Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SAMKEPPIMII FJARSKIPTUM Alnetið nýtir m.a. símann til að hver geti tengst tölvum um heim allan á ódýran hátt. að flytja meira en gögn og myndir um alnetið, því al- netssíminn getur orðið Arni Matthíasson komst að því að það er hæ æður keppinautur langlínuþjónustu símafyrirtækja Alnets sími Hlutur alnetsins í upplýsingastreymi Notendur (milljðnir) Stafrænn sími Einkatölvur 180 Gervihnattasjonvarp \ tölvur, ~ Kapalsjónvarp Byggt á skýrslu Alþjóða símamálasambandsins, ITU. Tölur miðast við árið 1994. ALNETIÐ á nokkuð í land að verða að því alheims- neti sem menn sjá í hill- ingum. Líkur má færa fyrir því að notendur séu oftaldir á alnetinu, þ.e. að oft séu þeir taldir sem möguleika eiga á að tengjast en ekki þeir sem eru tengdir í raun. Því eru alnetsnot- endur líklega innan við þrjátíu milljónir, en ekki sextíu milljónir eða fleiri eins og sumir hafa hald- ið fram. Þetta er vitanlega gríðar- legur fjöldi, en einungis sjötti hluti tölvunotenda og innan við fimm prósent af símanotendum. Því er langt í að alnetið keppi við sjón- varpið, þar eð alnetsnotendur eru innan við tvö prósent af sjón- varpsáhorfendum. Hér á landi er þetta hlutfall nokkuð annað, því alnetið hefur náð að komast betur á legg hér en víða. Þannig voru 1994, sam- kvæmt skýrslu Alþjóða símamála- sambandsins (ITU), 978 alnet- snotendur á hveija 10.000 íbúa á íslandi, 772 í Finnlandi, 633 í Noregi, 488 í Svíþjóð og 275 í Danmörku. Samkvæmt sömu skýrslu voru þá 5.573 símar á hverja 10.000 íbúa á íslandi, 6.831 í Svíþjóð, 6.037 í Danmörku, 5.540 í Noregi og 5.511 í Finnlandi. Ekki eru þá taldir farsímar. Eitt af því sem getur aukið enn áhugann á að tengjast alnetinu er svokallaður alnetssími og verð- ur að telja hann ógnun við símafyr- irtæki hvarvetna, sem hafa yfir- leitt stærstan hluta tekna sinna af langlínusímtölum. Með alnets- síma má nefnilega hringja milli landa á innanbæjartaxta. Þó tæknilegir vankantar hafi verið fjölmargir til að byija með eru endurbætur hraðar og nokkur fyr- irtæki keppast við að kynna endur- bætur á forritum og búnaði. Þessu til viðbótar hillir undir að hægt verði að nota alnetið til að hringja í hvaða símanúmer sem er, jafnvel þó sá sími sé ekki tengdur tölvu. Alnetssími Alnetssími, sem kom á markað fyrir tveimur árum, er hugbúnaður sem byggist á því að tölvunotandi sem tengdur er alnetinu notar tölv- una sína til að hringja í aðra tölvu sem einnig er tengd alnetinu. Báð- ar þurfa tölvurnar að hafa hljóð- kort, hljóðnema og hátalara. Þann- ig talar notandinn í hljóðnemann, forrit sér um að breyta talinu í rafboð og sendir þau til tölvu móttakandans. Forritið í þeirri tölvu tekur við rafboðunum og breytir þeim í hljóð með aðstoð hljóðkortsins. Framan af sögu þessa búnaðar var samtalið skrykkjótt og ekki Sími og farsími 698, gátu báðir talað í einu. Margir kannast við slíkt frá fjarskiptum fyrri tíma þegar talað var „á fjöðr- inni“, þ.e. sá sem talaði hélt niðri fjöður á símtólinu og heyrði ekki til hins á meðan. Með tímanum hefur alnetssíma- tæknin tekið stakkaskiptum og nú getur samtal gengið nánast eins hratt fyrir sig og í síma. Öllu skipt- ir þó að samtalið er á innanbæjar- taxta, en ekki langlínutaxta eða millilandataxta, enda byggist al- netið ekki síst á því að ekki þarf að borga nema innanbæjarsímtal, sama hvert viðkomandi tölva teng- ist. Við þennan taxta bætist svo það gjald sem viðkomandi þarf að greiða til þjónustuaðilans. Ókeypis alnetssími Það sér hver í hendi sér að fyrst hægt er að hringja úr síma í tölvu er líku hægt að láta tölvu hringja í síma, eins og gerist til að mynda þegar tölva með símbréfsforriti hringir í símbréfstæki. Það hlýtur því að vera hægur leikur að setja upp þannig tölvukerfí að hver sem er geti hringt í tölvu, án þess að vera með tölvu sjálfur, látið þá tölvu hringja í aðra tölvu í útlönd- um, á innanbæjartaxta vitanlega, og tölvuna í útlöndum síðan hringja í númer í því landi eða þeirri borg. Þegar samband er svo komið á geta vikomandi spjallað saman í símanum og verða lítt varir við tölvurnar sem sjá um að koma boðunum á milli. Um þessar mundir er komið af stað verkefni sem kallast Free World Dialup Experiment, eða „Tilraunaverkefni um ókeypis al- heimssíma“, og hófst fyrir hálfum öðrum mánuði. Til að byija með byggist það á að tölvunotendur með alnetsaðgang og símaforrit geta hringt í hvern sem er í öðru Iandi, með aðstoð tölvu, þó sá sem hringt er í sé ekki með tölvu. Næsta skref er svo að hver sem er geti hringt í hvern sem er án þess að hafa tölvu við hendina; hann hringir þá í tölvu í heimabæ sínum, sem hringir í tölvu erlend- is, sem svo aftur hringir í viðkom- andi númer. Þegar samband er komið á sjá tölvurnar um að breyta símboðunum í rafboð jafnóðum, pakka þeim saman og senda á milli staða. Að sögn aðstandenda verkefnisins verður þetta mögu- legt um mitt næsta ár hið minnsta. Sparað fyrir tengingu Sem dæmi um hvað notandi gæti sparað má nefna símtal til Noregs kl. 22 að kvöldi. Ekki er reiknað inní upphafsskref vegna símtalsins, enda er það það sama í báðum dæmum. Venjulegt milli- landasímtal til Noregs kostar 58 kr. á þessum tíma kvölds. Símtal með aðstoð tölvunnar myndi hins vegar kosta 42 aura hver mínúta, sem er innanbæjar- taxti, að viðbættum kostnaði vegna alnetstengingarinnar. Kostnaður vegna tengingar við alnetið er misjafn eftir fyrirtækj- um. Sum taka mánaðargjald og tímagjald, en önnur aðeins mánað- argjald. Til að mynda er dæmi um alnetsþjónustu þar sem tengingin kostar 1.900 kr. á mánuði en ekk- ert tímagjald er reiknað. Hjá ann- arri alnetsþjónustu er mánaðar- gjald 500 kr. og hver tengimínúta kostar eina krónu. Ef hringt er lengra en til Nor- egs sparast enn meira. Til dæmis kostar hver mínúta í millilanda- símtali til Bandaríkjanna 86 kr., til Ástralíu 150 kr. og til lands í hæsta gjaldflokki, svo sem An- gola, kostar hver mínúta 225 kr. Með alnetssíma er kostnaðurinn ævinlega sá sami, 42 aurar hver mínúta að viðbættum hlutfalls- kostnaði vegna tengingarinnar eins og áður er rakið. Sé hringt til Ástralíu með al- netssíma og notandinn borgar 1.900 kr. mánaðargjald og ekkert tímagjald hjá alnetsþjónustunni, sparast fyrir mánaðargjaldinu í einu tólf mínútna símtali. í þessu dæmi er ekki reiknað með kostn- aði við tölvu-, mótalds- eða hljóð- kortskaup, enda kaupir varla nokkur maður tölvu til þess eins að nota hana sem síma - enn sem komið er að minnsta kosti. Hug- búnaðinn fyrir alnetssímann er er yfirleitt iiægt að fá ókeypis. Plássfrekar hljóðskrár Þó alnetssími eigi eflaust eftir að verða vinsæll, sérstaklega fyrir þá sem gaman hafa af nýjungum, eru ekki miklar líkur á að notkun hans eigi eftir að verða almenn, að minnsta kosti ekki næstu árin. Málum er nefnilega svo háttað að hljóðskrár eru afskaplega stórar, jafnvel þó þeim sé pakkað, og því þarf mikla flutningsgetu til að flytja þær á milli staða. Það þýðir því að alnetsgátt Islands, sem er 1 Mb um þessar mundir, og þykir fáum mikið, yrði fljót að fyllast með þeim afleiðingum að samtöl yrðu skrykkjótt og óstöðug. Þó það megi sætta sig við ýmislegt til að spara sér á þriðja hundrað krónur á mínútu, hringja ekki margir svo langt og ekki er víst að allir sætti sig við minni gæði á símtölum, því þau eru eðlilega minni með þessu móti. Hvernig símafyrirtæki munu svara þessu er svo enn einn óvissu- þátturinn, þó ógerningur sé að spyrna við þessari þróun nema með því að hlera hvern síma. Ein- hver viðbrögð verða þó að verða, því enn einu sinni hefur tæknin tekið á rás í átt sem enginn sá fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.