Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 15 Pappírs- verð dregur úr hagnaði Sydney. Reuter. HAGNAÐUR ábatasömustu blaðaútgáfu Ástralíu, John Fa- irfax Holdings, minnkaði um 21% í 33.8 milljónir Ástralíud- ala á síðasta ársfjórðungi vegna hækkaðs verð á dagblaðapappír að sögn fyrirtækisins. Pappírsverðið hækkaði um 22% á ársfjórðungnum og búizt er við að það verði hátt fram á næsta ár. Verðið hefur hækkað í um 1.040 Ástralíudala tonnið úr 816 Ástralíudölum í júní. Telegraph-blaðaútgáfa kanadíska íjölmiðlajöfursins Conrads Blackss á 25% í Fair- fax, sem gefur út The Sydney Morning Herald, The Age í Melbourne og fleiri blöð. Auð- ugasti maður Ástralíu, Kerry Packer, á 17%. Sala CBS samþykkt New York Reuter. HLUTHAFAR CBS hafa sam- þykkt að sjónvarpið verði selt Westinghouse Electric fyrir 5.4 milljarða dollara. Stjórnir beggja fyrirtækja hafa samþykkt samkomulagið. Westinghouse fær öll úti- standandi hlutabréf í CBS á 81 dollar. Þar með kemst á fót sjón- varpsfyrirtæki, sem nær til 33% þjóðarinnar, og það er brot á alríkisreglum. Westinghouse væntir þess að fá samþykki stjórnvalda í Washington eða höfnun fyrir áramót eða í ársbyijun 1996. Hlutabréf í CBS hækkuðu um 12,5 sent í 81,125 dollara í kauphöllinni í New York og bréf í Westinghouse um 25 sent í 15,75 dollara. Nýtt ítalskt símakerfi Mílanó. Reuter. OLIVETTI SpA og France Telecom hafa ákveðið að setja á laggirnar sameignarfyrir- tæki ásamt bandarískum sam- starfsaðilum til að koma upp öðru stóra fjarskiptakerfinu á Ítalíu og keppa við ríkisfyrir- tækið Telecom Italia SpA. Að samstarfinu standa Bell Atlantic og Sprint ásamt De- utsche Telekom og kerfinu verður komið upp áður en ít- alski fjarskiptamarkaðurinn verður gefinn frjáls í ársbyijun 1998. Telecom Italia hefur haft einokunaraðstöðu á ítölskum fjarskiptamarkaði, sem er metinn á 19 milljarða dollara á ári. Nýja sameignarfyrirtækið hyggst veija 126 milljónum dollara 1996 og 1997 til að koma upp kerfi fyrir 1998, en upphæðin getur orðið hærri, ef hömlunum verður aflétt fyrr en ætlað er. Fjarskiptamarkaðurinn á Ítalíu stækkar um 10-15% á ári og talið er að nýja sameign- arfyrirtækið tryggi sér 15-20% markaðshlutdeild á þremur árum og árlegar tekjur verði 1.3-1.9 milljarðar dollar í lok áratugarins. FYRSTI HAGNAÐUR EVRÓ DISNEY ■ Evró Disney, skemmtigarður Disneylands í grennd Parísar, skiiar nú í fyrsta sinn hagnaði upp á 23,5 miiljónir dollara fyrir fjárhagsárið sem lauk 30. september. Árið á undan nam tapið 370,8 milljónum doliara. Aðsókn fór fram úr áætlunum og jókst um 21%. Arðsemi magnesíum- verksmiðju könnuð STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja hefur ákveðið að ráðast í fyrri hluta arðsemiskönnunar vegna byggingar magnesíumverksmiðju hér á landi og hefur erlendum aðilum þegar verið falið það verk. Gert er ráð fyrir því að niðurstöð- ur könnunarinnar muni liggja fyr- ir eftir u.þ.b. 3 mánuði. Kostnaður við þetta yerkefni er rúmlega 30 milljónir króna, að sögn Júlíusar Jónssonar, forstjóra Hitaveitu Suðurnesja. Hann segir það ljóst að hér sé um nokkuð kostnaðarsama framkvæmd að ræða. Hins vegar hafi þegar farið fram frumkönnun á arðsemi slíkr- ar fjárfestingar og í ljósi niðustöðu hennar hafi menn ekki talið stætt á því að láta þar við sitja. „Hins vegar trúi ég engu fyrr en ég sé það, en ég tel ekki rétt að hætta eins og málin líta út nú,“ segir Júlíus. Byggðastofnun mun leggja til 5 milljónir vegna þessarar arð- semiskönnunar og að sögn Júlíus- ar liggja fyrir vilyrði um fjárfram- lög frá fleiri aðilum. Hitaveitan mun síðan greiða það sem eftir stendur. Niðurstöður í febrúar Júlíus segist vænta þess að niðurstöður könnunarinnar muni liggja fyrir í febrúar og þá geti stjórn Hitaveitunnar rætt þær og tekið ákvörðun um hvort ráðist verði í.síðari hlutann. Kostnaður- inn við hann mun vera álíka hár. Hann segir að niðurstaða um hvort af byggingu verksmiðjunnar verði eða ekki muni í fyrsta lagi liggja fyrir seint á næsta ári. Fari svo að niðurstöður beggja hluta arðse- miskönnunarinnar verði jákvæðar sé enn mikið verk óunnið við fjár- mögnun verksmiðjunnar, en gert er ráð fyrir því að stærstur hluti fjárfesta verði erlendur. Gert er ráð fyrir því að verk- smiðjan muni geta framleitt um 25 þúsund tonn af magnesíumi á ári. Kostnaður við að reisa verk- smiðju af þeirri stærðargráðu er á bilinu 16-17 milljarðar króna og myndi verksmiðjan veita um 300 manns vinnu, árið um kring. Á annað þús. áskrifendur hjá Stöð 3 Tillaga gerð til hluthafafundar í Eignarhaldsfélaginu Alþýðubankanum hf. Hlutabréf í íslands- banka verði seld •STJÓRN Eignarhaldsfélagsins Al- þýðubankans hf. hefur ákveðið að óska eftir því við hluthafafund þann 28. nóvember að heimild verði veitt til að selja stærstan hluta hlutabréfa félagsins í ís- landsbanka. Bréfin verði seld í áföngum og á þeim tíma sem stjórnin telji heppilegt. Eignar- haldsfélagið er stærsti hluthafi íslandsbanka með 12,7% hlut og er markaðsvirði bréfanna nú tæp- ar 680 milljónir króna. Þessi áform eru liður í nýrri fjár- festingarstefnu félagsins sem hef- ur verið í mótun að undanförnu. Þar er jafnframt gert ráð fyrir að auka ráðstöfunarfé með því að selja nýtt hlutafé fyrir 300 milljón- ir, selja 75 milljónir af eigin hluta- bréfum í eigu félagsins og auka skuldir þess um 600 milljónir. Með því móti yrði niðurstöðutala efna- hagsreiknings um 2 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 50-65% eftir því hvernig gengi að selja hlutabréfin. Um helmingur eigna í íslandsbankabréfum Félagið fékk Verðbréfamarkað íslandsbanka til að taka saman greinargerð um eignasamsetningu félagsins og framtíðarsýn. Sam- kvæmt hinni nýju stefnu skal fé- lagið hafa 40-50% eigna sinna í skuldabréfum og öðrum vaxtaber- andi bréfum og 50-60% í hluta- bréfum. Af hlutabréfaeigninni skal 60% vera í hlutabréfum í hlutafé- lögum sem skráð eru á Verðbréfa- þingi eða Opna tilboðsmarkaðnum (OTM), 30% í hlutafélögum sem ekki eru skráð á þinginu eða OTM og 10% í erlendum hlutafélögum. Einungis koma þó til greina bréf á OTM sem virk viðskipti séu með. í bréfi til hluthafa segir m.a. um hina nýju stefnu: „Með nýrri fjárfestingarstefnu er stefnt að meiri dreifmgu eigna en verið hef- ur. Um 50% af eignum félagsins er í dag í hlutabréfum í íslands- banka. Þannig eru bundnir miklir fjármunir sem hægt er að nýta til nýrra verkefna. Einnig ber þess að geta að margir stofnanafjár- festar hafa ekki vilj^ð kaupa hlut í félaginu m.a. vegna þess hve dreifing eigna er lítil.“ Góður hagnaður Samkvæmt milliuppgjöri fyrir fyrstu átta mánuði ársins nam hagnaður félagsins 35,8 milljónum samanborið við 80 milljónir á sama tíma í fyrra. Útlit er fyrir að af- koman verði mjög góð síðustu fjóra mánuði ársins þar sem gengi hlutabréfa í íslandsbanka og fleiri bréfa í eigu félagsins hefur hækk- að verulega undanfarið. ÁSKRIFENDUR Stöðvar 3 eru þegar orðnir vel á áhnað þúsund, að sögn Úlfars Steindórssonar, framkvæmdastjóra hinnar nýju sjónvarpsstöðvar. Hann segir þessi viðbrögð vera mun betri en reiknað hafi verið með og nokkuð stöðugur straumur fólks hafi verið í afgreiðsl- una frá því að áskriftarverðið var opinberað á þriðjudag. Að sögn Úlfars verða um 10.000 heimili komin í örbylgjusamband nú um helgina og reiknar með því að þeir sem fengið hafi loftnet sín afhent áður en að áskriftarverðið var birt, muni ganga frá áskrift á næstu dögum. Úlfar segir að tekist hafi að útvega öllum væntanleg-um áskrifendum loftnet fram til þessa. Síðastliðinn þriðjudag hafi þau að vísu klárast, en ný sending hafi borist sama dag. Talsvert er um það, að sögn Úlf- ars, að áskrifendur greiði áskrift heilt ár fram í tímann eða noti boð- greiðslur til þess að losna undan því að greiða skráningargjaldið, sem er 3.990 krónur. „í raun kem- ur þetta allt niður á sama stað, því ef áskrifendur, sem greiða einn mánuð í senn, greiða samfellt í 10 mánuði fá þeir næstu tvo ókeypis, eða nákvæmlega sem samsvarar skráningargjaldinu," segir Úlfar. KULDADAGAR 10-20% afsláftur af öllum kuldaskóm. OpiS laugard. kl. 10-16. Sunnud. kl. 13-17. Næg bílastæði - Nýtt kortatímabil - Næg bílastæði - Nýtt kortatímabil SK0UERSLUN KÓPAU0GS HAMRAB0RE 3 • SÍMI 5S4 1754
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.