Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Útvegsmenn hvattir til ab breyta ímynd atvinnugreinarinnar hjá almenningi. Sjávarútvegsrábherra:
Sægreifar, grátkonur, braskarar og villimpnn
„Ef ég ætti a5 draga ályktun af
því sem oftast heyrist í f|öl-
mlhlum um íslenskan sjávar- ,
útveg og draga upp mynd af^,
því, þá myndi mabur setja í ^
forgrunn sægreifa sem væri ab -
arbræna alþýbuna í skjóli for-
réttinr*- 'r
REYNIÐ þið nú að vera góð smástund svo að Steini geti dregið
upp hugljúfa fjölskyldumynd af okkur . . .
Allir samningar
undirritaðir
ÁTTA samningar í tengslum við
stækkun ÍSAL voru undirritaðir
í fyrradag og taka þeir gildi um
leið og viðauki við aðalsamning
ríkisstjórnar íslands og Alusu-
isse-Lonza hefur verið staðfest-
ur á Alþingi og'honum veitt
lagagildi. Samningarnir, sem
undirritaðir voru, eru m.a. um-
ræddur viðauki, samkomulag
um skattamál, orkusölusamn-
ingur, samkomulag um stækkun
hafnaraðstöðu, verkfræðilega
hönnun og tæknilega aðstoð,
auk samkomulags ríkis og
Hafnarfjarðarbæjar um hlut-
deild bæjarins í skatttekjum af
ÍSAL.
Morgunblaðið/Kristinn
FINNUR Ingólfsson, iðnaðarráðherra, undirritaði samninga við
AIusuisse-Lonza fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, en fulltrúi álfram-
leiðandans var Wolfgang Stiller, yfírmaður álvera Alusuisse-Lonza.
Ríkisframlög til
hafnarfram-
kvæmda rædd í
borgarstgórn
Mis-
munun
gagn-
rýnd
BORGARSTJÖRI sagði á
borgarstjórnarfundi í fyrra-
kvöld að það vekti athygli að
ríkisvaldið myndi á tuttugu og
fímm ára tímabili, frá 1975 til
aldamóta, verja um 17 millj-
örðum króna til hafnarfram-
kvæmda hringinn í kringum
landið. Það væru um 600 millj-
ónir á ári eða um þrefalt það,
sem Reykjavíkurhöfn verði í
framkvæmdir hjá sér. Reykja-
víkurhöfn nýtur ekki styrkja
frá ríkinu.
Skekkir
samkeppnisstöðuna
„Þetta hefur auðvitað verið
liður í byggðastefnu hjá ríkinu
og kannski ekkert nema gott
um það að segja, en þegar
farið er að nota slík framlög
beinlínis til að skekkja sam-
keppnisstöðu hafnanna, þá er
fyllsta ástæða fyrir Reykjavík-
urborg að spyma við,“ sagði
Ingibjörg. Hún sagði það ger-
ast æ ofan í æ að verið væri
að gera möguleika Reykjavík-
urhafnar verri en þeir þyrftu
að vera, með ýmsum sértæk-
um aðgerðum.
„Ég vil sérstaklega nefna
þá styrki, sem í gegnum sam-
gönguráðuneytið hafa verið
veittir til kaupa á flotkvíum
bæði á Akureyri og í Hafnar-
firði,“ sagði hún og bætti við
að ef rikið ætlaði að halda
áfram á þessari braut væri
nærtækt að krefjast þess að
slík mannvirki kæmu í allar
hafnir á landinu.
Hjálparsamtökin Caritas
Styrktartónleikar
fyrir misþroska
og ofvirk börn
Sigríður Ingvarsdóttir
A MORGUN, sunnudag,
stendur hjálpar-
stofnunin Caritas
fyrir styrktartónleikum fyrir
misþroska og ofvirk börn.
Söfnunin er gerð í samráði
við Barnageðdeild Landspít-
alans við Dalbraut og
foreldrasamtök misþroska
og ofvirkra barna. Tónleik-
amir verða haldnir klukkan
17 í Kristskirkju á Landa-
koti og á efnisskrá eru'verk
eftir t.d. Bach, Mozart og
Rossini. Fjölmargir tónlistar-
menn gefa vinnu sína af
þessu tilefni
Sigríður Ingvarsdóttir,
sem er formaður Caritas á
íslandi, segir að hjálparsam-
tökin hér á landi hafi undan-
farin ár staðið fyrir fjársöfn-
un á aðventu og lönguföstu.
„Það fé sem hefur safnast á
lönguföstu höfum við sent til
þröunarlanda en hins vegar höf-
um við varið því sem safnast á
aðventu innanlands.“
- Hverjir hafa fram til þessa
hlotið aðstoð ykkar?
„Meðferðarheimilið að Tind-
um hefur hlotið stuðning frá
Caritas og einnig meðferðar-
heimilið að Torfastöðum. Á síð-
asta ári efndi Caritas í fyrsta
sinn til styrktartónleika og þá
rann allur ágóði til krabbameins-
sjúkra barna.“
Sigríður segir að á komandi
aðventu hafi samtökin ákveðið
að styðja við bakið á misþroska
og ofvirkum börnum og verður
þeim fjármunum sem safnast
varið til rannsókna og fræðslu á
málefnum þessara barna. Auk
tónleikanna er Caritas-sunnu-
dagur 3. desember næstkomandi
og fer söfnun þá fram í öllum
kaþólskum kirkjum landsins.
- Hvers vegna völdu samtökin
að styrkja þetta málefni?
„Fáfræði og fordómar fylgja
þessum hópi barna. Oft fara þau
á mis við eðlilega skólagöngu
og einangrast í samskiptum við
önnur börn. Það er algengt að
þessi börn hrökklist úr skóla
sökum skorts á einbeitingu og
einelti og þau lenda oft í félags-
skap götuunglinga.
- Eru Caritas samtökin a 1-
þjóðasamtök?
„Caritas Internationalis starf-
ar innan rómversk-kaþólsku
kirkjunnar og er ein öflugasta
hjálparstofnun í
heimi. Caritas á ís-
landi er hluti af þess-
um samtökum. Þau
voru stofnuð hér á
landi árið 1988.
- Starfar Caritas
með öðrum hjálparstofnunum?
„Caritas leggur áherslu á að
eiga gott samstarf við aðrar
hjálparstofnanir hvort sem þær
eru á vegum annarra trúfélaga
eða ekki. Sums staðar styður
Caritas Internationalis Rauða
krossinn til verkefna og í öðrum
tilvikum biður Rauði krossinn
Caritas um að annarst verk-
efni.“ Meginhlutverk Caritas
samtakanna er að vinna að fé-
lagslegu réttlæti og líknarstarf-
semi s.s. með aðstoð við flótta-
menn, eiturlyfjaneytendur og
eyðnisjúklinga svo dæmi séu
tekin.
- Starfar Caritas á íslandi
sjálfstætt?
„Mörgum kemur á óvart hve
► Sigríður Ingvarsdóttir er
fædd og uppalin í Reykjavík.
Hún lauk BA-prófí í stjórnmála-
fræði frá Háskóla íslands árið
1984. Frá 1982 til 1985 var Sig-
ríður varaformaður umhverfis-
samtakanna Lífs og lands og
frá 1984 og frám til 1988 var
hún með útvarpsþætti um
stjórnmál og menningu. Árið
1985 var Sigríður settur fulltrúi
í samgönguráðuneytinu og
skipaður deildarstjóri í sama
ráðuneyti árið 1987. Hún var í
námi í viðskiptafræði við Lond-
on school of Economics vetur-
inn 1988-1989 og lauk MA-prófi
í stjórnun listastofnana (Art
administration) frá City Uni-
versity árið 1990. Hún hefur frá
því starfað hjá uppboðsfyrir-
tækinu Sotheby’s og verið for-
maður Caritas á íslandi frá ár-
inu 1993. Sambýlismaður henn-
ar er Herluf Clausen.
miðstýringin er lítil hjá Caritas
Internationalis," segir Sigríður.
„Talið hefur verið vænlegast til
árangurs að deildir í hveiju landi
hafi sem mest sjálfstæði þannig
að aðalskrifstofan í Róm er lítil.
Deild innan hvers biskupsdæmis
eins og hérlendis getur ákveðið
sín verkefni og sótt síðan um
stuðning frá Caritas Intemati-
onalis."
- Hvaða verkefnum hefur
Caritas Internationalis verið að
sinna að undanförnu?
„Caritas á Norðurlöndum hef-
ur fylgst mikið með málefnum
flóttamanna og einnig séð um
að skipuleggja heim-
sóknir til aldraðra og
sjúkra.
Samtökin reka ekki
fj áröflunarfyrirtæki
en styrkja eða sjá um
rekstur fjölda stofn-
ana eins og skóla og sjúkrahús.“
Sigríður segir að Caritas hafi
einnig látið mikið að sér kveða
varðandi hjálparstarf í Bosníu
og víðar. I Austur-Evrópu og
Eystrasaltslöndunum hefur
starfsemi deildanna verið endur-
vakin. í Póllandi og Tékklandi
fóru stjórnvöld þess á leit við
Caritas að taka aftur að sér
rekstur stofnana sem samtökin
önnuðust fyrir seinni heimsstyrj-
öldina.“ Þá kemur fram hjá
henni að í Rúmeníu hafi Caritas
verið fyrsta hjálparstofnunin
sem kom til skjalanna með mat-
ar-, og birgðaflutninga eftir fall
Ceausescus. „Það er ekki sfðra
verkefni samtakanna að endur-
vekja ýmis siðræn gildi.“
Caritas er ein
öflugasta
hjálparstofn-
un í heimi.