Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Gf0.fc.NLANB P«nm.ixkJ. 7 W ATUWrÁCOO. CAMADA i undUnd >AOftC ÓCfc ROf. »W C SAÐAQU .FRÁNCE WJWOM, CHINA CMðtA NORTÍH 'jmcnmm mc u&OMDm -nauiicaí- Rmít “ r' “ , Þf'ORTH \tiantic ÍIWWFS, 200-nautfcal- milc iimfc EOUATOA FERU OUlTl 7 ACIFJII ÍNDIAN OCEAN ISOtlTH AUSTRAUA EffiJ w»e simAp ■200-nAuticaf- míte limít Cmtfoon., OttfM. Soutb Kcrea. *ná VY«»t*rn SjJíar.i co aot h-me * 2<DO-nauSicoJ- t&tím. \ NÆR 40% hafsvæðis á jörðinni falla nú undir yfirráð rílga heimsins, en hraðast gekk á al- þjóðleg hafsvæði þegar ríki kepptust við að færa efnahags- lögsögu sína í 200 mílur. í texta Fiskimið o g rányrkja með meðfylgjandi korti úr JVat- ional Geographic segir, að slík útfærsla lögsögu hafi þó ekki komið í veg fyrir rányrkju víða á eftirsóttustu tegundum. Ríkar þjóðir kaupi sér rétt til að veiða í lögsögu fátækari þjóða, úthafs- veiðiskip hirði þann fisk, sem fari út fyrir lögsögu og fiskurinn I sjónum verði æ dreifðari og minni. A kortinu eru merkt inn helstu fiskisvæði. Rauðir kassar, með teikningu af beinagrind fisks, merkja fiskistofna þar sem rányrlga hefur verið stunduð. I nágrenni íslands er síldin nefnd til sögunnar, sem og þorskurinn og ýsan. FISKISKIPAFLOTI heims er nú ein milljón skipa, tvö- falt fleiri en árið 1970. í grein National Geographic er m.a. fjallað um verksmiðjuskip og birt þessi skýring- armynd að skipinu Alaska Ocean, sem sýnir vinnsluna um borð. Skipið getur unnið 600 tonn af ufsa á dag í surimi, sem er eins konar fiskhakk, notað í fjölmarga tilbúna fiskrétti. A myndinni sést hvar aflinn kemur inn um skutinn (1), losaður niður á millidekk (2), en netið er undið upp (3). Aflinn er vigtaður (4) og fiskur- Ein milljón skipa við veiðar inn því næst slægður og hreinsaður (5). Ekkert fer til spillis, slóg og afskurður er unnið í fiskimjöl (6) og geymt í lest (7). Fiskflökin eru þvegin og meðhöndluð (8) , áður en þau fara í vél sem vinnur úr þeim surimi (9) . Blokkir af surimieru frystar (10) ogþeim komið fyrir í frystilest skipsins (11). Ekki væsir um 125 manna áhöfn, en íbúðir og sameiginlegasr vistarverur eru á sérstöku þilfari (12). Þar er veitingasalur, leikfimisalur og sjónvarpstæki í flestum káetum. I hægra horni uppi er lítil teikning, sem sýnir stærð flottrollsins og er Frelsisstyttan í New York höfð til samanburðar. Tímaritið National Geographic birtir 36 blaðsíðna grein um fiskveiðar og hrun fiskistofna HIÐ óhugsanlega hefur gerst: Auðlindir hafs- ins, sem eitt sinn voru taldar óþijótandi, hafa reynst takmarkaðar og nú beijast þjóðir um fiskinn, sem eitt sinn var fæða fátæka mannsins. Tækni- framfarir hafa leitt til þess að afli hefur fjórfaldast frá 1950, en af- leiðingin er hrun fiskistofnanna. Á næstu árum munu átök enn harðna, en grípa verður til sárs- aukafullra aðgerða til að byggja fiskistofna upp á ný. Þetta kemur meðal annars fram í 36 blaðsíðna grein í nýjasta hefti tímaritsins National Geographic. Blaðamaðurinn, Michael Parfit, ferðaðist víða um heim, talaði við sjómenn, fiskifræðinga, yfirvöld, fór á sjó og alls staðar er sagan hin sama: Fiskurinn er að hverfa. „Málið er einfalt," segir í grein- inni, „Það eru of margir fiskimenn og of lítill fiskur. Þetta er enn ekki vandi að því leyti að enn hafa ekki myndast langar biðraðir kaup- enda á fiskmörkuðum, þar sem allar hillur eru tómar, verðið hefur ekki rokið upp úr öllu valdi og hungursneyð ríkir ekki meðfram strandlengjum. Árlegur afli nemur BARIST UM FISKINN 78 milljón tonna og virðist sú tala stöðug lækka. En íjölmargt veldur þeim, sem treysta á sjósókn til fæðu- og fjáröflunar, áhyggjum.“ í greininni er rakið að bylting í tækni undanfarin 50 ár hafi leitt af sér mjög öflugan flota verk- smiðjuskipa eða frystitogara sem geti veitt og unnið tonn af fiski á klukkustund. I þessum flota séu 37 þúsund skip, með einni milljón manna í áhöfn. Um 12 milljón fley séu í flota minni báta og skipa, en sá floti veiði þó aðeins um helm- ing af heildarafla heimsins á ári hveiju. Afla kastað í hafið Víða sé gengið nærri fiskistofn- um með mengun, fæða fisksins sé að hverfa, afla sé kastað aftur í hafið ef það borgi sig ekki að færa hann til hafnar, en fyrst og fremst sé um ofveiðar að ræða. Sumir fiskistofnar hafi algjörlega hrunið og öðrum sé stefnt í voða með því að veiða þá að þeim mörkum, að þeir geti rétt haldist í jafnvægi, eða tæplega það. „Sjávarútvegur veltir 70 millj- örðum Bandaríkjadala á ári [4200 milljarðar ísl. kr.] og á sér djúpar rætur í þjóðarstolti og menningu og aldalanga frelsishefð, en stjórnvöld setja skoður við því frelsi með lagasetningu, í viðleitni sinni til að leysa vandann. Niður- staðan er umrót. Á þvi eina og hálfa ári, sem ég var að vinna greinina, kynntist ég ýmsum ráð- um og margvíslegum vanda, en endanlég lausn er fjarlæg,“ segir greinarhöfundur. Hann segir engan efast um að sjávarútvegurinn sé í vanda og síst geri sjómenn það. Margir líti þó fremur til þess sem aðrir geri, í stað þess að skoða í eigin barm. í greininni er rakið að Samein- uðu þjóðunum hafi gengið illa að koma saman reglum um úthafs- veiðar. Allir hafi verið sammála um að brýnt væri að leysa vand- ann, en það hafi gengið hægt. „Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna er hluti af þeirri þróun, sem hófst eftir síðari heimsstyij- öld, að setja lög og reglur um fisk- veiðar. Á áttunda áratug var þró- uninni hraðað þegar flestar þjóðir færðu fiskiveiðilögsögu sína úr 12 mílum í 200, til að ná yfir verð- mæt fiskimið. Með þessu var fiski- skipum annarra þjóða ýtt á úthaf- ið. Aðgerðirnar virtust umfangs- miklar á þessum tíma, en nú nægja 200 mílurnar ekki. Fiskur gengur úr lögsögu eins ríkis yfir á alþjóðleg svæði, þar sem honum er mokað upp, án þess að nokkur þjóð geti stjórnað þeim veiðum. Þjóðir, sem horfa upp á að lax þeirra, þorskur eða ufsi sé veiddur áður en hann kemst undir þeirra lögsögu, beijast við þær þjóðir sem stunda úthafsveiðarnar.“ Æ fleiri þjóðir taka til sinna ráða og tíundar greinarhöfundur ástandið við Kapada. Kanada- menn hafi brugðist þannig við hruni fiskstofna á miðum við Ný- fundnaland að hætta þar veiðum. 40 þúsund manns hafi misst at- vinnuna, en togarar frá Spáni, Portúgal og öðrum löndum haldi áfram veiðum rétt utan 200 mílna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.