Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Kennaraháskóli íslands Er kennarinn veikur? •• Orstuttur harmleikur í emum þætti Frá Vali Óskarssyni: MÓÐIR (hringir reið í skólann): Hún Lóa mín segir að kennarinn hafi ver- ið veikur í gær og bekkurinn hafi tæpast fengið neina kennslu. Hvers konar skóli er þetta eiginlega? Skólastjórinn: Það voru því miður fl'órir kennarar veikir. M: Af hvequ fékkstu ekki forfalla- kennara? S: Hvar átti ég að fá þá? M: Nú, þú hlýtur að geta hringt á einhveija skrifstofu og fengið fór- fallakennara. S: Nei, því miður. Við íslendingar höfum aldrei komið upp neinu slíku kerfi. M: Já, en þetta hlýtur að vera þannig erlendis. S: Það finnst mér sennilegt. M: Hvernig getið þið unnið við þessar aðstæður? S: Satt að segja éru þessar aðstæð- ur gjörsamlega óviðunandi. Það er hörmulegt að þurfa að mæta til vinnu dag eftir dag og sitja uppi bjargar- laus. M: En hafa yfirvöld skólamála ekkert gert í málinu? S: Það má deila á yfirvöid en ekki síður samtök okkar grunnskólakenn- ara. Þegar þú varst í tvísetnum skóla og kennarinn þinn var veikur þá reyndi maður alltaf að fínna einhvem kennara sem kenndi bara hinn dags- partinn og bað hann að bjarga mál- um. Samtök okkar kennara hafa hins vegar lengi barist fyrir einsetningu þótt það liggi í augum uppi að þá fái margir kennarar ekki næga vinnu og í öðru lagi ríkir nú þetta hörm- ungarástand varðandi forföll. Niður- staðan verður því miður alltaf sú sama: Þetta bitnar fyrst og síðast á börnunum. M: En hveijar eru tillögur forystu- manna kennara varðandi þessi for- fallamál? S: Ef þú lest Kennarablaðið, 5. tölublað maí 1995, þá sérðu þær þar. í aðalatriðum em þær þannig að kennarar sem fá ekki næga vinnu kenni fyrir þá sem eru veikir. M: Já, en er ég svona heimsk? Ef ákveðið væri á mínum vinnustað að fólkið fengi ekki vinnu lengur en til hádegis þá skil ég ekki hvernig það ætti að geta ieyst þá af sem em veikir og fengið þannig full laun. S: Þú ert ekki ein um að eiga erf- itt með að skilja svona speki. Verst af öllu er þó að þegar mín eigin sam- tök þykjast þannig hafa leyst vand- ann þá eru dagar eins og í dag hrein martröð fyrir skólastjórnendur því skilning er hvergi að fá. M: Eg skil en sem foreldri fmnst mér þetta algjörlega óviðunandi. Og segðu mér annað: Fengu kennarar virkilega svona miklar kjarabætur að þeir fái nógu há laun fyrir að vinna \ einsetum skóla? S: Ur því þú spyrð þá get ég sagt frá kennara sem kom til mín í sumar og ég hafði handa honum 75% vinnu. Þegar hann hafði kíkt á Iaunatöfluna og reiknað út prósentuna þá fékk hann út 53.000 (fimmtíuogþijú þús- und) á mánuði. Satt að segja er ég skelfingu lostinn fyrir hönd barn- anna. Þau eru komin hingað til að læra og forfallakennara hvergi að fá. Auk þess sýnist mér að stórfelld- ur flótti sé brostinn á í liði grunn- skólakennara og auðvitað fá þeir hæfustu vinnu við önnur störf. M: Mér þykir þú svartsýnn. S: Ég þótti nú líka svartsýnn þeg- ar mengið var tekið upp hér forðum. Því miður tekur það menn oft langan tíma að átta sig á að það ætti aldrei að breyta neinu nema tvímælalaust sé sannað að breytingarnar séu til batnaðar. En nú verð ég því miður að kveðja því börnin sem eru kenn- aralaus hér í dag eru að verða heldur havær. VALUR ÓSKARSSON, Leiðhömrum 15, Reykjavík. IÐNSKÚLINN f REYKJAVÍK Innritab verbur á vorönn 1996 mánud. 20. til fimmtud. 23. nóvember kl. 15.00 til 18.00. Itarleg auglýsing birtist í blaöinu á sunnudag. b tMTIK-BTSALA Erum að fá stóra sendingu afglæsilegum antikhúsgögnum og smáhlutum Þess vegna rýmum við til og höldum stórútsölu um helgina iO-lOliFSLÁTWR Opið laugardag og sunnudag kl. 12-16 Veitum einnig 20% afslátt af öllum handgerðum persneskum teppum SÝNINGINGÁLVS AV REYNIER OPIN UM HELGINA KL. 14-18 í GALLERÍ BORG VIÐ AUSTURVÖLL. í tilefni „mannorðs- morða“ Frá Ingu Maríu Vilhjálmsdóttur: í TILEFNI orða Hrafnhildar Valdi- marsdóttur rithöfundar sem birtust í Morgunblaðinu þann 15. nóvember síðastliðinn vil ég benda því fólki á, sem hefur sýnt mesta dómhörku í þessu máli, að sama og ekkert liggur opinberlega fyrir um stað- reyndir málsins. Eingöngu hefur verið dæmt út frá eins hégómlegum atriðum og ímyndaðri frægð sak- bornings. Er skemmst að minnast O.J. Simpson-málsins. Samkvæmt þeim takmörkuðu upplýsingum sem fram hafa komið virðist sem mynd- birtingin og kæran séu hvort sitt málið. Myndbirtingin er með öllu óvið- eigandi, en kæran er nauðvörn ein- staklings sem brotið er á. Réttara er að styðja við bakið á því (unga) fólki sem telur að brotið hafi verið á sér, hvort sem meintur skaðvaldur heitir Heiðar Jónsson eða ekki. INGA MARÍA VILHJÁLMSDÓTTIR, nemi. Tilbob á hreinlætistækjum Hitastillitæki. Mikið úrval af sturtuklefum, sturtuhornum og hur&um. =_______AtktuíúSu Veh&utt Ba&kör 17 gerðir. Stærðir: 100-190 cm. 0 Handlaugar 17 gerðir á vegg og borð. Verslið þar sem úrvalíð er mesT! “ RAOGREmSLUR ( E ÍSWjrffifnifi Iafcsð 34 mánada TIl.luÍS mjtLVJhMiMMil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.