengi vel var samgöngumálum Hellissands þannig háttað að vega- samband við Reykjavík var helst framan undir Jökul en enginn veg- ur milli Hellissands og Olafsvíkur og varð að sæta sjávarföllum og fara á jeppa um fjöru þar á milli. Sandarar urðu því að vera sjálfum sér nægir um flesta hluti og reyndi þá á samheldni sem hefur mótað fólkið. Hvergi hef ég kynnst jafn- miklum samhug ættar og Cýrusar- ættarinnar, en Cýrus Andrésson var afi Svanfríðar og bjó á Önd- verðarnesi og síðar á Hólahólum. Þetta hefur mátt skynja svo berlega á ættarmótum í Reykjavík og á Hellissandi. Samheldni kemur fram í félags- málum. Þar lét Svanfríður Krist- jánsdóttir margt til sín taka. Hún var formaður Kvenfélags Hellis- sands í tíu ár. Baráttumál var að koma upp félagsheimilinu Röst sem Kvenfélagið eignaðist hlut í. Þá beitti félagið sér fyrir því ásamt Lionsklúbbnum á staðnum að leik- skóla var komið upp. Kvenfélagið eignaðist spunavél sem sett var niður á Fögruvöllum og þar kenndi Svanfríður á vélina. Félagskonur héldu jólatrésskemmtanir fyrir börnin og saumuðu grímubúninga fyrir grímuböll. Þá beitti Svanfríður sér fyrir því að stofnuð var Kvennadeild Slysa- vamafélagsins þar á staðnum og barðist fyrir því að vegur yrði lagð- ur af þjóðveginum og niður í Djúpa- HILDUR KJARTANSDÓTTIR + Hildur Kjart- ansdóttir fædd- ist í Reykjavík 17. nóvember 1965. Hún lést í Borgar- spítalanum hinn 29. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar eru Sjöfn Janusdóttir og Kjartan Kjartans- son sem er látinn. Alsystkini hennar eru Karen, f. 1956, Valborg, f. 1958, o g Kjartan, f. 1963. Hálfsystir Hildar, samfeðra, er Bryn- hildur, f. 1976. Útför Hildar fór fram frá Fossvogskapellu 7. september. MEÐ þessu sálma- versi viljum við minn- ast Hildar sem í gær hefði orðið þrítug. Hildur var glaðleg stúlka sem átti auð- velt með að vinna hug og hjarta þeirra er umgengust hana. Við biðjum Guð að geyma hana og fjölskyldu hennar. Guð leiði þig, en líkni mér, sem lengur má ei fylgja þér. En eg vil fá þér englavörð, míns innsta hjarta bænar- gjörð: Guð leiði þig. (M. Joch.) Með kveðju frá öllum á Skálatúnsheimilinu. lón, en áður hafði slysavarnaskýli verið reist í Dritvík. Svanfríður var komin af sjó- mönnum og verkafólki. Hún var sjálfri sér samkvæm og studdi allt- af þau stjórnmálasamtök sem vildu veg þess fólks sem mestan. Sterk réttlætistilfinning og samúð með þeim sem minnst mega sín mun hafa ráðið þar miklu. En líka löng- un til að breyta og bæta þjóðfélag- ið. Fann hún oft til þess að stétt- vísi manna væri ekki sem skyldi og sagði að verkafólk ætti að standa sem best saman í starfi sínu og baráttu. Eins og áður var nefnt var yndi Svanfríðar að taka á móti gestum. Ef aðstæður hennar hefðu verið aðrar hefði hún gjaman viljað reka mötuneyti líkt og Viktoría systir hennar gerði við Hólabraut á Akur- eyri með miklum myndarskap og eldri Akureyringar muna vel eftir. Efast ég ekki um að þangað hefði verið gott að koma til Svanfríðar tengdamóður minnar, vel tekið á móti, fólk fengið það besta sem til væri og þeir sem lítið hefðu af ver- aldarauði ekki þurft að borga. En allir hefðu gengið glaðir og mettir frá borði og þannig vil ég helst hugsa mér að hún taki nú á móti okkur öllum. Haukur Sigurðsson. Ég man eftir Svanfríði fyrst, eða Svennu eins og hún var jafnan köll- uð, þegar hún var búin að stofna sitt eigið heimili með sínum ágæta manni, Jóni Guðmundssyni. Á ungl- ingsárunum mínum leit ég oft eftir börnum fyrir þau þegar þau þurftu að bregða sér af bæ vegna þess að eitthvað var um að vera í byggðinni að kvöldlagi. Við vorum systradætur og heimsóknir mínar í Ártún héldu áfram eftir að ég var orðin fullorð- in, bæði til að spjalla við þau hjón svo og til að heimsækja móður Svan- fríðar, Sigríði Cýrusdóttur, en hún var hjá þeim hjónum í Ártúni til dauðadags, síðustu árin blind og rúmliggjandi. Svanfríður var ákaflega félags- lynd, hún var í mörgum félögum hér á Hellissandi og starfaði þar af alefli. Félagi í Kvenfélagi Hellis- sands var hún frá unga aldri og formaður _þess í tíu ár, árin 1961 til 1971. Ég man eftir henni þegar verið var að byggja Félagsheimilið Röst. Þá var unnin sjálfboðavinna á vegum þeirra félaga sem stóðu að byggingunni. Karlmennimir vom að rífa niður steypumót undan loft- um og skrapa og naglhreinsa móta- viðinn. Við konurnar komum svo með kaffí og meðlæti og það var sest niður til að njóta veitinganna. Svenna gat ekki setið kyrr, heldur tók hún hamarinn af einhveijum karlinum meðan hann drakk kaffíð og fór að naglhreinsa. Hún tók málin engum vettlingatökum, konan sú, hún lét sér fátt óviðkomandi í byggðarlaginu og var boðin og búin til allra góðra verka. Kvenfélagskonumar . stóðu fyrir fyrsta vísi að leikskóla hér. Þær fengu stofu í barnaskólanum yfir sumarmánuðina og önnuðust bama- gæslu þar og á skólalóðinni. Einnig ræktuðu þær upp skrúðgarð og svo má lengi telja verkefnin sem þær unnu að. Þær vom duglegar, þessar konur, að gera byggðinni sinni ýmis- legt till framfara og prýði. Svanfríð- ur var sérstaklega ósérhlífín og var því oftast fremst í flokki, jákvæð og jafnan glöð og hress og hafði mikla frásagnargleði og sagði skemmtilega frá viðburðum og áhugamálum sínum. Leikstarfsemi var henni áhuga- mál. Þau hjón voru á meðal stofn- enda Leikfélags Hellissands. Jón lék í flestum leikritum sem vom færð upp á fyrstu starfsárum félagsins og þau vom nokkuð mörg. Svanfríð- ur var mótorinn og hreif fólk með sér. Hún var óþreytandi að útvega fólk í hlutverkin. Það var oft mikil vinna, það vom ekki allir tilbúnir að leika, töldu sig jafnvel skorta hæfni til þess þótt Svenna væri á annarri skoðun, en hún náði oftast sínu fram. Fyrir stofnun Leikfélags- ins stóð kvenfélagið fyrir leiksýning- um. Svanfríður hefur án efa komið nálægt þeirri starfsemi, ef að líkum lætur. Þau hjón höfðu frá mörgu að segja um skemmtanir hér í byggðinni á fjórða og fímmta ára- tugnum og það var gaman að hlusta á þau og vini þeirra tala um það hvernig farið var að þegar fólk þurfti að búa til skemmtiefni og skemmtanir sínar sjálft. Eitt af félagsmálefnunum sem hún tók þátt í, frá unglingsaldri, var að syngja í kirkjukórnum í Ingj- aldshólskirkju. Ég man eftir henni, frá því að ég var bam, og fleiri konum uppi á sönglofti á jólum. Þær voru í íslenskum búningum og þær blöstu við mér þar sem ég sat niðri í kirkjunni, mér fannst þær svo fal- legar og söngurinn líka svo fagur. Svanfríður stóð fyrir stofnun Slysavamadeildarinnar Helgu Bárð- ardóttur, sem er kvennadeild, ásamt fleiri konum hér í hreppnum. Frægt er þegar konurnar í deildinni stóðu fyrir því að láta gera akveg niður yfír hraunið frá þjóðvegi þar undir Jökli niður að ströndinni við Djúpa- lónssand. Nokkur skipströnd höfðu orðið þar og frá þjóðveginum var bæði langt og erfitt að komast til strandarinnar með björgunartæki. Vegagerðin aðstoðaði þær, en þær kostuðu verkið sjálfar. Nú er þetta ein fjölfamasta ferðamannaleið á Snæfellsnesi. Þau hjón voru vinstrisinnuð og fylgdust vel mep stjórnmálum. Það var oft hist í Ártúni til skrafs og ráðagerða um landsins gagn og nauðsynjar. Það var gestkvæmt í Ártúni og þar voru allir hjartanlega velkomnir. Þau Svenna og Jón höfðu einstakt lag á því að skemmta gest- um sínum og láta þeim líða vel. Svanfríður og Jón byijuðu sinn búskap í Bjömshúsi (Uppsölum) á Hellissandi en keyptu síðan Ártún og áttu þar fallegt heimili og bjuggu þar allan sinn búskap. Þau byggðu tvisvar við húsið. Jón var hagur og gerði mikið af þessu sjálfur. Þau vom afar samhent og vom bæði á kafi í félags- og framfaramálum byggðarlagsins. Jón lést langt um aldur fram en Svanfríður bjó áfram með bömum sínum, fyrst í Ártúni en flutti svo til Reykjavíkur og hélt þar heimili, börn hennar og bama- börn vom þá oft hjá henni. Síðustu misserin dvaldist hún á Dvalarheim- ilinu í Stykkishólmi. Nú hefur hún kvatt eftir starf- sama ævi og leggst til hvíldar við hlið manns síns á Ingjaldshóli. Við hjónin vottum bömum hennar og öðrum vandamönnum innilega samúð. Blessuð sé minning Svan- fríðar Kristjánsdóttur. Hrefna Magnúsdóttir. I dag kveðjum við tengdamóður okkar, Svanfríði Kristjánsdóttur, sem er látin eftir stutta sjúkrahús- legu. Við kynntumst Svennu þegar við komum inn í fjölskyldu hennar með kærustunum okkar, Sigga og Kidda, og var okkur tekið opnum örmum eins og Svenna tók öllum sem komu á hennar heimili. Svenna flutti frá Sandi 1972 stuttu eftir að hún missti mann sinn, Jón Guðmundsson, og bjó hún í Reykjavík til ársins 1993, þegar hún fór á Dvalarheimilið í Stykkis- hólmi. Heimili hennar var okkar annað heimili um tíma og eftir að við fluttum aftur vestur bjuggum við alltaf hjá henni þegar komið var til Reykjavíkur. Alltaf voru uppbúin rúm, full borð af mat því öllum varð að líða vel hjá henni. Ekki skorti umhyggju fyrir ömmu- börnunum eftir að þau komu í heim- inn. Alltaf var hún tilbúin til að passa þau ef á þurfti að halda. Hún skildi svo vél ef okkur langaði á ball því hún var svo léttlynd og hafði líka gaman af að dansa með- an hún hafði heilsu til. Ógleymanlegar eru stundimar þegar hún hafði sumarbústað og bauð þá öllum sem vildu koma, og var þá oft þröng á þingi því ekki var hún ánægð nema allir kæmu. Á kvöldin þegar allir voru háttaðir var nú aldeilis ekki farið að sofa. Sagðar vom sögur, spilað á spil og sungið. Þegar Svenna hætti að vinna, kom hún oftar vestur í heimsókn. Ekki voru síðri stundirnar með henni þá. Alltaf passaði hún að skipta sér jafnt á milli heimjla barna sinna. Alltaf var hún jafn léttlynd, glöð og þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Hún dvaldi síðustu tvö árin á Dvalarheimili aldraðra í Stykkis- hólmi, þar sem hún fékk góða umönnun. Minnisstæð er okkur ferðin sem við fórum með hana til Reykjavíkur í október sl., eftir að hún hafði hras- að illa og þurfti að fara í aðgerð. Þó að henni liði illa kvartaði hún ekki, en var alltaf að hugsa um að okkur væri ekki kalt, en svona var umhyggjusemi hennar alltaf fyrir öðrum. Að lokum viljum við þakka Svennu fyrir þann góða tíma sem við áttum með henni. Við vitum að góður guð tekur vel á móti henni og ástvinir hennar, eiginmaðurinn Jón og synirnir Kalli og Rúrri. Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (Þýð. S. Egilsson) Ég fel í forsjá þína, guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma, og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi í nótt. (M. Joch.) Arnheiður og Metta. Nú kveðjum við ömmu Svennu og um leið streyma fram ýmsar minningar. Þegar við vorum yngri, ég og Nonni bróðir, man ég oftast eftir ömmu eldandi, pijónandi eða lesandi. Alltaf þegar ég og litli bróð- ir gistum hjá ömmu í Reykjavík eða hún hjá okkur í Ólafsvík, þá leið ekki það kvöld að hún segði okkur ekki sögur áður en við fórum að sofa. Fyrsta minning mín um hana er sú, að hún bað mig oft um að greiða sér. Hún sat þá á rúmi sínu og ég hljóp í kringum hana með greiðu og greiddi í gegnum hár hennar. Hún sat þar lengi og bað mig um að halda áfram. Þegar ég var á fermingaraldri, fórum ég, Gunnar Helgi frændi minn og Rakel vinkona mín oft til Reykjavíkur. Við gistum alltaf hjá ömmu eins og eina helgi. Amma tók alltaf vel á móti okkur og vildi allt fyrir okkur gera. Þegar ég fór til Reykjavíkur í framhaldsnám, þá gisti ég oft hjá henni dögum saman. Þó að hún hafi verið veik á fæti, vaknaði hún alltaf með mér á morgnana, klukkan 7, og eldaði hafragraut. Þegar ég kom heim eftir skóla var hún alltaf með eitthvað tilbúið að borða. Yfír- leitt fékk ég að ráða hvað yrði í kvöldmat, og var þá annaðhvort pizza eða fískur. Svo var alltaf smá kvöldkaffi, vegna þess að henni fannst maður aldrei borða nógu mikið. Við viljum þakka ömmu fyrir samverustundirnar og biðja Guð að taka vel á móti henni. Litja og Jón. Minningar um Svennu ömmu eins og við alltaf kölluðum hana eru margar, minningar um glað- lynda og yndislega konu sem aldrei hverfa úr huga okkar. Ferðir okkar að vestan til ömmu Svennu í Gnoðarvoginn voru ófáar og tók hún okkur ávallt opnum örmum hvort sem lengri eða skemmri dvöl var að ræða, til dæmis stuttar kom- ur til tannlæknis eða við upphaf framhaldsnáms. Enda þótt við bönkuðum fyrirvaralaust upp á, vantaði ekki gestrisnina, því alltaf var dúkað borð, kræsingar bornar fram og nóg var svefnplássið. Okk- ur eru í fersku minni verslunarferð- irnar í Glæsibæ sem voru ófáar, því aldrei mátti neitt vanta er gesti bar að garði. Það var okkur alltaf mikið til- hlökkunarefni þegar von var á ömmu vestur. Var hún þá oft og iðulega með pijónana með sér og mikið komu vettlingar og hlýir sokk- ar sér vel á köldum vetrum heima
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.