Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 53
morgunblaðið LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 53 IMýtt í kvikmyndahúsunum Regnboginn sýnir „Kids“ REGNBOGINN hefur hafið sýningar á kvikmyndinni „Kids“ sem' hefur vakið sterk og mikil viðbrögð í Bandaríkjunum, segir í tilkynningu. Myndin segir frá tilveru táninga í New York. Hjá þeim virðist allt snú- ast um kynlíf, alnæmi, dagdrykkju, eiturlyf, pillur, túrtappa, nauðganir og eitt morð til eða frá virðist ekki skipta sköpum. Þetta er óhugnanlega raunveruleg samtímalýsing. Sambíóin sýna myndina Klikkuð ást og Nautn (nr. 1) SAMBlÓIN hafa tekið til sýninga bandarísku kvikmyndina „Mad Love“ eða Klikkuð ást eins °g hún heitir á íslensku. í aðalhlutverkum eru Chris O’Donnel og Drew Barrymore. Eins og nafnið bendir til er samband þeirra skötuhjúanna ekki eins og flestra annarra. í raun er það svo snúið að þau verða að flýja raunveruleikann og foreldrana til að takast á við vandann og komast að eigin niðurstöðu um hvað skynsamlegt sé að gera í stöðunni. Kvikmyndin hlaut góðar viðtökur vestan hafs og þykir sýna nýja hlið á O’Donnel sem hingað til hefur leikið rólega drengi og fínni. A undan „Mad Love“ er sýnd íslenska stutt- myndin Nautn (nr. 1) og mun þetta vera í fyrsta sinn sem kvikmyndafyrirtæki í Holly- wood gefur samþykki sitt fyrir slíku hér á landi. DREW Barrymore og Chris O’Donnel. Það eru félagarnir Kjól & Andersen sem leik- stýra myndinni. 4 „Ég heiti Turn- er, Tina Turner“ TINA TURNER segir að hún hefði gaman af því að fá að leika James Bond. Hins vegar verði hún að sætta sig við að fá að- eins að syngja titillag nýjustu Bond-mynd- arinnar, „Goldeneye" eða Gullauga. Á blaðamannafundi, þar sem hún kynnti lagið ásamt hljómsveitinni U2, játaði hún að „þeg- ar ég sá myndina vildi ég vera Bond“. . Turner, segir að Sean Connery hafi ver- •ð besti Bond-leikarinn. „En Brosnan er góður, alveg frábær.“ Gullauga verður frumsýnt í London á mánudaginn að við- staddri Elísabetu Englandsdrottningu, en sem kunnugt er leikur Pierce Brosnan Jam- es Bond í þetta skiptið. Tina var spurð hvort hún styddi ákvörð- un Bítlanna um að koma saman á ný. „Ég er á þeirri skoðun að endurfundir séu þeg- ar allir eru á staðnum. Einn vantar," segir hun og á að sjálfsögðu við John heitinn Lennon, sem hún segir hafa verið í uppá- haldi þjá sér. „Ég vona að þeir geri þetta vel,“ segir hún um undirleik þeirra við gömlu Lennon-upptökuna á laginu „Free as a Bird“. Þrátt fyrir að Tina sé orðin 56 ára er hún ekki á þeim buxunum að hætta að koma fram á tónleikum. „Mér líður vel,“ segir amma rokksins. Umtalaðasta og umdeildasta kvikmynd Bandaríkjanna í seinni tíð. Óhugnaleg raunveruleg samtímalýsing. Sýnd kl. 7, 9 og 11. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 3 og 5. Sýnd kl. 3 og 5. IN THE FIRST Sýnd kl. 11.15. B.i. 12 ára. MEL GIBSON Braveheart Sýnd kl. 9. b.í 16. KOTTURINN FELIX Sýnd kl. 3. Verð kr. 100. DELICATESSEN Veröldin er að líða undir lok en undarlegu leigjen- durnir yfir kjötbúðinni vita að þeir munu ekki líða skort. Svo er smekk húseigandans fyrir man- nakjöti að þakka. Ein umtalaðasta kvikmynd síðustu ára, Sannarlega engri lík. Sýnd kl. 3 og 5. Isl. texti. wÆSm CLERKS Margverðlaunuð frum- raun leikstjórans Kevin Smith sem sló í gegn í Bandaríkjunum. Smith byggir myndina á eigin reynslu af afgreiðs- lustörfum og segir sérstaka og gamansama sögu. Sýnd kl. 5 og 9. Enskt tal BATTLESHIP POTEMKIN Sergei Eisenstein, Rússland, 1925 Orrustuskipið Potemkin" er ein af frægustu myndum Eisensteins og segir frá flotauppreisnkini í Kronstadt sem leiddi til rússnesku byltin- garinnar. Myndin er meis- taralega gerð, ein af perlum rússneskrar kvikmyndasögu sem hefur hvarvetna mag- nþrungin áhrif á áhorfendur. Sýnd kl. 5 N Y T T HAMLET Laurence Olivier, Bretland 1948. Laurence Olivier stjórnaði sjálfur þessari glæsiiegu mynd og lék auk þess Hamlet. Myndin er ein af frægustu kvikmyndaútgá- fum af Hamlet og segir frá hvernig hann dregst inn í flókið samsæri til að hefna föður síns. Sýnd kl. 7, - JDDJT _ H L J 0 Ð ELEMENT OF CRIME Lars von Trier, Danmörk 1984 Inntak glæpsins" eftir von Trier segir frá leynilö- greglumönnum sem eru að reyna að leysa dularfula morðgátu sem tengdist lot- tóvinningum og nota til þess óvenjulegar aðferðir sem felast í þvi að komast inn i vitund glæpamannsins. Myndin er yndi allra raun- verulegra kvikmyndafíkla, enda er hún hlaðin tilvísunum I frægustu myndir kvikmyn- dasögunnar. Sýnd kl. 9. I - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.