Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 32
12 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4- AÐSENDAR GREINAR Sá sem á frelsi og heilbrigði er ríkur og veit það ekki, segir ítalskt spakmæli. —- > — • : Bryndís F. Guðmundsdóttir og Osk Axelsdóttir skrifa um gildi hreyfíngar, útbúnað og æskilegar aðstæður til göngu með tilliti til eldri borgara. - Gildi líkams- AÐ ER löngu ljóst, að hreyfing er öllum nauðsynleg. Að þessu leyti eru aldraðir engin undantekning. í dag fjöllum við um gildi hreyf- ingar, útbúnað og æskilegar aðstæður til göngu með tilliti til eldri borgara. Hvers vegna er hreyfing svona mikilvæg? - Hreyfing bætir vöðvastyrk og þar með jafnvægi. Þannig fæst aukið öryggi til hreyfinga. Sjálfsöryggi og ímynd batnar og einstaklingnum líður betur, bæði á líkama og sál. - Hreyfingbætirstarfsemihjartaog lungna, örvar blóðflæði til vefja líkamans og hefur jákvæð áhrif á blóðþrýsting. - Hreyfing örvar efnaskipti, þannig að auðveldara er að halda eðlilegri líkams- þyngd. - Hreyfing vinnur gegn beinþynn- ingu og minnkar þannig hættu á brotum. - Hreyfing vinnur gegn einangrun og óhóflegri inniveru. Að ofangreindu er ljóst að einstaklingur- inn sjálfur getur að einhvetju leyti spomað gegn aldurstengdum breytingum. Það er þess virði að gera gönguskóna að vini sínum. Hvernig útbúnaður? Nauðsynlegt er að klæða sig eftir veðri, en skórnir skipta höfuðmáli. Vetrarskórnir þurfa að vera með grófum sólum, sem jafn- framt þurfa að vera mjúkir. Þeir þurfa að styðja vel við ökkla. Skómir þurfa að passa vel. Hægt er að fá mjúk intilegg í nánast alla skó og skósmiðir setja gjarnan fransk- an rennilás í stað reima, sé þess óskað. Mannbroddar eru nauðsynlegur útbúnaður á vetrarskó, en af þeim fást ýmsar gerðir hjá skósmiðum. Og munum eftir endur- skinsmerkjunum! Hvar er gott að ganga? Mikilvægt er að velja umhverfi við hæfi. í upphafi gæti hentað að velja stað sem viðkomandi þekkir og er ekki of erfiður. hreyfingar GÖNGUGARPUR Sjúkra- þjálfarinn segir . . . Bryndís F. Ósk Guðmundsdóttir Axelsdóttir Sérstaklega ber að gæta sín á hellulögðum gangstéttum og kantsteinum vegna hættu á byltu. Ganga á mjúku undirlagi, t.d. grasi, er heppilegri fyrir þungaberandi liði líkam- ans, en ganga á hörðu. Nokkur félagasamtök eldri borgara bjóða upp á reglulegar gönguferðir ogt.d. gætu félagsmiðstöðvar átt frumkvæði að reglu- legum gönguferðum, það er hvíld frá handa- vinnu og spilamennsku. í hálku er mikilvægt að velja örugg svæði þrátt fyrir góðan útbúnað. Ganga í sund- laug er heppileg og hægt að stunda allan ársins hring. Ef ekki viðrar til gönguferðar og færð er slæm, er ágætt að ganga innan- dyra. Hægt er að ganga á staðnum og jafn- vel styðja sig við stól. Að ganga í stiga er heppilegt svo fremi að það valdi ekki mikl- um óþægindum. í næstu viku munum við ijalla um hjálp- artæki í göngu. Höfundar eru Bryndís F. Guðmundsdóttir og Ósk Axelsdóttir sjúkraþjálfarar d Hrafnistu í Hafnarfirði. Flugleiðaeinokun hf. Vandi Leifsstöðvar á Keflavíkurflugvelli Okrað á afgreiðslu gjöldum MJÖG mikill áróður er nú rekinn fyrir því að einkavæða flugstöðina á Keflavíkurflugvelli, einkanlega í sjónvarpi og útvarpi. Töluverður sannleikur kemur fram í þessum áróðri en við hann er síðan hnýtt alls konar hálfsannleika og rang- færslum án þess þó að logið sé með beinum hætti. Leiða má getum að því að þessi áróður tengist auknu fijálsræði í flugi í álfunni og fyrir- huguðu flugi Flugleiða til nýrra áfangastaða. Einka(vina)væðing Látið er í veðri vaka að léleg afkoma flugstöðvarinnar og lítil umferð erlendra flugfélaga um Keflavíkurflugvöll og áhugaleysi þeirra á að nýta sér völlinn sé vegna þess að flugstöðin sé rekin sem „skattsfofa en ekki út frá viðskipta- legum forsendum", svo gripið sé til orða Þrastar Ólafssonar stjórnar- formanns íslensks markaðar í sjón- varpi á dögunum. Eignarhald ríkis- ins sé dragbítur á rekstur stöðvar- innar. Því verði að einkavæða hana hið bráðasta til þess að leysa hana úr álögum ríkisforsjár. ULLAR og SILKI nærfatnaður fyrir alla fjölskylduna. ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 -S. 551 2136 IÐNSKÓLINN f REYKJAVÍK RAFIÐNAÐUR Líkur eru á aukinni rafvæðingu og fjölgun starfa í rafiðnaði lnnritað:20.-23.nóv. 1995 kl. 15.00-18.00. Umræðan um þessi mál er út og suður: í einn tíma er' t.d. látið í veðri vaka að ein ástæða vandamál- anna séu nin háu lendingargjöld sem ríkið krefst fyrir lendingar í Keflavík. í annan tíma hefur verið sagt að þau séu mjög hófleg og með því lægra sem gerist. Frétta- menn leggja hins vegar aldrei á sig að staðreyna þessa hluti og ganga eftir því við t.d. fyrrnefndan Þröst Ólafsson hvaða skattar séu inn- heimtir í Leifsstöð sem gera hana svona óaðlaðandi fyrir erlend flug- félög. Sannleikurinn er nefnilega sá að lendingargjöld og önnur gjald- tekja ríkisins í Keflavík er hófleg en það er engu að síður mjög dýrt að láta flugvélar koma við á Kefla- víkurflugvelli vegna þess að af- greiðslugjöld Flugleiða eru gersam- lega út úr öllu korti. Samanlagður kostnaður vegna viðkomu með flug- vél í Keflavík er í heildina miklu hærri en á sambærilegum flugvöll- um í grannlöndunum og helst sam- bærilegur við það sem gerist á umferðarmestu völlum veraldar. Þannig kostar að lenda Boeing 737-200 í Keflavík hvorki meira né minna en 172 þúsund krónur, þar af eru lendingargjöldin til ríkis- ins aðeins 27.600 kr. Flugleiðir fá 144.400 krónur. Til samanburðar kostar það samtals 60 þúsund krón- ur að lenda sömu vél á Shannon flugvelli í Irlandi og eru bæði lend- ingar- og afgreiðslugjöld innifalin í þeirri tölu. Auðvitað beina flugfé- lög vélum sínum fremur til milli- lendinga á Shannon en Keflavík. Hærri afgreiðslugjöld? Umræðan um einkavæðingu flugstöðvarinnar litast af bágri fjár- hagsstöðu hennar sem greind hefur verið af bæði Ríkisendurskoðun og Fortíðarvandanefnd undir forystu Hreins Loftssonar þáverandi að- stoðarmanns Davíðs Oddssonar. Það kostar Boeing 737-200 kr. 172 þúsund að lenda í Keflavík, segir Sigurður T. Sigurðsson, en kr. 60 þúsund að lenda sömu vél í Shannon. Fortíðarvandanefnd hefur þá lausn á vandamálunum að hækka húsa- leigu, þjónustu- og lendingargjöld í Flugstöðinni þótt ekki verði betur séð en að afleiðingar slíks yrðu þær að gera völlinn enn minna áhuga- verðan fyrir erlend flugfélög en nú er. Fortíðarvandanefnd hugkvæmd- ist ekki að skoða afleiðingar éinok- unar Flugleiða á allri flugafgreiðslu í Leifsstöð og setja hana í sam- hengi við bága fjárhagsstöðu stöðv- arinnar. Einokun Því miður verður ekki betur séð en að umræðan um Keflavíkurflug- völl nú hafi verið gangsett með það fyrir augum að festa í sessi núver- andi einokun Flugleiða á allri flug- afgreiðslu og starfsemi tengdri flugi' í Flugstöðinni og umhverfi hennar. Flugleiðir hafa einkaleyfi á flugafgreiðslu samkvæmt samningi við Flugmálastjórn sem undirritað- ur var þann 15. des. 1987 og í 10. grein hans segir að framsal á samn- ingnum eða hluta hans sé heimilt af hálfu Flugleiða til sérstaks félags eða félaga sem Flugleiðir kunna að stofna vegna rekstrarins. Að öðru leyti sé framleiga óheimil nema með sérstöku leyfi utanríkisráðuneytis- ins. í skjóli þessa samnings hefur félagið sjálfdæmi um að verðleggja þjónustu sína þannig að ómögulegt sé eða í besta falli ástæðulaust fyr- ir erlend félög að hafa viðkomu í Keflavík. Feluleikur Það er ástæða til að spyrja um hvort um- ræðan og áróðurinn fyrir einkavæðingu Flugstöðvarinnar nú sé vegna þess að í undir- búningi sé stofnun sérstaks félags í eigu Flugleiða sem yfirtaka eigi núverandi rekstur þar í samræmi við fyrr- nefnda 10. grein samn- ings Flugmálastjórnar og Flugleiða. Kann það að vera að með slíkum gjörningi vilji báðir aðilar firra sig hugs- anlegum óþægindum gagnvart EES vegna einokunar Flugleiða í Leifs- stöð? Kann að vera að einkavæðing- arhjalið nú sé í raun yfirskin? Hvers vegna er ekki greint frá staðreyndum um núverandi fyrir- komulag? Hvers vegna spyija fréttamenn ekki um einokunar- samning ríkisins og Flugleiða og óhóflega gjaldtöku félagsins á flug- afgreiðslunni? Hvers vegna kemur það hvergi fram að það er í raun einkaleyfi Flugleiða á flugstöðinni sem er bein hindrun í vegi annarra flugfélaga fyrir því að þau taki sér fótfestu á Keflavíkurflugvelli og taki upp samkeppni sín í milli - og við Flugleiðir? Við höfum dæmi um erlend flugfélög sem beinlínis hafa hrökklast frá Keflavík og við höfum dæmi um fleiri flugfélög sem bein- línis finna sig óvelkomin í Flugstöð- inni af þeim sem þar öllu ræður. Út af fyrir sig er skiljanlegt að Flugleiðir vilji ekki breyta núver- andi fyrirkomulagi eins og fyrr- nefnd 10. grein einokunarsamn- ingsins vitnar um. Hver vill rýra aðstöðu sína og gera sjálfum sér erfiðara fyrir. Auðvitað hlýtur fé- lagið að sjá sér hag í því að festa núverandi fyrirkomulag í sessi, - lítt dulbúna einokun á eina virka millilandaflugvelli þjóðarinnar, nán- ast eina hliði þjóðarinnar út í heim. Mergurinn málsins er þessi: Það er ekki eignarhald ríkisins á Leifs- stöð eða há lendingargjöld sem eru aðalhindrunin í vegi aukinnar um- ferðar erlendra flugvéla í Keflavík heldur einokun Flugleiða sem með markvissum hætti flæmir önnur félög í burt og beitir m.a. óhóflegum þjón- ustugjöldum og vondri þjónustu í þeim til- gangi. Þjóðin er hlunnfarin Gerum okkur grein fyrir því að hagsmunir þjóðarinnar, eiganda Flugstöðvarinnar, fara í þessu máli lítt saman við hagsmuni Flug- leiða. Flugstöðin er illa nýtt nú en gæti verið mun betur nýtt og þyrfti að vera miklu betur nýtt, bæði í ljósi fjárhagsstöðu stöðvarinnar, í ljósi flutninga ti! og frá landinu og hvernig hún liggur við flugsam- göngum milli Evrópu, Vesturheims, Asíu og A-Evrópu. Það eru allar forsendur til þess að stöðin geti verið mjög ábatasöm fyrir þjóðina. Það er ekkert náttúrulögmál að fyrirtæki í eigu þjóðarinnar tapi fé en einkafyrirtæki græði. Meinsemd- in í tilfelli Flugstöðvarinnar er önn- ur: Hún felst í því að stöðin hefur verið afhent einum aðila til ráðstöf- unar og hann auðvitað ráðstafar henni með tilliti til sinna eigin hags- muna fram yfir hagsmuni eigend- anna, - þjóðarinnar. Það er skiljan- legt, en ekki ásættanlegt. Ef lands- menn allir, eigendur stöðvarinnar, vilja láta hlunnfara sig áfram í þessu tilliti þá er auðvitað sjálfsagt að festa núverandi fyrirkomulag í sessi. Vilji eigendur hins vegar fá af þessari eign sinni sem mestan arð þá afnema þeir auðvitað höfuð- ástæðu vanda Leifsstöðvar, - einka- rétt Flugleiða. Þá verður fyrst hægt að markaðssetja Flugstöðina af viti og fá af henni þann arð sem allar forsendur eru fyrir. Hér stendur spurningin ekki um einkavæðingu eða ekki, heldur um skynsemi. Flugstöðin getur verið ein besta tekjulind þjóðarinnar. Það er ekkert vit í að láta hana af hendi til þess eins að hlaða undir einokun eins aðila á öllum samgöngum og flutn- ingum til og frá landinu. Höfundur er formaður Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnar- firði. Sigurður T. Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.