Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Systir mín og uppeldissystir okkar, SIGRÍÐUR J. STEFÁNSDÓTTIR KELLEY, andaðist á heimili sínu í Bandaríkjunum 16. þ.m. Pétur Stefánssbn, Oddný Thorsteinsson, Björgólfur Stefánsson. t Elskuleg móðir okkar, ÍSBJÖRG HALLGRÍMSDÓTTIR, Skipholti 21, áður Laugavegi 128, lést í Landspítalanum 16. nóvember. Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna og langömmubarna, Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Hallgrimur Þorsteinsson, Sigurleif Þorsteinsdóttir. t Bróðir okkar, GUNNAR ERLENDSSON, Kálfatjörn, verður jarðsunginn frá Kálfatjarnar- kirkju í dag, laugardaginn 18. nóvember kl. 15.00. Systkini og fóstursystkini. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR KLEMENSDÓTTUR, Holtsgötu 31. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hvítabandsins. Klemens Guðmundsson, Astri Guðmundsson, Aðalheiöur Guðmundsdóttir, Jón Helgason, Hrefna Guðmundsdóttir, Óli Már Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Elsa Baldursdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Geoffrey Brabin, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsáynda samúð og hlýhug við andlát og útför MAGNÚSAR DANIELS ÓLAFSSONAR, Njálsgötu 31 a. Kristín Jónsdóttir, Ólafur Magnússon, Lilja Sigmundsdóttir, Emilía Magnúsdóttir, Birgir Birgisson, Guðrún Gunnarsdóttir. t Þökkum innilega samhug og hlýju vegna fráfalls sonar okkar, föður, sonarsonar og bróður, HALLDÓRSSVAVARS ÓLAFSSONAR, sem lést í snjóflóðinu á Flateyri 26. október sl. Sigurlaug Ingimundardóttir, Ólafur Halldórsson, Hrafnhildur Ósk Halldórsdóttir, Ósk Ólafsdóttir, Þorsteinn Ingi, Guðmundur Smári, Ingibjörg Ragnhildur, Rögnvaldur, Baldur Smári og aðrir aðstandendur. HALLDÓR SVA VAR ÓLAFSSON + Halldór Svavar Ólafsson fæddist á ísafirði 18. maí 1971, en ólst upp í Bolungarvík. Hann lést í snjóflóðinu á Flat- eyri 26. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hall- grímskirkju 2. nóvember. KÆRI vinur. Ég grét þegar ég frétti lát þitt. Ógnarkraftur snjó- flóðsins á Flateyri æddi yfír blóm- íega byggðina, eirði engu sem það fór yfír og mannvirki rústir einar og er yfír lauk lágu tuttugu mann- eskjur í valnum, sviftar lífí á augna- bliki og einn þeirra, sem í þessum ægilegu hamförum lentu, varst þú. Nú er enginn Dóri framar, aðeins lifír minningin ein um góðan dreng, sem sérhvem dag síðan hörmung- amar dundu yfír hefur staðið mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Ég hafði aldrei hitt þig né séð fyrr en leiðir okkar lágu saman á Staðarfelli í Dölum. Við urðum svo- kallaðir langtímamenn þar. Ég hafði komið þangað nokkru á undan þér, en síðan vörðu samvistir okkar um nokkurra mánaða skeið. Aldurs- munur var á okkur, ég um það bil helmingi eldri, en það breytti ekki því, að við urðum fljótlega nánir vinir. Og þannig var það með þá hina, sem vom okkur samferða í lengri dvöl en almennt er á Staðar- felli. Mér em þeir allir í fersku minni, Gunnaramir, Steini, Jón S. og síð- ast en ekki síst þú, Dóri minn, sem barst af þér svo einstaklega góðan þokka. Þú varst stór, laglegur, yfír- vegaður en fyrst og fremst ljúfur, einlægur og traustur félagi. Við sem fórum til dvalar á Staðarfelli áttum öll það sameiginlegt að hafa misst tök á okkar daglega lífi. Við emm hluti af þeim stóra hópi fólks sem orðið hefur Bakkusi að bráð og viðurkennir það og vill gera eitt- hvað til að breyta því. Ég mun aldrei gleyma þessari dvöl á Staðarfelli. Eg gleymi ekki víkingagrúppunum okkar, þar sem menn köfuðu í sjálfa sig og reyndu af innstu og bestu vitund að þekkja sitt innsta eðli, ekki gleymi ég held- ur AA-fundunum, þar sem við tjáð- um okkur af einlægni frá dýpstu hjartans rótum, reyndum að átta okkur á hvernig lífíð hafði smátt og smátt flotið frá okkur, ættingjar og vinir fjarlægst okkur og við sjálf- ir mnnið á rassinn þrátt fyrir góðan ásetning og fögur loforð og fyrir- heit. Ég gleymi heldur ekki göngu- ferðunum okkar um Fellsströndina Dóri minn, út eftir og inn eftir. Þá var svo oft spjallað um það sem við þrátt fyrir allt vildum ekki segja öllum. Þá gastu af hreinu hjarta sagt mér frá litlu dóttur þinni í Reykjavík, sem þú eiskaðir svo inni- lega, en gast því miður ekki verið samvistum við að staðaldri. Þú sagðir mér frá yngsta bróður þínum sem var þér svo kær, frá foreldmm þínum sem alla tíð reyndust þér svo vel, þrátt fyrir þína erfíðu daga á stundum. Þú sagðir mér frá sundinu og þegar þú varst í unglingalands- liðinu í þeirri grein og áttir heima í Bolungarvík. Og vinur minn, þú gast verið afskaplega viðkvæmur, þegar þú varst að segja mér frá lífi þínu og erfíðleikum. Oft mátti sjá hjá þér blik á brá og tár á hvarmi. Við vorum báðir Vestfírðingar og gátum því af langri reynslu tal- að um þann landshluta og lífíð þar. Ég heyrði að allt fyrir vestan var þér mjög kært. Ég minnist þess að eitt sinn eftir langa tveggja manna göngu þar sem þér lá margt og mikið á hjarta og þú hafðir nánast talað einn alla leiðina. Er við nálg- uðumst húsið á Staðarfelli stoppað- ir, þú tókst utan um mig og sagð- ir: „Ævar minn, mér þykir svo vænt um þig. Þú hefur svo gott „eyra“, þú ert alltaf tilbúinn að hlusta." Mér þótti ákaflega vænt um þessi MARGRÉT MA TTHÍASDÓTTIR + MARGRÉT Matthíasdóttir fæddist í Reykjavík 10. jan- úar 1936. Hún lést á Landspítal- anum 1. nóvember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 8. nóvember. MIG LANGAR að kveðja Margtéti frænku með örfáum orðum. Það er svo erfitt að trúa því að ég eigi ekki eftir að hitta hana aft- ur, annaðhvort á kóramóti eða ætt- armóti. Ég hef alltaf dáðst að dugnaði hennar og þessu létta skapi, sem til dæmis hjálpaði henni til að standa sig eins og hetja í þessum erfíða sjúkdómi, sem varð henni að aldurtila. Margrét var alin upp á söngelsku heimili. Söngur var hennar líf og yndi, enda söng hún vel. Þau eru ógleymanleg jólaboðin sem foreldr- ar hennar héldu. fyrir ættingjana, þar var alltaf sungið og spilað. Þessi sönggleði hefur haldið áfram á heimili Margrétar og heimilum barna hennar. A hennar heimili var alltaf gaman að koma og hlusta á fjölskylduna syngja. + Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug viö andlát eiginmanns míns, INGIMARS LÁRUSSONAR. Ásta Kr. Erlingsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Kærar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður okkar, GESTSSTURLUSONAR frá Fljótshólum. Systkinin. orð þegar ég fann hve innilega þú meintir þau. En þannig erum við margir alkóhólistarnir. Við erum svo oft svo lokaðir og einir með okkar innri tilfínningar, erum ein- mana og engir til að hlusta á okk- ur, hvað þáiheldur skilja þann sjúk- dóm sem við göngum með allt okk- ar líf. Margir í umhverfínu dæma okkur veikgeðja vesalinga öllum og öllu til armæðu og tjóns. Vissulega völdum við sjálfum okkur og öðrum oft sársauka og erfiðleikum og margar brýr bijótum við að baki okkur, - en það veldur okkur oft sálarkvölum og sektar- kennd, svo við lokumst enn frekar inni í sjálfum okkur, með sjálfsvor- kunnina og einmanaleikann í huga og hjarta. Miðað við hve ungur þú varst, þegar lífsneistinn slokknaði, hafðir þú öðlast gífurlega lífsreynslu. Það er einnig eðli alkóhólista að safna mikilli reynslu. Þar leiðir hvað af öðru. Hvað sem öllu leið, týndir þú aldrei góða drengnum í sjálfum þér. Góði drengurinn sem ekki fór alltaf hefðbundnar slóðir í lífinu og gekk ekki alltaf beinustu og auð- veldustu leiðina, skein alltaf í gegn, - hjálpsamur, dyggur, trúr. Ég mun sakna þín alla tíð. Sakna þín vegna þess hver og hvernig þú varst. Ljúfur, einlægur og breyskur. Þú viðurkenndir breyskleika þinn og vildir breyta og bæta sjálfan þig. Allir aðrir eru líka breyskir, en viðurkenna það aldrei og eru sífellt að reyna að breyta öllum öðrum en sjálfum sér. Ég kveð þig kæri vinur. Ljúf minningin mun llifa. Ég þakka sam- fylgdina. Hinar innilegustu samúðarkveðj- ur til litlu dóttur þinnar, Hrafnhild- ar Óskar, foreldra þinna, Sigurlaug- ar og Ólafs, Baldurs bróður þíns og annarra systkina þinna og allra þeirra sem um sárt eiga að binda vegna sviplegs fráfalls þíns. Ég bið Guð að styrkja þau öll og alla þá aðra sem þjást og líða vegna hörmunganna á Flateyri. Hvíl í friði. Ævar Harðarson frá Hafnarfirði. Ég kveð Margréti frænku með söknuði og bið Guð að geyma hana. Ég bið Guð að styrkja fjölskyldu hennar. Beyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; En orðstír deyr aldregi hvem er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Jónina G. Melsteð. Kæra Margrét. Einn góðan veðurdag tókum við tal saman í vinnunni og þú spurðir mig hvort mig langaði að syngja í kór. Löngunin var til staðar, en ég var lengi að svara en mætti þó á æfingu hjá SFR-kómum sem þú og önnur nafna okkar stóðuð fyrir. Ég var langyngst og naut mín vel innan um kórfélagana þetta ár sem við sungum saman. Ég gleymi aldr- ei fallegu röddinni þinni sem engin landamæri virtist hafa. Seinna þegar ég fór að syngja með Kvennakór Reykjavíkur vissi ég og fann hvaða hamingju þú hafð- ir gefið mér með því að leiða mig fyrstu skrefín, til söngsins. Þessa hamingju gafstu mér líklega óafvit- andi en þú þekktir hana og vissir hvað hún er mikils virði. Fyrir þetta þakka ég þér af heilum hug. Minn- ingin um þig mun lifa í hjarta mínu þar sem söngurinn og gleðin á stað. Þar býr einnig sorgin og söknuður- inn en án þeirra gæti maður aldrei lært að njóta gleðinnar. Kæri Hjálmtýr, sorg þín er þung, en minningin um góða konu lifir í vel gerðum einstaklingum og röddin sem senn bætist við í kór englanna er sterk, hrein og tær, rödd ham- ingju og gleði. Guð blessi þig. Margrét Thorlacius Friðriksdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.