Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 9 FRÉTTIR Grandi hf. fagnar 10 ára afmæli sínu 12 þúsundasti nemandinnn í heimsókn UM 2.000 nemendur í 6. bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu heimsóttu Granda hf. í gær í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Um klukkan 11 var síðan 12 þúsundasta skólabarninu sem heimsótt hefur Granda frá 1989, Guðmundi Páls- syni, 11 ára, í Fellaskóla, afhent árituð bók um íslenska fiska. Skólabömin 2.000 fóru um húsið frá klukkan átta í gærmorgun til hádegis, skoðuðu sögusýningu fyrir- tækisins, vinnslusal, kynjafiska sem þar eru geymdir og brögðuðu á ufsa- bollum sem bornar voru fram. Ánægjuleg tilbreyting Pjetur Árnason launa- og starfs- mannafulltrúi Granda segir tilgang kynnisferðanna að kynna ungviði á Reykjavíkursvæðinu nútíma mat- vælaframleiðslu og gefa því innsýn í eina helstu uppistöðu atvinnulífs- ins. Hann segir viðbrögð við þessu framtaki góð. I gær unnu um 20 manns við fisk- vinnslu hjá Granda en afgangur starfsfólks snerist í kringum hina fjölmörgu gesti. Pjetur segir það hafa kappkostað að gera þessa heim- sókn sem fróðiegasta og ánægjuleg- asta, auk þess sem starfsmönnum þætti þetta ánægjuleg tilbreyting í starfi. Eftir hádegi sátu hins vegar eig- endur fyrirtækisins, forsætisráð- herra, þingmenn Reykvíkinga og aðr- ir mætir gestir afmælisboð í matsal Gyða Þorbjörg Thorberg Kristjánsdóttir Granda í Norðurgarði, auk þess að standa til boða kynnisferð um vinnslusalinn og frystitogarann Eng- ey sem kom nýlega frá Póllandi eftir miklar breytingar og endurbætur. Grandi bauð síðan öllu starfsfólki sínu og mökum, um 600 manns, í kvöldverð og skemmtun á Hótel Is- landi í gærkvöldi, en í dag er starfs- mönnum og fjölskyldum þeirra boðið í afmæliskaffi í vinnslusal. Tæknin breytir vinnunni Gyða Thorberg hóf störf hjá Bæj- arútgerð Reykjavíkur 1972 og hefur unnið hjá Granda frá upphafi. Hún segir vinnsluna hafa tekið miklum breytingum á þessum tíma til batn- aðar, tæknin hafi auðveldað störfin til muna og öll pökkun og aðgerð sé miklu þrifalegri en áður var. „Tæknin í heild hefur gjörbylt þessu starfí og í dag líkist það helst snurðulausri verksmiðjuvinnu," seg- ir Gyða. 2 milljónir til forvarna BRYNJÓLFUR Bjarnason, for- stjóri Granda hf., afhenti í gær 12 þúsundasta nemanda, sem sótt hefur fyrirtækið heim síðan 1989, áritaða bók um íslenska fiska að gjöf. Grandi tilkynnti jafnframt í gær að í tilefni af tíu ára afmæli fyrirtækisins hafi verið ákveðið að styrkja barátt- una gegn vímuefnaneyslu ungl- inga með því að Iáta tvær millj- ónir króna renna til forvarna- starfs SÁÁ. Peningarnir verða meðal annars notaðir til að gera fræðslumyndband um afleiðing- ar vímuefnanotkunar og í útgáfu á fræðslubæklingi fyrir ungl- inga. Rússnesk rómantík í Listasafni íslands mánudaginn 20. nóvember kl. 20.30. Kammersveit Reykjavíkur. MaxMara Glœsilegur vetrarfatnaður Ný sending Opið í dagfrá kl. 12-15 _____Mari_________ Hverfisgötu 52-101 Reykjavík - s. 562-2862. Scztir sófar á óviðjafnanlegu verði (sjá nánar textavarp sjónvarps síðu 640) HÚSGA GNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - sími 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14. Morgunblaðið/Kristinn DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra var meðal gesta Granda í gær og fylgdi Brynjólfur Bjarnason gestum um húsakynnin. Hún kveðst sakna að nokkru leyti akkorðsins sem nú er liðin tíð með einstaklingsbónusum, en þess í stað er bónusgreiðslum dreift á alla starfsmenn. „Sumir vinna meira en aðrir þannig að þessu er misskipt að einhverju leyti, en persónulega finnst mér þó að afnema ætti bónus- kerfið að fullu og hækka kaupið þess í stað,“ segir hún. Þorbjörg Kristjánsdóttir tekur í sama streng og Gyða, en hún hóf störf hjá BUR árið 1982 og hefur verið hjá Granda frá upphafi. „Áður var allur fiskur settur í bakka og fluttur á rúlluböndum til hverrar Hitateppi, hitadínur Verð frá Verð frá kr. 8.900 á meðan birgðir endast. Hitapúðar við gigt og vöðvabólgu Verð frá kr. 2.961 NÝJAR SENDINGAR AF LEÐURHORNSÓFUM Verð aðeins kr. 119.800 stgr. Litir: Brúnt — grænt — blátt — rautt — dökkbrúnt OPIÐI DAG TIL KL. 16.00 - SUNNUDAG KL. 14-16 imrirjFirnm HUSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 ar i Jólagjöfin Síðumúla 19, sími 568-4911. manneskju, en nú fer hann rakleiðis með færiböndum til þeirra sem snyrta vöruna. Þetta er miklu léttara en áður, tæknivæddara og fljótvirk- ara. Hreinlætiskröfur eru líka meiri en fyrrum eins og sést á hárnetum sem allir verða að bera, enginn rná bera skartgripi og kröfur um þrifnað eru miklu strangari en fyrr. Meðvit- und starfsfólks hvað þetta varðar hefur líka aukist," segir Þorbjörg. Öflugri skip Ólafur Geir Óskarsson háseti á Örfirisey hefur starfað í þijú ár hjá Granda, en verið á sjó í um áratug. Hann segir þróun útgerðarinnar seinustu ár hafa verið í þá átt að úthaldið sé lengra, sem sé ekki sér- lega hentugt fyrir fjölskyldumenn. Lengst hafi Örfirisey verið úti í 45 daga. Tekjurnar hafi ekki endilega aukist að sama skapi, því að stund- um veiðist vel en verr á öðrum tíma. Þetta megi næstum flokkast undir hepjíni. Ólafur Geir segir að skip hafi stækkað á þeim tíu árum sem hann hefur stundað sjómennsku, orðið öflugri og sæki lengra en áður. „Ég var lengi á netabátum og er tiltölu- lega nýbyijaður á skuttogurum, þannig að ég hef ekki mikinn saman- burð hvað þá varðar. En tækninni fleygir þó fram og flottrollsveiðar á karfa eru að verða uppistaðan í þess- um veiðutn," segir hann. Nú bjóðum við þýsku DETfl rafgeymana á tilboðsverði 45 amp. áður 6.082 kr. nú 4.9 úó}^ 60 amp. áður 6.104 kr. n ú 4.9 6 ó kr. 63 amp. áður 6.104 kr. 70 amp. áður 7.558 kr. nú í allar algengari tegundir fólksbífreiða ogjeppa ísetning á staðnum þjónar þér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.