Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 39 MINNIIMGAR SIGFUS GUÐMUNDSSON + Sigfús Guð- mundsson fæddist í Hólakoti undir Austur-Eyja- fjöllum 28. júní 1912. Hann lést í sjúkrahúsi Vest- mannaeyja föstu- daginn 10. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Einarsson bóndi í Hólakoti og Þuríð- ur Vigfúsdóttir. Sigfús átti einn bróður, Sigurjón, sem er látinn. Hinn 22. septem- ber 1934 kvæntist Sigfús Aur- óru Öldu Jóhanns- dóttur sem lést 11. maí síðastliðinn. Þau eignuðust tvo syni. Þeir eru: Jó- hann G. Sigfússon, kvæntur Gunnvöru Valdimarsdóttur, og eiga þau fjögur börn og tvö barna- börn. Guðmundur Þ. Sigfússon, kvæntur Jónu Ósk Gunnarsdóttur, og eiga þau tvo syni. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Yndislegi afi, nú ert þú látinn og mun ég fylgja þér til grafar í dag. í dag mun ég einnig minnast þess að 6 mánuðir eru síðan við fylgdum til grafar Öldu ömmu, öðru nafni Auróru Öldu Jóhannsdóttur. Ég mun ávallt geyma ofarlega í huga mér yndislegar minningar frá Eyjum. Það var alltaf gaman að vera hjá ykkur á Brimó. Þá var leikið sér á þvottasnúrunni í bak- garðinum, klifrað á kartöflugirðing- unni, stærstu rabarbaramir rifnir úr garðinum og borðaðir með bestu lyst. Farið var upp á bílskúr og leg- ið í sólbaði á brunninum. Ég átti mér alltaf tvo uppáhaldsstaði hjá ykkur, afi minn. Kannski eins og þú manst var bílskúrinn annar þeirra. Ég gat setið þar inni og hlustað á rigninguna beija á þak- inu. Hinn staðurinn var háaloftið, það sem amma kallaði oft ljóna- gryfjuna. Þar sat ég og gramsaði og mátti vera eins forvitin og ég vildi. Þar gat ég legið klukkustund- um saman. Aldrei mun ég gleyma ferðunum okkar um fallegu eyjuna. Það var alltaf farið, í hvert skipti sem ég kom og öll þau sumur sem ég dvaldi hjá ykkur, fórum við á hraunið og í sjoppu. Afi, ég gleymi aldrei stóru nammipokunum sem þú keyptir og maður var alltaf dug- legur að suða líka og þú neitaðir aldrei. Maður mátti svo margt og var svo frjáls, það var svo gaman. Það er svo fátt sem ég get skrifað núna en það er svo margt sem ég upplifi í huga mér. Ég get til dæm- is fundið hlýjuna frá þér, afi minn, og séð mig sitja á löpp þér svona níu ára og leika mér að úrinu þínu sem mér þykir enn svo fallegt. Það var svo gaman að hlaupa um á eið- inu og reyna að komast eins langt út í sjóinn og hægt var án þess að fylla 'stígvélin af vatni, þótt mér tækist ekki alltaf að halda þeim þurrum. Elsku afi minn, sem varst mér svo góður, ég veit að þú ert á góð- um stað með svo margt gott fólk í kringum þig að ég hef ekki áhyggj- ur af þér. Ég vona að þú hafir séð dýrin þín aftur eins og þú talaðir um þegar ég og Ragna heimsóttum þig í haust. Ég gleymi ekki hvað þú varst hamingjusamur þá og einn- ig svo stoltur af barnabörnunum þínum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fyigi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Vonandi sjáumst við aftur. Ást- arkveðja frá okkur öllum. Þórgunnur. LÁRA SKÚLADÓTTIR + Lára Skúladóttir fæddist 20. janúar 1957 á Hvamms- tanga. Hún lést 8. nóvember á heimili sínu, Hverfisgötu 85 í Reykjavík, og fór útförin fram 17. nóvember. DANMÖRK. Fyrirheitna landið fyr- ir svo marga þessa dagana. Og nú varst þú á förum líka. Fyrir svo fáum dögum hringdirðu til að kveðja. Lofar að senda kort með nýja heimilisfanginu í Danmörku. Guji er farinn út að búa í haginn og hundamir fara auðvitað líka! Annað væri ömurlegt. En enginn ræður sínum nætur- stað. Þín ferð varð önnur en sú sem ætluð var. Minningarnar skjóta upp kollin- um ein af annarri. Við áttum skemmtiiegar stundir á sjónum þeg- ar við sátum og hekluðum og pijón- uðum og spjölluðum. Ekki alltaf sammála en aldrei alvarlega ósam- mála. Þú varst svo ljúf og vildir ævinlega gera gott úr öllu. Ekki troða illsakir við neinn. Það var ekki þinn stíll að fara um þessa jarðvist með fyrirgangi og látum. Hógvær og blíð. Þannig mun ég muna þig. Samt aldeilis ekki kjarklaus. Það sannaðist þegar við fórum fyrir Hvalíjörðinn í ofsaroki og glæru- hálku. Bíllinn tók ýmist mark á vind- inum eða bílstjóranum. Ekki æðru- orð frá þér og allt fór vel. Við kom- umst á leiðarenda úr þeirri ferð. Og nú kveð ég þig er þú leggur í þína hinstu ferð. Eg efast ekki um að hvert sem hún kann að liggja þá áttu í þínu ljúfa sinni styrk. Þínum nánustu sendi ég samúðarkveðjur. Ása Björk og Kristinn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveid í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Hannes hlífir engum SKAK Mctro mótiö SKÁKþlNG ÍSLANDS, LANDSLIðSFLOKKUR Fundarsal Þýsk-íslenska, Lyng- hálsi 10. Fjórða umferð fer fram í dag. Teflt er frá kl. 17 alla daga þar til mótinu lýkur, nema miðviku- daginn 22. nóv. Aðgangur ókeypis HANNES Hlífar Stefánsson stórmeistari hefur unnið þtjár fystu skákir sínar í lands- liðsflokki á Skák- þingi íslands. Hann- es hefur byijað mun betur en hinir stór- meistaramir á mót- inu, þeir Jóhann Hjartarson, sem gert hefur jafntefli við þá' Magnús Pálma Örn- ólfsson og Sævar Bjarnason og Helgi Áss Grétarsson, sem enn hefur ekki unnið skák. Hannes á því afar góða möguleika á að vinna íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Það er kominn tími til þess eftir glæsilegan árangur Hannesar á alþjóðlegum mótum hér innanlands. Nú síðast sigraði hann á Friðriksmótinu í septem- ber. Um helgina mætir Hannes þeim Ágústi Sindra Karlssyni úr Hafnarfirði og Jóni Garðari Við- arssyni, sem báðir hafa byijað mjög vel og eiga möguleika á áfanga að alþjóðlegum meistara- titli. Samkvæmt upplýsingum Gunnars Björnssonar, skákstjóra, þarf sjö og hálfan vinning á mót- inu til að ná slíkum áfanga. Staðan eftir 3 umferðir: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 3 v. 2—3. Agúst Sindri Karlsson og Jón Garðar Viðarsson 2'A v. 4. Jóhann Hjartarson 2 v. 5—6. Sævar Bjarnason og Magnús Pálmi Örnólfsson l'A v. 7—10. Helgi Áss Grétarsson, Áskell Örn Kárason, Kristján Eðvarðsson og Benedikt Jónasson 1 v. 11—12. Rúnar Sigurpálsson og Júl- fus Friðjónsson 'h v. Taflmennskan á mótinu hefur verið lífleg og í annarri umferð varð t.d. ekkert jafntefli. Það má ýmislegt læra af, eftirfarandi skák. Hvítur bregst ekki nægilega skarpt við djarfri tískuvörn and- stæðingsins. Vænlegt er t.d. g2- g4 í 7. eða 8. leik. Svarti tekst því það ætlunarverk sitt að tefla Kóngsindverska vörn þar sem hann hefur leikið f7—f5 á undan Rg8—f6. Ekki bætir úr skák þeg- ar hvítur hrókar ofaní yfirvofandi peðaframrás svarts á kóngsvæng og eftir 17. — g4-g3!, sem er þekkt peðsfórnarþema í slíkum stöðum er svarta sóknin orðin óstöðvandi. Hvítt: Rúnar Sigur- pálsson Svart: Ágúst Sindri Karlsson Tiskuvörn 1. c4 — g6 2. Rc3 — Bg7 3. d4 - d6 4. e4 - Rc6 5. Be3 - e5 6. d5 - Rce7 7. Bd3 - c5 8. Dd2?! - f5 9. f3 - Rf6 10. Rge2 - 0-0 11. 0-0?! - f4 12. Bf2 - g5 13. b4 - b6 14. bxc5 — bxc5 15. Rcl - g4 16. Be2 - Rg6 17. Hbl?! - g3! 18. hxg3 — Rh5 19. Del - fxg3 20. Bxg3 - Dg5 21. Bh2 - Bh3 22. Hf2 - Rh4 23. g4 23. - De3! 24. Rd3 - Hxf3 25. gxh5 — Dg5+ 26. Khl — Bg2+ 27. Kgl - Ilxd3 28. Bxd3 - Bxe4+ 29. Kfl - Bxd3+ 30. Re2 - e4 31. Dcl - Dxh5 32. Hb7 - Bxe2+ 33. Hxe2 — Hf8+ og hvítur gafst upp. Haustmót TK Haustmót Taflfélags Kópavogs 1995 hefst sunnudaginn 19. nóv- ember kl. 14 í félagsheimili TK í Hamraborg 5, 3. hæð. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad- kerfi. Umhugsunartími er ein og hálf klukkustund á 30 leiki og síðan 45 mínútur til að ljúka skák- inni. Skv. fréttatilkynningu frá TK eru glæsileg verðlaun í boði fyrir þijú efstu sætin. Teflt verður á sunnudögum kl. 14 og þriðju- dags- og fimmtudagskvöldum kl. 19.30. Mótinu lýkur 3. desember og er öllum heimil þátttaka. Bikarmót TR Árlegt Bikarmót Taflfélags Reykjavíkur hefst sunnudaginn 19. nóvember kl. 14 í félgsheimil- inu Faxafeni 12. Mótið er eins og áður með útsláttarfyrirkomulagi og falla keppendur út eftir fimm töp. Jafntefli þýðir hálft tap. Umhugsunartími er hálf klukku- stund á skákina, þ.e. atskáktími. Teflt verður á sunnudögum kl. 14 og miðvikudagskvöldum kl. 19.30, 3-4 umferðir í senn, þang- að tileinn stendur uppi sem sigur- vegari. Núverandi bikarmeistari TR er Jón Viktor Gunnarsson. Mótið er öllum opið. Guðmundar Arasonar mótið Mikið hefur verið reynt til að koma á alþjóðlegu móti þar sem okkar efnilegustu unglingar fengju tækifæri til að hækka á stigum og keppa að áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Full ástæða er til þess eftir sigur ís- lenska unglingalandsliðsins á Ólympíumóti 16 ára og yngri á Kanaríeyjum í vor. Guðmundur Arason, járninn- flytjandi 0g fyrrverandi forseti Skáksambands íslands, hefur lengi stutt ötullega við bakið á ungum íslenskum skákmönnum. Hann hefur nú ákveðið að leggja til verðlaun á mótinu og gera það kleift að bjóða erlendum titilhöf- um til leiks. Guðmundur Arason var kjörinn heiðursfélagi Skák- sambands íslands árið 1982. Skákfélag Hafnarfjarðar mun annast mótshaldið og fer það fram í Hafnarfirði 14. til 22. desember næstkomandi. Unglingarnir ættu þá að mæta ferskir til leiks úr jólaprófum skólanna. Þegar er ljóst að keppendur frá Noregi, Danmörku og Hollandi munu keppa á Guðmundar Arasonar mótinu. Margeir Pétursson. ÁGÚST Sindri Karlsson BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Siglfirzka bridsfj ölskyldan vann N or ðurlandsmótið Norðurlandsmót í brids, sveita- keppni, fór fram á Sauðárkróki helg- ina 10.-12. nóvember 1995. Spiluðu 15 sveitir 7 umferðir með monrad-fyr- irkomulagi, 24 spil í umferð, spilin voru forgefin og var árangur para reiknaður út í butler. Vátryggingafé- lag íslands gaf verðlaunin, bæði í sveitakeppni og butler, auk þess að keppt er um farandbikar sem Vá- tryggingafélagið gaf. Keppnisstjóri var Jakob Kristinsson. Röð efstu sveita: Jón Sigurbjömsson, Siglufirði 140 Anton Harladsson, Akureyri 134 Sefán G. Stefánsson, Akureyri 122 Jóhann Stefánsson, Fljótum 112 JóhannMagnússon.Dalvík 111 GuðalugurBessason,Húsavík 111 í sigursveitinni auk Jóns eru Björk Jónsdóttir og synir þeirra Ingvar, Olaf- ur og Steinar. Röð efstu para í butler: Stefán Benediktss. - Stefanía Sigurbjörnsd. 17,98 AntonHaraldsson-ReynirHelgason 17,66 Trausti Þórisson - Kristján Þoreteinsson 17,41 Stefán Ragnarsson - Sigurbjörn Haraldsson 17,33 Steinar Jónsson - Ólafur Jónsson 17,27 Björk Jónsdóttir - Jón Siguijbömsson 17,04 Bridsfélag Sauðárkróks Mánudaginn 13. nóvember sl. var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátttöku 8 para. Úrslit urðu þesis: SIGURSVEITIN í Norðurlandsmótinu ásamt forsvarsmönnum. Talið frá vinstri: Sigurbjörn Bogason, svæðisstjóri Vátryggingafé- lags íslands, Björk Jónsdóttir, synir hennar þrfr, Ólafur, Ingvar og Steinar, ciginmaðurinn og sveitarforinaðurinn Jón Sigurbjörns- son og Kristján Blöndal formaður bridsfélagsins á Króknum. Kristján Blöndal - Birkir Jónsson 105 Jón Óm Bemdsen - Ásgríraur Sigurbjömsson 105 BirgirRafnsson-BirgirÞórðareon 96 JónSindri-ValgarðValgarðsson 90 Mánudagskvöldið 20. rióvember hefst í bóknámshúsi fjölbrautaskólans þriggja kvölda butler-tvímenningur og hefst spilamennska kl. 20. Spilarar athugið að skráningu þarf að koma til Kristjáns Blöndal í símum 453 6146 eða 453 5630 og Birgis Rafnssoanr h.s. 453 5032 eða v.s. 453 5300. Bridsdeild Barðstrendinga- félagsins Nú stendur yfír hraðsveitakeppni með þátttöku 16 sveita. Bestu skor í fyrstu umfgj;ð: Jónína Pálsdóttir 623 LeifurKr.Jóhannesson 606 RósmundurGuðmundsson 592 Guðlaug Torfadóttir 586 Besta skor í annarri umferð: Jónína Pálsdóttir 657 RósmundurGuðmundsson 633 LeifurKr.Jóhannesson 629 Pétur Sigurðsson 626 Staðan eftir 2 umferðir: Jónína Pálsdóttir 1280 Leifur Kr. Jóhannesson 1235 RósmundurGuðmundsson 1225 Pétur Sigurðsson 1177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.