Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Þin g Farmanna- og fiskimannasambandsins álykt- ar að skjóta eigi Svalbarðadeilunni til dómstóla Viðskipti með leigii- kvóta verði afnumin FRETTIR: EVROPA LAGT VAR til á þingi FFSÍ, sem lauk í gær, að öll viðskipti með leigukvóta innan árs yrðu afnumin. Skorað var á stjórnvöld að sam- þykkja ekki gagnkvæmar veiðiheim- ildir annars vegar í Barentshafi og hins vegar í íslenskri efnahagslög- sögu, segja upp núgildandi loðnu- samningum á milli Grænlendinga, Norðmanna og íslendinga og Iáta reyna á réttarstöðu Islendinga og Norðmanna varðandi Svalbarða- samninginn fyrir dómstólum. Guðjón A. Kristjánsson var endur- kjörinn forseti Farmanna- og fiski- mannasambands íslands á þingi þess sem Iauk í gær. Þar köm fram að sambandið teldi framkvæmd á gild- andi kerfi um stjórn fiskveiða and- stæða hagsmunum sjómanna og gilti þá einu um allar kvótabundnar teg- undir. Umsvifamikil sala og leiga á kvóta væri látin bitna á kjörum sjó- manna með því að tengja aflahlut þeirra við þessi viðskipti. Vilja sátt um réttlátt stjórnunarkerfi fiskveiða Ennfremur kom fram að úrskurð- amefnd sjómanna og útvegsmanna um fiskverð væri eina von sjómanna eins og sakir stæðu tii að fá hiut sinn leiðréttan gegn því óréttlæti sem viðgengist hefði árum saman með vilja og vitund forystu samtaka út- vegsmanna. Þá leiðréttingu á kjörum sínum hafí sjómenn orðið að 'knýja fram með verkfalli allra heildarsam- taka sjómanna á síðastliðnu vori. Nást verði sátt um réttlátt fisk- veiðistjórnunarkerfi þar sem öll við- skipti með leigukvóta innan árs verði afnumin. Ekki geti skapast sátt um óbreytta framkvæmd gildandi kvóta- kerfis um aðgang að auðlindinni. Sá fiskkvóti sem ekki veiðist vegna þess að sala og leiga á aflaheimildum yrði afnumin tryggi aðeins _ fljótari uppbygging^i fiskistofna á íslands- miðum. Úrelding fiskiskipa verði endurskoðuð Ýmsar fleiri ályktanir voru sam- þykktar á þinginu um stjórnun fisk- yeiða. Því var beint til stjórnvalda MARELLA BURANI Ilmurinn frá Mariellll Burani kominn, kynning aila þessa viku. Tilboð á 25 ml. Eau de Toilette aðeins ] mW\RH)\SSO\ ÍSnyrti og tískuhús laugavegur 66, i ' 101 R.vík. Sítni: 562 3160. | Litgreioing, förðunarnámskeið, framkomu- og | fatastílsnámskeið, fyrirlestrar, veislustjórnun ó.m.fl. Morgunblaðið/Halldór GUÐJÓN A. Krisljánsson var endurkjörinn forseti FFSÍ. að tryggja yrði áframhald á gagn- kvæmum samningi milli Færeyinga og íslendinga um síldveiðar innan landhelgi þjóðanna. Skorað var á stjómvöld að endurskoða nú þegar núgildandi reglur um úreldingu físki- skipa. Þær reglur sem nú væru í gildi hefðu ekki skilað þeim árangri sem til hefði verið ætlast og einkum valdið því að nýleg og góð skip hefðu horfíð úr flotanum og nauðsynleg endurnýjun nánast engin orðið. Skorað var á stjórnvöld að segja upp núgildandi loðnusamningum á milli Grænlendinga, Norðmanna og Islendinga, þannig að samningurinn félli úr gildi 30. apríl 1998. Þá var lagt tíl að þorskkvóti yrði aukinn að minnsta kosti um 50 þúsund tonn í ár og að allur fiskur yrði seldur á markaði. Framseljanlegum sóknardögum á Flæmingjagrunni hafnað Þingið lýsir sig sammála þeirri stefnumótun að heildarafli fyrir veiðisvæði á'opnu úthafi^ utan lög- sögu sé ákveðinn: „Nái íslendingar ekki samkomulagi við aðrar þjóðir um heildarafla er sjálfsagt að ákveða sjálfir þann heildarafla sem talið er skynsamlegt að míða sóknarstýringu við, líkt og gert var síðastliðið vor vegna síldvéiða á Austurdjúpi. Veiðum á Flæmingjagrunni er best stjórnað með almennum sóknar- takmörkunum og samkomulagi um friðun þeirra -svæða þar sem mest er um smáa rækju. Þing FFSÍ hafn- ar öllum hugmyndum um framseljan- lega sóknardaga.“ Lagt er til að ákveðnum litlum svæðum verði lokað tímabundið fyrir öllum togveiðarfærum vegna rann- sókna á humarstofninum, t.d. á 2 til 3 svæðum í samráði við fiskifræð- inga. Þingið telur að stærð og ástaúd karfa- og grálúðustofna sé stórlega ofmetið og leggur til að aflamark á karfa og grálúðu verði minnkað veru- lega eða að minnsta kosti um 25%. Fjárveitingar til Landhelgis- gæslunnar verði auknar í áliti um öryggis og menntunar- mál var skorað á stjórnvöld að efla aðstoð við íslensk fiskiskip á fjarlæg- um miðum. Komu nýju björgunar- þyrlunnar TF-LÍF var fagnað: „Þyrl- an hefur nú þegar sannað ágæti sitt og staðist þær væntingar sem gerðar voru til hennar. Þingið treystir því að stjórnvöld og Alþingi sjái svo um að rekstur þyrlunnar verði tryggð- ur.“ Skorað var á stjómvöld að láta af þeim hugmyndum að selja TF-SIF og bent á hversu aðkallandi væri að halda henni í rekstri. Þá var skorað á Alþingi og ríkisstjómina að beita sér fyrir auknum_ fjárveitingum til Landhelgisgæslu íslands, þannig að hægt yrði að halda uppi fullnægjandi eftirliti með efnahagslögsögu lands- manna og tryggja örugga björgunar- þjónustu fyrir sjófarendur við Island. „Þingið lýsir furðu sinni yfir þeirri skerðingu sem er á ijárveitingum til reksturs varðskipanna í fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 1996 og treystir því að þessi mistök verði lag- færð í meðförum Alþingis," segir meðal annars. „Það er nöturlegt að kaupa nýja og fullkomna björgunar- þyrlu og geta ekki gert hana út, nema skerða útgerð varðskipanna." JLoks var skorað á. sjávarútvegs- ráðhérra að semja nú þegar við Fisl'.i- félag ísíands um söfnun og úrvinnslu uþpiýsinga úr sjávarútvegi, sérstak- lega, hvað varðaði upplýsingar um fiskverð, og gera samning við Fiski- félagið til lengri tíma en eins árs í senn vegna framangreindrar upplýs- ingasöfnunar. Sturla skip- stjóri á Ak- ureyrinni STURLA Einarsson er skiþstjóri á frystitogaranum Akureyrinni EA 100, en togarinn er á leið til heima- hafnar á Akureyri með metafla, að verðmæti um 120 milljónir króna eins og greint var frá í blað- inu í gær. I þeirri frétt kom fram að skipstjóri væri Árni Bjarnason, en hið rétta er að Árni er 1. stýri- maður á Akureyrinni. Hann er reyndar skipstjóri annan hvern túr sem hann rær en þeir Sturla voru IÐNSKÓLINN1REYKJAVÍK baðir um bórð í umræddri veiði- ferð. RAFIÐNAÐUR ot>J> Údýru tireinlætis- - HRAÐFERÐ Stúdentar eða þeir, sem eru með hliðstætt nám, geta lokið rafiðnaðarnárpi á styttri tíma r) *tn -.. * iTrnl ^ blomlunarlækin ¥ AÍ.FABORG t ■' KNARRARVOGI 4 • * 568 6755 |lnnritað:20.-23.nóv. 1995 kl. 15.00-18.00. Reuter ÆÐSTU menn þriggja helztu stofnana Evrópusambandsins sam- an á blaðamannafundi um Efnahags- og myntbandalagið: Felipe Gonzalez, forseti ráðherraráðsins, Klaús Hansch, forseti Evrópu- þingsins, og Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnarinnar. Santer segir „stöð- ugleikasáttmála“ koma til greina Strassborg. Reuter. JACQUES Santer, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að til greina komi að fram- kvæma hugmynd Theos Waigel, fjár- málaráðherra Þýzkaiands, um „stöð- ugleikasáttmála" ríkjanna, sem taki þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Hins vegar komi ekki til greina að breyta ákvæðum Ma- astricht-sáttmálans og herða skilyrði fyrir þátttöku í myntbandalaginu. Hugmynd Waigels er sú að ríkjum, sem hafa meiri fjárlagahalla en kveð- ið er á um í Maastricht-sáttmálanum, þ.e. meira en 3% af landsframleiðslu, verði gert að greiða háar sektir, jafn- vel milljarða ecu. Sáttmálinn kveður á um að ráðherraráði ESB sé heimilt að gera ríkjunum að greiða „viðeig- andi sektir“ fyrir brot á samningnum. Tillagan endurspeglar áhyggjur Þjóðveija af að stöðugleika þýzks efnahagslífs vefði í hættu stefnt með myntbandalagi við ríki, sem hafa veikari stjórn á peningamálum sínum. „Sameiginlega myntin verður tekin upp á grundvelli ákvæðanna um efna- hagslegan samruna í Maastricht-sátt- málanum. Það er skýrt og vafalaust,11 sagði Santer á blaðamannafundi í Strassborg fyrr í vikunni. „Fram- kvæmdastjómin myndi samþykkja stöðugleikasáttmála aðeins með því skilyrði að þetta myndi ekki breyta ákvæðunum um samruna." Maastricht ekki breytt Santer sagði að með breytingum á Maastricht gætu menn farið úr ösk- unni í eldinn. , Felipe. Gonzalez, fofsætigráðherra Spánar og forseti ráðhemaráðs ESB, varaði á sama blaðamannafundi við því að skapa ringulreið í kringum myntbandalagið. Hann benti á að mörg aðildarríki ESB legðu sig nú öll fram um að uppfylla skilyrði fyrir þátttöku í bandalaginu. Menn gætu ímyndað sér hvaða áhrif það.þéfði á þau, ef skilyrðunum yrði breýtt. Frakkar skamma bandamenn sína París. Reuter. FRANSKA stjórnin réðst í gær að tíu aðildarríkjum Evrópusambands- ins, sem greiddu atkvæði með álykt- un Sameinuðu þjóðanna, þar sem tilraunir með kjarnorkuvopn voru fordæmdar. Frakkar segjast munu halda áfram tilraunasprengingum sínum á Suður-Kyrrahafseyjum. Ekki evrópsk samstaða „Þetta fellur ekki að hugmyndum okkar um evrópska samstöðu," segir Jacques Rummelhardt, talsmaður franska utanríkisráðuneytisins. „Frakkland mun halda sinni stefnu og gera tilraunir sínar á viðeigandi tíma.“ Rummelhardt sagði að Frakkar hönnuðu afstöðu sumra bandámanna sinna í ESB, sérstaklega þeirra ríkja, Sem væru jafnframt bæði T NATO og Vestur-Evrópusambandinu. Frakkland og Bretland greiddu at- kvæði gegn ályktun SÞ. Þýzkaland, Spánn og Grikkland sátu hjá. Öll önnur aðildarríki ESB greiddu at- kvæði með ályktuninni. I ályktuninni, sem öryggis- og af- vopnunarnefnd SÞ samþykkti í gær, er þess krafízt að kjamorkutilraunum verði hætt og tilraunasprengingarnar, sem framhafa farið að undanförnu, fordæmdar þótt Frakkland og Kína séu ekki nefnd á nafn. Ályktunin var samþykkt með 95 atkvæðum gegn 12, en 45 ríki sátu hjá. Bókhaldið götótt ið. Sambandið hefur þegar fullgi slíkan samning við Túnis, skrifai verður undir samning við ísrael næstkomandi mánudag, sam- komulag hefur náðst við Marokk og verið er að ræða við Egypta- land og Jórdaníu. Markmið ESB er að búa til „Fríverzlunarsvæði Miðjarðarhafsins", auk þess sem samningarnir kveða á um pólitís skoðanaskipti og þróunaraðstoð Tilgangurinn er að stuðla að stöðugleika og þróun efnahagslí í löndunum, sem liggja að sam- bandinu í suðri. • ENDURSKOÐENDANEFND ESB hefur gagnrýnt ýmis göt í bókhaldi sambandsins og aðild- arríkja þess, sem séu þess vald- andi að ekki sé hægt að sjá hvern- ig stórum fjárhæðum af fjárlögum ESB hafi verið varið. Nefndin kennir aðildarríkjunum um sleif- arlagið, en segir framkvæmda- stjóm ESB ekki hafa staðið sig sem skyldi við að hafa eftirlit með þeim. • EVKÓÐPUSAMBANDIÐ hefur hafið viðræður um aukaaðild- arsamning Líbanons við samband-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.