Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 31 Um þjónustu sérskól- anna við landsmenn Athugasemdir við grein Önnu Krist- ínar Sigurðar- dóttur ANNA Kristín Sigurðardóttir, sérkennslufulltrúi á Suðurlandi, lagði í grein í Morgunblaðinu, upp í baráttuna um sérkennslukvóta þann sem verður til skiptanna við færslu grunnskólans frá ríki til sveit- arfélaga. Anna er formaður sérkenn- arafélagsins, jafnframt því að vera sérkennslufulltrúi Suðurlandsum- dæmis Ég vona að Anna Kristín sé þarna að tjá persónulegar skoðanir sínar, en tali ekki fyrir munn sér- kennarafélagsins eða sem fulltrúi fræðsluumdæmisins. Hún gerir athugasemdir við grein Einars Hólms, skólastjóra Öskjuhlíð- arskóla, um þjónustuhlutverk skóla hans. Hún hefur eftir Einari að um 2% nemenda skólans komi af lands- byggðinni, utan Reykjavík- ur / Reykjaness, og heldur því jafn- framt fram, að hið sama giidi um hina sérskólana í Reykjavík. Anna er nokkuð fljótfær í alhæf- ingum sínum um þann hóp lands- manna sem sérskólarnir þjóna. Ég fullyrði ekki neitt um stöðu hinna sérskólanna en þetta gildir ekki um Dalbrautarskóla. Á þessu stigi er e.t.v. rétt að gera grein fyrir þeim skóia. Dalbrautarskóli er sérskóli ríkisins fyrir börn með geðræna og tiifinningalega erfiðleika. Börn sem eru til rannsóknar eða innlagnar- meðferðar á Barna- og unglingageð- deild Landspítalans (hér eftir nefnt BUGL) ganga að jafnaði í Dalbraut- arskóla. Þau fara oftast aftur í sína heimaskóla að dvöl á geðdeildinni og í Dalbrautarskóla lokinni. Auk þeirra eru að jafnaði í Dalbrautar- skóia tvö til þrjú börn sem lokið hafa sinni meðferð á BUGL en ekki hefur verið unnt að finna annað hæfilegt skólaúrræði fyrir. Dal- brautarskóli telst geta annast kennslu 16 nemenda í einu með þeim efnum sem hann hefur. Um þriðjungur nemenda er einungis 5-6 vikur í skólanumum, helming- ur er þar u.þ.b. hálft skólaár, fáir eru heilt skólaár og einstöku nemendur lengur en það. Markmið með starfinu er að afla upp- lýsinga um námsstöðu og námshæfni nem- enda og reyna að finna hvaða leiðir við nám henta þeim best. Skila A þeim síðan aftur inn í Olarur heimaskólana og reyna að standa við bakið á þeim og kennururn þeirra þar. Vegna fyrirhugaðrar stjórnskip- unarbreytingar tók ég saman fyrir stuttu hvernig nemendur Dalbraut- arskóla skiptust á milli Reykjavjkur og landsbyggðar og hve langan tíma þeir stóðu við í Dalbrautarskóla. Ég kannaði síðustu þrjú ár og námund- aði skólatíma að heilli viku. Niður- staðan var þessi: Nokkrar breytingar eru að verða á starf- semi BUGL þar sem meiri áhersla verður lögð á göngudeildar- meðferð. Ekki er ólík- legt að það leiði til hlut- fallslegrar ijölgunar' nemenda utan af landi á inniagnardeildum og þar með í Dalbrautar- skóla. í grein sinni er Anna Kristín að leggja til að þeim peningum sem varið er til reksturs sér- skólanna verði dreift til fræðsluumdæmanna. Skólar úti á landi geti þá betur sinnt þörfum fatlaðra í sínu umdæmi. Ekki kemur fram hvort leggja á sérskólana niður eða reka þá fyrir skert fjármagn. Hún pælir heldur ekki í því hvernig á að skipta þessum peningum. Á að skipta eftir höfða- tölu fræðsluumdæmanna, eða eftir hlutfallslegum fjölda nemenda í sér- skólunum frá hinum aðskildu fræðsluumdæmum? Vill hún fá 2% til landsbyggðarinnar eins og Öskju- Ólafsson Skólaárið ’92-’93 93-’94 94-’95 Fjöldi Vikur Fjöldi Vikur Fjöldi Vikur Nem. í skóla Nem. í skóla Nem. í skóla Reykjavík .. 30 14 23 18 22 15 Landið .. 15 13 21 12 28 13 Samtals .. 45 14 45 15 50 14 Ekki munar miklu á fjölda nem- enda af landsbyggðinni og úr Reykjavík ef heildin er tekin. 55% úr Reykjavík en 45% af landsbyggð- inni. Tímabilið sem þeir dvelja í Dalbrautarskóla er líka svipað áð lengd. Af þeim sem koma af svæðum utan Reyk'avíkur er hlutfallslegur fjöldi frá Reykjanesumdæmi. Suður- land á sinn hluta í þessu líka og það ætti Önnu að vera ljóst. Verulegar sveiflur eru á milli áranna og gildir það líka um innbyrðis hlutfall miUi fræðsluumdæmanna. hlíðarúrtakið bendir til eða 46% eins og skiptingin er í Dalbrautarskóla? Vill Anna fá sinn hlut í geðdeildinni líka? Þegar hinum almenna hluta sérkennslukvótans var úthlutað í upphafi var hlutur Reykjavíkur skertur vegna hægari aðgangs borg- arinnar að sérskólunum. Á að leið- rétta það í leiðinni? Þessi málflutningur sérkennslu- fulltrúans er ekki uppbyggilegur. Hann stefnir að niðurbroti mikils- verðs hluta þeirra úrræða sem fyrir hendi eru fyrir fatlaða, ekki að varð- Það verður þörf fyrir skóla eins og Öskjuhlíð- — arskóla, segir Olafur Ólafsson, sem skorar á sérkennara að snúa bökum samanum sér- kennslumál. veislu þess sem áunnist hefur. Þetta er hreppapólitík og máiflutningur þessi er ekki við hæfi formanns sér- kennarafélagsins. Þroskahömlun nemenda kemur’ ekki sérstaklega niður á tilfinninga- lífinu. Þroskaheftir skynja jafn vel og aðrir vanmátt sinn þar sem honum er til að dreifa og sama gildir auðvit- að um aðra fatlaða. Kvöl og pína vel gefinna ofvirkra nemenda og nem- enda með sértæka námsörðugleika af ýmsu tagi er nokkuð sem ég þekki vel úr starfí mínu. Að standa sífellt að baki jafnöldrum, er stöðugur ósig- ur og óásættanlegt að þeirra mati. Það leiðir oft til hegðunarfrávika sem getur orðið erfitt að ráða við. Að bera sig saman við aðra er verulegur hluti af því að taka út þroska. Á mótunarskeiðum æsku- og ungdómsára er þetta sérlega mikilvægt. Til að slíkur samanburð- ur leiði til góðrar sjálfsmyndar þarf maður að finna sig standa jafnfætis þeim sem maður ber sig saman við. Helst aðeins framar einhvers staðar. Sá sem aldrei getur fundið sig standa jafnt að vígi við neinn í um- hverfi sínu er illa settur, hann finnur sig undirmáls, hann brotnar. Orðtak- ið, lík börn leika best, er vafalaust mest misnotaða orðtak í kennslu á íslandi. Þó er í því það sannleik- skorn að þegar barn er að leik eða starfi með einhverjum sem er getu- lega á svipuðu reki, þá fær það heppilega spegilsýn. Að vera lakast- ur í góðum eða meðal hópi er vont. Að vera lakastur í versta hópnum er enn verra. Að vera meðal jafn- ingja er ákjósanlegt fyrir sjálfs- myndina. Sérskólar bjóða þann möguleika fyrir ýmsa fatlaða. Ég ítreka að hér er verið að ræða um mótunarskeið æsku- og unglingsára. Umburðariyndi gagnvart geðfötl- uðum er hvað skemmst á veg komið í samfélaginu. Vanþekking og rót- gróinn ótti við orðið geð-eitthvað er þar mikið vandamál. Vert er að benda á að nýleg athugun Valgerðar Baldursdóttur, yfirlæknis BUGL, bendir til að einungis komi til geð- meðferðar um tíundi hluti þeirra barna og unglinga sem á því þurfí að halda. Þar eru fordómar ekki ein- ir að verki, heldur leggja fjárstýriyf- irvöld sitt af mörkum. Það er ljóst að ekki verður búið að eyða fordómum og þaðan af síður að tryggja það fjármagn sem þarf til að allir geti fengið viðunandi skólaþjónustu í heimabyggð fyrir ágústlok á næsta ári. Það mun verða þörf fyrir skóla eins og Öskjuhlíðar- skóla og fólk af landsbyggðinni mun halda áfram að flytja til Reykjavíkur til þess að tryggja börnum sínum, heppilega skólavist. Spurningin er, á Reykjavíkurborg að kosta skóla- vistina? Ég skora á þig „Anna Kristín“ að hefja ekki siag um sérkennsluk- vótann. Sérkennarar ættu að snúa bökum saman í baráttunni um að fjárframlög til sérkennslumála verði aukin til að sinna megi þörfum allra. Höfundur er settur skólastjóri Dalbrautarskóla. Frábærir gf Fyrirhuguð skerðing Alþingis á greiðslum til aldraðra AÐALFUNDUR Landssambands aldr- aðra var haldinn í júní sl. þar sem saman komnir voru 90 fuiltrú- ar frá 38 aðildarfélög- um víðs vegar af land- inu. Ríkti mikill einhug- ur um að bæta þyrfti margt í málefnum aldr- aðra. Af því tilefni voru samþykktar margar til- lögur, sem sendar voru ríkisstjórn og hinum ýmsu ráðuneytum, sem fara með umrædda málaflokka. Vorum við því full bjartsýni að gengið yrði Margrét Thoroddsen til móts við óskir okkar, sérstaklega þar sem endurskoðun á lögum um almannatryggingar stóð fyrir dyrum. Það var því mikið rothögg fyrir sam- tök okkar, þegar fjárlagafrumvarp ársins 1996 var lagt fram á Alþingi nýverið, því þar er um verulega skerðingu á kjörum aldraðra að ræða. í þessu frumvarpi kennir margra grasa, sem ástæða væri að fjalla um, en að svo stöddu mun ég aðeins ræða eitt mál, aftengingu lífeyrís og launakjara í landinu, sem mér finnst svo gjörsamlega kollvarpa þeirri hugsjón, sem lá að baki lögum um almannatryggingar, sem gengu í gildi 1. janúar 1947. Þar kemur fram eindreginn vilji að framfærslusjónarmiðið skuli víkja fyrir trygg- ingasjónarmiðinu. Þau lög hafa verið í stöðugri endurskoðun, sem leitt hefur til hags- bóta fyrir þá, sem notið hafa tryggingabóta og vil ég þá sérstaklega nefna lög um tekju- tryggingu frá 1971 og lög nr. 62/1974, þar sem svohljóðandi grein var bætt inn í lögin: „Nú verður breyting á vikukaupi í almennri verkamannavinnu og skal ráðherra þá innan 6 mdnaða breyta upphæð bðta skv. lögum þessum. “ Þessi lagasetning, sem nú er 65. gr. 1. um aimannatryggingar nr. 117/1993, hefur verið í gildi í 21 ár og hafa ráðherrar ætíð gefið út reglugerð um hækkun bóta um leið og nýir kjarasamningar hafa verið gerðir á vinnumarkaðnum. Þetta hefur skapað mikið öryggi fyrir þá, sem notið hafa tryggingaböta og held ég að engum hafi komið til hugar að þéssu yrði breytt. En skv. nýja fjárlagafrumvarpinu á að þurrka þessa grein út með einu pennastriki. Þessi í stað verði ákveð- ið í fjáriögum hvers árs, hvort og 67 ára og eldri eru 10% þjóðarinnar. Margrét Thoroddsen segir fjár- lagafrumvarpið fela í sér verulega skerðingu á kjörum aldraðra. hve mikið bætur hækka. Þær hækka ekki lengur til samræmis við laun og verðlag í landinu. Samhliða þessari aftengingu á að falla frá þeirri hækkun trygginga- bóta, sem átti að fylgja launahækk- unum um næstu áramót, en þá áttu bætur að hækka um 3,5%. Það verð- ur sem sagt ekki um neina hækkun að ræða fyrir okkur á næsta ári heldur á að gera þá, sem njóta elli- launa að ölmusufólki, sem fær greiðslur skv. geðþóttaákvörðunum alþingismanna. Þó eru þetta ellilaun fólks, sem hefur greitt sína skatta og skyldur til þjóðfélagsins allan sinn starfsaldur, jafnvel frá 16 ára aldri, og ætti svk. almannatryggingalög- um skýlausan rétt á þeim. Aldraðir eru ekki þrýstihópur og hafa ekki samningsrétt. Samt eru 67 ára og eldri 10% af þjóðinni. Hvar stöndum við, ef Alþingi telur sér ekki fært á næstu árum að hækka eliilaunin og ákveður jafnvel að lækka þau? Þetta öryggisleysi og óvissá um framtíðina hvílir mjög þungt á öldruðum. Mig langar í þessu sambandi að rifja upp orð, sem ég viðhafði í blaða- grein í Morgunblaðinu 18. janúar 1992. Var hún skrifuð vegna fyrir- hugaðrar tekjutengingar ellilífeyris (grunnlífeyris), sem síðar varð illu heilli að lögum. Þar segir: „Þó hér sé ekki um háar upphæðir að ræða má búast við að ef á annað borð er hróflað við þessum lögbundnu rétt- indum verði auðveldara að taka allt- af stærri og stærri sneið af kök- unni.“ Er ekki einmitt verið að gera það, ef þetta nýja fjárlagafrumvarp verður samþykkt? Það er ósköp eðlilegt að ríkisstjórn- in þurfi að sýna aðhald í rekstri, en það sætir furðu að alltaf sé ráðist á garðinn, þar sem hann er lægstur, en aðrir sem hærra eru settir fái að njóta sinna hlunninda óáreittir. Ég treysti því, að háttvirtir alþing- ismenn taki mál þetta til alvarlegrar íhugunar og láti það ekki henda að þessi mikilsverðu réttindi, sem hafa verið í gildi í 21 ár, verði tekin af því fólki, sem byggt hefur upp þetta þjóðfélag. Höfundur er varaformaður Lándssambands aldradra. St. 28-40 Svart leður Verðfrá 3.550 St. 31-39 Svart leður eða lakk Verð 2.990 St. 31-39 Svart leður eða lakk Verð 2.990 St. 31-39 Svart leður eða lakk. Verð 2.990 Póstsendum SKÓUERSLUN KÓPAU0GS HAMBRBftfiG 3 • SlMI 554 1754
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.