Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR ERLENDSSON + Gunnar Er- lendsson fædd- ist 7. febrúar 1920 í Tíðargerði, Yatnsleysuströnd. Ólst upp og dvaldi til dauðadags á Kálfatjörn. Hann lést á Kálfatjörn 11. nóvember síð- astliðinn. Foreldr- ar Gunnars voru hjónin Kristín Gunnarsdóttir, f. 4.8. 1889, d. 14.1. 1957, og Erlendur Magnússon, f. 12.5. 1890, d. 19.11. 1975. Systkini Gunnars eru Ingibjörg, f. 9.11. 1915, Ólafur, f. 23.10. 1916, Herdís, f. 18.12. 1917, og Magnús, f. 4.12. 1918. Fósturbróðir Kristinn Erlendur Kaldal, f. 5.4. 1934. Gunnar átti alla tíð heimili á Kálfa- tjörn, ólst þar upp hjá foreldrum sín- um og tók við búi af föður sínum. Hann stundaði ýmsa vinnu á yngri árum, var á síld á sumrin, vörubíla- akstur og vann í frystihúsi. A seinni árum vann hann við laxeldi í Vogum. Útför Gunnars fer fram frá Kálfatjarnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ÞAÐ ER komið að kveðjustund, fjöldi minninga streymir í gegn um hugann. Mér hlotnaðist sú gæfa að vera fæddur í húsi frændfólks að Kálfatjörn og eiga þar heimili fram yfir tvítugsaldur. Einhvern veginn stóð það mér næst að Gunnar á Kálfatjörn var mér fljótt sem stóri bróðir er ég fyrst fór að muna eftir mér, en hann var yngstur þeirra Kálfatjamarsystkina og á okkur 14 ára aldursmunur, og það var gott að eiga traustan fósturbróður og frænda þegar maður var að vaxa upp úr óvitahættinum. Gunnar varð snemma stoð og stytta pabba, hvort sem var til lands eða sjávar. En á Kálfatjöm var stundað útræði á vetrarvertíð allt til styrjaldarloka 1945. Sem títt var með unga menn fór Gunnar á síld í allmörg sumur og var þá meðal annars á Eldborgu frá Borgamesi og Bjarnarey úr Hafnarfirði. Skömmu eftir stríðslok eignaðist Gunnar vömbíl og stundaði þá akst- ur um 10 ára skeið, enda var mik- ili uppgangstími á Suðumesjum á þeim ámm. Brátt kom að því að hann tók við búsforráðum á Kálfa- tjörn, og skipti hann þá fljótlega yfír í fjárbúskap, er hann stundaði af mikilli kostgæfni. Það var sama hvort hann þurfti að skreppa upp að Keili eins og hann kallaði það eða þá að vaða ískaldan sjó í mitti til bjargar flæðandi fé úr skeijum, allt var þetta hinum hrausta og sporlétta manni sjálfsagður hlutur. Sem unglingur reri ég mörg vor með Gunnari á grásleppuveiðar. Sá var þá háttur á að farið var með netum, en þau ekki dregin inn. Setti hann mig þá gjarnan undir árar í andóf ef fallið var stíft. Og var oft mikið gaman að Gunnari ef vel veiddist, og veiðigleðin alls- ráðandi: Ein sést - tvær þijár em þær, já, hugurinn var einstakur og ég mátti hafa mig allan við. Mikil vinna og ósérhlífni kallar á slit í mannslikamanum, og að því kom að Gunnar fór að kenna óþæg- inda í mjöðm, sem síðar endaði með því að hann fékk gervilið í mjöðm, og dró þá fljótt að því að hann varð að gefa fjárbúskapinn upp á bátinn. Og hygg ég að það hafí verið Gunnari erfítt. En fljótlega fann hann sér nýjan starfsvettvang t Ástkær eiginmaður minn, ANTON GUNNAR AXELSSON flugstjóri, Hlíðargeröi 19, Reykjavík, lést í Landspítalanum föstudaginn 17. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Jenný Jónsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, DANHEIÐUR ÞÓRA DANÍELSDÓTTIR, Bjarmalandi, Grindavík, síðast til heimilis á Hrafnistu, Hafnarfirði, andaðist föstudaginn 17. nóvember. Sólveig Guðbjartsdóttir, Ólafur Guðbjartsson. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, INGIMAR VALDIMARSSON viðskiptafræðingur, Hvassaleiti 54, Reykjavík, lést í Landspítalanum 17. nóvember. Bjarnveig Pálsdóttir, Jóhann Páll Ingimarsson, Kristinn Már Ingimarsson, Valdís Ingimarsdóttir. við fískeldi hjá Hafbeitarstöðinni Vogalaxi í Vogum. Og það var ekki að sökum að spyija að hann gekk til verka af sama dugnaði og sam- viskusemi og honum var í blóð bor- ið og starfaði hann hjá Vogalaxi allt þar til fyrirtækið hætti rekstri. Gunnar var skarpgreindur og haf- sjór af hverskyns fróðleik er snerti örnefni og sagnir úr heimabyggð. Hann var mikill lestrarhestur hvort sem var á skáldsögur, ljóðabækur eða æviminningar, hann var mikill aðdáandi Einars Ben. og kunni ljóðabækur hans utan að. Hann var alla tíð mikill sjálfstæðismaður og fylgdist glöggt með allri þjóðmála- umræðu. Ég hygg að leitun sé að jafn gagnvönduðum manni og Gunnari á Kálfatjörn var. Það var sama hvort um var að ræða að greiða skuld á gjalddaga eða að aka undir löglegum hámarkshraða, allt voru þetta gildi er hann hélt og virti. Laugardaginn 11. nóvember í eftirmiðdag kom kallið í hlaðvarp- anum heima. Gunnar á Kálfatjörn var allur. Blessuð sé minning hans. Kristinn Erlendur Kaldal. Síðla kvölds síðastliðinn laugar- dag barst mér sú fregn að Gunnar frændi minn Erlendsson, bóndi á Kálfatjörn, hefði orðið bráðkvaddur fyrr um daginn. Síðan hefur hugur- inn þrásinnis leitað í dýrmætan fjár- sjóð æskuminninga; til þeirra sælu sumardaga á árunum 1959-1966, þegar ég var í sveit hjá frændfólki mínu á Kálfatjörn. Ég var sex ára þegar ég fékk fyrst að dveljast nokkra daga þar suður með sjó. Erlendur kirkjubóndi Magnússon var þá orðinn ekkill eftir afasystur mína Kristínu Gunnarsdóttur. Kristín og Erlendur eignuðust fimm börn og var Gunnar þeirra yngstur. Hin systkinin lifa bróður sinn. Þegar ég kom fyrst til dvalar á Kálfatjörn stóð Erlendur fyrir búi með tilstyrk bama sinna Herdísar og Gunnars sem hjá honum bjuggu. Hin börnin lögðu líka sitt af mörk- um. Á sumrin dvaldist dóttir hans Ingibjörg, kennari í Reykjavík, jafn- an á Kálfatjörn ásamt syni sínum Friðrik og hjálpaði til við búskap- inn. Magnús skipasmiður í Hafnar- fírði dvaldist á Kálfatjöm um helg- ar og Ólafur, slökkviliðsmaður á Reykjavíkurflugvelli, var ásamt konu sinni tíður gestur í föðurhús- um. Sama gildir um Kristin Erlend Kaldal bifreiðastjóra í Keflavík sem alist hafði upp á Kálfatjörn. Auk heimafólks og nánustu vanda- manna vom á sumrin allmörg börn og unglingar í sveit hjá Erlendi og börnum hans. í lok síðustu aldar var þéttbýlt á Vatnsleysuströnd og umtalsverð útgerð rekin við erfið skilyrði. Með vélvæðingu sjávarútvegs fór út- gerðinni hnignandi á Ströndinni og kotbýli og þurrabúðir fóm smám saman í eyði þegar landbúnaður var orðinn meginbjargræði íbúanna. í upphafí sjöunda áratugarins lá Keflavíkurvegurinn enn um Vatns- leysuströnd og þar var búið á flest- um stærri jörðum. Skilyrði til bú- skapar vom þó engan veginn ákjós- anleg. Túnin vom smá á flestum jörðum vegna hraunanna sem tak- mörkuðu viðáttu þeirra á aðra hönd en hafið á hina. Engu að síður var umtalsverður búskapur á Kálfatjörn mest allan sjöunda áratuginn. Ef mig brestur ekki minni var bústofn- inn á þeim tíma var vel á annan tug mjólkurkúa og á þriðja hundrað fjár. Heimajörðin gaf hvergi nærri næga töðu í vetrarforða fyrir þenn- an jórturfénað og var því heyjað á allmörgum nálægum jörðum sem komnar vom í eyði. Það var því nóg að gera á sumrin á Kálfatjöm fyrir vinnufúsar hendur. Mörgum sem láta sér nægja að skoða náttúm Reykjanesskaga út um bílgluggann þykir þetta um- hverfi æði hijóstmgt en ekki þarf langt að fara frá veginum til að dásemdir Strandaheiðarinnar komi í ljós. Þar er víða kjarr, beijalyng og grónir lundir, fuglalíf fjölskrúð- ugt og tígulegar hraunmyndanir. Við sem vomm í sveit á Kálfatjörn tókum flest ástfóstri við þetta um- hverfi. Kálfatjöm var hreinasta paradís á jörð fyrir kaupstaðar- krakka sem nutu sín við leik og störf. Öll kölluðum við Erlend „afa“ og báram fyrir honum mikla virð- ingu. En eins og það var ljóst að hún Día frænka stjómaði innanhúss var jafn augsýnilegt að Gunnar hafði umsjón með útiverkunum. Vafalaust ráðfærði hann sig við föður sinn um þau efni en öll verk- stjórn var á hans hendi. Það kom því í hans hlut að kenna okkur krökkunum til verka. Það gerði hann með ljúfmennsku en ákveðni og oftast var stutt í gamansemi, ekki síst þegar við vomm uppá- tektasöm. Sjálfur var hann röskur til allra verka, sterklega byggður og lipur í hreyfingum. Eg sé hann fyrir mér í bláköflóttri skyrtu og bláum vinnubuxum með sixpensara á höfðinu akandi heyi í hlöðu á gamla „Farmalnum“ með krakka- hrúguna ofan á vagninum. Eða skálmandi niður heiðina á eftir fénu svo hratt að við Friðrik Garðarsson og Linda Rós höfðum varla við honum þótt við hlypum. Það var oft glatt á hjalla hjá okkur krökkun- um ekki síst eftir að Linda Rós Michaelsdóttir kom í fóstur á Kálfa- tjörn um 1960 þá á níunda ári. Stundum varð okkur líka sundur- orða með tilheyrandi hávaða. En hvernig sem við létum var Gunnar ótrúlega þolinmóður við okkur krakkana. Við Friðrik sváfum í hans herbergi og þar var oft erfítt að sofna eins og galsinn var í okkur. í þessu herbergi komst ég fyrst í al- varleg kynni við það helsta í eftir- stríðsbókmenntum okkar. Gunnar átti ágætan bókakost enda vel lesinn og áhugasamur um þjóðlegan fróð- leik og dægurmál. Eftir að sveitadvöl minni á Kálfa- tjöm lauk kom ég þangað eins oft og tök vom á þó langdvalir erlendis og aðrar aðstæður á undanfömum áram drægju úr tíðni heimsóknanna. Þar kom að búskapur lagðist af á Kálfatjöm og sótti Gunnar þá vinnu um skeið suður í Voga. Undanfarin ár hafa þau systkinin þijú, Gunnar, Magnús og Herdís, búið saman á Kálfatjöm. Þótt minna væri nú umleikis en meðan búskapurinn stóð með blóma og heimilið var mann- margt var ævinlega jafn gott að sækja þau heim, ganga um fjörana, kirkjugarðinn og bæjarhólinn þar sem við krakkarnir áttum bú okkar forðum. Ganga svo í bæinn aftur og borða sætabrauðið hennar Díu með kaffínu og spjalla við hann Gunnar um pólitík og sögu. Þá var nú oft stríðnisglampi í augum hans þegar við rökræddum um þjóðmálin og vomm ekki alveg sammála. t Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, VILHELMI'NA SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Vesturgötu 52, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 15. nóvember. Ólafur Jóhann Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Guðjón Pálsson, Vilhjálmur Jón Guðbjartsson, Jóhanna S. Guðjónsdóttir, Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Guðbjartur Haraldsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Fráfall Gunnars kom öllum að óvömm og er missir þeirra systkina mikill. Fjölskylda mín sendir þeim og vandamönnum öllum innilegar samúðarkveðjur. Gísli Ágúst Gunnlaugsson. „Dáinn, horfinn!" - Harmafregn! Hvílíkt orð mig dynur yfir! En ég veit að látinn lifír. Það er hugpn harmi gegn. (Tómas Sæmundsson) Stórt skarð hefur verið höggvið í hið litla samfélag á Vatnsleysu- strönd. Hann Gunnar á Kálfatjörn er látinn. Mig langar með nokkrum orðum að minnast Gunnars, sem lagður er til hinstu hvílu í dag. Þegar ég reyni að fínna orð til að lýsa Gunnari dettur mér helst í hug hógværð og hlýlegheit. Gunnar var mjög sterkur persónuleiki og geislaði af honum manngæskan. Gunnar var forðagæslumaður til margra ára og kynntist ég honum þá. Hann hafði í mörgu að snúast en alltaf gaf hann sér þó tíma til að spjalla við lítið stelpuskott sem var yfírleitt skammt undan. Ekki má gleyma því hve indælt og gott er alltaf að koma að Kálfatjörn og hef ég oft setið og spjallað við Gunnar, Díu og Magnús sem ætíð hafa verið rómuð fyrir gestrisni og alúðlegar móttökur. Gunnar lést mjög snögglega og er leitt til þess að hugsa að hann sé ekki lengur á Kálfatjörn. Það er svo erfitt að fá ekki að kveðja en ég trúi því að honum líði vel núna þar sem hann er. Elsku Día, Magnús, Imba og aðrir aðstandendur, fyrir mína hönd og fjölskyldunnar í Sætúni, innileg- ar samúðarkveðjur til ykkar. Hver minning er dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Anna Kapitola Engilbertsdóttir. Það var laugardagskvöldið 11. nóvember sl. að ég hafði sest niður með fjölskyldu minni til að eiga náðugt kvöld þegar síminn hringdi og mér er tjáð að Gunnar á Kálfa- tjörn hafí orðið bráðkvaddur þá um daginn. Ég átti bágt með að trúa því sem í símann var sagt og upp í hugann komu ótal minningar frá barnæsku minni er ég dvaldi á Kálfatjörn. Ég var einn af ótal mörgum bömum sem urðu þeirrar ánægju aðnjótandi að dvelja á Kálfatjöm á sumrin. Var ekki til setunnar boðið að afloknum prófum á vorin, strax skyldi haldið í sveit- ina því þar var nóg að starfa. Við drengirnir hjálpuðum til við útistörf og kom það í hlut Gunna að stjórna okkur. Skipti ekki máli hvort verið var við sauðburð, heyskap, smala- mennsku eða annað, allt var þetta jafn ánægjulegt og átti stóran þátt í mótun barnssálarinnar. Ég naut þessara ára með Gunna í hvívetna og er fyrir þau ævarandi þakklát- ur. Það var mér sérstök ánægja að lokinni skímarathöfn yngsta barns okkar hjóna fyrir um 11 árum að hringja til Gunna og tjá honum að hann hefði eignast lítinn nafna. Þetta fann ég að honum þótti afar vænt um ekki síður en okkur og notaði Gunni hvert tækifæri sem gafst til að gleðja nafna sinn. Nú verður hans sárt saknað en minn- ingin mun ætíð lifa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Día, Maggi, Imba og Óli, við Addý og börnin sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Friðrik Garðarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.