Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ 32 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 FÓLK í FRÉTTUM Julia og Susan ræða málin ►LEIK- og vinkonurnar Julia Roberts og Susan Sarandon hitt- ust á tískusýningu bandaríska tískuhönnuðarins Todds Old- hams í New York nýlega. Susan hyggst giftast leikaranum Tim Robbins um jólin, en Julia er Clapton fær orðu ► GÍTARLEIKARINN Eric Clapton heimsótti Karl Breta- prins fyrir skömmu. Karl veitti honum OBE-orðuna fyrir hönd móður sinnar, Elísabetar, sem var stödd í Bandaríkjunum. Eric og Karl eru ágætir vinir og meðal annars spilaði Clapton fyrir hann á góðgerðartónleik- um í The Royal Albert Hall fyr- ir 12 árum. sögð hafa tekið saman við Daniel Day-Lewis, eftir að hafa skilið við Lyle Lovett. Vissulega benda fas hennar og bros til þess að hún sé hamingjusöm, en sem kunnugt er hefur hún marga fjöruna sopið í gegn um tíðina. Gerð: HT-490. Búnaður: Undir og yfirhiti. Grill m/mótordrifnum grillteini. fjR Blástursofn \ Gerð: HT-610. L—— Búnaður: mtWTvUlÍIa Þrívíddarblástur. ' '•' Undir og yfirhiti (Turbo-Grill). Grill m/mótor- drifnum grillteini. Fjölvirkur - sjö möguleikar. Forritanleg klukka. Sjálfhreinsibúnaður. Tvöfalt kristalgler í hurð. HEIMILISTÆKI {QHOUPTEKAAQ) RAÐGREIÐSLUR tryggtng AOEINs SIÐUMULA 34 (Fellsmúlamegin) • SIMI 588 7332 OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. 9-18 • LAUGARDAG 10-16 Sími 551 6500 Synd 50 sal 12 ara og Helgárpósturinn Ó. H. T. Rás 2 ★ ★★★ Tíminn Kvikmynd eftir Gísla Snæ Erlingsson STJORNUBÍÓLINAN - Verðlaun Bíómiöar. Sl'mi 904 1065. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Miðaverð kr. 700. wm ★★★★ ★ ★★ Gantast á tísku- sýningn MERCEDES Ruehl, sem leikur í „Frasier“-þáttunum, lét sér fátt um finnast þegar sessunautar hennar, Goldie Hawn og Liza Minnelli, smelltu saman höndum á sýningu tískuhönnuðarins Donnu Karan í New York fyrir skemmstu. Vafalaust hefur þeim vinkonum farið eitthvað skemmtilegt á milli. Nýjar hljómplötur Tímamót hjá Vinum Dóra Langbesta land í heimi „ísland er langbesta land í heimi. Eftir því sem ég var lengur í Kanada lærði ég betur að meta íslenska velferðarkerfið og va/ð meiri sósíaldemókrati í mér. Ég var ekki mjög hrifinn af stjórn- kerfinu þarna. Við búum við besta velferðarkerfi í heimi.“ Þótt Halldór sé þekktur fyrir að spila blús er nýja platan ekki hreinræktuð blúsplata. „Við erum að spila fyrir breiðari hóp en nokkurn tímann áður á þessari nýju skífu,“ segir hann. „Ég segi eins og Duke Ellington sagði á sínum tíma: „Það er bara til tvenns konar tónlist, góð tónlist og slæm tónlist." Ég er ekki ein- skorðaður við eina tónlistarstefnu og hef mjög gaman af allri tón- HALLDÓR fór til Kanada fyrir skemmstu og segir þá för hafa gengið vel. „Ég var búsettur í Montreal í Kanada í tæpt ár. Ég fór til að spila spila með vinum mínum, Chicago Beau og fleiri listamönnum sem hafa verið að koma til íslands á undanförnum árum. Ferðin gekk mjög vel og við höfðum nóg að gera. Við gáf- um út eina plötu, sem heitir „Blu- es from Iceland". Svo komst ég á plötusamning í Bandaríkjunum, sem ég mun efna með því að taka upp sólóplötu á næsta ári. Ég kom núna heim til að gera nýja plötu fyrir Islendinga. Ættjarðarástin eykst og eykst þegar maður er í útlöndum og ég kom heim út af heimþrá," segir Halldór, sem er ekki í vafa um ágæti heimalands síns. Um þessar mundir kem- ur út skífa frá Vinum Dóra. Halldór Bragason segir að útgáfa hennar marki tímamót hjá sveitinni, ekki síst þar sem allir textar séu á íslensku og höfðað sé til breiðari hlustenda- hóps en nokkru sinni. list.“ Hann segir mikla vinnu liggja í plötunni. „Við fórum fyrst í þriggja vikna tónleikaferðalag um landið, þar sem við æfðum lögin upp. Síðan fórum við í hljóð- ver, þar sem upptökur fóru fram á fimm vikum. Þetta var því átta vikna vinna. Við byrjuðum að vinna í glötunni í ágúst og erum enn að. Ég hef ekki litið við neinu öðru.“ Ekki hægt að stytta sér leið Halldór hefur ákveðnar skoð- anir á plötugerð. „Ég held að það sé ekki hægt að stytta sér leið neins staðar í ferlinu. Það er að vísu auðvelt að fara í hljóðver, taka eitthvað upp á einni viku og gefa það út. En það er ekki hægt að stytta sér leið í að gera hlutina vel.“ Öll lögin, nema eitt eftir JJ Cale, eru ný og frumsamin, auk þess sem allir textar eru á ís- lensku. „Ég lofa því að hver ein- asti maður getur fundið sér þtjú lög við sitt hæfi af þessum ellefu á plötunni. Það má líkja plötunni við stórt hús með ellefu herbergj- um. Þrátt fyrir að herbergin séu ólík hefur húsið ákveðinn heild- arsvip,“ segir hann. Hann segir að tilfínningin og innlifunin hafi skipt mestu máli við upptökur á plötunni. „Ef til- finninguna vantaði var öllu hent. Það var kannski búið að byggja upp eitthvað sem var ofsalega flott, en því var öllu hent, af því það vantaði tilfinninguna í hljóð- færaleikinn. Með því að spila í þijár vikur áður en við héldum í hljóðver öðluðumst við eldmóð sem skilaði sér inn á diskinn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.