Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 46
t6 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKO GLUGGINN Reykjavíkurvegi 50, s. 565 4275 SKÆÐI Kringlunni 8-12 s. 568 9345 MÍLANO Laugavegi 61-63 s. 551 0655 Stærðir 42-46. Svart og brúnt ieður Stærðir 35-41. Svart og brúnt nubuk Sýning! Bjami Jónsson og Astrid Ellingsen sýna um þessar mundir verk sín í gistiheimilinu Berg við Bæjarhraun 4 í Hafnarfirði. Sýningin verður opin alla daga næstu vikur á sama tíma og gistiheimilið er opið. ÍLSMIÐ Handsmíðaóir silfur- og gullskartgripir. Ný lína -frábœrt verá! Skólavöróustíy 10 R\ ík • Sími 56/ 1500 Ábendingar á mjólkuruinbúðumy nr. 27 cif 60. Úr sauðarleggnum Gætum þess að fara rétt með orðtökin. Að koma eins og skrattinn úr sauðarleggnum merkir að „birtast skyndilega og óvænt“. Líkingin er fengin úr þjóðsögum. Galdramaður ginnti illan anda inn í sauðarlegg og setti tappa í gatið. Ókunnugur maður fann legginn, losaði tappann í grandaleysi og skrattinn skaust út. MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjótkursamsölimnar, íslenskrar málnefndar og Málrarklarsjóðs. ÍDAG SKAK llmsjón Margcir Pctursson HVlTUR leikur og vinnur. Staðan kom upp í viður- eign tveggja stórmeistara á rússneska meistaramótinu í Alushta í haust. Júrí Bal- asjov (2.490) var með hvítt og átti Íeik, en Sergei Smag- ín (2.545) hafði svart. 19. Hxd7! - Hxd7 (Mátið blasir við eftir 19. — Kxd7 20. Hb7+) 20. Hb8+ - Hd8 21. Hxd8+ - Kxd8 22. Db8+ — Ke7 23. Dxh8 og með manni meira vann Bal- asjov örugglega. Um helgina: Metro mótið - Skákþing íslands. 4. umferð í dag kl. 17 og 5. umferð á morgun á sama tíma, í fundarsal þýsk íslenska, Lynghálsi 10. Haustmót Taflfélags Kópavogs hefst á morg- un, sunnudag 19. nóvem- ber, kl. 14, í félagsheimili TK, Hamraborg 5. Tefid- ar eru 7 umferðir og er mótið öllum opið. Teflt er á sunnudögum og þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum. Mótinu lýkur 3. des. Skákmót í félagsheimilinu Úlfaldanum, Ármúla 17a, fer fram í dag kl. 14. Góð verðlaun. Á fyrsta Úlfalda- mótinu sl. laugardag sigraði Kristján Eðvarðsson með 7 'h v. af 8, en Ólafur B. Þórsson varð annar með 6 v. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 1.694 krónur. Þær heita Birgitta Ýr og Svanhvít Yrsa. Hlutavelta ÞESSIR duglegu drengir héldu nýlega hlutaveltu til styrktar Landssöfnuninni „Samhugur í verki“ og varð ágóðinn 1.566 krónur. Þeir heita Þórður Eric, Agnar Freyr og Helgi Mikael. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Frakki tapaðist RYKFRAKKI tapaðist á Kringlukránni sl. föstu- dagskvöld. Finnandi vin- samlega hringi í síma 565-8061., Myndir töpuðust TVÆR eskimóamyndir, útskorin aflöng mynd ásamt stækkuðum innrömmuðum ljósmynd- um töpuðust úr búsióð í sumar. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um myndirnar hringi í síma 551-2124. Myndavélataska tapaðist SILFURLITUÐ mynda- vélartaska úr áli tapaðist á Hlemmi eða þar í grennd föstudagskvöldið 10. nóvember sl. I tösk- unni var myndavél og hlutir sem henni fylgja. Finnandi vinsamlega hringi í síma 437-1593. Fundarlaun. Gæludýr Jónas er týndur KÖTTURINN Jónas týndist aðfaranótt sl. sunnudags frá Framnes- vegi 17. Hann er 10 ára gamall, svartur með hvíta bringu og hvítt fremst á loppunum. Allir í nágrenninu eru beðnir að svipast um eftir hon- um og hringja í síma 562-8083 ef kötturinn sést. Týnd kisa DÖKKBRÚN gulyijótt læða týndist frá Bugðu- læk 13 sl. mánudag. Hún svarar nafninu Trýna. Hafi einhver orðið ferða hennar var er hann vin- samlega beðinn að hringja í síma 588-0878. Med morgunkaffinu VIÐ lijónin sátum að róm- antískum kvöldverði með kertaljós á borðum og sjáðu hvað gerðist! Víkveiji skrifar... ÍKVERJI leit yfir auglýsingu um dagskrá sjónvarpsstöðv- arinnar Sýnar, sem birtist í blöðun- um síðastliðinn fimmtudag, og gat með góðum vilja fundið tvo dag- skrárliði á þessum fyrstu dögum nýju stöðvarinnar, þar sem hugsan- lega yrði talað annað tungumál en enska. Annars vegar var það Evr- ópuboltinn (kannski sjást þýzkar eða ítalskar auglýsingar á fótbolta- völlunum) og hins vegar tónlistar- myndbandaþáttur, þar sem sérstak- lega ,var tekið fram að kynningar væru á íslenzku. Eru engin önnur menningar- eða málsvæði til í aug- um forsvarsmanna Sýnar en það engilsaxneska? Hvað með kvik- mynda- og sjónvarpsþáttagerð frænda okkar á Norðurlöndum, Frakka, Þjóðverja eða Spánveija, svo dæmi séu nefnd? Er hún frá einhverri annarri plánetu? xxx STÖÐ 3 boðaði svo nokkra dag- skrárliði í auglýsingu í Morg- unblaðinu í gær og ber hún öll sama keim. Víkveija sýnist að það sé helzt íþróttaefnið þar á bæ, sem sé ættað frá öðrum löndum en Bret- landi og Bandaríkjunum — og Vík- vetji dagsins horfir ekki á íþróttir. Skrifara þykir mátulega mikill menningarauki að þessari viðbót við sjónvarpsstöðvaflóruna. xxx RAUNAR settist Víkveiji nú samt framan við sjónvarps- skjáinn á fimmtudagskvöldið til þess að sjá uppáhaldsleikara sinn John Thaw leika í brezka lögreglu- þættinum The Sweeney, sem Sýn sýndi í ólæstri dagskrá. íslenzka þýðingin á þættinum spillti hins vegar ánægjunni mjög verulega. Akkorðsþýðandi Sýnar missti af bröndurum, þýddi hugtök vitlaust og stóð sig á flestan hátt illa. Ætli menn að senda út heila sjónvarps- dagskrá á ensku, er lágmark að þeir ráði þýðendur sem hafa góð tök á ensku máli. xxx ÍKVERJI lét svo um mælt í seinustu viku að þágufalls- sýki fengi að vaða upp í Alþingistíð- indum, þar sem prófarkalesarar þeirra væru sennilega búnir að gef- ast upp á að leiðrétta þingheim. Einhveijar efasemdir hefur Víkveiji heyrt um að þetta geti verið rétt, og skiljanlegt er að þær komi fram, enda er yfirleitt mjög til frágangs á Alþingistíðindum vandað. Við stutta leit í plöggum sínum fann Víkveiji hins vegar þennan ræð- ustúf eftir Steingrími Hermanns- syni: „Ég tel þetta gífurlega stórt atriði því að ég er sannfærður um að auðugum erlendum fyrirtækjum munar ekkert um það að kaupa upp ísland á örskömmum tíma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.