Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
Vinsælasta myndin í Bandaríkjunum
eingöngu gerð með tölvugrafík
Islendingur vann
að hugbúnaðinum
FYRSTA kvikmyndin sem að öllu
leyti er gerð með tölvugrafík, Toy
Story, er nú mest sótta kvikmyndin
í Bandaríkjunum og
skaust hún beint í fyrsta
sætið þegar hún var
frumsýnd fyrir viku.
Myndin sem fram-
leidd er af Disney-fyrir-
tækinu er að öllu leyti
gerð af fyrirtækinu
Pixar, sem er frum-
kvöðull í gerð hugbún-
aðar fyrir tölvugrafík.
Skeg;gi Þormar stærð-
fræðingur hefur starf-
að hjá Pixar við hug-
búnaðargerð í tæplega
fjögur ár og vann hann
að gerð hugbúnaðarins
sem notaður var við
Toy Story, en nú vinnur
hann að gerð CD-ROM
geisladisks sem gefínn verður út í
kjölfar kvikmyndarinnar.
Skeggi sagði í samtali við Morg-
unblaðið að á geisiadisknum yrði
sambland af hlutum úr kvikmyndinni
Toy Story og leikjum sem tengjast
efni myndarinnar, en áætlað er að
geisladiskurinn komi út í janúar
næstkomandi.
Toy Story hefur vakið mikla at-
hygli í Bandaríkjunum að sögn
Skeggja, og í vikunni fór Pixar inn
á almenningshluta-
bréfamarkað. Hjá fyrir-
tækinu starfa tæplega
200 manns, en aðaleig-
andi þess er Steve Jobs
stofnandi Apple.
Frumkvöðull í
tölvugrafík
„Pixar er frumkvöð-
ull í tölvugrafík og við
gerum hugbúnaðinn
sem hefur verið notaður
við tölvugrafíkgerð
undanfarin ár í kvik-
myndum. Það má líta á
hugbúnaðinn sem
nokkurs konar geivi-
myndavéi sem gerir það
kleift að búa til mynd
úr einhverskonar módeli í forritun.
Þeir hjá Industrial Light and Magic
nota okkar hugbúnað og gerðu þeir
t.d. módelin fyrir risaeðlurnar í Jur-
assic Park með honum. Pixar er því
enginn nýgræðingur í þessu og
margar af þeim aðferðum sem not-
aðar eru í tölvugrafík hafa verið
innleiddar hér,-1 sagði Skeggi.
Grýla og
Leppalúði
mætt í Jóla-
höllina
Hveragerði. Morgunblaðið.
GRÝLA og Leppaiúði voru mætt
í Jólahöllina í Hveragerði i gær,
til að líta á aðstæður á svæðinu
áður en gestimir taka að streyma
á staðinn í dag. Það var mikið líf
á stóra sviðinu í Jólahöllinni þar
sem fjölskyldan úr fjöllunum und-
irbjó komu jólanna. Sankti Kláus
var að sjálfsögðu lika á staðnum
en hann mun taka á móti ölium
börnum og segja þeim sögur í
arinstofunni.
En Grýla fékk góða aðstoð við
undirbúninginn því um 50 menn
unnu sléitulaust að því í gær að
gera allt tilbúið fyrir stóru stund-
ina. í dag klukkan 18 hefst jóla-
ævintýrið í Hveragerði með kynd-
lagöngu, mikilli flugeldasýningu
og síðan verður kveikt á öllum
jólaskreytingum í Hveragerði
samtímis.
Börnum frá Flateyri boðið
Hópi barna frá Flateyri hefur
verið boðið sérstaklega til Jóla-
Iandsins í Hveragerði um kom-
andi helgi. Á laugardaginn mun
Jólasveinninn fljúga vestur með
einni af Fokker-vélum Flugleiða
og ná í 46 böm sem fljúga munu
suður í boði Flugleiða og Jóla-
landsins.
Skeggi
Þormar
Raforkuframleiðsla á Nesjavöllum
Borgarbúar spör-
uðu milljarð á ári
VERÐI raforkuframleiðsla hafin á
Nesjavöllum gæti Rafmagnsveita
Reykjavíkur sparað 700-1000 millj-
ónir króna á ári, að mati Ólafs G.
Flóvenz, jarðeðlisfræðings.
Ólafur skrifar grein í Morgun-
blaðið í dag, þar sem hann fjallar
um hugsanlega raforkuframleiðslu
á Nesjavöllum. Hann bendir á, að
nær engin raforka hafi verið fram-
leidd þar til þessa, þar sem Hitaveit-
an hafí getað fengið raforku á mjög
lágu verði vegna umframorku í raf-
kerfi landsmanna. Samningar um
stækkun álversins í Straumsvík
hafi gjörbreytt stöðunni og nú þurfí
að auka raforkuframleiðslu.
Ólafur segir líkur benda til að
raforkuverðið frá Nesjavöllum yrði
ekki hærra en 1-1,50 kr. á hveija
kílówattstund, en til samanburðar
nefnir hann að Rafmagnsveita
Reykjavíkur greiði nú 3 kr/kWst
fyrir raforku frá Landsvirkjun. Tal-
ið sé að framleiða megi um 500
GWst af raforku á ári á Nesjavöll-
um. Þannig væri hægt að spara
700-1000 milljónir. „Þennan sparn-
að mætti nota til að lækka raforku-
verð til notenda á veitusvæði Raf-
magnsveitunnar og bæta þannig
hag heimila og atvinnurekstrar í
borginni eða nota ávinninginn til
að hamla gegn aukinni skuldasöfn-
un borgarsjóðs," segir Ólafur G.
Flóvenz.
■ Lækka má raforkuverð/35
Skemmdir í Þverárvirkjun
Vélarhluti þeyttist
út úr húsinu
VÉLASAMSTÆÐA fór í sundur í
Þverárvirkjun síðdegis á miðviku-
dag, þegar kúpling sem tengdist
400 kílóvatta rafli, brast. Átta
manns vinna við Þverárvirkjun, sem
er 3 km. sunnan við Hólmavík og
voru þrír á staðnum þegar sam-
stæðan fór í sundur. Sluppu allir
ómeiddir.
„Hluti vélasamstæðunnar þeytt-
ist út úr húsinu, gegnum dyr með
þykkum tréfleka fyrir,“ segir Vign-
ir Pálsson, starfsmaður Þverár-
virkjunar. Segist hann ekki vita
hversu mikið fjárhagslegt tjón sé,
en Ijóst að það nemi milljónum
króna.
„Hér varð mikið neistaflug og
þeir sem voru i húsinu flýttu sér
út,“ segir Vignir. „Krafturinn var
ógurlegur og á einum veggnum
sést skemmd í þriggja metra hæð,
eftir stálflís sem skotist hefur upp
í loft. Þótt þetta sé talsvert tjón er
ekki víst að skammta þurfi raf-
magn, en okkur þykir mest um
vert að enginn skyldi slasast i þess-
um ósköpum."
Forysta bænda um afnám 70 ára reglu um beingreiðslu
Gerðir samningar um
slátrun verði ógildir
í BREYTINGARTILLÖGUM sem
lagðar hafa verið fram á Alþingi
við búvörufrumvarp ríkisstjórnar-
innar, er lagt til að fellt verði niður
ákvæði um að réttur sauðfjárbænda
til beingreiðslna falli niður við 70
ára aldur og sagði Ari Teitsson,
formaður Bændasamtaka íslands,
í gær að sér þætti eðlilegt að þeim,
sem hefðu samið um sölu greiðslu-
marks vegna þessa ákvæðis, yrði
bættur skaðinn eða þeir gætu horf-
ið frá samningum.
Ari Teitsson, formaður bænda-
samtakanna, sagði í gær að sér
þætti eðlilegt að þeim bændum, sem
samið hefðu um sölu greiðslumarks
vegna 70 ára reglunnar yrði gefinn
kostur á að hverfa frá þeim samn-
ingum, sem drög hefðu verið lögð
að, og fengju greiðslumark aftur.
Hann sagði að þessir bændur ættu
„að sjálfsögðu að fá bætur fyrir þær
ær, sem þeir hafa slátrað, eins og
um var samið“. Auk þess væri
matsatriði hvort þeir ættu „að auki
að fá stuðning við að koma sér
aftur upp nýjum stofni, eða stuðn-
ing vegna tekjumissis".
„Við gerðum samninginn í þeirri
trú að hann yrði samþykktur á
Alþingi, en vissum alltaf að þetta
atriði var umdeilt," sagði Ari. Hann
kvaðst vita um marga bændur sem
hefðu verið óánægðir með ákvæðið
um að leggja niður beingreiðslur
til bænda 70 ára og eldri, en marg-
ir gerðu sér grein fyrir því að þrýst
væri á um endumýjun í stéttinni.
111 vildu selja greiðslumark
Guðmundur Bjarnason landbún-
aðarráðherra sagði í umræðum um
búvörufrumvarpið á Alþingi aðfara-
nótt gærdagsins að ljóst hefði verið
að 70 ára reglan hefði „mætt gagn-
rýni úti í þjóðfélaginu og meðal
bænda“.
Hjá Sveinbimi Eyjólfssyni í land-
búnaðarráðuneytinu fengust þær
upplýsingar í gær að borist hefðu
111 umsóknir um sölu á greiðslu-
marki. Sveinbjöm sagði að þar af
hefðu verið 46 umsóknir aðiia, sem
fæddir væru árið 1930 og fyrr. „Stór
hluti þeirra er sjötugur og ljóst að
einhveijir þeirra hafa sótt um vegna
þessa ákvæðis," sagði Sveinbjöm.
■ Afgreiðsla búvörulaga/4
Morgunblaðið/Ásdís
Hagaskóli
hæfileika-
ríkastur
HÆFILEIKAKEPPNI grunn-
skólanna í Reykjavík fór fram í
sjötta skipti í Laugardalshöll í
gær að viðstöddu fjölmenni.
Gunnar Örn, einn forsvarsmanna
keppninnar, sem haldin er árlega
á vegum íþrótta- og tómstunda-
ráðs Reykjavíkur og grunnskól-
anna, segir að um 1.500 manns
hafi sótt keppnina að þessu sinni,
þar af um 200 keppendur. Atrið-
in voru 14 talsins og voru þátt-
takendur allt frá tveimur upp í
tuttugu og fimm í hverju atriði.
Sex manna dómnefnd listamanna
og unglinga úrskurðaði að nem-
endur Ilagaskóla bæru sigur úr
býtum, í öðru sæti voru fulltrúar
Laugalækjarskóla og Langholts-
skóli hreppti þriðja sætið. Sigur-
skólinn fékk í verðlaun farand-
styttu sem nefnist Skrekkurinn.