Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ; AÐSENDAR GREINAR „Lykill að eflingri tungxinnar“ í Morgunblaðinu fimmtudaginn 9. nóv- ember birtist grein með þessu heiti. Þar er fjall- að um gagnsemi orða- bóka, einkum um vís- indalegar útgáfur, en aðrar ekki nefndar eða látnar liggja á milli hluta. En svo er þetta áríðandi að áliti blaðs- ins að efni greinarinnar er að mestum hluta endurtekið i sunnu- dagsblaðinu næst á eft- ir, án þess að þar sé nokkru við bætt. A fyrri tímum hafa verið uppi menn, áhugamenn sem fundið hafa þörfina fyrir orðabækur til þess að geta víkkað þekkingarsvið sitt út fyrir landsteina. Það munu liggja handrit í skjalasafni þess efnis, þótt hér verði ekki upp talin utan orða- bókar Guðmundar Andréssonar, sem haft var á orði í áðurnefndri grein að jafnvel þyrfti að gefa gaum að. Þessar endurteknu greinar virðast ótrúlega fljótfærnislega unnar, svo að það kallar á viðbrögð. Þar er lítt ijallað um orðabókarút- gáfu ísafoldar sem í langan tíma einna um- fangsmest hefur verið. Þar er aðeins minnst á, að nýjasta íslensk- danska orðabókin hafi komið út 1976. Hvort sem það er rétt, þá kom út slík bók í annarri útgáfu 1970. En nýj- asta íslensk-danska orðabókin sem gleymst hefur að nefna kom út 1993. Að gefnu tilefni skal hér tekið fram, að árið 1973 kom út á veg- um ísafoldar spænsk-íslensk orða- bók, sú fyrsta hér á landi, sem ekki hefur verið getið. Slíkar bækur eru ekki vísindalega unnar, heldur eru það orðasöfn án málfræðiskýringa, enda verð þeirra í samræmi við það. En þær eru handhægar fyrir skóla- fólk og taka að orðaforða langt fram vasahandbókum fyrir ferðafólk. Og Aðalvaxtarbroddur bókmennta heimsins, segir Sigurður Sigur- mundsson, er kominn frá spænskumælandi löndum. séu þær vel og samviskusamlega unnar, auka þær víðsýni og þekkingu nemenda og eru á sinn hátt vegur að eflingu íslenskrar tungu. Það skal ekki í efa dregið að Örlygur Halfdán- arson hafí unnið menningarlegt afrek með orðabókaútgáfu sinni. En æði mikillar þröngsýni gætir þó í greinum þessum, að mest virði varðandi efl- ingu íslenskrar tungu sé útgáfa orða- bóka á Norðurlandamálum, sem meira gildi hafa fyrir aðra en íslend- inga og mjög lítið um hönd hafðar hér á landi nú. Það má fullyrða, að enskan hafi ekki hér hlotið skarðan hlut í útgáfu Sigurður Sigurmundsson orðabóka, en hún er nú orðin aðal viðskiptamálið í vestrænum heimi og þrengir sér æ meira inn í önnur málsvæði svo að öðrum tungum er jafnvel hætta búin af. Mætti þar, eftir fregnum að dæma, nefna stórt mál eins og frönsku. Eftir því mætti búast við að íslenskunni stafaði meiri hætta en gagn af nábýli við hana. Aftur á móti hefur þýskan sem talin er vera aðal tungumál megin- lands Evrópu, en íslenskan henni skyldust að málfræðilegri byggingu, verið vanrækt á síðari tímum um of, t.d. varðandi útgáfu orðabóka. Það verður ekki ráðið af fyrrnefndum greinum, hvernig beri að efla ís- lenska tungu í sambandi við önnur mál. En því þá ekki að leita inn á önnur málsvæði, til austurs og vest- urs? Slavnesk mál eru hér lítt þekkt og engar íslenskar orðabækur til á þeim vettvangi. Þar eru rússneskan þeirra langstærst og mest töluð og skilin af hundruð milljóna manna. Það fælir einkum frá henni, að letrið er annað. En Pólveijar nota latneskt letur og lægi því næst við að athuga gerð pólsk-íslenskrar orðabókar. Það gæti orðið landnám tungunnar í aust- urveg. Rómönskum málum hefur líka of lítið verið sinnt, en helst hefur það verið franska, sem einhverjar orðabækur eru til af; þar til á síð- ustu tímum að þýðingar hafa aukist en þá vantar nauðsynlega orðabæk- ur. Stærsta og útbreiddasta róman- skra mála er spænskan (castal- ianska) sem ekki aðeins nær yfir Spán heldur líka stóran hluta Vestur- heims. Hún er eina málið sem ekki lætur undan enskunni heldur er í sókn í nábýli við hana. Og hana tala fleiri þjóðir en nokkurt annað mál á jörðinni. Það virðist vera, að nú fyrst séu íslendingar að vakna til vitundar um það, hve stórt og mikilvægt málsvæði hér er um að ræða. Þá er vert að minnast þess að jafn og mikill ferðamannastraumur er alltaf til Spánar og einnig er um að ræða eitt stærsta viðskiptaland ís- lands um tugi ára. Ekki síst ber að minnast þess, að nú er aðal vaxtarbroddur bók- menntaheimsins kominn frá spænskumælandi löndum þ.e. Suður- Ameríku. Þar mætti nefna nokkur af höfuðskáldum nútímans og þess- arar aldar — Garcia Lorca og Migu- el de Unamuno: Spánn. Frá róm- önsku Ameríku: Borges, Pablo Neruda og Gabriela Mistral og Migu- el Garcia Marquez. — Mexíkó o.s.frv. Og nú er komin og er á boðstólum spænsk-íslensk - íslensk-spænsk orðabók í einu bindi. En hún ætti að verða tengiliður á milli- lítillar vasaútgáfu og fullkominnar bókar og þrýsta á útgáfu vísindalegrar orðabókar á einu útbreiddasta máli heimsins. Auk þess að létta bæði ungum og gömlum að læra það mál sem skartar svo fagurlega í meist- araverki Miguel Cervantes — Don Kíkóta. Höfundur er bóndi og fræðimaður. LJTLAR opinberar umræður hafa skapast að undanfömu vegna starfa kennara þegar einsetning grunnskóla kemur til framkvæmda, en þó nokkur uggur er í mönnum. Orð eins fyr- irspyijanda á nýafstað- inni ráðstefnu Sam- bands íslenskra sveit- arfélaga urðu mér nokkurt umhugsunar- efni. Hann nefndi þann möguleika að karlmenn hyrfu alfarið úr kenna- rastétt grunnskóla þeg- ar kennsluskyldan minnkaði vegna ein- setningar, því þá væri starfið orðið að hlutastarfí. Undirrituð hefur starfað í rúman áratug meira og minna innan for- eldrafélaga gmnnskólanna og hefur því fylgst rneð vaxandi kröfum sem gerðar eru til kennara og þá ekki síst síðustu 2-3 ár. Sífellt er farið fram á aukið samstarf heimila og skóla, en til þess þarf tíma, ekki bara tíu mínútur eða hálftíma, heldur mun meira. Agavandamál er nokkuð sem kennarar og skólastjórnendur þekkja vel til og fara þau sívaxandi. Þau geta m.a. tengst því að nem- endur hafi hvorki kunn- áttu né getu til að fylgj- ast með því sem fram fer í tímum eða verið af félagslegum eða sál- rænum toga. Sálfræðingar taka einungis erfið- ustu tilfellin. Með því að kennarar, sem þekkja nemendur sína vel, hefðu nægan tíma til að hlú að þeim sem Kennarar þurfa mun meiri tíma utan kennslustofu, að mati Hildar Friðriksdóttur, til að sinna nemendum sínum svo vel sé. sýna byijunareinkenni mætti hugs- anlega bjarga einhveijum frá því að lenda í vítahringnum. Viðræður og aðstoð við nemanda myndu skila meiri árangri ef þær færu fram í ró og næði eftir reglubundinn skólatíma en ekki innan um órólegan bekkinn. Fleiri þurfa á aðstoð Ekki hafa allir nemendur getu til að fylgjast með sínum bekk en hefði kennari möguleika á að gefa þeim sem þess þurfa stuðningskennslu eft- ir reglubundinn skólatíma, ykjust möguleikar á að viðkomandi gæti fylgst með á nýjan leik. Þess má geta að nemendur sem hafa ekki getu til að fylgjast með félögum sín- um skapa oft óróleika í bekk og þeim fylgja gjarnan agavandamál. Auknar kröfur eru um að kennarar noti tölvur í kennslu. Því fylgir aukið álag, meðal annars vegna þess að þeir þurfa tíma til að kynna sér hvaða forrit eru á boðstólum. Þeir gætu ennfremur æft sig í að nota tölvur, því færri kennarar í grunnskólum nota tölvur en gott þykir. Það gætu þeir meðal annars gert með því að vinna verkefni sem nemendur geta síðan unnið úr. Alþekkt er að kennar- ar þurfi að útbúa námsefni m.a. vegna þess að bækur eru ekki tilbún- ar að hausti. Einnig þurfa þeir að útbúa viðbótarnámsefni. Þá má ekki gleyma gæðamatinu. Fjölmargir skólar ganga nú í gegn- um ýmiss konar gæðamat, ýmist án utanaðkomandi hjálpar eða með opinberum styrkjum. Styrkirnir eru notaðir að hluta til að greiða kennur- um laun fyrir aukavinnu sem fylgir í kjölfarið vegna ýmiss konar fundar- setu, ráðgjafar og fleira sem ég kann ekki að nefna. Ef kennari hefði góð- an tíma utan kennslu þyrfti ekki að greiða honum aukalega fyrir að vinna að gæðamálum. Auknar kröfur eru gerðar um tengsl heimila og skóla. Ef foreldrar vissu að kennari væri til taks í skól- anum 2-3 klukkustundir eftir kennslu binda menn vonir við að bæði foreldr- ar og nemendur leituðu til hans með ýmis vandamál og fyrirspurnir. Leikmaður eitt spurningarmerki Allt ber þetta að sama brunni. Kennarar þurfa meiri tíma í skólanum til að sinna hinum ýmsu málum. Leik- maður eins og ég skilur ekki af hverju miða þarf vinnutíma við kennslu- skyldu. Af hveiju er ekki hægt að miða hann við viðveru? Er annað ekki úrelt vinnubrögð? í umræðunni að undanförnu hefur verið lögð áhersla á að færa valdið út til skólanna og láta þá axla meiri ábyrgð. Einnig er rætt um að skóla- stjórar þurfi að hafa stjórnunar- menntun auk faglegrar menntunar. Þýðir þetta ekki að skólastjórum er treystandi til að sjá um að dreifa verkefnum til kennara, þó svo að þau felist ekki eingöngu í kennslu? Eða eru þetta orðin tóm? Höfundur er blaðamaður og for- maður foreldraráðs Hlíðaskóla. Viðvera tekin upp og kennsluskylda lögð niður Hildur Friðriksdóttir ✓ er . Mætum á stofnfund Hollvinasamtaka Háskóla íslands í Háskólabíói kl. 14.00 í dag Metnaðarfull dagskrá í klukkutíma Styðjum menntun, framfarir, rannsóknit nýsköpun, vísindi, lærdóm, framtíðina og unga fólkið Háskólinn er handa þjóðinni! Stúdentar. Félngsstofnun stúdenfa Hoppdrætli Háskólo isfonds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.