Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Elsta neyðarskýli landsins endurreist FRÁ vígslu neyðarskýlisins á Ingólfshöfða 4. nóvember sl. Nokkur orð frá Auði Laxness ÉG HLUSTAÐI á smásögu Hrafns Gunnlaugssonar sem hann flutti í útvarpið á miðviku- dagskvöld. Að lestrinum loknum lét ég hugann reika um sam- skipti okkar hjóna og þá kannski sérstaklega mín, við höfundinn gegnum árin, - til þess að reyna að finna einhveija skýringu á þessari hamslausu árás á per- sónu mína. Ég gat ekkert fund- ið sem skýrði þessa framkomu. Upptakanna hlýtur að vera að leita í sálarlífi mannsins sjálfs. Við höfum alltaf tekið Hrafni vel, í þau fáu skipti sem hann kom til okkar. í upphafi ljáði Halldór máls á því, að Hrafn kvikmyndaði nokkur af verkum hans, en eftir því sem tímar liðu mislíkaði Halldóri handverk Hrafns og hann þvertók fyrir að hann kæmi nálægt þeim. Halldór hefur þó ávallt komið fram við Hrafn af fyllstu kurt- eisi eins og hans er vandi, hver sem á í hlut. Mér var það ljóst að þessari útvarpssögu gat ég ekki látið ósvarað. Satt að segja vafðist það nokkuð fyrir mér hvort eða með hvaða hætti maður svarar óhróðri af þessu tagi. Ég varð því fegin þegar ég opnaði Morg- unblaðið í morgun og sá þar, að vinur okkar, Guðrún Péturs- dóttir, hafði orðið fyrri til. Ég þakka henni það dreng- skaparbragð og hef í sjálfu sér engu við orð hennar að bæta. handmálaður safngripur kr. 1.980 SILFURBÚÐIN Krin^lunni 8-12 - Sími 568-9066 -Þarfierðu gjöfína - Nýkomin: Skinnefni Vatteruð spariefni Rósótt flúnel Stór tölusending Ný fatamerki Dragtaefni Samkvæmisefni Fínt flauel o.fl., o.fl. Qvirka MÖRKINNI3 ‘7 (VIÐ SUÐURLANDSBRAUT) SÍMI 568 7477 HINN 4. nóvember sl. fór fram vígsla endurreists neyðarskýlis á Ing- ólfshöfða. Það er annað elsta björg- unarskýli á landinu og hið elsta sem enn stendur. Það var reist árið 1912. Harmleikur á Skeiðarársandi Ástæður þess að skýlið var reist er þó að finna allöngu fyrr. “Hin sendna suðurströnd Islands hefur reynst mörgu fleyinu skeinuhætt. 19. janúar 1903 strandaði þýski togarinn Friederich Albert á Skeiðarársandi, fjarri mannabyggðum. Skipveijarnir, sem voru tólf talsins, komust allir lifandi í land en lágu úti á sandinum í 11 sólarhringa. Níu náðu að lokum til bæja, skelfilega á sig komnir og voru sumir svo kalnir að taka varð af þeim limi. Þetta sorglega slys vakti talsvert Stórglæsilegt úrval af sófasettum og hornsettum Opið í dag kl. 10-16 Valhúsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 581 2275 og 568 5375 umtal hér álandi. Ditlev Thomsen kaupmaður í Reykjavík var þá ræð- ismaður Þjóðveija á ís- landi. Hann lét ekki sitja við orðin tóm heldur lét reisa á sinn kostnað fyrsta skipbrotsmanna- skýli á íslandi árið 1904, nánar tiltekið á Kálfa- fellsmelum á vestan- verðum Skeiðarársandi. Skýli reist á Ingólfshöfða Ditlev Thomsen var ljóst að fleiri skýla var þörf og mun fljótlega EINAR S. hafa fengið augastað á Ingólfshöfða sem stað fyrir skip- brotsmannaskýli. Einhverra hluta vegna dróst þó bygging Thomsensskýlis á þessum stað í nokkur ár, eða til 1912, eins og áður sagði. Húsið var með veggj- um hlöðnum úr torfi og gtjóti en timburgafli og var verkinu lokið um haustið þann 22. október. Ætla má að ekki löngu síðar hafi hluti skýlis- ins verið þiljaður að innan fyrir svefn- bálk og heydýnur fyrir menn að liggja þar í flatsæng ef þörf krefði. Þar framan við var hægt að vera með hesta. Fjórir Öræfingar bjargast Strönduð skip sáust jafnan eftir þetta frá bæjum í Öræfasveit svo hjálp barst og unnt var að flytja þá sem af komust tafarlaust til byggða, en fyrir kom að höfð var viðdvöl í skýlinu á þeirri leið. Ekki er því hægt að fullyrða að skýlið í Ingólfs- höfða hafi beinlínis bjargað lífi neinna skipbrotsmanna. Hitt má telja víst að skýiið hafi orðið fjórum Öræf- ingum til Iífs í mars árið 1913. Þeir fóru á fjöru frá Svínafelli, en þá brast á blindbylur. Árið 1918 tók ríkissjóður að sér rekstur og viðhald skipbrotsmanna- skýla og heyrðu þau undir vitamála- stjóra. Árið 1916 hafði verið reistur viti í Ingólfshöfða og í tengslum við byggingu núverandi vita var neyðar- skýlið í höfðanum lagfært árið 1947 á vegum Vita- og hafnamálaskrif- Gæði og hreinleiki Gustavsberg blöndunar- og hreinlætistækin eru stílhrein og endingargóð. Kynnið ykkur fjölbreytta og fallega hönnun fyrir eldhús og baðherbergi. - þar sem gæði og hreinleiki skipta máli Fæst í öllum helstu byggingavöruverslunum / Innflutningsaðili Gustavsberg á Islandi: Krókháls hf. Sími 587 6550 stofunnar, það var stytt og klætt að innan. Slysavarnafélagið tekur að sér umsjón Slysavarnafélagið, og þó sér í lagi kvenna- deildir þess í Reykjavík, Hafnarfirði og Kefla- vík, stóðu fyrir bygg- ingu nýrra skipbrots- mannaskýla austur á söndum upp úr 1940. Kvennadeildirnar höfðu tekið að beita kröftum sínum að því að bæta búnað björgunarskýla Arnalds um 1930 og það varð úr að með tímanum tók Slysavarnafélagið að sér rekstur þeirra skýla sem ríkið átti. Ingólfs- höfðaskýlið virðist félagið hafa verið búið að taka að sér að fullu um 1950. Skýlið endurbýggt Um 1990 taldist neyðarskýlið á Ingólfshöfða vera orðið ónýtt vegna fúa og fóru menn þá að velta, fyrir Skýlið á Ingólfshöfða var reist 1912, segir Einar S. Arnalds, og er elsta björgunarskýli á landinu. sér endurbyggingu þess. Höfðinn var friðlýstur árið 1974 og þá var Ing- . ólfi Arnarsyni reist þar minnismerki 11 hundruð árum eftir að hann tók þar land við komuna til íslands. Sýndist mönnum að hús af nýrri gerð yrði lýti á umhverfinu. Væn- legra væri að endurbyggja skýlið í þáverandi mynd. Magnús Ólafs Hansson, formaður skýlanefndar Siysavarnafélagsins, hafði forgöngu um að afla fjár til verksins. Nokkur styrkur til að standa straum að kostnaði fékkst úr ríkissjóði og aðrir sem lögðu fé til endurbyggingarinnar eru Hornaíjarðarbær, Slysavarnafé- lag Islands, Hofshreppur og Slysa- varnadeild Öræfa. Öræfingar önnuð- ust smíðina. Húsið var vígt 4. nóvember sl., eins og getið var í upphafi. Það gerði séra Einar Jónsson sóknarprestur á Kálfafellsstað, að viðstöddu íjöl- menni. Á eftir var gestum boðið til kaffisamsætis í Hofgarði. Lokaorð Skeiðarársandur geymir margan sandorpinn skipsskrokkinn og eykur stöðugt við iendur sínar. Skýiinu í Ingólfshöfða var ætlað að veita af- drep sjóhröktum skipbrotsmönnum og markaði nokkur tímamót í sögu slysavarna á íslandi. Enn í dag stend- ur það opið öllum sem þangað leita skjóls. Höfundur vinnur við uð rita sögu Slysavarnnfélngs íslnnds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.