Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 43 Vandinn að reikna rétt — svar við grein Sigurðar T. Sigurðssonar SIGURÐUR T. Sigurðsson, for- maður verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, sagði í grein hér í Morgunblaðinu 18. nóvember að það væri óhóflega dýrt að láta flugvélar koma til Keflavikurflugvallar vegna afgreiðslugjalda Flugleiða þar. Gjöidin telur hann standa í veginum fyrir því að flugfélög hvaðanæva komi í ýmsum erindum til Keflavík- urflugvallar. Þarna telur Sigurður að liggi rætur fjárhagsvanda flug- stöðvarinnar. Siæmt ef satt væri. Það er sitthvað epli og appelsínur Til stuðnings staðhæfingum sín- um nefndi Sigurður tölur um af- greiðslugjöld fyrir Boeing 737-200, sem eru þotur af eldri kynslóð, á Shannon flugvelli á Vestur- Irlandi og til saman- burðar það sem hann segir vera afgreiðslu- gjöld í Keflavík. Sig- urður hlýtur að vera margfróður um tölur og reiknilist eftir ára- tuga prósentuþóf í kja- rasamningum, en ég er hræddur um að honum hafi orðið hér fótas- kortur eða hreinlega að einhver hafi skrökvað að honum. Eftir upplýs- ingum frá Shannon flugvelli að dæma virð- ist Sigurður vera að bera saman tvo ólíka hluti, þ.e.a.s. gjald fyrir svokallaða tækniaf- greiðslu á Shannon flugvelli og gjald fyrir fulla afgreiðslu flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Þegar við berum saman gjaldtöku fyrir sambærilega þjónustu kemur í ljós að afgreiðslan í Keflavík er því ekki helmingi dýr- Núverandi fyrirkomu- lag er hagkvæmt fyrir farþega sem flugfélög, segir Einar Sigurðs- son, og með því næst veruleg samnýting á mannskap, tækjum og stjórnkerfi. ari eins og hann staðhæfir. Það er stundum talað um að bera saman epli og epli þegar menn bera saman sambærilega hluti. Það er lágmarks- krafa þegar menn fara út í verðsam- anburð af þessu tagi, en þá verða menn vitaskuld að þekkja muninn á eplum og appelsínum. Tækniafgreiðsla á Keflavíkur- flugvelli kostarkr. 75.465, á Shann- on flugvelli kr. 62.400 (viðkoma vegna eldsneytistöku en engin inn- ritunarþjónusta, töskuafgreiðsla eða eftirþjónusta. Lendingargjald til yf- irvalda er innifalið). FuII afgreiðsla á Keflavíkurflug- velli kostar kr. 128.000, á Shannon flugvelli kr. 124.800 (eldsneyti, far- þegar, farangur og annar varningur auk eftirþjónustu. Lendingargjáld yfirvalda ekki innifalið). Sigurði er guðvelkomið að koma við á skrifstofu stöðvarstjóra Flug- leiða á Keflavíkurflugvelli og kynna sér og sannreyna þau plögg sem að baki þessum tölum liggja. Ef litið er til þeirra átta flugvalla sem Flugleiðir nota mest í Evrópu og njóta afsláttar vegna mikilla umsvifa er meðaltal afgreiðslu- gjalda 195.000 krónur fyrir fuila afgreiðslu Boeing 737-400 flugvél- anna sem félagið notar í Evrópu- flugi. Gjaldataka fyrir flugvél sömu tegundar á Keflavíkurflugvelli er um 165.000 krónur. Þessar tölur ieiða vel í ljós að gjaldtaka á Kefla- víkurflugvelli er langt því frá að vera „út úr kortinu" eins og Sigurð- ur heldur fram. Hún er vel í sam- ræmi við aðra evrópska flugvelli og reyndar vel samkeppnisfær. Lítill heimamarkaður veldur lítilli umferð Það eru ekki afgreiðslugjöld sem valda því að umferð um Keflavíkur- flugvöll er rýr í samanburði við stór- velli Evrópu. Ástæðan er hinn smái heimamarkaður hér á Islandi. Það er einfaldlega ekki neinn fjöldi flug- véla sem á hingað erindi og farþega- flugfélög leggja ekki leið sína hing- að til millilendinga að ástæðulausu. Besta leiðin til að byggja upp aukna umferð farþegaflug- véla um Keflavíkur- flugvöll er að styrkja og efla ferðaþjón- ustuna. Dæmið frá Þýskalandi sýnir þetta best. Markaðurinn þar hefur vaxið hraðar undanfarin ár en nokk- ur annar ferðamanna- markaður og mest fyrir tilstilli Flugleiða. Flug- ið milli landanna er opið og fijálst öllum flugfélögum innan EES. Nú fjölgar stöð- ugt flugfélögum í ferð- um milli Þýskalands og yfir háannatímann hafa Flugleiðir um 60% markaðshlut þar sem félagið hafði áður 80%. Ástæðan er einfaldlega sú að þessi félög eiga nú erindi til íslands og þá koma þau og greiða verð fyrir flugvélaafgreiðslu sem er í fullu samræmi við það sem gerist annars staðar. Það má einnig nefna dæmi um flugfélag sem kemur hingað vegna þess að það þarf að millilenda á leið milli Evrópu og Ameríku. Það er flugfélagið Canada 3000. Það félag kom hingað 225 sinnum í sum- ar og á þó um að velja aðra millilend- ingarflugvelli beggja vegna hafsins. Canada 3000 kaupir hér farþegaaf- greiðslu, eldsneyti og um 75 þúsund máltíðir fyrir farþega á ári. Félagið er bara mjög sátt við sitt. Forráða- menn þess telja þjónustu hér afar góða og verðið fyllilega samkeppnis- fært við aðra áfangastaði þess í Evrópu sem eru Kaupmannahöfn, Glasgow, Manchester, Amsterdam, Dússeldorf og Luton. Þeir eru reyndar svo ánægðir með verðlagn- ingu á flugvélamat að þeir kaupa hér mat til innanlandsflugs í Kanada. Fleiri ranghugmyndir Auk þeirra ranghugmynda sem Sigurður T. Sigurðsson hefur um gjaldtöku á Keflavíkurvelli hefur hann líka fengið þá flugu í höfuðið að Flugleiðir vilji af einhverjum undarlegum ástæðum framselja af- greiðslusamning sinn við ríkið til einhvers þriðja aðila og virðist tengja þetta hugmyndum sem eru á kreiki um einkavæðingu Leifs- stöðvar. Það er fjarri öllum sanni að það sé Flugleiðum eða farþegum, sem fara um Keflavíkurflugvöll, í hag að setja upp milliliði í af- greiðslukerfínu þar. Það verður bara dýrara. Ástæða þess að núverandi fyrirkomulag er hagkvæmt fyrir farþega og önnur flugfélög er að með því næst veruleg samnýting á tækjum, mannskap og stjórnkerfi með Flugleiðum sem hafa langmest umsvif á flugvellinum. Höfundur er blaðafulltrúi Flugleiða hf. Einar Sigurðsson Ný „átthagafj ötraversl- un“ fyrir Garðbæinga ÞAÐ er ekki á hverj- um degi sem íbúum í heilu bæjarfélagi er gef- inn kostur á því að greiða fyrir íburð í inn- réttingum í matvöru- verslun þar sem eig- endaskipti hafa orðið og að eiga að vera þakklát- ir fyrir. En þetta mega Garðbæingar nú þola og haft er í hótunum við þá versli þeir ekki hjá nýjum eiganda. Fyrir skömmu urðu eigendaskipti á mat- vöruversluninni á Garð- atorgi og af viðbrögðum innanbæjarblaðs þeirra Garðbæinga, Dagmál- um, virðist sem um stórviðburð hafi verið að ræða. M.a. er tekið viðtal við Óskar Magnússon, forstjóra auð- hringsins Hagkaupa, en það fyrir- tæki rekur m.a. kjötvinnslu, bensín- stöðvar, matvöruverslanir og dreif- ingarfyrirtæki í félagi við Bónus, einn aðalkeppinautinn. Hin nýja verslun Garðbæinga er sumsé í eigu þessa aðila. í umræddu viðtali segir hann að Hagkaup hafi sérstöðu meðal mat- vörumarkaða á landinu og nefnir Fjarðarkaup sem ódýran markað sem Hagkaup reyni að keppa við. En um leið getur hann ekki sleppt því að reyna að upphefja sjálfan sig, ekki með eigin ágæti, heldur með því að reyna að koma illu orði á keppinautana. „Hinn raunverulegi munur á Hag- kaupum og öðrum eru ferskvörurn- ar, ný brauð, nýtt kjöt, nýr fiskur, nýir ávextir og svo mætti lengi telja.“ Svo segir m.a. í viðtalinu. Hér er með öðrum orðum látið að því liggja að aðrir matvörumarkaðir, þ.m.t. Fjarðarkaup selji gömul brauð, gamalt kjöt og ávexti og svo fram- vegis. Við í Fjarðarkaupum höfum ekk- ert á móti samkeppni og fögnum henni - á meðan hún er drengileg. Það er hins vegar tiltölulega nýtt í verslunarsögu okkar og innleitt af núverandi forstjóra Hagkaupa að samkeppnin fari fram með dylgjum um keppninauta í ijölmiðlum. Pálmi heitinn var allt of heill maður og drengilegur til þess atarna. En í umræddu viðtali við Óskar brá fyrir nýjum tóni og fannst mörg- um af mínum viðskipta- vinum, sem komu að máli við mig, sem stór- fyrirtækið legðist nú býsna lágt. „Við þurfum á öllum Garðbæingum að halda og ríflega það til að geta réttlætt þann mikla kostnað sem við höfum lagt í þessa verslun ... færi svo að verslunin fái ekki eðli- legar móttökur mun Hagkaup ekki reka verslun í Garðabæ til langframa .. .“ Eg verð nú að játa að ofangreindar at- hugasemdir eru með því aumasta sem ég hef heyrt nokk- urn atvinnurekanda, kaupmann eða annan sem býður verslun eða þjón- ustu á almennum markaði, halda fram. Það hefur nú verið siður á landi hér síðan lögboðin einokunárverslun var lögð af, að fólk og fyrirtæki hafa átt að spjara sig á eigin verð- leikum, en ekki með aðstoð átthaga- íjötra af neinni tegund. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höfum reynt drenginn Óskar að því að hreykja sér og fyrirtæki því sem hann veitir forstöðu með því að gefa í skyn að aðrir séu lakari - ekki með eigin ágæti. Og augljóst er að hann gerir sér ekki grein fyrir því, svo kunnug per- sóna sem hann er orðinn, að orð hans hafa áhrif. Þannig verða t.d. kjötskurðar- meistararnir, sem vinna hörðum höndum við að vinna ferskt kjöt fyr- ir Fjarðarkaup, fyrir illmælgi hans, alls óverðskuldað. Bakarameistarar og starfsfólk bakaría sem mætir kl. 2 á nóttunni alla daga vikunnar til að sjá Fjarðar- kaupum fyrir nýjum brauðum og kökum verða fyrir áburði hans um að aðrir en Hagkaup selji bara göm- Við í Fjarðarkaupum fögnum samkeppni, segir Sigurbergur Sveinsson, en væntum þess að hún verði drengileg. ul brauð; þetta fólk á hvergi hlut að samkeppni Fjarðarkaupa og Hag- kaupa en vérður samt að gjalda fyr- ir illmælgi hans. Því miður er hér ekki um einstakt tilfelli að ræða þar sem Óskar fer svo offari í starfi sínu sem forstjóri Hagkaupa. Þess vegna á ég þá frómu ósk að Óskar þroskist og snúi frá svona vinnubrögðum og hagi sér þannig að sómi sé að. Þann- ig vil ég ótrauður heyja við hann keppni um verð og þjónustu. Og svona í niðurlagi viðtalsins ber hann sér á bijóst og tiltekur sérstak- lega að allar endurbætur og viðgerð- ir á versluninni hafi verið kostnaðar- samar - enda notast við „Amerískan arkitekt“ svo notuð sé stafsetning Dagmála, en ljóst er að þrátt fyrir almenna íslenska stafsetningu þótti nauðsynlegt að nota stórt „Á“ í amerískan vegna þess hversu flott þetta er allt saman. Og svo kom rúsínan í pylsuendan- um: „Þrátt fyrir mikinn kostnað við endurbætur á húsnæðinu verður sama verð í Hagkaup Garðabæ eins og í öllum öðrum Hagkaupsverslun- um,“ - eins og það sé nú nokkuð til að hreykja sér af. Nema hvað, við bjóðum Hagkaup velkomin súður fyrir Kópavogslæk og hlökkum til að keppa á grund- velli verðs og vörugæða. Með bestu nágrannakveðju. Höfundur er kaupmaður í Fjarðarkaupum. Scetir sófar d óviðjafnanlegu verði HÚSGA GNALA GERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópavogi - simi 564 1475 Opið mán.-fös. 13-18, lau. 11-14. Sigurbergur Sveinsson HLyTABREFA SJOÐURINN Filutabréfasjóðurinn hf. kt. 701086-1399 Kirkjussandi, 155 Reykjavík Hlutafjárútboð Hlutabréf Hlutabréfasjóðsins verða á Verðbréfaþingi íslands Útboðsfjárhæð: 400.000.000 kr. Sölutímabil: 29. nóvember 1995 - 28. maí 1996. Gengi fyrsta söludag 1,99. Umsjón og sölu annast Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. Skráningarlýsing hlutabréfanna, ársreikningur og samþykktir Hlutabréfasjóðsins liggja fyrir hjá Verðbréfamarkaði Islandsbanka hf., Kirkjusandi. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími: 560-8900. Myndsendir: 560-8910.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.