Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 AÐSEIMDAR GREMMAR MORGUNBLAÐIÐ Að halda bókstafinn en brjóta andann HUGLEIÐING vegna óbilgjarnar um- ræðu um trúmál og sið- fræði í fjölmiðlum und- anfarna mánuði þar sem alvara lífsins og kristinnar trúar eru gerð að skemmtiatrið- um. Til eru fleiri skoð- anir á þeim málum en þær sem hinir sjálf- umglöðu menn hafa þar borið. Flestum mönnum er kunn dæmisagan úr Biblí- unni um týnda soninn. Jesús sagði hana toll- heimtumönnum og ber- syndugum, sem komu til að hlýða á hann. En farísear og fræðimenn ömuðust við því. Dæmisagan segir frá tveim son- um sem maður nokkur átti. Þeim yngri og þeim eldri. Frásagan af yngri syninum er um það hvemig hann fer sína eigin leið og tekur að lifa stjómlausu, svallsömu lífí sem endar í verstu niðurlægingu. í niðurlægingunni kom maðurinn til sjálfs sín og sá að sér og tók sig upp. Hann hélt af stað til baka til föðurins til að endurvinna persónu- leika sinn og manndóm. „En eldri sonur hans var á akri. Þegar hann kom og nálgaðist húsið, heyrði hann hljóðfæraslátt og dans. Hann kallaði á einn piltanna og spurði, hvað um væri að vera. Hann svaraði: „Bróðir þinn er kominn og faðir þinn hefur slátrað alikálfinum, af því að hann heimti hann heilan heim.“ Þá reiddist hann og vildi ekki fara inn.“ Það er lærdómsríkt fyrir hvers- dagslega alþýðu manna að skoða viðbrögð eldri sonarins sem stöðug- ur hafði verið heima í föðurhúsum. Hann vildi ekki fara inn nema hinn færi út. Eitt hús fyrir þá báða var ekki nógu gott, jafnvel þótt það væri hús föður þeirra beggja. Þann- ig hugsa farísear, þeir telja sig miklu betri en aðra menn og má sjá slík orð eftir þeim höfð í ritningunum: „Far þú burt, kom ekki nærri mér, ég er heilagri en þú“ og „... ég er ekki eins og aðrir menn, og ekkert líkur þessum tollheimtumanni." Eldri bróðirnn vildi ekki fara inn í húsið þótt faðirinn hefði leitt bróður hans þangað. Hann vildi heldur ekki kalla hann bróður sinn og gerði eins mikið úr sök hans og hægt var. Eldri sonurinn tákn- ar hér trúarbrögðin á tímum Jesú og á vissan hátt getur hann einnig táknað ýmiss konar kristna trú, sem svo er kölluð, á okkar tímum. Um það höfum við dæmi. Yngri sonurinn táknar almenning, lýð- inn og syndarana, þeg- ar eldri bróðirinn er fastformaður eins og farísei og fræðimaður. Elska hans og hollusta við Guð var ekki heilsteypt. Suma hluta eðlis síns hafði hann ekki gefið Guði. Þeir höfðu því ekki verið verði keypt.ir Menn geta kannski falið mistök sín fyrir öðrum mönnum, segir Óli Ágiístsson, en ekki fyrir Guði. og hreinsaðir í andlegum eldi. í þeim hluta eðlis hans var afbrýði- semi, vegna gleðinnar sem ríkti yfir yngri bróðumum og enn meiri af- brýðisemi, yfir því að hinum glataða var fagnað með veislu. Sjálfsréttlæt- ing var einnig eitt af einkennum hans, eins og afbrýðisemin og for- dæming á bróðurnum, sem kom vel í ljós í þessum hörðu orðum sem hann sagði við föðurinn: „Þessi son- ur þinn hefur sóað eigum þínum með skækjum.“ í viðbót við sjálfs- réttlætinguna og afbrýðisemina, sést einnig sjálfsvorkunn: „Nú er ég búinn að þjóna þér öll þessi ár“ og „mér hefur þú aldrei gefið kið- ling.“ Sjálfsréttlæting, afbrýðisemi og sjálfsvorkunn eiga öll rætur að rekja til sjálfsclýrkunar. Þannig kemur í ljós að í stað þess að tilbiðja Guð á himnum, var eldri bróðirinn sjálfur Guð, í eigin augum. Honum fannst mikið til sína koma og var stoltur og stærilátur. En stærilæti er dauði, í hvaða formi sem það birtist og gagnvart trú er það eins og kalk- brennsludauði. Það fer ekki framhjá neinum að eldri bróðirinn er óvinsæll í dæmi- sögunni. En menn eins og hann eru ekki óvinsælir í þjóðfélaginu og eiga sér þar marga líka. Hann gæti ver- ið klerkur, safnaðarhirðir, fulltrúi í kirkjudeild, ieiðtogi í hópastarfi, lyk- ilpersóna í samfélaginu. Honum fínnst gjaman að flestir aðrir séu honum óæðri. Glataður maður, eins og yngri sonurinn, er í augum hans bara ónytjungur. En í dæmisögu Jesú Krists voru öll tilsvör föðurins mild og blíðleg. Hann svaraði stingandi ásökun eldri sonarins á elskulegan og örlátan hátt: „Allt mitt er þitt,“ sagði hann. Og þegar eldri sonurinn fordæmdi glataðan bróður sinn, svallarann, dómharður og meinyrtur, með orð- unum: „Þessi ónytjungur, sonur þinn,“ svaraði faðirinn mjúklega og leiðbeinandi: ....hann bróðir þinn...“ Trúarlíf eldri bróðurins einkennd- ist af blindri hlýðni við lögmálið. Hann hélt bókstafínn en braut and- ann. Og í raun var það meira en blind hlýðni, það var neikvæð blind hlýðni. Hún var smásmuguleg og nánasarleg smáatriðadýrkun á röð gamalla reglna sem sögðu: „... þú skalt ekki þetta og þú skalt ekki hitt.“ Innan ýmissa trúfélaga, í nú- tímanum einnig, er eins og fólk telji það hina einu sönnu stefnu til að fylgja Kristi að forðast þetta og forðast hitt. Það var enginn kærleikur í trúar- brögðum eldri bróðurins. Hann elsk- aði ekki Guð af öllu hjarta og hann elskaði ekki bróður sinn. Hann var nákvæmur í siðum en siðir hans áttu ekki rót í raunverulegri trú- rækni. Trúarbrögð hans líktust frek- ar þrælahaldi: „Nú er ég búinn að þjóna þér öll þessi ár,“ sagði hann en hafði hvorki numið þjáningar bróður síns í niðurlægingunni, né tekið þátt í sorg og söknuði föðurins. Dæmisagan, sem Jesús segir syndurunum, bendir á að það er vandi að vera Krists. Það er vandi að skilja hverskonar eftirbreytni hann leggur til. Þeir sem vilja leit- ast við að vera lærisveinar hans verða að sætta sig við að leita vilja hans í guðspjöllunum ljórum. Þeir verða að hlusta á hans eigin orð og horfa á hans eigin verk. Það dugir hvorki, þótt mörgum virðist það ljúft, að einskorða sig við Móse né Pál postula. Móses er höfundur yfir sex hundruð reglna og siða. Það kemst ekki nokkur lifandi maður brotalaust í gegnum þau ósköp og mundi því eiga yfir höfði- sér auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, væri hann sannur Móseíti, eða að verða grýttur í sjónvarpi eins og gert er nú til dags. Menn geta kannske falið mistök sín fyrir öðrum mönnum en aldrei fyrir Guði og því er elska hans, náðin, sem birtist í Jesú Kristi, það miskunnarhús sem allir ættu að reyna að líkja eftir. Páll postuli var farísei áður en Jesús braut hann niður á leiðinni til Damaskus. Ein- hvernveginn býður manni í grun að andi þess upplags sé ekki alltaf langt undan í stílbrögðum hans. Menn sem vilja láta taka sig alvar- lega, á tímum „hvellandi bjöllu og hljómandi málms,“ verða að hlusta eftir tóni föðurins í dæmisögunni og ieyfa honum að hljóma. Það er sá tónn sem Jesús Kristur dregur fram sem svar við vanda mannanna. „Því hjörtum fer aldrei orð á milli sem ekki er runnið úr hjartastað." Eða var það ekki sál mannsins og andi sem Kristur kom til að frelsa? Höfundur er forstöðumaður Sam- hjálpar hvítasunnumanna. Tískusýning í versluninni Joss á morgun, laugardag, kl. 14.00. Full búð af nýjum og glæsilegum vorum. %JOSS Kringlunni, sími 5689150 Óli Ágústsson Ekta klerkur Athugasemdir við grein sr. Bjarna Karlssonar MIÐVIKUDAGINN 15. nóvem- ber skiptist ég á skoðunum við Snorra Óskarsson í Betel á fundi í Háskóla íslands. Ekki datt mér í hug að fundur okkar hlyti þá at- hygli íjölmiðla sem raun bar vitni og grunar mig að orsakirnar séu ekki alfarið áhyggjur almennings af trúarofstæki heldur í og með það sem kallað er „gúrkutíð“. Lík- lega hefði ég skorast undan því að tjá mig á þessum fundi hefði hvarfl- að að mér að hann myndi leysast upp í þennan fjölmiðla- sirkus, en okkur var att saman eins og hön- um á þremur ljósvaka- miðlum þann daginn fólki til skemmtunar. Aukinheldur tel ég aðra betur í stakk búna til að gerast op- inberir talsmenn frjálslyndra og um- burðarlyndra trúarvið- horfa. Miðvikudaginn 22. nóvember birtist hins vegar grein í þessu blaði eftir séra Bjarna Karlsson í Vestmanna- eyjum þar sem eitt og annað kem- ur fram sem ég, sannfæringar minnar vegna, get ekki komið mér hjá að bregðast við á sama vett- vangi. Fyrirsögn greinarinnar er „Radíusklerkar“. Vegna fyrirsagn- arinnar vil ég að fram komi að þótt ég sé annar „Radíusbræðra“ kemur hinn bróðirinn málinu ekk- ert við og að þótt Snorri í Betel hafi afbragðs skopskyn hefur hann ekki tekið þátt í starfi okkar Rad- íusbræðra til þessa. Að kalla okkur Snorra Radíusklerka er því jafn- málefnalegt og næstum eins fyndið og ef ég myndi í þessari grein kalla Bjarna ’séra Peya’ og ber vott um jafnmikla virðingu fyrir þeim sem eru öndverðrar skoðunar. Séra Bjarni segir í greininni að ég hafi talað „á ókristilegan og óskynsamlegan máta“ um málefni samkynhneigðra, en vitnar ekki einu orði í mál mitt. Klerkurinn var nefnilega ekki á fundinum og dæm- ir því aðeins af því sem kom fram í Ijölmiðlum. Séra Bjami segir: „Fátt er kristninni í landi okkar mikilvæg- ara en það, að eiga alvöru guðfræð- inga og kennimenn, fólk sem rann- sakar ritningarnar með agaðri skynsemi og skoðar nútímann í því sannleiksljósi sem þar er að finna. Það ábyrgðarstarf megum við ekki undir neinum kringumstæðum eft- irláta skemmtikröftum." Sú stað- reynd að ég er skemmtikraftur að atvinnu þýðir ekki sjálfkrafa að skoðanir mínar á trúmálum miði aðeins að því að kitla hláturtaug- arnar eins og hver ’alvöru’ vísinda- maður hlýtur að sjá. Ég fullyrði, ekki sem guðfræðingur, guðfræði- nemi eða skemmtikraftur, heldur sem manneskja, að enginn heiðar- legur guðfræðingur myndi kalla bókabrennur og fordæmingaáróður gegn minnihlutahópum að fasískri fyrirmynd: „...frumlegar aðferðir á sviði boðunar og kristilegs lífernis" eins og séra Bjarni gerir. Séra Bjarni segir: „Þegar gagnkyn- hneigður kristinn guðfræðingur uppi á íslandi er spurður um af- stöðu kirkjunnar til samkyn- hneigðra þá byrjar hann ekki á því að opna munninn, heldur hjartað og hugann. Hann sér og fínnur hve lítið hann veit um málefni þessa hóps og játar um leið að innra með honum sjálfum liggja fordómarnir í launsátri..." Tali hver fyrir sig. Hann segir líka: „Það er kristileg sannfæring hvers heiðarlegs guð- fræðings að ekki er tilhlýðilegt að tala um fólk í stað þess að tala við það.“ Ég tel mig hafa talað við samkynhneigða og skemmt mér með þeim árum saman áður en ég nú leyfi mér að tala um þá vegna árása á þá. Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir lestur greinar séra Bjarna að fyrirmynd mín er sótt beint til Jesú, sem „lét fordóma samfélagsins aldrei aftra sér heldur sóttist eftir að eiga sálufélag við þá sem samfélagið hæddi,“ eins og séra Bjarni orðar það. Vera kann að séra Bjarni eigi stóran hóp sam- kynhneigðra vina, en ef svo er ekki er honum guðvelkomið að hitta mig og sam- kynhneigða vini mína að máli á Kaffibarnum hvenær sem er og eiga við okkur sálufélag. Einnig hefði hann get- að hringt í mig og tal- að við mig um skoðan- ir mínar áður en hann skrifaði um mig og þær í blöðin. En séra Bjarni af- hjúpar fordóma sína sjálfur. Hann talar um „örvæntingarfullt kyn- lif“ og nefnir samkyn- hneigð sem dæmi um það. Ennfremur talar hann um „sárar aðstæður lifandi fólks“. Nú vill til að það sem einna helst ger- ir aðstæður homma og lesbía á Islandi ’sárar’ eru grímulausir for- dómar ofsatrúarfólks og grímu- klæddir fordómar eins og séra Bjarna. Það er ekkert sárt við það Stúdentafundurinn var gerður að Qol- miðlasirkus, segir Davíð Þór Jónsson, sem hér svarar grein sr. Bjarna Karlssonar. eitt og sér að vera hommi eða lesb- ía. Viðbrögð umhverfisins við því gera það hins vegar sárt. Það leik- ur sér enginn að því að vera hommi. Það er erfitt að vera hommi á íslandi og enginn kemur úr felum nema að vandlega ígrunduðu máli eftir ítarlega sjálfsskoðun. Margir neita að horf- ast í augu við eðli sitt vegna for- dóma samfélagsins og lifa lífinu ljúgandi að fjölskyldum sínum, mökum og börnum. Það er ekkert annað en dæmalaus mannfyrirlitn- ing að halda að á bak við samkyn- hneigð búi aðeins örvæningarfull kynlífsþrá eða hugarfar Láka jarð- álfs: „Hahaha, það er virkilega gaman að vera vondur.“ Séra Bjarni hittir naglann á höf- uðið á einum stað í grein sinni: „...[íslenski guðfræðingurinn] verð- ur að játa, að hann er svo gagnkyn- hneigður, snyrtur og straujaður, að hann veit ekki hvernig þessu fólki líður. Hann neyðist til að játa að hann, og kirkjan sem hann þjón- ar og tilheyrir, lætur sér nokkurn- veginn á sama standa um homma og lesbíur." Á meðan svo er er ekki von á öðru en að leitað sé út fyrir raðir kirkjunnar manna að einhverjum til að tjá sig fordómalaust um málið. Á meðan afstaða sóknar- prestsins í Eyjum til homma og lesbía er að ’þetta fólk’ lifi ’örvænt- ingarfullu kynlífi’ við ’sárar að- stæður’ þarf engan að undra að Betelingum vaxi fískur um hrygg. Þar á bæ eru fordómarnir a.m.k. ekki faldir í kristilegu kærleiks- hjali að hætti ekta klerka heldur hrópaðir á mannamáli á torgum úti. Höfundur er skemmtikraftur. Davíð Þór Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.