Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ IMIÐURSTAÐA LAUNANEFIMDAR Morgunblaðið/Árni Sæberg BJÖRN Grétar Sveinsson, Benedikt Davíðsson og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir skýra niðurstöður launanefndar á blaðamannafundi í gær. Benedikt Davíðsson segir mikla óánægju innan ASÍ Ekki var forsenda til uppsagnar BENEDIKT Davíðsson, forseti ASÍ, segir að ekki hafi verið forsenda til uppsagna kjarasamninga. Eftir sem áður sé gífurleg óánægja með- al félagsmanna ASI með þá launa- þróun sem orðið hafi á þessu ári. Unnið verði að því á næstu vikum og mánuði að sameina verkalýðs- hreyfinguna um aðgerðir til að knýja fram breytingar á launastefn- unni í næstu kjarasamningum. Benedikt hefur undanfarna daga haldið því fram að forsenda hafi verið fyrir uppsögn samninga vegna þess að ríkisstjórnin hafi ekki stað- ið við yfirlýinguna sem hún gaf við gerð febrúarsamninganna. Hann sagði á blaðamannafundi í gær að með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í fyrradag væru efndir hennar orðnar í bærjlegu samræmi við fyrirheitin frá 20. febrúar. „Þrátt fyrir þetta samkomulag í launanefndinni er ríkjandi mjög al- menn óánægja innan okkar hreyf- ingar með þá þróun í launamálum, sem að orðið hefur eftir að kjara- samningarnir voru gerðir í febrúar. Það sem að kannski hnykkti á í þeirri þróun var úrskurður Kjara- dóms og sjálftaka Alþingis til handa alþingismönnum. Það er enginn ágreiningur um það innan hreyfíng- arinnar, að sú launastefna, sem mörkuð var við gerð kjarasamning- anna í febrúar, hafi ekki verið fylgt af hálfu stjómvalda. Það er full sátt innan okkar raða um að þar þurfi að ná betri árangri. Það var líka álit hópsins að forsendur til uppsagnar kjarasamninga væru ekki til staðar. Álit formanns VMSÍ er að verulegu leyti byggt á öðru en því sem er innskrifað í forsendur samningsins," sagði Benedikt. Eðlilegar breytingar Benedikt sagðist ekki geta fallist á þau rök Björns Grétars að launa- nefndin hefði ekki heimild til að gera breytingar á kjarasamningi félaganna. Breytingar af þeim toga sem nú væru ákveðnar hefðu oft verið gerðar áður með svipuðum hætti. „Þetta er gert á grundvelli þess sem inn'skrifað er inn í okkar forsendur, að launanefndinni beri að fylgjast -með framvindu efna- hags-, atvinnu-, og verðlagsmála og gera tillögur um viðbrögð til samtakanna og stjórnvalda eftir því sem aðstæður krefjast á hveijum tíma. í samræmi við þetta er þessi tillaga gerð, sem síðan fer til af- greiðslu í félögunum. Ég tek undir það sem formaður VMSÍ segir, að það er mjög almenn óánægja með þá launastefnu sem hér hefur verið fylgt af öðrum eftir að almennir kjarasamningar voru gerðir. Ég tel engan veginn tryggt að með þessari gerð se búið að kveða þá óánægju niður. Ég reikna með að næstu vikur og mánuðir verði notaðir til þess að sameina hreyfmg- una um aðgerðir til að knýja fram úrbætur í þessu næst þegar kjara- samningar verði gerðir." Benedikt viðurkenndi að það væri visst áfall fyrir ASÍ að fulltrú- ar sambandsins í launanefnd hefðu ekki staðið saman um afgreiðslu málsins. „Það hefði verið langbest fyrir okkur öll ef við hefðum getað staðið að einu áliti. Það er alltaf vandamál þegar svona ber að, en það er ekki nýtt, að við afgreiðslu á kjaramálum hafi ekki allir sömu skoðun á því hvernig skynsamleg- ast sé að halda á málum." Mikil óánægja innan BSRB þótt aðeins SFR segi samningi upp Klæðskerasaum- uð niðurstaða til að múra BSRB úti BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja ætiar ekki að segja upp kjara- samningum sínum í heild. Starfs- mannafélag ríkisstofnana er eina aðildarfélagið, sem ákvað í gær að segja samningum upp, að því er fram kom á fundi formanna BSRB í gær- kvöldi. Hins vegar var mikil reiði á fundinum vegna þeirra samninga, sem náðust í gær milli ASÍ og vinnu- veitenda um kjarabætur í formi hækkunar desemberuppbóta r, en þar er tekið fram að greiðslur þeirra, sem hafi nú þegar hærri desember- uppbót en kveðið var á um í samn- ingum, hækki ekki. „Það er geysileg reiði. Menn hafa á tilfinningunni að fundin hafi verið niðurstaða, sem hafi verið klæðske- rasniðin til að múra starfsmenn rík- is og sveitarfélaga úti,“ segir Ög- mundur Jónasson, formaður BSRB. Meðallaun BSRB lægri Hann bendir á að BSRB-félagar kunni að hafa hærri desemberupp- bót, en i samninga þeirra vanti ýmis atriði, sem ASÍ hafi. „Ef á að skoða hvað er sambærilegt verður að skoða allan pakkann. Meðaldagvinnulaun í BSRB eru 10.000 krónum lægri en í ASÍ. Það er undarleg jafnlauna- stefna að láta þá með lægri launin út á gaddinn," segir Ögmundur. í ályktun formannafundarins seg- ir að BSRB krefjist þess að sambæri- legar launabætur við þær sem samið var um á almenna vinnumarkaðnum gangi til BSRB-félaga, enda hafi samningar þeirra verið á sömu for- sendum og samningar ASÍ og VSÍ. Ögmundur segir að ákveðið hafi verið að segja ekki upp samningum nema um það væri mjög breið sam- staða í þjóðfélaginu og innan BSRB. „Menn töldu ekki rétt á þessari stundu að segja upp, en hétu því engu að síður að fylgja kröfum sín- um eftir með öllum tiltækum ráð- um,“ segir Ögmundur. Hann segist ekki vera að hóta neinu með þessu. „Þetta er frekar raunsönn lýsing á ástandinu og ásetningi manna um að leita allra leiða til að ná kröfum sínum fram.“ Áformum í fjárlaga- frumvarpi mótmælt Forysta BSRB gekk í gær á fund Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra og forsvarsmanna Sambands sveitarfélaga og gerði kröfu um sömu launabætur og aðrir hefðu fengið. Ögmundur segist ekki hafa fengið nein afgerandi svör. „Ég held þó að mönnum sé ljóst að það er mjög þungt í fólki,“ segir hann. í ályktun fundarins kemur fram að BSRB líti á það sem mikilvægan áfanga að ríkisstjórnin hafi komið til móts við þá kröfu að falla frá áformum um að skerða kjör öryrkja, aldraðra og atvinnulausra. Þar er hins vegar ítrekuð óánægja með inn- ritunargjöld á sjúkrahús og áform um að aftengja upphæðir í tekju- skattskerfínu vísitqlum. ,, JYLorgunblaðiðbvemr OGMUNDUR Jónasson formaður BSRB gekk í gær á fund Dav- íðs Oddssonar forsætisráðherra í Stjórnarráðinu til að knýja á um frekari kjarabætur fyrir félagsmenn sína. Sigríður Kristinsdóttir, formaður SFR Björn Grétar Sveinsson féllst ekki á samkomulagið Sýnum samstöðu með Verkamanna- sambandinu SIGRÍÐUR Kristinsdóttir, for- maður Starfsmannafélags ríkis- stofnana, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að launamálaráð félagsins hafi í gær ítrekað fyrri afstöðu sína, frá 1. nóvember, að kjarasamningum skuli sagt upp. Sigríður segir félaga SFR njóta um margt svipaðra launakjara og félagsmenn Verkamannasam- bandsins og vilji þeir sýna félögum sínum samstöðu. Sigríður Kristinsdóttir sagði að mikið vald væri tekið af félags- mönnum í Starfsmannafélagi rík- isstofnana með samningnum, sem gerður var við Alþýðusambandið í gær. í samningnum komi fram að þeir, sem þegar hafi þá desem- beruppbót, sem þar sé kveðið á um, fái enga hækkun til viðbótar. „Við héldum satt að segja að við værum að semja í fijálsum kjarasamningum og þegar Al- þýðusambandið getur verið með slíka klásúlu er þetta náttúrlega mikið valdboð, þótt ég viti að ekki séu lausir samningar núna,“ sagði Sigríður. Hún sagði að í Starfsmannafé- lagi ríkisstofnana væri mikið af láglaunafólki, sem ynni svipaða vinnu og félagar innan Alþýðu- sambandsins. „Þótt við höfum þessa desemberuppbót, eru kannski einhver atriði í ASI-samn- ingunum, sem við höfum ekki,“ sagði Sigríður. Greiðir ekki fyrir næstu samningum BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands ísíands, stóð ekki að tillögu launanefndar um breytingar á desemberuppbót. Hann sagði að sú leiðrétting sem í henni fælist væri víðsfjarri því að duga til að jafna þann mun sem væri á samningmn ASÍ og annarra. Meiri- hluti félaga VMSI myndi beijast með ölium ráðum fyrir nýjum og betri samningum. f sameiginlegri yfírlýsingu vinnu- veitenda og tveggja fulltrúa ASI í launanefnd segir að samkomulagið sé gert til að viðhalda trausti í sam- skiptum samningsaðila og auðvelda undirbúning næstu kjarasamninga. Björn Grétar sagði í gær að sam- komulagið væri alls ekki fallið til að auðvelda gerð næstu samninga. „Ég held að mér sé óhætt að full- yrða að það sem nú hefur átt sér stað í samskiptum við atvinnurek- endur verði ekki til þess að auðvelda næstu kjarasamninga. Ég hef trú á að þar verði stigið fastar fram held- ur en gert hefur verið. Ég efast eínnig um að launa- nefndin hafí rétt til að gera efnisleg- ar breytingar á kjarasamningi félag- anna. Það er hvergi skrifað í þessa kjarasamninga að launanefnd hafi slíka heimild. Aðferðafræðin í okkar samningagerð hefur verið sú að stéttarfélög greiði atkvæði um efn- islegar breytingar. Ef þær eru felld- ar eru samningar lausir." Björn Grétar viðurkenndi að fé- lögin, sem sagt hafa upp samning- um, tækju vissa áhættu, en hún væri hluti af kjarabaráttu. Það yrði bara að koma í ljós hvernig félögin myndu bregðast við ef Félagsdómur dæmdi uppsagnirnar ógildar. Það væri óskynsamlegt af vinnuveitend- um að reyna að leysa ágreining við VMSÍ með því að stefna málum fyrir dómstóla. „Hér er að hlaðast upp spenna, sem best er að taka á strax með því að setjast niður við gerð nýrra samninga. Þessi spenna brýst út. Þetta er aðeins spurning um aðferð og tíma.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.