Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 43 FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐBJÖRGU Ágústsdóttur var í vikunni afhent viðurkenning fyrir hönnun Þvörusleikis. Með henni á myndinni eru (f.v.) Ás- laug Bryiýólfsdóttir fræðslustjóri, Guðrún Þórsdóttir fræðslu- fulltrúi, Reynir Ásgeirsson framkvæmdastjóri, Sara Reynisdótt- ir sölustjóri, Kolbrún Ingólfsdóttir aðstoðarskólastjóri, Sigrún Magnúsdóttir formaður skólamálaráðs og Sesselja Björnsdóttir myndmenntakennari. Samkeppni um Þvörusleiki Kynningar- dagar í Tækniskóla Islands KYNNINGARDAGAR verða í Tækniskóla íslands, Höfðabakka 9, sunnudaginn 19. nóvember í tilefni 10 ára afmælis rekstrardeildar skól- ans. Þar munu nemendur rekstr- ardeildar kynna yfir 40 verkefni sem unnin hafa verið í samvinnu við fyrir- tæki og stofnanir. Þar á meðal_ er stefnumótunar- verkefni fyrir Álftastein á Borgar- firði eystra, markaðsáætlun fyrir ráðstefnuskrifstofu íslands og vöru- þróun skarkolahrogna fyrir Bakka- vör. Nám í iðnaðartæknifræði, út- flutningsmarkaðsfræði og iðnrekstr- arfræði veður kynnt, stjórnenedur úr atvinnulífinu flytja fyrirlestra milli kl. 13-16.30, gestir geta svifið um á alnetinu og John Cleese og félagar sjá um stjórnunarfræðslu á stóru tjaldi. Fyrirlestra flytja: Guðrún Högna- dóttir, fræðslustjóri Ríkisspítalanna, Ársæll Guðmundsson, forstöðumað- ur hagdeildar RARIK, Óskar Hauks- son, verkfræðingur Iðntæknistofnun, Jóhann H. Bjamason, iðnaðartækni- fræðingur, íslenskri vöruþróun, Ósk- ar G. Karlsson, iðnrekstrarfræðing- ur, þróunardeild SH, og Óskar Jós- epsson, verkfræðingur, Hagvangi. Málþing á 50 ára afmæli SÞ VEGNA 50 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna verður efnt til opins mál- þings um samtökin í Odda, húsi fé- lagsvísindadeildar Háskóla íslands, kl. 14 sunnudaginn 19. nóvember nk. en þann dag 1946 gerðist ísland aðili að samtökunum. Fmmmælendur verða Bjöm Sig- urbjörnsson, ráðuneytisstjóri, sem fjalla mun um FAO, landbúnaðar- stofnun SÞ, Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri, _ um stofnanir og lagasetningar, Ágúst Þór Árnason um hlutverk fijálsra félagasamtaka hjá SÞ og Yrsa Þórðardóttir um ár umburðarlyndis. Að loknum fram- söguerindum verða almennar um- ræður. Myndasýning frá Cho Oyu EINS og komið hefur fram í fjölmiðl- um tókst þremur íslenskum hjálpar- sveitarmönnum að komast á topp Cho Oyu, sjötta hæsta fjalls veraldar nú fyrir skemmstu. Mánudagskvöldið 20. nóvember munu þeir félagar segja frá ferðinni í máli og myndum í Háskólabíó og hefst sýningin kl. 21. Mun þar verða blandað saman litskyggnum og myndbandsupptökum sem teknar voru í leiðangrinum. Haldin var sýn- ing miðwikudagskvöldið 15. nóvem- ber og seldust allir miðar upp. GUÐBJÖRG Ágústsdóttir, 12 ára grunnskólanemandi í Reykjavík, hannar að þessu sinni jólasveina- skeið Gull- og silfursmiðjunnar Ernu fyrir jólin 1995. Myndin er af Þvörusleiki, en áður hefur Erna smíðað skeiðar með mynd- um af Stekkjastaur, Giljagaur og Stúfi. Að frumkvæði Guðrúnar Þórsdóttur þjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur var ákveðið að efna til teiknimyndasamkeppni meðal 12 ára barna um besta Þvörusleik- inn og var mynd Guðbjargar Ág- ústsdóttir valin. Nú hefur verið HAUSTÞING svæðafélaga KÍ og HÍK í Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi verður haldið laugar- daginn 18. nóvember í Háskólabíói kl. 10-16. Til umræðu á haust- þinginu eru frumvarp til laga um framhaldsskóla og flutningar á rekstri grunnskóla til sveitarfélag- anna. Dagskráin hefst kl. 10 þar sem Birgir Stefánsson, formaður KR, setur þingið. Erindi flytja: Elna K. Jónsdóttir, formaður HÍK, Am- björg Sveinsdóttir, fulltrúi menntamálanefndar, Danfríður Skarphéðinsdóttir, kennari í MR, Sævar Tjörvason, kennari í Iðn- skólanum í Reykjavík, Ingi Bogi Bogason, fræðslufulltrúi samtaka iðnaðarins, og Örnólfur Thorlac- ius, skólameistari MH. Fyrirspurn- útbúin silfurskeið eftir myndinni. Fyrirhugað er að efna til teikni- myndasamkeppni að ári um mynd af næsta jólasveini. Gull- og silfursmiðjan Erna hefur einnig hannað „kökuklemmuna", sem er verð- launagripur úr nýsköpunar- keppni grunnskólanna. Höfund- urinn er Atli Þór Fanndal, 12 ára, og hefur hann aðstoðað við þróun klemmunnar. Reykjavíkur- borg hefur fest kaup á 50 klemm- um sem borgin mun nota til gjafa handa tignum gestum sínum. ir verða að loknum erindum. Að loknu hádegishléi flytja er- indi: Bjöm Bjarnason, mennta- málaráðherra, Guðrún Ebba Ól- afsdóttir, varaformaður KÍ, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Birgir Björn Siguijónsson, fulltrúi kennarafélaganna í réttindanefnd, Viktor A. Guðlaugsson, fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, Halldór Árnason, fjármálaráðuneytinu, _ og Eiríkur Jónsson, formaður KÍ. Að erindum loknum verða fyrir- spurnir og síðan þingslit sem Ár- sæll Friðriksson, formaður svæð- afélags HÍK, sér um. Fundarstjór- ar verða Lilja M. Jónsdóttir, kenn- ari ÆKHÍ, og Gunnlaugur Ást- geirsson, kennari MH. FASTEIGN ER FRAMTÍD FASTEIGNA Sudurlandsbraut 12 108 Reykjavik, fax 568 7072 m MIÐLUN Sverrir Kristjánsson JZ lögg. fasteignasali II Kennarafélög ræða skólaflutninga Fyrirlestur um hlutverk karla Opið í dag kl. 11—14 Engjateigur — séreign SÓLSTÖÐUHÓPURINN gengst fyr- ir fyrirlestri í Norræna húsinu laug- ardaginn 18. nóvember kl. 16.15. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Að- gangseyrir er 500 kr. Fyrirlesturinn ber heitið: Upplifan- ir karla á stöðu sinni. Fyrirlesari verður Jóhann Loftsson sálfræðing- ur. Eftir fyrirlesturinn verða umræð- ur og einnig verður flutt tónlist. Vinningstölur 17. nóv. 1995 6 «7 *14*18*21 *24 • 25 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 Til sölu einstaklega glaasileg 110 fm ibúð á tveimur hæðum með sérinngangi af stórum svölum. Aökoma líkist helst raðhúsi. Vandaöar, fallegar innréttingar og gólfefni. Yfirbyggöar svalir. Þetta er eign fyrir vandláta. Skipti á minni fbúö miðsvæöis æskileg. Verö 11,9 millj. Áhvílandi ca 4,2 millj. Minningarsjóður Guðjóns B. Olafssonar stofnaður ÆTTINGJAR Guð- jóns B. Ólafssonar hafa, í samvinnu við Krabbameinsfé- lagið, stofnað sjóð til minningar um hann. Guðjón hefði orðið sextugur í dag, laugardaginn 18. nóvember, en hann lést 19. des- ember 1993 af völdum krabba- meins í blöðruháls- kirtli. Sjóðurinn, sem verður í vörslu Krabbameinsfélags íslands, á að styrkja rannsóknir á blöðruhálskirtilskrabbameini. Stofnfé eru minningargjafir sem bárust félaginu þegar Guð- jón lést auk 500.000 kr. sem kona hans, Guðlaug B. Guðjóns- dóttir, afhenti Krabbameinsfé- laginu í síðustu viku. Guðjón B. Ólafsson var fædd- ur í Hnífsdal, lauk námi í Sam- vinnuskólanum 1954 og starfaði upp frá því á vegum samvinnu- hreyfingarinnar. Hann var framkvæmdastjóri á skrifstofu Sam- bandsins í London frá 1964 til 1968 og framkvæmda- stjóri sjávarafurða- deildar Sambands- ins frá 1968 til 1975. Guðjón var forstjóri Icelandic Seafood Corporati- on i Bandaríkjunum frá 1975 til 1986 og forstjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga frá 1986. Blöðruhálskirtils- krabbamein er lang algengasta krabbameinið hjá íslenskum körlum. Ár hvert greinast að meðaltali um 110 karlar með þennan sjúkdóm. í frétt frá Krabbameinsfélaginu segir að miklar vonir séu bundnar við að Minningarsjóður Guðjóns B. Ólafssonar eigi eftir að efla rannsóknir á krabbameini í blöðruhálskirtli og varpa ljósi á orsakir þessa algenga sjúk- dóms. Guðjón B. Ólafsson N eytendasamtökin Viðskipti A. Finnssonar verði skoðuð STJÓRN Neytendasamtakanna hef- ur ákveðið að senda eftirfarandi til Ríkissaksóknara og Bankaeftirlits. „I tilefni af greinargerð „Sam- starfshóps um bætt viðskiptasið- ferði“ til bústjóra þrotabús A. Finns- sonar hf. á Akureyri beinir stjóm Neytendasamtakanna þeim ein- dregnu tilmælum til Ríkissaksóknara og Bankaeftirlits Seðlabanka íslands að viðskipti A. Finnssonar hf., sem nú hefur verið tekið til gjaldþrota- meðferðar, við ýmsa aðila verði tekin til gaumgæfilegrar skoðunar." Gönguferð í Garðabæ SU nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar að efna til gönguferðar um hverfi bæj- arins ásamt bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins. Fyrsta gönguferðin verður farin nk. sunnudag. Gengið verður um Bæjargil og Hæðarhverfi. Áætlað er að hittast við leikskól- ann Hæðarból og leggja af stað það- an kl. 10.30. Gangan endar einnig þar. Allir íbúar Bæjargils og Hæða- hverfis em velkornnir og eindregið hvattir til að koma í gönguferðina. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í Garðabæ verða einnig með við- talstíma í húsi Sjálfstæðisfélagsins að Lyngási 12. Fyrsti viðtalstíminn verður laugardaginn 25. nóvember milli kl. 10.30 og 11.30. OPIÐ ALLAR HELGAR FOLD FASTEIGNASALA Laugarvegi 170, 2 hæð. 105 Reykjavík. Opið í dag kl. 11-14, sunnud. kl. 13-15, virka daga kl. 9-18 - sími 552 1400 - fax 552 1405 SELÁS - ÁRBÆR Vorum að fá [ einkasölu þetta glæsilega 210 fm endaraðhús í Seláshverfinu. Húsið er á þremur pöllum og eru öll loft viðarklædd. Eldhúsið er rúmgott með parketi á gólfi, fallegri eldhúsinnréttingu og borðkrók. Stofan og borðstofan er rúmgóð og er útgangur út á stórar vestursvalir með glæsilegu útsýn yfir borgina. Gengið er upp nokkur þrep á efsta pall þar sem er notalegt sjónvarpshol. Á neðstu hæðinni eru 2 barnaherbergi, rúmgott hjónaherbergi, með útgangi út í garð, og flísalagt baðherbergi með sturtu og baðkari. Þvottahús og geymsla á hæðinni. Garðurinn er afgirtur og i mikilli rækt. Fyrir framan húsið stendur tvöfaldur bílskúr ca 42 fm með hita, vatni og rafmagni. Þetta er eign sem ekki má fram hjá þér fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.