Morgunblaðið - 18.11.1995, Síða 43

Morgunblaðið - 18.11.1995, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 43 FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg GUÐBJÖRGU Ágústsdóttur var í vikunni afhent viðurkenning fyrir hönnun Þvörusleikis. Með henni á myndinni eru (f.v.) Ás- laug Bryiýólfsdóttir fræðslustjóri, Guðrún Þórsdóttir fræðslu- fulltrúi, Reynir Ásgeirsson framkvæmdastjóri, Sara Reynisdótt- ir sölustjóri, Kolbrún Ingólfsdóttir aðstoðarskólastjóri, Sigrún Magnúsdóttir formaður skólamálaráðs og Sesselja Björnsdóttir myndmenntakennari. Samkeppni um Þvörusleiki Kynningar- dagar í Tækniskóla Islands KYNNINGARDAGAR verða í Tækniskóla íslands, Höfðabakka 9, sunnudaginn 19. nóvember í tilefni 10 ára afmælis rekstrardeildar skól- ans. Þar munu nemendur rekstr- ardeildar kynna yfir 40 verkefni sem unnin hafa verið í samvinnu við fyrir- tæki og stofnanir. Þar á meðal_ er stefnumótunar- verkefni fyrir Álftastein á Borgar- firði eystra, markaðsáætlun fyrir ráðstefnuskrifstofu íslands og vöru- þróun skarkolahrogna fyrir Bakka- vör. Nám í iðnaðartæknifræði, út- flutningsmarkaðsfræði og iðnrekstr- arfræði veður kynnt, stjórnenedur úr atvinnulífinu flytja fyrirlestra milli kl. 13-16.30, gestir geta svifið um á alnetinu og John Cleese og félagar sjá um stjórnunarfræðslu á stóru tjaldi. Fyrirlestra flytja: Guðrún Högna- dóttir, fræðslustjóri Ríkisspítalanna, Ársæll Guðmundsson, forstöðumað- ur hagdeildar RARIK, Óskar Hauks- son, verkfræðingur Iðntæknistofnun, Jóhann H. Bjamason, iðnaðartækni- fræðingur, íslenskri vöruþróun, Ósk- ar G. Karlsson, iðnrekstrarfræðing- ur, þróunardeild SH, og Óskar Jós- epsson, verkfræðingur, Hagvangi. Málþing á 50 ára afmæli SÞ VEGNA 50 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna verður efnt til opins mál- þings um samtökin í Odda, húsi fé- lagsvísindadeildar Háskóla íslands, kl. 14 sunnudaginn 19. nóvember nk. en þann dag 1946 gerðist ísland aðili að samtökunum. Fmmmælendur verða Bjöm Sig- urbjörnsson, ráðuneytisstjóri, sem fjalla mun um FAO, landbúnaðar- stofnun SÞ, Grétar Már Sigurðsson, skrifstofustjóri, _ um stofnanir og lagasetningar, Ágúst Þór Árnason um hlutverk fijálsra félagasamtaka hjá SÞ og Yrsa Þórðardóttir um ár umburðarlyndis. Að loknum fram- söguerindum verða almennar um- ræður. Myndasýning frá Cho Oyu EINS og komið hefur fram í fjölmiðl- um tókst þremur íslenskum hjálpar- sveitarmönnum að komast á topp Cho Oyu, sjötta hæsta fjalls veraldar nú fyrir skemmstu. Mánudagskvöldið 20. nóvember munu þeir félagar segja frá ferðinni í máli og myndum í Háskólabíó og hefst sýningin kl. 21. Mun þar verða blandað saman litskyggnum og myndbandsupptökum sem teknar voru í leiðangrinum. Haldin var sýn- ing miðwikudagskvöldið 15. nóvem- ber og seldust allir miðar upp. GUÐBJÖRG Ágústsdóttir, 12 ára grunnskólanemandi í Reykjavík, hannar að þessu sinni jólasveina- skeið Gull- og silfursmiðjunnar Ernu fyrir jólin 1995. Myndin er af Þvörusleiki, en áður hefur Erna smíðað skeiðar með mynd- um af Stekkjastaur, Giljagaur og Stúfi. Að frumkvæði Guðrúnar Þórsdóttur þjá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur var ákveðið að efna til teiknimyndasamkeppni meðal 12 ára barna um besta Þvörusleik- inn og var mynd Guðbjargar Ág- ústsdóttir valin. Nú hefur verið HAUSTÞING svæðafélaga KÍ og HÍK í Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi verður haldið laugar- daginn 18. nóvember í Háskólabíói kl. 10-16. Til umræðu á haust- þinginu eru frumvarp til laga um framhaldsskóla og flutningar á rekstri grunnskóla til sveitarfélag- anna. Dagskráin hefst kl. 10 þar sem Birgir Stefánsson, formaður KR, setur þingið. Erindi flytja: Elna K. Jónsdóttir, formaður HÍK, Am- björg Sveinsdóttir, fulltrúi menntamálanefndar, Danfríður Skarphéðinsdóttir, kennari í MR, Sævar Tjörvason, kennari í Iðn- skólanum í Reykjavík, Ingi Bogi Bogason, fræðslufulltrúi samtaka iðnaðarins, og Örnólfur Thorlac- ius, skólameistari MH. Fyrirspurn- útbúin silfurskeið eftir myndinni. Fyrirhugað er að efna til teikni- myndasamkeppni að ári um mynd af næsta jólasveini. Gull- og silfursmiðjan Erna hefur einnig hannað „kökuklemmuna", sem er verð- launagripur úr nýsköpunar- keppni grunnskólanna. Höfund- urinn er Atli Þór Fanndal, 12 ára, og hefur hann aðstoðað við þróun klemmunnar. Reykjavíkur- borg hefur fest kaup á 50 klemm- um sem borgin mun nota til gjafa handa tignum gestum sínum. ir verða að loknum erindum. Að loknu hádegishléi flytja er- indi: Bjöm Bjarnason, mennta- málaráðherra, Guðrún Ebba Ól- afsdóttir, varaformaður KÍ, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Birgir Björn Siguijónsson, fulltrúi kennarafélaganna í réttindanefnd, Viktor A. Guðlaugsson, fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, Halldór Árnason, fjármálaráðuneytinu, _ og Eiríkur Jónsson, formaður KÍ. Að erindum loknum verða fyrir- spurnir og síðan þingslit sem Ár- sæll Friðriksson, formaður svæð- afélags HÍK, sér um. Fundarstjór- ar verða Lilja M. Jónsdóttir, kenn- ari ÆKHÍ, og Gunnlaugur Ást- geirsson, kennari MH. FASTEIGN ER FRAMTÍD FASTEIGNA Sudurlandsbraut 12 108 Reykjavik, fax 568 7072 m MIÐLUN Sverrir Kristjánsson JZ lögg. fasteignasali II Kennarafélög ræða skólaflutninga Fyrirlestur um hlutverk karla Opið í dag kl. 11—14 Engjateigur — séreign SÓLSTÖÐUHÓPURINN gengst fyr- ir fyrirlestri í Norræna húsinu laug- ardaginn 18. nóvember kl. 16.15. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Að- gangseyrir er 500 kr. Fyrirlesturinn ber heitið: Upplifan- ir karla á stöðu sinni. Fyrirlesari verður Jóhann Loftsson sálfræðing- ur. Eftir fyrirlesturinn verða umræð- ur og einnig verður flutt tónlist. Vinningstölur 17. nóv. 1995 6 «7 *14*18*21 *24 • 25 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 Til sölu einstaklega glaasileg 110 fm ibúð á tveimur hæðum með sérinngangi af stórum svölum. Aökoma líkist helst raðhúsi. Vandaöar, fallegar innréttingar og gólfefni. Yfirbyggöar svalir. Þetta er eign fyrir vandláta. Skipti á minni fbúö miðsvæöis æskileg. Verö 11,9 millj. Áhvílandi ca 4,2 millj. Minningarsjóður Guðjóns B. Olafssonar stofnaður ÆTTINGJAR Guð- jóns B. Ólafssonar hafa, í samvinnu við Krabbameinsfé- lagið, stofnað sjóð til minningar um hann. Guðjón hefði orðið sextugur í dag, laugardaginn 18. nóvember, en hann lést 19. des- ember 1993 af völdum krabba- meins í blöðruháls- kirtli. Sjóðurinn, sem verður í vörslu Krabbameinsfélags íslands, á að styrkja rannsóknir á blöðruhálskirtilskrabbameini. Stofnfé eru minningargjafir sem bárust félaginu þegar Guð- jón lést auk 500.000 kr. sem kona hans, Guðlaug B. Guðjóns- dóttir, afhenti Krabbameinsfé- laginu í síðustu viku. Guðjón B. Ólafsson var fædd- ur í Hnífsdal, lauk námi í Sam- vinnuskólanum 1954 og starfaði upp frá því á vegum samvinnu- hreyfingarinnar. Hann var framkvæmdastjóri á skrifstofu Sam- bandsins í London frá 1964 til 1968 og framkvæmda- stjóri sjávarafurða- deildar Sambands- ins frá 1968 til 1975. Guðjón var forstjóri Icelandic Seafood Corporati- on i Bandaríkjunum frá 1975 til 1986 og forstjóri Sam- bands íslenskra samvinnufélaga frá 1986. Blöðruhálskirtils- krabbamein er lang algengasta krabbameinið hjá íslenskum körlum. Ár hvert greinast að meðaltali um 110 karlar með þennan sjúkdóm. í frétt frá Krabbameinsfélaginu segir að miklar vonir séu bundnar við að Minningarsjóður Guðjóns B. Ólafssonar eigi eftir að efla rannsóknir á krabbameini í blöðruhálskirtli og varpa ljósi á orsakir þessa algenga sjúk- dóms. Guðjón B. Ólafsson N eytendasamtökin Viðskipti A. Finnssonar verði skoðuð STJÓRN Neytendasamtakanna hef- ur ákveðið að senda eftirfarandi til Ríkissaksóknara og Bankaeftirlits. „I tilefni af greinargerð „Sam- starfshóps um bætt viðskiptasið- ferði“ til bústjóra þrotabús A. Finns- sonar hf. á Akureyri beinir stjóm Neytendasamtakanna þeim ein- dregnu tilmælum til Ríkissaksóknara og Bankaeftirlits Seðlabanka íslands að viðskipti A. Finnssonar hf., sem nú hefur verið tekið til gjaldþrota- meðferðar, við ýmsa aðila verði tekin til gaumgæfilegrar skoðunar." Gönguferð í Garðabæ SU nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar að efna til gönguferðar um hverfi bæj- arins ásamt bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins. Fyrsta gönguferðin verður farin nk. sunnudag. Gengið verður um Bæjargil og Hæðarhverfi. Áætlað er að hittast við leikskól- ann Hæðarból og leggja af stað það- an kl. 10.30. Gangan endar einnig þar. Allir íbúar Bæjargils og Hæða- hverfis em velkornnir og eindregið hvattir til að koma í gönguferðina. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í Garðabæ verða einnig með við- talstíma í húsi Sjálfstæðisfélagsins að Lyngási 12. Fyrsti viðtalstíminn verður laugardaginn 25. nóvember milli kl. 10.30 og 11.30. OPIÐ ALLAR HELGAR FOLD FASTEIGNASALA Laugarvegi 170, 2 hæð. 105 Reykjavík. Opið í dag kl. 11-14, sunnud. kl. 13-15, virka daga kl. 9-18 - sími 552 1400 - fax 552 1405 SELÁS - ÁRBÆR Vorum að fá [ einkasölu þetta glæsilega 210 fm endaraðhús í Seláshverfinu. Húsið er á þremur pöllum og eru öll loft viðarklædd. Eldhúsið er rúmgott með parketi á gólfi, fallegri eldhúsinnréttingu og borðkrók. Stofan og borðstofan er rúmgóð og er útgangur út á stórar vestursvalir með glæsilegu útsýn yfir borgina. Gengið er upp nokkur þrep á efsta pall þar sem er notalegt sjónvarpshol. Á neðstu hæðinni eru 2 barnaherbergi, rúmgott hjónaherbergi, með útgangi út í garð, og flísalagt baðherbergi með sturtu og baðkari. Þvottahús og geymsla á hæðinni. Garðurinn er afgirtur og i mikilli rækt. Fyrir framan húsið stendur tvöfaldur bílskúr ca 42 fm með hita, vatni og rafmagni. Þetta er eign sem ekki má fram hjá þér fara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.