Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 35 EINAR JÓHANNESSON + Einar Jóhann- esson var fædd- ur að Gauksstöðum í Garði 28. maí 1937. Hann lést í Héraðssjúkrahús- inu á Blönduósi 8. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Helga Þor- steindóttir og Jó- hannes Jónsson út- vegsbóndi. Hann var yngstur 14 systkina, en af þeim eru sjö á lífi. Einar var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Sigur- björg Árnadóttir og eru börn þeirra Arni, Asta og Jóhannes Helgi. Síðari kona hans er Guðrún Sigurðardóttir og eru þeirra börn Ingimar Ársæll, Elín Björk og fóstursonur Gunnar Þór. Útför Einars fer fram frá Blönduóskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. HINN 8. nóvember barst mér sú fregn að þá um morguninn hefði Einar bróðir minn látist á Héraðs- sjúkrahúsinu á Blönduósi. Það má segja að stutt sé stórra högga á milli hjá okkur systkinun- um, því ekki eru nema fjórir mánuðir síðan Þorsteinn elsti bróð- ir okkar lést, og nú er Einar sem var yngstur, horfinn úr hópnum. Þegar litið er til baka koma upp í hugann margar góðar og ljúfar minningar um Einar bæði frá æskuárunum heima á Gauksstöð- um og samveru og samstarfi síðar á ævinni. Einar var með mér á sjó í nokk- ur ár bæði sem háseti og vélstjóri. Hann var mjög góður starfsmaður bæði duglegur og laghentur, og lék allt í höndum hans sem hann snerti á. Mér er minnisstæð morgunstund á síldveiðum fyrir austan þegar við fengum stórt kast að Einar var vélstóri og sá um að vera á spilinu og háfa, að liprari handtök hefi ég sjaldan séð, því honum tókst að háfa í fullt skipið á aðeins 40 mínút- um, sem var ótrúlegur hraði. Það var hrein unun að horfa á hvernig allt lék í höndum hans. Einar var mikill hagleiks- og hugvitsmaður og hannaði nýja gerð plóga, bæði fyrir kúfisk og ígulker, sem reynst hafa mun afkastameiri en eldri gerðir. Mér er kunnugt um að hann var að vinna að fleiri at- hyglisverðum uppfinningum, sem því miður komust ekki í fram- kvæmd. Við systkini hans og niðjar stöndum í mikilli þakkarskuld við hann í sambandi við ættarmót sem haldið var að Gauksstöðum á 100 ára ártíð móður okkar Helgu Þor- steinsdóttur 22. júlí 1992, en þar var hann aðalstjórnandi og fórst það prýðisvel úr hendi. Einar var mikill áhugamður um golf og var í stjórn Golfklúbbsins Oss á Blönduósi fyrstu starfsár hans. Undanfarin ár hafði Einar ekki gengið heill tii skógar og gekkst á sl. sumri undir stóra skurðaðgerð á baki, og eftir margra ára þjáning- ar var hann nú á góðum batavegi þegar kallið kom. Nú þegar leiðir skilja vil ég þakka fyrir samfylgdina og sam- starfið og ég veit að vel verður tekið á móti þér á strönd hinnar miklu móðu. Eiginkonu og börnum votta ég mína innilegustu samúð. Guð blessi ykkur öll. Hvíl þú í friði, elsku bróðir. Gísli S. Jóhannesson. í dag er gerð á Blönduósi útför Einars Jóhannessonar frá Gauks- stöðum í Garði, en hann lést á 58. aldurs- ári af hjartasjúkdómi sem hann hafði kennt sér fyrir nokkrum árum. Einar var yngstur í stórum barnahópi heiðurshjónanna Helgu Þorsteinsdóttur og Jóhannesar Jóns- sonar, sem bjuggu á Gauksstöðum um meira en hálfrar aldar skeið. Þar ólst. Einar upp í hressum og glað- værum systkinahópi og naut þar áreiðanlega þeirra for- réttinda sem því fylgja að vera yngstur. Gauksstaðir standa nán- ast á fjörukambinum, og þar fyrir framan blasir hafið við í síbreytileg- um myndum og tónum og mótar huga og líf þeirra sem búa í návist þess. Það lá því nánast beint við að drengurinn færi á sjóinn þegar hann komst til vits og ára. Hann varði miklum hluta ævi sinnar við sjómennsku, fyrst á heimaslóð með bræðrum sínum en síðan víðs vegar um land þangað til hann flutti fyr- ir um tuttugu árum norður í Húna- vatnssýslu þar sem hann bjó til æviloka, lengst af á Blönduósi. Það kom snemma í ljós að Ein- ari var margt til lista lagt, í orðsins fyllstu merkingu. Hann var afburða hagur á nánast hvað sem var, eins og sjá má á því sem eftir hann ligg- ur. Hann hafði ótrúlegt hugmynda- flug sem beindist ekki síst að tæknilegri sköpun og úrbótum á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Þar skilur hann eftir sig ýmsar hagnýt- ar uppfinningar sem hafa komið að miklum notum, ekki síst á sviði sjávarútvegs sem hann þekkti svo vel til. En hugarflugi Einars virtust litlar takmarkanir settar, og það einskorðaðist ekki við sjóinn. Sem dæmi um það má nefna að hann hannaði og smíðaði svonefndan plöntustaf sem hefur á síðari árum verið tekinn í notkun um land allt við gróðursetningu ttjáplantna. Þetta verkfæri hefur einfaldað og flýtt mjög fyrir trjáplöntun, meðal annars í sambandi við þær milljón- ir plantna sem sem settar hafa verið niður á vegum Landgræðslu- áætlunar á undanförnum árum. Hver tijáplanta sem er sett niður með slíkum staf og sem nær að verða tré er nokkur minnisvarði um hug- og verksnilld þessa góða drengs sem við kveðjum í dag. Þann árangur mun honum ekki síst þykja vænt um að sjá frá þeim áfangastað sem hann er nú kominn til. Einar Jóhannesson var, eins og margir aðrir hugvitsmenn, í eðli sínu svolítið óraunsær á lífið og tilveruna; hann var einlægur, við- kvæmur og hrekklaus og varð meðal annars vegna þess fyrir ýmsum skakkaföllum í lífinu. Hon- um var ekki vel sýnt um að fylgja sjálfur eftir hugmyndum sínum, og ég hygg að hann hafi af þeim sök- um ekki notið ávaxtanna eða mik- ils fjárhagslegs ávinnings af þeim. Það mun þjóðin hins vegar gera og hefur þegar gert, og þess vegna hefur hann markað sín spor í til- vist hennar. Einars verður ávallt minnst sem góðs, vandaðs drengs, og fyrir hönd frændfólks hans flyt ég fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. Ingvi Þorsteinsson. Hann Einar Jóhannesson er í valinn fallinn langt um aldur fram. Sú staðreynd verður ekki aftur tek- in en eftir lifa ættingjar og vinir, hryggir með dýrmætar minningar. Einar Jó, eins og flestir kölluðu hann, var eftirminnilegur maður. Hann var það sem kallað er þús- undþjalasmiður og hugmyndaupp- spretta og sannast sagna nokkuð á undan sinni samtíð. Hann hann- aði og smíðaði skelfiskplóg sem löngu er landsþekktur og á teikni- borði hans var nær fullgerð ígul- keijasuga. Margt fleira mætti nefna en það verður ekki gert hér heldur vil ég nota tækifærið og þakka fyrir að hafa fengið að kynn- ast þessum manni en þau kynni hófust fyrir alvöru þegar ég gekk í golfklúbbinn Ós. Samverustund- irnar með honum bæði í leik og starfi voru ómetanlegar og golf- klúbburinn á Einari Jó mikið að þakka. Það er sama hvað nefnt yrði í sambandi við starfið í golf- klúbbnum alls staða'r kom Einar Jó við sögu. Hann útvegaði dráttar- vél, smíðaði tæki sem þurfti og sá um að halda öllu þessu gangandi. Það gleymist seint þegar hann kom með dráttarvélina sína upp á golf- völl, dráttarvél af Ferguson gerð sem fékk fljótlega á sig nafnið „stolni Gráni“. Dráttarvél þessa sótti Einar að bænum Litlu-Giljá en þar hafði hann geymt hana frá því hann stundaði þar búskap. Svo mikið lá Einari á að sækja vélina og koma henni til starfa á golfvell- inum að það fórst fyrir að tilkynna ábúandanum um brotthvarf henn- ar. Að sjálfsögðu var réttum yfir- völdum tilkynnt um hvarf vélarinn- ar en hið sanna kom fljótlega í ljós. Þetta atvik lýsir Einari ef til vill hvað best. Hann vildi drífa í hlutun- um og koma þeim sem fyrst í verk en smámunir hverskonar voru hon- um þymir í augum og einungis til þess fallnir að tefja fyrir fram- gangi mála. Það er af svo mörgu að taka þegar minningamar sækja á en í öllu þessu starfi stóð við hlið Einars kona hans Guðrún Sig- urðardóttir (Dúna) og böm þeirra. Ég veit að ég mæli fyrir munn allra félaga í golfklúbbnum Ós á Blöndu- ósi. Þín er sárt saknað, hafðu þökk fyrir allt, far þú í friði, minning um hlýjan og góðan dreng mun lifa. Megi góður Guð styðja og styrkja fjölskylduna á Brekkubyggð 23 í þeirra miklu sorg svo og ættingja alla og ástvini. Jón Sigurðsson. Með Einari Jóhannessyni er fall- inn frá hæfileikamikili og íjölskrúð- ugur drengskaparmaður. Fáein kveðjuorð duga alls ekki til að gera skil lífshlaupi Einars á fullnægjandi hátt, enda verður þess ekki freistað hér. Kynni okkar Ein- ars hófust árið 1982, er undirritað- ur flutti norður á Blönduós. Það stendur mér ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum þegar við hittumst fyrst. Einar var sem svo oft áður að glíma við einhveijar af ótal- mörgum hugmyndum sínum og leitaði til mín í sambandi við hana. Ekki man ég það svo glöggt hvort ráð mín gögnuðust Einari eitthvað, ég held ekki, því hann var alltaf mörgum skrefum á undan öðrum, þegar um úrlausnir á flóknum vandamálum var að ræða. Þegar ég sit hér og hripa þessar línur á blað til minningar um vin minn og læt hugann reika, þá held ég satt best að segja að Einar hefði leyst úr hveiju því vandamáli sem fyrir hann hefði verið lagt. Að loknu amstri hins daglega lífs átti golfíþróttin sterkan þátt í BERGLÍN * BERGSDOTTIR + Berglín Bergs- dóttir fæddist á Bæjarskeijum Miðneshreppi desember 1945. Hún lést á Landa- kotsspítala 9. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Pálína Þórunn Theodórs- dóttir, f. 29. maí 1921, og Bergur Vigfús Sigurðsson, f. 4. mars 1916, d. 28. janúar 1993. Þau hjónin eignuð- ust níu börn og eru þau: Þor- björg, f. 1939, Vigdís Theodóra, f. 1941, Margrét, f. 1942, d. 22. júlí 1994, Berglín, f. 1945, Ein- ar, f. 1947, Hrönn, f. 1949, Guðveig, f. 1950, Valgerður Auðbjörg, f. 1952, og Sigurður Skúli, f. 1959. Berglín átti sín æskuár í faðmi fjölskyldunnar á Bæjarskerjum. Fyrri maður Berglínar var Eggert Gunnþór Gunnarsson og eignuðust þau þijú börn. Börn þeirra eru: 1) Guðný Gunnur, f. 22. septem- ber 1964. Hún er gift Jóni Trausta Guðjónssyni. Börn þeirra eru: Berglín 26. júli Ingibjörg Þuríður, f. 12. mars 1987, og Eggert Gunnþór, f. 18. ág- úst 1988. Þau eru búsett á Eskifirði. 2) Bergur Þór, f. 17. mars 1975, búsettur í Garði. 3) Margrét Arna, f. 14. janúar 1980, búsett í móð- urhúsum. Seinni maður Berglínar er Guðmundur Björn Hólmgeirsson, bif- reiðarstjóri hjá Jóni Erlings- syni. Giftu þau sig 4. desember 1992, hafa þau búið allan sinn búskap á Hjallagötu 3, Sand- gerði. Guðmundur á fjögur börn frá fyrra hjónabandi. Berglín sinnti um árabil ýmsum störfum utan húsmóðurstarf- anna, m.a. við fiskvinnslu, mötuneyti og afgreiðslu. Síð- ustu árin starfaði hún á dvalar- heimili aldraðra, Garðvangi í Garði. Útför Berglínar fór fram frá Hvalsneskirkju 17. nóvember síðastliðinn. NÚ ÞEGAR við systkinin setjumst niður verður okkur orðafátt þegar svo stórt skarð hefur verið rofið í líf okkar og það dýrmætasta frá okkur tekið. Elsku mamma okkar, nú ætlum við að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og fylgt okkur í gegnum súrt og sætt. í augum okkar varstu okkur ætíð góð og hugulsöm. Þegar við hugs- um til þess að aðrir fái þá hlýju sem þú veittir okkur í gegnum lífstiðina, þá líður okkur vel af því að aðrir fá þessa umhyggju sem við fengum. Nú á seinustu mánuðum þegar bar- áttan var orðin ströng var samt alltaf stutt í brandarana og hnitmið- uð tilsvör svo að allir sem í kringum þig voru kættust. Það var sama hversu heltekin þú varst, þú hlífðir okkur alltaf og sýndir okkur alltaf ljós lifsins. Okkur hefði ekki tekist að sætta okkur við svo harðan heim ef þú og systkini þín hefðu ekki stutt við bakið á okkur í gegnum þessa miklu sorg. Að lokum viljum við þakka öllum sem sýnt hafa okkur hug og hlýju. Elsku Gummi, amma og systkini. Megi Guð gefa ykkur styrk í gegn- um þessa miklu sorg. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 2 á Landakotsspítala. Guðný Gunnur, Bergur Þór og Margrét Ama. Elsku amma í Sandgerði, sem nú hefur verið tekin frá okkur allt of fljótt, við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum saman og við vitum að heilsan leyfði þér ekki að koma til okkar í sumar, en samt komstu til að sjá nýja heimilið okk- ar og var það okkur dýrmæt heim- sókn. 1 minningu okkar verða ferð- lífi Einars og áttum við saman margar góðar stundir á golfvellin- um. Þær eru mér ógleymanlegar ferðimar sem við fórum saman vítt og breitt að keppa í golfi. Þá voru þær óteljandi ferðimar upp í Vatna- hverfi, ekki bara til að spila golf, alveg eins til að vera úti í náttúr- unni og ræða saman um lífið og tilveruna svona yfirleitt. Það er þó sérstaklega ein golf- ferð sem stendur upp úr, en það er keppnisferð sem við fóram í. Norðurlandsmót í golfi á Akureyri. Þegar því móti lauk hampaði Einar Norðurlandsmeistaratitli í flokki öldunga. Það var létt yfír okkur félögunum á leiðinní heim, að mót- inu loknu og hafði Einar orð á því brosandi á sinn hógværa hátt, að nú væri búið að koma Blönduós á kortið í golfinu. íþróttinni sem hann hafði svo mikið yndi af. Það var gott að koma við á Brekkubyggð 23 og við bragðið gestrisni og góðmennsku heimilis- fólksins. Oft var setið og skegg- rætt um hina ólíkustu hluti, sem spönnuðu allt litróf hins mannlega lífs, - það var kannski þar sem við fundum ekki alltaf lausnir á vanda- málunum, - og þó, við gerðum það reyndar stundum. Elsku Dúna, Ella, Ingimar og Gunni, þið hafið misst mikið, en ég vona að minningin um góðan og traustan dreng létti ykkur missinn. ' Hjá þér, Einar minn, er rannið úr stundaglasinu og þú lagður af stað í hinstu för. Ég kveð þig, kæri vinur, með þessum fátæklegu orðum, um leið og ég bið góðan Guð að blessa þig og þína. Páll. imar suður til þín ógleymanlegar, alltaf farið niður á hom til langömmu og langafa meðan hann var á lífi og svo í ísbúðina á eftir. Elsku amma, nú þegar leiðir okkar skilur mun minningin um þig lifa og viljum við biðja Guð að vemda Gumma afa, langömmu, mömmu, Berg og Margréti. Þín barnabörn á Eskifirði, Berglín Sjöfn, Ingibjörg Þuríður og Eggert Gunnþór. Á vegferð okkar gegnum völund- arhús lífsins er ekki alltaf sólskin og logn, okkur mæta stundum vá- lind veður og grár hversdagsleikinn þrengir svo að lífsgleðinni, að við fyllumst depurð. Við slíkar aðstæð- ur verður mörgum gjarnan fyrst ljóst að það eru öðra fremur sam- ferðarmennimir í margbreytilegum tilburðum sínum sem ljá lífínu lit. Berglín Bergsdóttir var ein af þess- um óborganlegu einstaklingum sem var tamara að gefa en þiggja lífs- gleðina. Hún hafði í ríkum mæli þann einstaka hæfileika að feykja burt grámyglu hversdagsleikans með smitandi lífsgleði, gáskafullum uppátækjum og skondnum tilsvör- um. í raun held ég að henni hafi fundist fráleitt að vera leiðinleg. Þegar allt eins var hægt að vera skemmtilegur. Maður gæti ályktað sem svo að lífsgleði hennar stafaði af stöðugum meðbyr, en því fór fjarri. Hún kynntist mótlætinu ekki síður en við hin. í starfi sínu á Garðvangi nutu hæfileikar Berglín- ar sín vel, hún hafði ríkulega af því sem til þurfti og var víkingur til vinnu. Það er stórt skarð ófyllt í starfsmannahópnum á Garðvangi. í apríl sl. veiktist Berglín af sjúk- dómi þeim sem hún hefur nú lotið í lægra haldi fyrir. Aðdáunarvert var að fylgjast með samheldni fjöl- skyldunnar allrar, eiginmanns, barna og systra, sem vart véku frá sjúkrabeði hennar þar til yfir lauk. Þessu fólki ásamt aldraðri inóð- ur, bræðrum, barnabörnum, tengdasyni og öðrum ástvinum vottum við starfsfélagar Berglinar dýpstu samúð. Með söknuð í hjarta kveðjum við. Þökkum fyrir sam- fylgdina og biðjum þann sem öllu ræður að varðveita hana og alla þá sem hún unni. F.h. starfsfólks Garðvangs, Kristin Nikolaidóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.