Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 37
ALDARMINNING
á Hellissandi. Síðustu tvö árin dvaldi
amma á Dvalarheimili aldraðra í
Stykkishólmi við gott atlæti og
starfsfólk þar reyndist henni vel. I
hennar huga þurfti hún sjaldnast á
aðstoð að halda, en var ætíð reiðu-
búin að leggja öðrum lið.
Undir það síðasta var hún gjörn
á að tala um að hún vildi að hennar
tilveru í þessu lífi yrði senn lokið
og að við tækju ný verkefni á nýjum
stað.
, Vil ég nú hjartans feginn fá,
frelsari minn, að vaka þér hjá.
Andinn til reiðu er í stað.
Of mjög holdið forhindrar það.
(Hallgr. Pét.)
Elsku Svenna amma. Við vitum
að þú ert nú komin á áfangastað,
þar sem afí Jón og synir ykkar taka
þér opnum örmum, og þú hefur
öðlast frið og ró.
Þú gafst, mér akurinn þinn,
þér gef ég aftur minn.
Ást þína á ég ríka,
eigðu mitt hjartað líka.
(Hallgr. Pét.)
Minningar um þig, elsku amma,
verða varðveittar í hjarta okkar um
aldur og ævi og einnig þakklæti
fyrir allt sem þú gafst okkur með
nærveru þinni. Guð blessi þig.
Svanfríður, Matthías, Friðrik
og Garðar Kristjánsbörn.
Kveðja frá
Kvenfélagi Hellissands
Félagskonur í Kvenfélagi Hellis-
sands minnast Svanfríðar Kristjáns-
dóttur sem áhugasamrar og dug-
legrar félags- og baráttukonu fyrir
margháttuðum framfaramálum hér
í byggðinni.
Svanfríður var formaður félags-
ins okkar árin 1961 til 1971 og ein
af forustukonum kvenfélagsins í
áratugi. A starfstíma hennar í
Kvenfélagi Hellissands var tekist á
við margháttuð verkefni. Við lestur
á fundargerðabókum félagsins má
sjá hvað félagskonurnar lögðu á
sig og að þær létu sér fátt óviðkom-
andi hér í þorpinu. Jólatrésskemmt-
anir héldu þær í áratugi og er þeim
sið enn haldið. Þær hjálpuðu þeim
sem lentu í veikindum og studdu
fólk sem þurfti að fara að heiman
til lækninga, eins færðu þær fátæk-
um sængurkonum gjafir. Meðan
vegasambandslaust var hér við
byggðina stóð kvenfélagið fyrir því
að héraðslæknirinn kæmi hér og
hefði viðtalstíma en aðstöðuna út-
vegaði félagið og sá um eftirlit og
þrif. Námskeið af ýmsum toga voru
haldin og staðið fyrir skemmtana-
haldi.
Svanfríður og kvenfélagskonur
stóðu fyrir því ásamt fleira góðu
fólki að vísi að leikskóla var komið
á fót. Fengin var skólastofa yfir
sumarið og hafin þar barnagæsla.
Svanfríður var mikil hvatakona að
byggingu Félagsheimilisins Rastar
og studdi þá framkvæmd af öllu
afli. Kvenfélagið hafði átt og rekið
samkomuhús í þorpinu í áratugi, en
það var orðið gamalt og úr sér geng-
ið. Félagið gerðist því aðili að bygg-
ingu nýja félagsheimilisins.
Kvenfélagið kom á fót skrúð-
garði. Mikil vinna var lögð í hann
og þótti konum skemmtilegt að hitt-
ast í garðinum og vinna við gróður-
inn.
Fundargerðabækur Kvenfélags
Hellissands eru til frá stofnun fé-
lagsins árið 1921. Þær eru fróðlegar
og skemmtilegar. Það er ótrúlegt
hveiju þessar duglegu og ósérhlífnu
konur komu í verk og hvað þær
gerðu sjálfum sér og öðrum til upp-
byggingar, skemmtunar og fróð-
leiks.
Það er mikið lán fyrir félög og
byggðarlög að eiga slíkar konur.
Svanfríður Kristjánsdóttir var ein
þessara dugnaðarkvenna og oftast
í forustu. Hún var alltaf boðin og
búin til allra verka sem vinna þurfti.
Félagar í Kvenfélagi Hellissands
þakka henni störfin. Við vottum
aðstandendum Svanfríðar okkar
innilegustu samúð. Hvíli hún í friði.
F.h. Kvenfélags Hellissands,
Ingibjörg Steinsdóttir,
formaður.
ELÍSABET
HALLDÓRSDÓTTIR
ARI
GUÐMUNDSSON
+ Elísabet Hall-
dórsdóttir, hús-
móðir og ljósmóðir,
var fædd á Miklabæ
í Óslandshlíð,
Skagafirði, 26.
febrúar 1904. Hún
lést á Sjúkrahúsinu
á Sauðárkróki 10.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Hall-
dór Þorleifsson og
kona hans, Ingi-
björg Jónsdóttir,
sem bjuggu nær all-
an sinn búskap á
Miklabæ. Börn þeirra auk El-
ísabetar voru: Ósk, húsfreyja á
Hlíðarenda, f. 1906, gift Stefáni
Sigmundssyni. Jón og Guðrún,
dóu börn. Árið 1933 giftist El-
ísabet Ólafi Gunnarssyni, f. 9.
feb. 1894, d. 1981. Foreldrar
hans voru Gunnar Ólafsson,
bóndi í Keflavík í Hegranesi,
og kona hans, Sigurlaug Magn-
úsdóttir. Börn þeirra eru: Hall-
dór Þorleifur, f. 20. des. 1934,
kvæntur Guðrúnu
Jónsdóttur og eiga
þau 4 börn og 3
bamabörn. Sigur-
laug, f. 11. júlí 1938,
gift Magnúsi Jó-
hannssyni, skildu,
eiga 3 börn og 4
bamabörn. Aður
átti Sigurlaug son-
inn Ólaf Björnsson,
giftur og á 1 barn.
Ingibjörg Ingveld-
ur, f. 28. des. 1942,
gift Þorvaldi Gests-
syni og eiga þau
eitt barn og 2
bamabörn. Þá ól Elísabet upp
son Ólafs, Magnús, frá 4 ára
aldri, f. 7. júní 1930, d. 1983.
Hann var ókvæntur og bam-
laus. Einnig ólst upp hjá þeim
hjónum Sigmar Benediktsson
frá 8 ára aldri, f. 3. sept. 1948,
d. 1985. Lét eftir sig konu, El-
ísabetu Araardóttur, og 2 böm.
Útför EUsabetar fer fram í
dag frá Viðvíkurkirkju og hefst
athöfnin klukkan 14.
ELÍSABET á Miklabæ er látin,
tæplega 92 ára.
Þau eru mörg árin að baki og
mikið hlutverk sem hún hefur skil-
að í sínu lífi.
Hún og Ólafur maður hennar
tóku við búi af foreldrum hennar
á Miklabæ 1933, þar bjuggu þau
þar til Halldór sonur þeirra tók við
búi. Eftir lát Ólafs var hún hjá
syni sínum og tengdadóttur þar til
fyrir nokkrum mánuðum að hún
fór á sjúkrahúsið á Sauðárkróki og
þar lést hún þrotin að kröftum.
Hún hafði fótavist alveg fram
undir það síðasta og gat því verið
heima á Miklabæ og notið umönn-
unar fjölskyldu sinnar.
Á Miklabæ hafði hún lifað og
starfað alla sína ævi og þar vildi
hún vera. Ef hún dvaldi nokkra
daga hjá Sigurlaugu dóttur sinni,
þá var hugurinn heima. „Ég fer
nú að fara heim í Miklabæ,“ sagði
hún gjarnan.
Elísabet var mikil húsmóðir og
var mikið myndarheimili á
Miklabæ, svo sem verið hafði alla
tíð hjá foreldrum hennar. Ólafur
maður hennar var hlýr og góður
heimilisfaðir. Traustur sem bjargið.
Stjúpsyni sínum reyndist hún sem
besta móðir og var orð á haft. Hún
var hin sanna góða, eiginkona,
móðir, amma, langamma og
tengdadóttir, sem umvafði alla ást
sinni og hlýju.
Elísabet stundaði nám við Ljós-
mæðraskólann í Reykjavík veturinn
1928-29.
Að námi loknu tók hún við ljós-
móðurumdæminu í heimabyggð
sinni og stundaði þau störf um 40
ára skeið, eða þar til sjúkrahúsin
tóku við öllum sængurkonum.
Þessu starfi fylgdi mikil ábyrgð
ásamt ferðalögum, oftast á hestum,
þar til bílar komu. Þá þurfti að
bregða skjótt við þegar kallið kom.
Eg ólst upp á næsta bæ við Elísa-
betu og var stutt milli bæja. Man
ég eftir að oft sá ég að einhver var
að koma ríðandi með tvo til reiðar
heim í Miklabæ og fór mikinn. Þá
vissi ég að nú var verið að sækja
ljósmóðurina.
Ég sé hana svo vel í huga mínum
fara niður túnið á brúnum hesti.
Trúlega hefur það verið „Óla-
Brúnn“ sem hún sat.
Elísabet hafði einstaklega góða
og ljúfa framkomu, rólega og yfir-
vegaða skapgerð, réttsýn og orð-
vör. Það var einstakur friður og
öryggi sem fylgdi henni þegar hún
kom til sængurkvenna. Fimm sinn-
um naut ég þess sjálf að fá hana
í ljósmóðurerindum til mín. Það eru
mér ógleymanlegar stundir.
Ég tel það mikið lán fyrir mig
að hafa notið hlýju og vináttu þess-
arar góðu konu allt frá því hún
veitti mér sjálfri móttöku í þennan
heim.
Elísabet var starfi sínu vaxin.
Hún naut trausts og virðingar sam-
ferðafólksins.
Það verður ætíð bjart yfir minn-
ingu hennar.
Góður guð blessi hana og varð-
veiti um eilífð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljðta skalt.
(V. Briem.)
Margrét Kristjánsdóttir.
Okkur langar að minnast hennar
ömmu okkar í nokkrum orðum.
Okkur þótti alltaf mikið til hennar
koma og hefðum gjarnan viljað
dvelja með henni fleiri stundum.
Sem börn hálf öfunduðum við
frændsystkini okkar sem höfðu
hana næstum alltaf hjá sér. Hún
var svo blíð og umhyggjusöm. Þeg-
ar við komum í heimsókn voru
móttökurnar alltaf notalegar og
ekki stóð á veitingunum, heimabök-
uðu bakkelsi og afi sá um að eitt-
hvað væri til sem litlum munnum
þótti gott í skápnum sínum.
Fáir afmælisdagar liðu án þess
hún léti sjá sig eða hringdi. Gjafirn-
ar frá henni báru alltaf vott um
hlýjan hug, oftast færði hún okkur
eitthvað prjónað, buxur, skyrtur
eða sokka.
Alltaf var hún boðin og búin til
að hjálpa þeim sem voru hjálpar
þurfi. Hún var ekki stórvaxin kona,
þó bjó í henni óvenju mikill styrk-
ur, kjarkur og friður, sem eflaust
hefur nýst henni í starfi hennar sem
ljósmóðir á þeim tímum sem ekki
voru önnur farartæki til en hestar,
skíði eða tveir jafnfljótir til að kom-
ast á milli bæja og önnur nútíma-
tæki og tækni ekki til staðar.
Mikið er hún amma okkar ör-
ugglega sæl að vera komin til
þeirra, sem hún hefur saknað svo
lengi, afa, fóstursona og samferð-
arfólks, sem hún hefur þurft að
sjá á eftir.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Við vottum öllum aðstandendum
samúð okkar.
Elisabet, Jóhann, Magnús
og fjölskyldur.
+ Ari Guðmunds-
son, vegavinnu-
verksljóri í Borgar-
nesi, var fæddur
hinn 18. nóvember
1895 á Vatnshöm-
rum í Andakíl í
Borgarfirði. Hann
lést af slysförum 21.
maí 1959. Foreldrar
Ara vom Guðmund-
ur Auðunsson, síðar
bóndi á Skálpastöð-
um í Lundar-
reykjadal, og Guð-
björg Aradóttir ljós-
móðir. Systkinin
vom fjögur: Guðrún, Ari, Krist-
ín og yngstur er Þorsteinn Guð-
mundsson, bóndi á Skálpastöð-
um, sem er fæddur
árið 1901. Þorsteinn
er enn á lífi. Ari
gekk i Hjarðarholts-
skóla og Hvanneyr-
arskóla.
Hann kvæntist 9.
júlí árið 1933 Ólöfu
Sigvaldadóttur frá
Stykkishólmi. Þau
bjuggu alla tíð í
Borgamesi. Ólöf og
Ari eignuðust sjö
böm: Guðbjörgu,
Sigvalda, Guðmund,
Unnstein, Hólm-
stein, Ómar og Jón.
Ólöf býr nú á dvalarheimilinu
Hrafnistu í Hafnarfirði.
ARI ólst upp á heimili foreldra sinna
á Skálpastöðum í Lundarreykjadal.
Hann hóf störf við vegagerð, rúm-
lega þrítugur, árið 1926 og varð
strax verkstjóri, enda þótti hann vel
til mannaforráða fallinn. Hann tók
að sér umsjón með vegagerð í upp-
sveitum Borgarfjarðar, til að byija
með. Samgöngur voru ekki góðar á
þessum árum og það varð strax
kappsmál Ara að bæta þar úr.
Árið 1929 stjómaði hann vega-
lagningu um Bröttubrekku en það
var mikið verk og tók heil fjögur
sumur. Vegagerð á þessum tíma var
ekki auðvelt verk. Éngar voru stór-
virku vinnuvélarnar, eins og nú tíðk-
ast, og menn gistu í tjöldum allt
sumarið og höfðu ekki annað en
hesta og kerrur til að flytja mölina.
Árið 1933 hófst starf við að leggja
veginn yfir Holtavörðuheiði og
stjómaði Ari þar starfi í tvö sumur
við ákaflega erfiðar aðstæður. Það
sumar giftu Ólöf og Ari sig og eyddu
brúðkaupsnóttinni í vegavinnuskála
á Holtavörðuheiði. Má telja heldur
ólíklegt að brúðhjón hafi eytt brúð-
kaupsnótt á Holtavörðuheiði síðan.
Á heiðinni stjórnaði Ari um 80
starfsmönnum, þegar mest var.
Annað stórt verkefni, sem hann
stjórnaði, var lagning vegar yfir
Kerlingarskarð, til Stykkishólms,
árið 1935. Eftir það dró að mestu
úr útilegunum og Ari hóf að stjórna
frá Borgarnesi. Árið 1945 varð hann
svo yfir allri vegagerð í Borgarfjarð-
arhéraði og var það mjög umfangs-
mikið starf. Sem dæmi má nefna
að sumarið 1944 störfuðu 260 menn
við vegavinnu i Borgarfjarðarhéraði
einu.
Það þóttu uppgrip fyrir unga
menn á kreppuárunum milli stríða
að komast í vegavinnu, þó vinnan
væri erfið og kaupið ekki hátt. Einn
fjölmargra, sem unnu í vinnuflokk-
um Ara á þessum tíma, var Ey-
steinn Jónsson, síðar ráðherra. Það
gerðu einnig Klemens Jónsson leik-
ari, Ólafur Tryggvason læknir, Hall-
dór E. Sigurðsson ráðherra og Ólaf-
ur Sverrisson kaupfélagsstjóri,
ásamt fleiri góðum mönnum.
„Það var engin tilviljun að Ari
gerðist vegavinnuverkstjóri. Það var
hugsjón hans að greiða götu ann-
arra,“ sagði Kristján Finnbogason,
sem byijaði með Ara í vegavinnu
aðeins 10 ára að aldri og var með
honum í mörg sumur, í minningar-
grein. Kristján segir Ara hafa verið
búinn óvenjulegum hæfileikum í
verkstjórastarfmu. Þar hafi farið
saman frábær verkhyggni og hæfi-
leiki til þess að fá menn til að skila
góðum afköstum, án þess að eftir
því væri rekið. „Þeir menn skipta
hundruðum sem hafa unnið undir
verkstjórn Ara. Það segir gleggri
sögu en mörg orð að flestir þessara
manna bundust honum ævarandi
vináttuböndum og það var ósjaldan
sem Ari var að leysa vandamál
manna sem höfðu unnið hjá honum
fyrir áratugum. Það fannst honum
sér bera skylda til. Þau störf sem
Ari tók að sér leysti hann svo vel
af hendi að af bar,“ sagði Kristján.
Hugðarefni Ara allt frá barnæsku
voru hestar og hestamennska. Hann
var mikill hestamaður og áhrifa-
maður í þeirra röðum. Hann var
einn af stofnendum Landssambands
hestamanna árið 1949 og ritari í
fyrstu stjórninni. Áður hafði Ari
verið einn af aðalhvatamönnum að
stofnun Hestamannafélagsins Faxa
í Borgarfirði árið 1933 og var lengst
af formaður þess. Árlegar hátíðir á
samkomustað Faxamanna á Faxa-
borg urðu mjög vinsælar og fjöl-
mennar, eins konar þjóðhátíð Borg-
firðinga á þeim tíma.
í forsíðufrétt Tímans í júlí 1953
er fjallað um glæsilegar kappreiðar
Faxa á Hvítárbökkum sem um þijú
þúsund manns sóttu. Þar segir:
„Eitt af athafnasömustu hesta-
mannafélögum landsins er Faxi í
Borgarfirði. Hefir þetta félag komið
upp ágætum skeiðvelli á Hvítar-
bökkum og myndarlegu félagsheim-
ili í sambandi við hann. Eru fram-
kvæmdir þessar mikið afrek hjá svo
fámennum hópi áhugamanna.
Heimili þeirra heitir Faxaborg. í
Faxaborg er búið að koma upp mikl-
um mannvirkjum með ótrúlegum
dugnaði og hagsýni. Hefir hinn
harðduglegi verkstjóri þeirra Borg-
nesinga, Ari Guðmundsson, þar haft
me'stan veg og vanda af, enda er
hann formaður Faxa og einn af ötu-
lustu hvatamönnum hrossaræktar
fyrr og síðar.“
Ari lést árið 1959, þann 21. maí,
þá 63 ára gamall. Hann féll af hest-
baki, rétt fyrir ofan Borgarnes, er
hann var á leið til vegagerðarmanna
sem voru við störf við bæinn Beig-
alda.
„Ari hóf hrossaræktarstarf í
Borgarfirði sem áhuga- og hug-
sjónastarf og lyfti þar miklu grettis-
taki. Það er sjálfsagt engin tilviljun
af forsjónarinnar hálfu þó að Ari
eyddi síðustu augnablikum ævi
sinnar á hestbaki,“ sagði vinur hans,
Kristján Finnbogason, í minningar-
grein. 29. maí var Ari jarðsettur frá
nýbyggðri Borgarnesskirkju við
mikið ijölmenni.
Ari Sigvaldason.
E rfidrykkjur
frá kr. 590 pr. mann
Sfmar:
551 1247
551 1440
Séifræðingar
í blóinaskrcytingum
við «11 tækifæri
Ol blómaverkstæði
iINNAw1
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 19090