Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Harðar umræður á Alþingi um þingsályktunartillögu þingflokks Þjóðvaka um veiðileyfagjald Ráðherra vændi flutn- ingsmann um að ganga erinda stórfyrirtækja Snarpar umræður urðu á Alþingi í gær þeg- ar þingmenn ræddu þingsályktunartillögu Þjóðvaka um veiðileyfagjald. Flutningsmenn benda á sjö leiðir um hvernig hægt væri að standa að því að leggja á veiðileyfagjald HART var deilt á Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra í umræðum um þingsályktunartillögu þingflokks Þjóðvaka um veiðileyfagjald á Al- þingi í gær; umræður sem Þorsteinn sagði í lokin að hefðu þróast í rétta átt en gagnrýnendur hans sögðu þau ummæli hans til marks um að hann væri úr takt við þær umræður sem fram hefðu farið í þingsalnum og hann en ekki þeir hefði breytt um áherslur eftir því sem leið á umræð- una. Þorsteinn gaf í skyn í umræðunum að Ágúst Einarsson, fyrsti flutnings- maður tillögunnar, gengi erinda stór- fyrirtækja sem varaformaður stjórn- ar Granda, og gætti hagsmuna stór- fyrirtækja í sjávarútvegi, sem mundu e.t.v. sjá sér fært eftir lögleiðingu veiðileyfagjalds að kaupa upp ein- staklingsútgerðirnar sem stæðu höll- ustum fæti í greininni. Þetta kallaði Ágúst það ómerkilegasta sem gerst hefði í íslenskri stjórnmálaumræðu undanfarin ár og kallaði Þorstein Pálsson ómerking í sínum máiflutn- ingi. Þorsteinn kvaðst síðar í umræð- unni ekki hafa veist að persónu Ág- ústs Einarssonar með fyrrtöldum ummælum um stórfyrirtæki og einkaútgerðir heldur rætt um líklega þróun í sjávarútvegi eftir lögleiðingu veiðileyfagjalds. I umræðunum kom m.a. fram að þingflokkur Kvennalistans styður til- lögu Þjóðvaka, sem gengur út frá að Alþingi samþykki að taka upp veiðileyfagjald. Þingflokkur Alþýðu- flokksins styður tillöguna einnig. Ólafur Ragnar Grímsson þingmað- ur Alþýðubandalags kvaðst tilbúinn að standa að breytingu á orðalagi þingsályktunartillögunnar og rök- stuðningi í greinargerð í því skyni að stuðia að samþykkt tillögu um að Alþingi kanni möguleika á að taka upp veiðileyfagjald. Hann taldi sérstaklega brýnt að aðskilja umræð- ur um það grundvallármál sem veiði- leyfagjald væri frá umræðum um almenna fiskveiðistjórnun en taldi að flutningsmönnum hefði ekki tek- ist það sem skyldi og vanda þyrfti betur til rökstuðnings tillögu um veiðileyfagjald. Sjónarmið fjármálaráðherra Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra lýsti sig fylgjandi því að sjávar- útvegurinn taki'á sig þann kostnað sem ríkissjóður ber nú af starfsem- inni, svo sem með rekstri rannsókna- stofnana, afnámi lægra trygginga- gjalds á sjávarútveg en aðrar at- vinnugreinar og afnámi þeirrar nið- urgreiðslu hluta launakostnaðar greinarinnar sem fælist í sjómanna- afslætti. Við þær aðstæður að sjávar- útvegurinn greiði kostnaðinn af starfseminni sé hins vegar rétt að hann að dreifi til þjóðarinnar arðinum af auðlindinni. Pétur Blöndal þingmaður Sjálf- stæðisflokksins lýsti sig andvígan skilgreiningu núverandi fyrirkomu- lags á eignarhaldi veiðiheimilda, kvaðst hlynntur veiðileyfagjaldi og ræddi kosti þess fyrirkomulags að dreifa veiðileyfum til allra lands- manna og leyfa þeim að versla með þau. Breyta þyrfti um kerfí mildilega og leyfa afskriftir þeirra eigna, sem aflaheimildir nú væru, á 15-20 árum. Það væri langur tími í lífi ein- staklinga en skammur tími í lífi þjóð- ar. Þingsályktunartillagan sem einnig var lögð fram á síðasta þingi gerir ráð fyrir því að Alþingi álykti að taka beri upp veiðileyfagjald í sjávar- útvegi og feli sjávarútvegsráðherra að skipa nefnd til að undirbúa lög- gjöf um þetta efni. í nefndinni eigi sæti fulltrúar frá öllum þingflokkum og helstu samtökum útgerða, sjó- manna og fiskvinnslu. Nefndin kanni hvaða form veiði- leyfagjalds sé heppilegast með tilliti til áhrifa m.a. á fjárhagslega stöðu sjávarútvegs, fiskveiðistjórnun, við- skipti með veiðileyfi, hagstjóm hér- lendis, byggðaþróun, samkeppnis- stöðu atvinnuvega og ríkisfjármál. Nefndin leiti ráðgjafar hjá sérfræð- ingum á sviði fiskihagfræði og kynni sér fyrírkomulag í öðrum löndum og skili áliti fyrir marslok 1996 og verði frumvarp um veiðileyfagjald lagt fyrir Alþingi á vorþingi 1996. Sjö leiðir nefndar í greinargerð eru rakin helstu rök flutningsmanna fyrir veiðileyfagjaldi og einnig raktar sjö leiðir um hvern- ig hægt væri að standa að því að leggja á veiðileyfagjald. Agúst Einarsson þingmaður Þjóð- vaka mælti fyrir þingsályktunartil- lögunni og rakti efni greinargerðar- innar. Hann sagði að með tiliögunni væri hreyft merkilegu og mikilvægu máli. í reynd væri um tvískipta um- ræðu að ræða; annars vegar um físk- veiðistjórnun og hins vegar hvort og þá hvemig ætti að leggja á veiði- leyfagjald fyrir úthlutaðar aflaheim- ildir. „Þessi þingsályktunartillaga fjall- ar ekki um stýrikerfið heldur um gjaldtöku fyrir úthlutaðar aflaheim- ildir,“ sagði Ágúst. Hann sagði að sameign þjóðarinnar á fiskimiðum væri ótvíræð og það gilti um veiði- leyfi, eins og annað sem er af skorn- um skammti, að þau væru ávísun á verðmæti; verðmæti sem ríkið hefði hingað til úthlutað án gjaldtöku þótt vísi að slíku gjaldi megi finna í lögum um þróunarsjóð íslands. Réttlætissjónarmið „Rök fyrir veiðileyfagjaldi eru ýmiss konar, meðal annars réttlætis- sjónarmið. Það særir réttlætiskenr.d manna að verslað sé með veiðiheim- ildir og þeir sem fengu þær upphaf- lega geti hagnast verulega með því að selja eða leigja. Þeir hafa ekkert greitt fyrir þær, hvorki við úthlutun í upphafi né árlega úthlutun. Veiði- leyfagjald hefur verið innheimt af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum með gengisskráningu undanfarna áratugi. Gengið var tiltölulega hátt skráð sem leiddi til þess að innflutn- ingur varð ódýrari. Útgerðin hefur í reynd alltaf greitt nokkurs konar auðlindagjald eða veiðileyfagjald. Þannig hefur af- rakstri af sjávarútvegi verið veitt inn í hagkerfíð þjóðinni til hagsbóta," sagði Ágúst. Ágúst sagði síðar að aðrar at- vinnugreinar hefðu hins vegar þurft að sætta sig við það gengisstig sem hentaði sjávarútvegi hveiju sinni. Þegar illa hafí árað í sjávarútvegi hafi gengið verið fellt með afleiðing- um sem allir þekki. Þessi stefna eigi -ekki við iengur þegar stefnan sé að halda gengi sem stöðugustu, verð- bólgu sem lægstri og freista þess að aðrar atvinnugreinar nái að byggjast upp við hlið sjávarútvegs. Eitt af helstu vandamálum okkar í hagstjórn sé hversu illa hefur geng- ið að byggja upp aðrar útflutnings- greinar enda þoli sjávarútvegurinn miklu hærra gengi en annar útflutn- ingsiðnaður. Liður í að byggja upp almehnan samkeppnisiðnað og út- flutningsiðnað sé að sjávarútvegur greiði fyrir aðgang að auðlindinni. Agúst sagði veiðileyfagjald eðlilegt og rökrétt framhald þjóðarsáttar um jafnvægi og stöðugleika í efnahags- málum. Sighvatur Björgvinsson, Alþýðu- flokki, lýsti stuðningi við þingsálykt- unartillöguna og röksemdafærslu Ágústs Einarssonar. Sighvatur taldi hins vegar rangt hjá flutningsmönn- um að gera ráð fyrir að fela ríkis- stjórn, sem er andvíg veiðileyfa- gjal’di, að framfylgja þeirri stefnu sem í tillögunni felst. Fyrir liggi að ef það sé eitthvað sem hæstvirtur sjávarútvegsráðherra geti ekki hugs- að sér þá sé það að fylgja slíkri stefnu. „Það er ekki rétt að slíkum aðilum, hvað þá heldur ríkisstjórn sem öll virðist vera andstæð þessari stefnu, sé falið það verkefni að gera tiltögu um framkvæmdina. Ég hefði frekar viljað sjá þessa tillögu í frum- varpsformi," sagði Sighvatur. Hann hvatti til þess að talsmenn veiðileyfagjalds útfærðu hugmynd- ina í frumvarpsformi en vísi því úr- lausnarefni ekki til ríkisstjórnar og ráðherra sem vitað sé að vilji ekkert með slíka stefnu hafa. Frekar ætti að leggja til að Alþingi samþykkti að kjósa nefnd til að semja frumvarp um málið í stað þess að leggja það í hendur sjávarútvegsráðherra. í framhaldi af athugasemd Krist- ins H. Gunnarssonar um að málið ætti fremur heima í efnahags- og viðskiptanefnd en sjávarútvegsnefnd þar sem yfirlýst væri af hálfu flutn- ingsmanna að málið snerti fremur skattheimtu en stjórn fiskveiða, sagði Ágúst Einarsson að tillaga um að sjávarútvegsnefnd fjallaði um málið væri þaulhugsuð en gild rök væru fyrir að fela hvorri tveggja nefndinni að fjalla um málið. Hann kvaðst þó opinn fyrir leiðbeiningum forseta þingsins um í hvaða farveg ætti að fella málið. Kvennalisti styður veiðileyfagjald Guðný Guðbjörnsdóttir upplýsti að landsfundur Kvennalista hefði Ijallað um og samþykkt stuðniniv við veiði- leyfagjald enda næðist <Jrki samstaða um að endurskoða sjávarútvegs- stefnuna í anda hugmynda Kvenna- Iistans um byggðakvóta. Hún sagði að þingflokkur Kvennalista styddi allur þingsályktunartillöguna, sem hún sagði fjalla um eitt mesta rétt- lætismál sem uppi væri í íslenskum stjórnmálum í dag og löngu tíma- bært væri að Alþingi tæki á málinu. Einar K. Guðfinnsson sagði að með þessari tillögu yrðu þau tíma- mót að í greinargerð hennar kæmi fram að þeir sem tala fyrir auðlinda- skatti á sjávarútveg viðurkenni að eðlilegt sé að samskonar gjald sé lagt á aðrar auðlindir, svo sem orku fallvatna. Hann vitnaði í fímm ára Morgunblaðsgrein Ágústs Einars- sonar og spurði hvort hægt yrði að samræma auðlindaskatt því að veita t.d. trillukörlum aðgang að auðlind- inni umfram eigendur frystitogara. Jón Baldvin Hannibalsson sagði stutt síðan allir þingmenn Sjálfstæð- isflokksins hefðu greitt atkvæði með hliðstæðri gjaldtöku þegar samþykkt var gjaldtaka á innflutningsleyfi samkvæmt ákvæðum GATT-samn- ingsins. Þar eins og varðandi afla- heimildir hefði verið um að ræða réttindi sem ríkið hefði tekið að sér að skammta og þar með hefðu þau öðlast verðmæti. Landsbyggðarskattur? Svanfríður Jónasdóttir, einn flutningsmanna tillögunnar, sagði nauðsynlegt að Alþingi ræði þetta mál og taki ákvörðun um það til að sætta þjóðina við það ástand sem skapast hefði. Hún andmælti þvi sérstaklega sem Kristinn H. Gunn- arsson hafði haldið fram að veiði- leyfagjald væri sérstakur skattur á landsbyggðina, sem væri líklegur til að auka enn á fólksflutninga til höfuðborgarsvæðisins. Það sé hins vegar skattur á lands- byggðina að ungir menn sem ætla að hasla sér völl í greininni þurfi að kaupa sér kvóta af þeim sem hefðu í upphafi fengið þau réttindi ókeypis í hendur. í gengisstefnu undanfarinna áratuga fælist líka skattur á landsbyggðina. Vegna hennar stæðu byggðarlögin á lands- byggðinni uppi með frystihúsin ein og sjávarútvegurinn hefði drepið af sér aðrar atvinnugreinar. Þetta væri 552 1150-5521370 LÁRUS Þ. VALDIMARSSON, framkva mdasijori KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, tOGGiiiUR fasieignasali Nýkomnar til sölu m.a. eigna: Séríbúð - Garðabær - gott lán „Stúdíó“íbúð á 3. hæð og í risi, rúmir 100 fm. Næstum fullg. Allt sér. Suðursvalir. 40 ára húsnlán kr. 5,1 millj. Vinsæll staður. Mjög gott verð. Fyrir smið eða laghentan sólrík 3ja herb. íb., tæpir 80 fm, v. Grensásveg. Nýtt eldh. Gólfefni o.fl. þarf að endurn. Góð sameign. Laus fljótl. Vinsæll staður miðsvæð- is í borginni. Skammt frá Hlemmtorgi - frábært verð Sólrík lítil 2ja herb. íb., tæpir 50 fm, á 2. hæð í reisul. steinh. Lítið, gott eldhús. Gott sturtubað. Laus fljótl. Digranesvegur - einbhús - fráb. útsýni Mikið endurn. einbhús m. stórri 3ja herb. íb. á hæð. I kj. 2 herb., bað m.m. Stór lóð m. háum trjám. Verð aðeins 9,8 millj. Eignaskipti mögul. Við Bogahlíð - nágrenni óskast á söluskrá góð 3ja herb. íb. í skiptum fyrir: 1. Einbhús í Mosfbæ, nýtt og gott. 2. Sérhæð í Hlíðunum. Úrvalseign á fráb. stað. 3. Endurnýjaða endaíb. við Safamýri. 5 herb. m. tvöf. bilsk. 4. 4ra herb. glæsil. endaíb. í nýja miðbænum m. góðum bílsk. Vinsamlega leitiö nánari upplýsinga sem veittar eru aðeins á skrifstofunni. • • • Opið ídag kl. 10-14. Einbhús m. 4ra-5 herb. íb. óskast íborginni eða nágr. Má þarfnast endurbóta. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 552 1150-552 1370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.